Morgunblaðið - 25.07.2022, Side 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
✝
Daníel Pétur
Baldursson
fæddist á Siglufirði
3. október 1942.
Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 16. júlí
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Hólm-
fríður Sveinbjörns-
dóttir, f. 22.7.
1911, d. 19.9. 1967,
og Baldur Eiríksson, f. 14.7.
1913, d. 13.8. 1988, sem bjuggu
á Siglufirði. Daníel ólst frá
unga aldri upp hjá hjónunum
Sigurbjörgu G. Hólm , f. 17.6.
1907, d. 22.2 1963, og Jörgen
Hólm f. 11.3. 1899, d. 7.7. 1997,
sem bjuggu á Siglufirði. Systk-
ini Daníels eru Júlíus Eiríks-
son, f. 1935, d. 1954, Guð-
mundur Eiríksson, f. 1937,
Birgir f. 1940, d. 2003, tvíbura-
systir Kristín, f. 1942, Elsa, f.
24.6. 1993, sambýlismaður
hennar er Ingólfur Dan Guð-
jónsson, f. 8.2. 1991. 2) Sig-
urbjörg, f. 17.11. 1967, eigin-
maður hennar er Halldór Ó.
Sigurðsson, f. 14.10. 1964. Börn
þeirra eru: a) Sigurður Óskar,
f. 21.8. 1996, og b) Sandra Sif,
f. 4.9. 1998. 3) Daníel Pétur, f.
21.4. 1978, unnusta hans er
Rakel Gústafsdóttir, f. 14.2.
1979. Börn hans og fv. sam-
býliskonu, Jónu Guðnýjar Jóns-
dóttur, f. 25.9. 1966, eru: a)
Jörgen Jón, f. 16.9. 2008, og b)
Erpur Emil, f. 26.11. 2012.
Daníel ólst upp á Siglufirði
og gekk í barna- og gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar. Hann
gerði fiskverkun að sínu ævi-
starfi og starfaði lengst af í
frystihúsinu Ísafold, þar sem
hann var meðeigandi. Hann var
virkur félagi í Tennis- og bad-
mintonfélagi Siglufjarðar,
Björgunarsveitinni Strákum og
Kiwanisklúbbnum Skildi á
Siglufirði á árum áður.
Útför hans fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 25.
júlí 2022, klukkan 13.
Streymi:
https://youtu.be/bKRNto5qoAQ
1945, Hólmfríður,
f. 1948, d. 1948,
Anna Þóra, f. 1950,
og Eiríkur, f. 1952.
Uppeldissystir
Daníels er Kristín
J. Hólm, f. 1934.
Hinn 20. júní
1964 giftist hann
Þórleifu Alexand-
ersdóttur f. 7.4.
1940, d. 22.3. 2021.
Börn þeirra eru: 1)
Baldur Jörgen, f. 22.2. 1965,
unnusta hans er Guðrún Frið-
riksdóttir, f. 13.9. 1968. Börn
hans og fv. sambýliskonu, E.
Birgittu Karlsdóttur, f. 5.7.
1966, eru: a) Daníel Pétur, f.
22.11. 1988, eiginkona hans er
Auður Ösp Magnúsdóttir, f. 6.9.
1990, börn þeirra eru Anton
Elías, f. 23.12. 2009 (sonur Auð-
ar úr fyrra sambandi), Katla
Röfn, f. 23.8. 2013, Rúrik Axel,
f. 16.9. 2020, og b) Sonja Rut, f.
Horfinn ertu héðan, vinur,
hjartaprúður, stór í raun,
þú sem fyrir þelsins varma
þáðir oft hin dýrstu laun,
þú sem unnir, þú sem kunnir
þraut að sigra, veita skjól,
þú sem bljúgu barnsins hjarta
bjóst svo tíðum innri jól.
Æðrulaus þú gekkst um garða,
gerðir traustan heimareit:
þangað fró í fátækt sinni
fleiri sóttu en nokkur veit.
Börn þín muna — börn þín una
bjartri mynd af föðurhönd
sem þau leiddi, sem þeim greiddi
seint og snemma málin vönd.
Langt úr fjarska ber nú blærinn
blómailm og daggir heim
— það er kveðjan hljóð að handan:
hinztu bros og tár frá þeim
sem þú unnir, sem þú kunnir
sorg að firra, rétta hönd
ástúðlega eins og vorið
yfir bæði höf og lönd.
Öll við þökkum þína ævi,
þína sterku, tryggu lund
— sjáum þig úr hörðum heimi
halda á mildan gleðifund:
hún sem ann þér, hún sem fann þér
helgan stað í brjósti sér,
bak við tímatjaldið bláa
tekur sæl á móti þér.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku pabbi okkar, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Baldur Jörgen,
Sigurbjörg,
Daníel Pétur
og fjölskyldur.
Elskulegur bróðir minn,
Danni, hefur kvatt þennan
heim, eftir stutt og erfið veik-
indi. Eftir standa yndislegar
minningar um trygga, góða og
hlýja vináttu á milli okkar, sem
aldrei bar skugga á og ylja mér
nú um hjartarætur.
Við vorum tvíburar, mjög ná-
in, samrýmd og góðir vinir.
Margs er að minnast. Við gift-
um okkur á sama degi, 20. júní
1964 og makar okkar eru systk-
inabörn. Það var alltaf notalegt
þegar hann kom í heimsókn á
Hólaveginn og gaman var að
spjalla við hann um heima og
geima. Danni var mjög
skemmtilegur, mikill húmoristi,
góðlátlega stríðinn og hafði
gaman af því að spauga og
segja brandara og var oft hrók-
ur alls fagnaðar. Stálminnugur
um menn og málefni og kunni
ógrynni af góðum sögum, fróð-
leiksfús og fylgdist vel með öllu
sem var að ske, hvort sem það
var hjá fjölskyldunni eða um
málefni líðandi stundar. Hann
hlustaði á alla fréttatíma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir))
Við Jóhannes, börn, makar
og barnabörn þökkum elsku
Danna fyrir liðnar og dýrmæt-
ar samverustundir sem ekki
gleymast. Elsku Baldur Jörg-
en, Sigurbjörg, Daníel Pétur og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra og biðj-
um við góðan guð að styrkja
ykkur.
Með söknuði og hjartans
þökk fyrir allt, elsku Danni
minn, kveð ég þig með orð-
unum sem þú sagðir við mig á
Sjúkrahúsinu á Akureyri og
lýsa þér svo vel: Já, ég bið að
heilsa í bæinn.
Blessuð sé minning þín, ynd-
islegi bróðir minn, og guð
geymi þig.
Þín systir,
Kristín G. Baldursdóttir.
Bróðir okkar, Daníel Pétur
Baldursson, Danni, er látinn
eftir snörp og erfið veikindi. Á
slíkum tímamótum er margs að
minnast í stórum systkinahópi.
Hugurinn leitar á æskustöðv-
arnar heim til Siglufjarðar, þar
sem við ólumst upp við ys og
þys og ævintýri síldaráranna.
Frjálsræðið var mikið en leik-
svæðið afmarkaðist milli fjalls
og fjöru þar sem allir krakk-
arnir í hverfinu tóku þátt í úti-
leikjum, bæði þeir sem voru
„alvöru“ og þeir sem voru
„súkkó“. Síðar tók við vinna
tengd síldinni og annarri fisk-
vinnslu, þannig liðu æskuárin.
Við tóku fullorðinsárin, líf og
störf, og hópurinn dreifðist.
Vegna langtímaveikinda
móður okkar fóru tvíburarnir,
Kristín og Daníel, í fóstur til
sæmdarhjónanna Sigurbjargar
og Jörgens Hólm á Siglufirði,
fóstru og fóstra, eins og við
systkinin kölluðum þau. Danni
ílentist og ólst upp hjá þeim
ásamt uppeldissystur sinni,
Kristínu J. Hólm. Hlýtt var
milli fjölskyldnanna og ætíð
mikill samgangur og einatt
glatt á hjalla.
Á sumrum veiddi Danni vel
af silungi sem hann lét reykja.
Á þessum árum kom hann
gjarnan heim úr vinnu í kaffi-
tíma tvisvar á dag og beið hans
þá að eigin ósk tesopi og sjö
smurðar brauðsneiðar með
reyktum silungi. Síðar fækkaði
sneiðunum og ostur leysti sil-
ung af hólmi á ristaða brauðið.
Hann sagði þá gjarnan að
hann væri teo(g)risti.
Danni starfaði lengi sem
verkstjóri í frystihúsi SR og
síðar við eigin rekstur þar sem
margir höfðu atvinnu. Við
systkinin, sum, vorum í vinnu
hjá honum yfir sumartímann
og stundum lengur. Danni var
góður og sanngjarn húsbóndi.
Danni var góður félagi og
húmoristi mikill og sá spaugi-
legu hliðar mannlífsins. Hann
var annálaður hrekkjalómur í
orðsins jákvæðustu merkingu.
Oft var hann einn „að verki“
en einnig „í samstarfi“ við aðra
hrekkjalóma. Í áranna rás hafa
safnast í sarpinn fjölmargar
skemmtilegar sögur af stráka-
pörunum. Systkinin þekkja vel
söguna um samtalið við skáta-
foringjann og söguna um bróð-
ur prestsins.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Danni er róinn á önnur
mið og horfinn í sumarlandið
til Tótu sinnar, sem hann
saknaði svo mikið.
Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
Nú hætti þinn grátur að streyma!
Því dauðinn er leið sú sem liggur
til lífsins og ódáinsheima
(Prudentius (Þýðing Jón Helga-
son))
Fyrir hönd systkina og Mie
mágkonu í Danmörku og fjöl-
skyldna okkar þökkum við af
alhug samfylgdina og vottum
börnum Danna, þeim Baldri
Jörgen, Sigurbjörgu og Daníel
Pétri og fjölskyldum þeirra,
okkar dýpstu og innilegustu
samúð. Hvíl í friði, bróðir góð-
ur, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Eiríkur Baldursson og
Anna Þóra Baldursdóttir.
Daníel P.
Baldursson
✝
Ingibjörg
Bjarnadóttir
fæddist í Blöndu-
dalshólum, A-Hún.,
10. maí 1925. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Blönduósi
12. júlí 2022.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru Bjarni
Jónasson, f. 24.2.
1891, d. 26.1. 1984,
og Anna Sigurjónsdóttir, f. 4.10.
1900, d. 5.2. 1993, bændur á
Blöndudalshólum í Blöndudal.
Systkini Ingibjargar voru El-
ín, f. 23.9. 1927, d. 8.2. 2021, Jón-
as Benedikt, f. 4.3. 1932, d.
20.12. 2018, Kolfinna, f. 30.5.
1937, d. 18.7. 2016,
Sigurjón, f. 10.8.
1941, d. 7.12. 1945,
og Ólafur Snæ-
björn, f. 29.2. 1944,
d. 2.4. 2009.
Ingibjörg ólst
upp í Hólum og var
þar lengstum heim-
ilisföst í búskap-
artíð foreldra
sinna. Ung kenndi
hún sjúkleika sem
mótaði líf hennar og síðustu ára-
tugina dvaldi hún á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands á Blöndu-
ósi. Hún var ógift og barnlaus.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag,
25. júlí 2022, klukkan 14.
Ingibjörg Bjarnadóttir, Íja,
var elst sex barna hjónanna í
Blöndudalshólum, Önnu og
Bjarna; af þeim náðu fimm full-
orðinsaldri. Hún kveður nú
þeirra síðust, 97 ára gömul, og sú
kveðjustund markar tímamót í
eftirminnilegri fjölskyldusögu.
Frásögnin af samdrætti og til-
hugalífi foreldra hennar í upphafi
þriðja áratugar aldarinnar sem
leið, eins og hún birtist í bókinni
Ástin á tímum ömmu og afa eftir
Önnu Hinriksdóttur, systurdótt-
ur Íju, hlýtur að teljast ein eft-
irminnilegasta ástarsaga sinna
tíma og Íja var fyrsti ávöxtur
þeirrar ástar. Hún var afar skýr
og námfús unglingur, en þegar
leið að fullorðinsárum kenndi hún
sjúkleika sem átti eftir að marka
líf hennar allt og verða verulegur
áhrifavaldur í mannlegum sam-
skiptum. Sá sjúkleiki var af hug-
rænu tagi og við honum var
brugðist með öllum tiltækum
ráðum samtímavísindanna. Erfitt
er að meta að hvaða gagni þau
ráð komu, en smám saman varð
ævi Íju að verulegu leyti bundin
umönnunarstofnunum, sem hún
tengdist bæði sem starfskona og
vistmaður, á milli þess sem hún
dvaldi í foreldrahúsum í Hólum.
Íja var aflmikil og kímin persóna
með ákveðnar skoðanir og frá-
sagnargáfu, örlát og mannblend-
in, og öflug eðlisgreind hennar
fór ekki framhjá neinum, sem gaf
sér tíma til að eiga við hana al-
vörusamskipti. Það mátti einu
gilda hvar hún var stödd, hvort
heimilisfang hennar var heima í
Hólum, á Akureyri, í Kristnesi, á
Blönduósi eða annars staðar,
huga hennar var einlægt nær-
tækust umfjöllun um hag lands
og þjóðar, um velferð samferða-
fólksins og sinna nánustu og
framar öllu öðru: Staða sveitanna
og gróska landsins. Hún hafði um
sína daga náin kynni af hverful-
leik mannlífsins og ef til vill af
þeim sökum var henni sérstak-
lega umhugað um gróður jarðar;
líf þess gróanda skynjaði hún
með sérstökum hætti og fann til
samkenndar með honum hvar
sem leiðir hennar lágu. Þrátt fyr-
ir sérstöðu sína hvað persónu-
leika og lífshætti snerti naut hún
þeirrar hamingju að mynda sterk
tengsl við ýmsa, sem skynjuðu
greind hennar og óbilandi lífsþrá.
Síðustu áratugi ævi sinnar bjó Íja
á Heilbrigðisstofnun Norður-
lands á Blönduósi, og það er í
raun aðdáunarvert hve miklum
skilningi hún mætti með tilliti til
athafnaþarfa og þeirra umsvifa,
sem hún réðst í, utanhúss og þó
einkum innan, fyrst og fremst við
handavinnu og úrvinnslu allskon-
ar skriflegra gagna um sveitir,
fólk og samtíma. Sem ávöxt þess-
arar athafnasemi geymum við,
ættingjar og venslafólk, meðal
annars fjölmarga magnaða text-
ílgripi, allt saman þarfaþing unn-
in og skreytt með þeim hætti að
ekki þarf að efast um höfundinn.
Fyrir þau lífsgæði, sem hún
höndlaði á þennan hátt með at-
beina skilningsríks og þolinmóðs
fagfólks verður seint fullþakkað.
Hinrik Bjarnason.
Íja frænka opnaði okkur sem
börnum nýja sýn á okkar eigin
tilveru. Á ómeðvitaðan hátt skild-
um við að ekki væri öllum úthlut-
að það sama í lífinu, að lífshlaupið
væri hvort tveggja rósum og
þyrnum stráð, en að sköpunar-
kraftur, vitsmunir, kímnigáfa og
ástúð ættu sér alltaf stað í hjarta
manneskjunnar og fyndu sér leið
gegnum sálarflækjur hennar til
þeirra sem væri tilbúnir að
þiggja og gefa.
Sem stálpaðir einstaklingar
þáðum við ríkulega af Íju og gáf-
um til baka eins og okkur var
unnt. Þegar Íja hringdi og fór að
segja sögur af fólki liðinna tíma
var það dýrmæt tenging við for-
tíðina, við sitt fólk, við Íju frænku
sjálfa, þótt oftar en ekki týndi
maður þræðinum, vissi ekki
hvert fólkið væri, staðirnir eða
atburðirnir og hugsaði jafnvel:
„Á hvaða ferðalagi er Íja frænka
núna?“ Samvistir og samræður
við hana fylgdu ekki alltaf þeirri
braut sem við temjum okkur
flest; hún kom sér beint að efn-
inu, skipti fyrirvaralaust um um-
ræðuefni, sagði sögur og spurði
beittra spurninga. Stundirnar
með henni voru þroskandi á
óvæntan og dularfullan hátt. Ef
horft var um stund á heiminn
með augum Íju frænku varð hið
mannlega leyndardómsfyllra og
skiljanlegra í senn.
Íja var elst systkina mömmu,
kom fyrst og fór síðust, lifði löngu
og gefandi lífi. Frænkan, sögu-
konan, náttúrufræðingurinn og
ræktandinn, listakonan… Allir
þræðir Íju fléttuðust saman í
flókna en jafnframt heilsteypta
manneskju. Það var ekki til neitt
fals eða yfirborðsmennska í Íju.
Hún var dálítið skrítna frænkan
sem gekk stundum fram af fjöl-
skyldu sinni og samferðafólki
þegar sá gállinn var á henni en
þótt hún væri stundum stygg og
óvægin var hún líka umhyggju-
söm, kærleiksrík, ræðin, forvitin,
hláturmild, skondin og skemmti-
leg. Á góðum stundum skinu
hæfileikar hennar, gáfur og
kímni ljóslega í gegn, þannig
snerti hún við fólki og hún hitti
marga á sinni löngu ævi sem
kunnu að meta alla hennar góðu
kosti og reyndust henni ómetan-
lega alla tíð.
Í dag hefði Íja vonandi fengið
hjálp við hæfi en þegar hún veikt-
ist sem ung kona var þekking á
andlegum veikindum æði tak-
mörkuð og fá úrræði í boði. Geð-
lækningar voru glænýtt fag í höf-
uðstaðnum og þangað var Íja
send í góðri trú til að leita sér
lækninga en greiningin sem þar
fékkst var ónákvæm og meðferð-
irnar sem hún gekkst undir
þættu ómannúðlegar í dag og í
besta falli gagnslitlar.
Minningar okkar af Íju
frænku litast óhjákvæmilega
nokkuð af eftirsjá eftir því sem
hefði getað orðið en það væru
reginmistök að líta á ævi hennar
einvörðungu í því ljósi. Hún var
eins og lausbeislað náttúruafl
sem fór alltaf sínar eigin leiðir
þótt hún byggi alla tíð við fremur
ósveigjanlegt regluverk og það er
ekki hægt annað en dást að
styrkleika manneskju sem hvik-
aði aldrei frá því að vera hún sjálf
þó svo hún fengi aldrei að lifa
fyllilega sjálfstæðri tilveru.
Löngu og góðu ferðalagi er
lokið og ferðalangurinn lagstur
til hvíldar. Við hin stöndum eftir
fátækari, en þakklát Íju frænku
fyrir tímann með henni og minn-
ingarnar sem hún skilur eftir.
Anna og Bjarni Kol-
finnu- og Hinriksbörn.
Ingibjörg frænka mín, kyrrlát
og fáorð, átti öflugan þátt í iðju-
heimili nágranna okkar, vina og
frænkna í Hólum, þar sem menn-
ingarheimili stóð í miðjum dal.
Hafði svo löngum verið öldum
saman þegar ungir prestar, nú
eða þá rosknir, komu til starfa á
þessu forna prestsetri, predikuðu
og undu lífinu með grónum
bændum dalsins. Stóð svo allt til
1880 þegar síðasti presturinn,
hann sr. Markús, flutti suður að
Stafafelli í Lóni.
Ungu hjónin, kennarinn
Bjarni og brúðurin unga úr daln-
um, hún Anna Sigurjónsdóttir,
foreldrar Ingibjargar hófu þar
búskap 1923 með móðurforeldr-
um hennar og nöfnu, Ingibjörgu
ömmusystur minni og Sigurjóns
Jóhannssonar frá Mjóadal.
Þau Sigurjón höfðu búið í
Finnstungu með Jónasi langafa
mínum og frænda Sigurjóns á
fyrri búskaparorðum þeirra
hjónanna. Þannig áttu þessi
heimili marga samleiðina. Mynd-
arbúskapur var hjá þeim Bjarna í
Hólum og þær mæðgurnar, Anna
og Ingibjörg, stunduðu matjurta-
ræktun, sáðu til kálplantna,
prikluðu út í trékassa og við út í
Ártúnum nutum góðs af, þangað
bárust hvítkálsplöntur og fleiri
tegundir, sem plantað var út í
garð þegar búið var að stinga upp
og frostnætur gengnar yfir. Þeg-
ar kom fram yfir miðja tuttug-
ustu öldina komu upp upp gróð-
urhús á bæjunum sem auðveldaði
garðræktina og farið var að huga
meira að blómræktinni.
Ingibjörgu frænku mína kveð
ég með vísum Jóhannesar úr
Kötlum:
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
– Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
Ingi Heiðmar Jónsson.
Ingibjörg
Bjarnadóttir
Elskulegi maðurinn minn, faðir og
tengdafaðir,
DANÍEL JÓNASSON,
tónmenntakennari og organisti,
Vesturbergi 16,
varð bráðkvaddur laugardaginn 16. júlí í
Noregi. Útförin fer fram frá
Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, miðvikudaginn
27. júlí kl. 13. Útförinni verður streymt í
gegnum www.streyma.is.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á ABC-barnahjálp í Búrkína
Fasó (merkja Bobo).
Ingunn Lilja Leifsdottir Risbakk
Ólafía Daníelsdóttir Ari Tryggvason
Guðbjörg Daníelsdóttir