Morgunblaðið - 25.07.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
✝
Þórarinn Valur
Kristinsson
fæddist 6.6. 1985.
Hann varð bráð-
kvaddur 11. júlí
2022.
Foreldrar hans
eru Brynja Dís
Valsdóttir, sagn-
fæðingur og kenn-
ari, f. 7.12. 1955 og
Kristinn Dagsson, f.
1.6. 1952, eftir-
launaþegi. Stjúpfaðir hans er
Guðmundur Viðar Karlsson, f.
14.2. 1950, þýskukennari og leið-
sögumaður. Systir hans er Helga
Guðmundsdóttir, f. 3.2. 1998,
nemi í sálfræði við HR. Foreldrar
Brynju Dísar eru Þórarinn Valur
Arnþórsson f. 1.3. 1935, d. 13.10.
1990, og Sigríður Ólafsóttir, f.
12.5. 1936. Foreldrar Kristins
eru Dagur Daníelsson, f. 17.10.
1918, d. 21.7. 2001, og Ólína G.
Sigurðardóttir, f. 8.12 1917, d. 7
10. 2006. Eftirlifandi eiginkona
hans er Alesia Fralova, f. 28.5.
1981, sem er með meistaragráðu
í lögfræði auðlindaréttar og al-
þjóðlegs umhverfisréttar frá HÍ
og við það að ljúka
námi í akademískri
ensku við HÍ. Synir
hennar og Vals eru
Anthony Dagur
Valsson, f. 17.8.
2010 og Alex Máni
Valsson, f. 21.2.
2015. Móðir Alesiu
er Galina Fralova, f.
1.7 1955, leikskóla-
kennari, faðir henn-
ar er Nikolai Fra-
lova, f. 12.3. 1953, d. 25.8. 2010
og systir hennar er Elena Fra-
lova hjúkrunafræðingur, f. 19.8.
1976 og hennar sonur Ilia Fra-
lova, f. 22.2. 2012.
Valur hóf störf á Skútunni
Veislulist 17 ára gamall og í
framhaldi og samhliða nám við
matreiðsludeild MK. Síðar hóf
hann störf hjá HB Granda og
Brimi, þar sem hann hefur starf-
að samfellt síðustu 15 ár. Valur
hóf nám til prófs sem stýrimaður
og var langt kominn með það og
stóð sig með miklum ágætum.
Útför Vals fer fram frá Vída-
línskirkju í Garðabæ í dag, 25.
júlí 2022, kl. 13.
Það fæðast menn í þennan
heim sem hrista upp í venjum
mannanna og gleðja aðra og
sjálfan sig. Valur minn var slíkur
maður. Valur var hjartahlýr og
strangheiðarlegur, harðduglegur,
einstaklega handlaginn og hjálp-
samur; það vafðist ekkert fyrir
honum, allt lá í augum uppi.
Hann var alveg laus við eigin-
girni, kvartaði aldrei yfir sjálfum
sér, hugsaði fyrst og fremst um
aðra og hallmælti aldrei nokkrum
manni. Valur var afskaplega
hamingjusamur, yfir sig ástfang-
inn af konu sinni og var að
springa af stolti yfir sonum sín-
um. Valur missti aldrei strenginn
sem tengdi fullorðinn, lífsreyndan
mann við barnið í sjálfum sér.
Hann var saklaus og einlægur en
skarpgreindur.
Valur var margbrotin persóna,
stór maður með bjarnarfaðm en
ljúflingur sem ekkert aumt mátti
sjá. Hann var húmoristi og
sagnamaður og lék oft sögur sín-
ar. Hann sá með hlýju hið
spaugilega í lífinu og einkum
sjálfum sér. Hann var uppá-
tækjasamur og óskaplega
skemmtilegur. Valur var mikill
dýravinur. Eitt sinn hringdi hann
í mömmu þar sem hann var við
veiðar með vinum sínum í Geir-
dalsá og sagði: „Mamma, ég er
með andarunga í pappakassa,
hvað á ég að gera við hann, viltu
hringja í dýralækni eða Húsdýra-
gaðinn, ég kem þá með hann í
bæinn.“ Enginn vildi ungann en
mér var sagt að Valur yrði að
finna andahóp fyrir hann ef hann
vildi bera þessa ábyrgð. Og Valur
eyddi löngum tíma í að ganga
upp og niður árbakkann með
ungann í leit sinni að öndum. Val-
ur var listrænn, teiknaði feikivel
sem ungur drengur en hafði lít-
inn tíma til að þróa þá hælfileika.
Synir hans hafa svo sannarlega
erft þá, þannig að ætla mætti að
um þroskaða listamenn væri að
ræða en ekki litla drengi. Valur
elskaði lífsins lystisemdir, var bó-
hem en snyrtilegur og stundvís
bóhem. Hann elskaði frá unga
aldri að búa til góðan mat, fór
sem unglingur í búðir og keypti
alls kyns hráefni og eldaði fyrir
vini sína og okkur alls kyns rétti.
Þegar hann kom til okkar um
síðustu jól ásamt fjölskyldu sinni
starði hann á óreiðuna í eldhús-
inu, ruddi öllu sem hann gat burt
og svo vorum við stödd í æv-
intýri, undir hlátri og kryddsáldri
af fingrum fram. Valur var svo
lánsamur að eignast eiginkonu og
tvo yndislega drengi og fjöl-
skyldu í Hvíta-Rússlandi. Valur
var þeim allt, eiginmaður, faðir
og sonur.
Valur elskaði sjóinn og sjó-
mennskuna. Þar gat hann sam-
einað áhugamál sín, matreiðslu
og sjómennsku. Hann gat unnið
flest störf um borð. Hann var
langt kominn með nám til stýri-
manns en vinir hans sögðu mér
að það hefði verið blendinn
áhugi á því meðal skipsfélaga
hans að hann lyki náminu því þá
hefði skipið misst frábæran
kokk. Ég spurði Val hvað heill-
aði hann mest við sjómennsk-
una? Hann svaraði: „Þetta er
svo mikilvæg grundvallarvinna
fyrir samfélagið, vinirnir um
borð og hafið. Ekkert er fegurra
en nótt á hafi úti með stjörnu-
hvolfið sindrandi yfir.“
Valur var fyrst og fremst fjöl-
skyldumaður og vinur. Amma
hans minnti mig á að hún hefði
aldrei séð nærfærnari hendur
skipta um bleyjur en þessar
stóru sjómannshendur hans, svo
fimar og næmar. Ekkert var
nógu gott fyrir fjölskylduna sem
hann elskaði óendanlega og
dekraði við hundinn sinn Rús-
ínu. Valur var Helgu systur
sinni og okkur foreldrum hans
ekki bara besti bróðir og sonur,
heldur einnig sannur vinur vina
sinna og frændfólks, sönn fyrir-
mynd sem manneskja.
Brynja Dís (mamma)
og Guðmundur.
Valur, einkabróðir minn, var
13 árum eldri en ég en alltaf
fannst mér eins og við værum
miklu nær en það í aldri. Hann
lét mér alltaf líða þannig og sá
til þess að ég væri aldrei út-
undan. Hann kom fram við mig
af svo mikilli ást og virðingu og
sýndi mér hvernig góðir menn
eiga að vera gagnvart öðrum og
fjölskyldu sinni og þá sérstak-
lega sem eiginmenn og feður.
Valur sinnti föðurhlutverkinu af
ofboðslegum metnaði, þraut-
seigju og viljastyrk. Af engum
var hann jafn stoltur og af fjöl-
skyldu sinni.
Við bjuggum saman í Aust-
urtúninu á Álftanesi þar til ég
var 11 ára og hann 24 ára sem
er sami aldur og ég er núna á.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég var á aldrinum 4-8 ára hvað
ég varð spennt þegar hann fékk
að passa mig því ég vissi að vin-
ir Vals myndu liklega koma og
vera með okkur. Mér fannst
þeir allir svo skemmtilegir sam-
an og þeir voru líka svo góðir
við mig. Litla Helga vildi vera
partur af þessum flotta stóra
strákahópi og ég var látin finna
fyrir því að ég væri það. Ég
man hvernig ég vildi hanga á
handleggnum á honum til að
sýna öðrum hvað hann væri
sterkur og þetta varð hálfgert
sýningaratriði á heimilinu fyrir
þá sem komu í heimsókn. Ég
var svo stolt að sýna hvað ég
ætti stóran og sterkan bróður.
Ég man hvernig ég strunsaði
inn til hans og sat heillengi við
hliðina á honum á meðan hann
spilaði tölvuleiki. Ég man hvað
okkur þótti gaman að horfa á
kvikmyndir saman þar sem
hann lét sig hafa hvaða barna-
mynd sem var fyrir mig.
Valur vann á Skútunni um
tíma áður en hann byrjaði á sjó
og ég fékk að vera öll árin „deit-
ið“ hans á jólaballi Skútunnar.
Mikið fannst mér það merkilegt
og gaman. Valur eldaði besta
mat í heimi og ég mun alltaf
muna spenninginn á jólunum
þegar hann var mættur við elda-
vélina, hann sagði sögur sem
fengu mann til að brosa, jafnvel
á erfiðum dögum og allir voru
jafnir fyrir honum. Eftir að við
Valur urðum eldri héldust
tengsl okkar alltaf sem Helga
litla systir og Valur stóri bróðir
og mun það lifa þannig að eilífu.
Samband sem byggist á svo
miklum húmor, öryggi og vernd.
Þrátt fyrir að Valur hafi flutt að
heiman þegar ég var ennþá ung
þá var samt alltaf eins og hann
hefði aldrei farið þegar hann
kom til okkar í heimsókn. Orkan
sem bjó í honum fyllti húsið og
ég gat stundum fundið á mér
þegar hann var að koma til okk-
ar. Alltaf varð ég spennt og fann
öryggi við að hann væri kominn
í gamla heimahúsið sitt. Við átt-
um oft langar samræður um
fjölskyldumál, einkamál, kvik-
myndir, þætti, ferðalög, fyrri
tíma og hvað sem var annað.
Húmorinn sem bjó í Val var
ekki bara eitt hans sterkasta og
fallegasta persónueinkenni held-
ur einnig birtingarmynd þess
hversu miklum gáfum og styrk
hann bjó yfir.
Þín systir,
Helga.
Lítill prakkari klifrar upp í
efri eldhússkápana hjá ömmu og
afa í þeim erindagjörðum að
næla sér í harfamjöl – já, harfa.
Og húkkulaði. Sætastur á svæð-
inu.
Lítill snúður sem skrifar af-
sökunarorðsendingu á eldhús-
pappír af því hann sporar alveg
óvart út stofugólfið hjá frænku
þegar hún er fjarverandi. Var að
leika við krakkana og ekki tími
til að fara úr skónum, sorrí.
Stór strákur sem verður svo
framúrskarandi matargerðar-
listamaður að í hans höndum
verða hráslagalegar, soðnar
kartöflur að sérstöku gómsæti
og saltfiskrétturinn þannig að
Miðjarðarhafssjávarréttaveit-
ingahús mega roðna.
Ungur maður sem fer til sjós
og elskar viðfangsefnin þar –
ekki síður en skipsfélagana.
Stákarnir, sko.
Ungur maður sem giftist
henni Alesiu sinni einn fagran
veðurdag og eignast með henni
tvo frábæra stráka, Anthony
Dag og Alex Mána. Ef þau eign-
uðust nú þriðja barnið og það
væri stelpa, hvað skyldi hún
heita? Að venju skortir ekki
svar: Anasthasia. Falleg fjöl-
skylda sem er rík af hæfileikum,
fegurð og góðmennsku. Opnir
faðmar.
Allt þetta er Valur og miklu
meira til. Stutt ævi en mikill af-
rakstur og margir fallegir litir.
Höggvið er stórt og þungt í
knérunn: Þrjátíu og sjö ára
maður í blóma lífsins hverfur í
þeim skilningi að hann býr ekki
lengur í líkama sínum og opnar
ekki lengur hlýjan faðminn.
Hann verður bráðkvaddur á öld-
um úthafsins. Hann mun hins
vegar alltaf lifa í minningum
þeirra sem hann þekktu og
nutu. Það hefur aldrei verið leið-
inlegt að hafa Val innanborðs og
á því verður ekki breyting, þó
aðskilnaður verði um stund.
Hjartans vinur og frændi, þú
býrð í haginn fyrir okkur hin og
tekur á móti okkur með húmor
og hlýju, þegar þar að kemur.
Við hlökkum til móttökuveisl-
unnar.
Guðný Anna frænka.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Valur systursonur minn er
látinn langt fyrir aldur fram.
Drengurinn með bjarta brosið
sem lýsti upp umhverfið. Klett-
urinn með hlýja faðminn og
ómælda hæfileika til þess að
skapa jákvæðni og gleði í kring-
um sig. Stóri frændi sem alltaf
hafði tíma fyrir syni mína og
frændsystkini sín öll sem litu
endalaust upp til hans. Stóri
strákurinn sem umvafði ömmu
sína, foreldra og Helgu systur
sína sem var augasteinninn
hans. Örlátur með eindæmum
og alltaf til í að leggja öðrum lið.
Teiknari, dansari, kokkur og
sagnamaður með svo sterkan
lífsneista að það gneistaði af
honum. Sjómaður sem elskaði
sjóinn og vini sína. Og svo kom
Alesia með ástina inn í líf hans
og þau eignuðust drengina sína
tvo, Antony Dag og Alex Mána.
Það var svo einstakt að upplifa
hamingjuna sem umvafði þau og
fallegt hvað þau voru samtaka í
því að byggja sína tilveru sam-
an. Valur svo endalaust stoltur
af Alesiu og drengjunum sem
þau ólu upp í mikilli ástúð og
tiltrú. Valur var klettur í lífi svo
margra en Alesia var kletturinn
hans.
Við syrgjum einstakan og
hjartahlýjan dreng sem lifir
áfram í hjörtum okkar, í elsku
Alesiu og í drengjunum sem
hvor um sig eiga til svo fallega
eiginleika frá föður sínum.
Megi allt gott umvefja þig,
elsku Valur, og fjölskyldu þína.
Þín frænka,
Arna.
Við Valur vorum systrasynir.
Hann var 10 árum eldri en ég
og því langt á undan mér í lífinu
með alla hluti og ég leit mikið
upp til hans þegar ég var lítill
og var að alast upp.
Valur var með stórt og gott
hjarta og vildi mér alltaf vel.
Hann var dugnaðarforkur sem
lagði mikið upp úr því að standa
sig í vinnu og þegar ég átti erfitt
á tímabili og datt út úr skóla og
vinnu fór hann með mig á vinnu-
staðinn sinn, skipið, og kynnti
mig fyrir samstarfsfólkinu sínu.
Ég og Valur áttum spjall um
allt mögulegt þegar ég var að
alast upp, stelpur, skemmtana-
lífið og pólitík og vorum við
sammála um mjög margt þegar
kom að stjórnmálum og lífsskoð-
unum. Hann var sjálfstæður í
hugsun og gat haft skoðanir á
hverju málefni fyrir sig án þess
að vera bundinn við einhverja
tiltekna pólitíska hlið eða flokk.
Ég votta Alesiu og sonum
þeirra Vals, þeim Anthony Degi
og Alex Mána, mína dýpstu
samúð. Hugur minn er einnig
hjá Helgu systur Vals sem nú
syrgir sárt bróður sinn, hjá for-
eldrum hans sem og vinahópn-
um stóra og kæra.
Guðmundur Tómas
Guðmundsson.
Megi guðs mildi styrkja ykk-
ur í sorginni, elsku Alesia, Ant-
hony, Alex, Brynja, Guðmundur,
Kristinn, Helga, Sigga og fjöl-
skylda.
Að leiðarlokum
Ég þrái svo að þakka fyrir mig
en þrýtur afl og veit ei hvað skal
segja;
er gleðin snýst og gæfan fer á svig
við góða menn sem allt of ungir
deyja.
Á hafsins breiðu hinstu nóttu svaf
ó, heimurinn mun aldrei verða samur.
Þeim ljúfa dreng sem lífið okkur gaf,
nú lyftir aðeins hljóður fjaðrahamur.
Þó morgundaginn margir vilji sjá,
að mæta honum enginn fær að
gefnu.
Við leiðarenda, lífsins mesta þrá
er léttvæg móti dauðans einu stefnu.
Dagur Hilmarsson.
Það er ótrúlega óraunveru-
legt að ég sé að skrifa þessi fá-
tæklegu orð um þig Valur minn.
Leiðir okkar Vals lágu fyrst
saman árið 2002. Hann, um 17
ára aldur, var mættur inn á gólf
í Skútuna Veislulist til að læra
að verða kokkur. Ég og aðrir
kokkar sem unnum hjá Veislu-
list á þessum árum tókum strax
eftir því að þarna var kominn
strákur sem myndi ekki kalla
allt ömmu sína og myndi lita líf-
ið skemmtilegum litum. Hann
sýndi strax mikla vinnusemi og
mætti alltaf til vinnu, sama hvað
var búið að vera gaman hjá hon-
um nóttina áður, en umfram allt
var hann góður kokkur. Ég gæti
sagt ykkur sögur af honum í all-
an dag og þær væru allar fyndn-
ar og umfram allt sannar. Valur
var nefnilega þeim eiginleikum
gæddur að á bak við þennan
stóra og sterka strák var ein-
lægni sem maður finnur ekki
hjá mörgum og af henni hreifst
maður. Síðan líður tíminn og all-
ir fara í sína hvora áttina. Það
var síðan fyrir u.þ.b. fimm árum
að við byrjuðum að spjalla aftur
saman í gegnum messenger. Þá
var hann búinn að festa ráð sitt,
eignast tvo sráka og nýfluttur
erlendis. Þar var fjölskyldan bú-
in að koma sér upp afar fallegu
heimili með stórum garði sem
þau unnu nótt sem nýtan dag
við að fegra og bæta. Valur
hafði sannarlega ræktaði garð-
inn sinn. Við tókum oft mynd-
símtöl þar sem hann sýndi mér
stoltur lífið sitt og heimilið,
myndbrot af strákunum sínum,
konunni sinni og hundinum sín-
um og matarveislunum í garð-
inum.
Valur var búinn að koma sér
vel fyrir og vann sem kokkur
útá sjó frá Íslandi en ferðaðist
reglulega á milli heimalandanna
sem og fjölskyldan og dvöldu þá
í heimahúsum foreldra. Það var
ekki laust við það að ég hafi ver-
ið stoltur af honum að vera bú-
inn að koma sér svona vel fyrir
og vinna við fagið sem hann
lærði hjá mér og okkur strákun-
um í Skútunni.
Það var svo 22. júní síðastlið-
inn sem Valur hafði samband
við mig og spurði mig hvort ég
væri maður í það að leysa hann
af í einhverjum túrum útá sjó
núna í sumar því honum langaði
svo að fara að veiða með strák-
unum sínum og leyfa þeim að
upplifa Ísland eins og hann
gerði þegar hann var á þeirra
aldri. Ég hélt það nú, mig hefur
alltaf langað að fara á sjó og sá
ég þarna tækifæri til að geta
hakað í það box. Við spjölluðum
aðeins saman um það. „Þetta
verður ekkert mál, Sammi minn,
gerðu bara aðeins extra fyrir
áhöfnina í bakstri eða steikunum
en umfram allt þá verður
hamsatólgin að vera heit í há-
deiginu á laugardögum, annars
verður skipstjórinn ekki sáttur
við þig.“ Og svo klykkti hann út
með því að segja: „Kannski ekki
dádýralundir í öll mál“.
Valur minn, það væri því akk-
úrat um þetta leyti sem ég hefði
átt að leysa þig af til að fara útá
sjó og þú að upplifa veiðifrí með
strákunum þínum og Alesíu, en í
staðinn skrifa ég þessar fátæk-
legu línur á blað. Þú, 37 ára stór
og sterkur, hverfur svona fyr-
irvaralaust. Ég bið algóðan guð
að styrkja og blessa konuna
þína, strákana þína, mömmu
þína og pabba þinn og systur
þína og bara alla fjölskylduna á
þessum erfiðu og þungu tímum.
Ég hef engar áhyggjur af þér,
þú ert á góðum stað og eigum
við eftir að taka túr saman og
þá kennir þú mér í það skiptið
hvernig er að stíga ölduna og
elda á sama tíma. Takk fyrir
allt. Þinn vinur
Samúel Gíslason.
Móralskur postuli eru líklega
orðin sem lýsa þér best, að
minnsta kosti varstu það fyrir
okkur í áhöfninni. Það var alltaf
létt yfir skipinu þegar þú varst
um borð og stutt í gleði og alls-
kyns vitleysu. Það var meira að
segja þannig þegar þú varst
ekki um borð, þá heiðraðir þú
okkur með nærveru þinni þegar
þú hringdir myndsímtal sem oft
varð að hópsímtali þar sem þú
reyttir af þér brandarana og
ræddir heimsins mál.
Það eru ófá skiptin sem þú
hefur látið okkur skipsfélaga
þína emja af hlátri með þinni
meistaralegu sögusnilld, þar
sem þú sjálfur varst aðal-
persónan og aldrei tókstu þig
svo alvarlega að þú gætir ekki
deilt með okkur góðri sögu. Þú
tryggðir að við vissum alltaf
hvaða vakt myndi binda skipið í
lok veiðiferðar og jafnvel sleppa
í þeirri næstu því það virtist
alltaf vera vaktin þín sem fékk
það hlutverk. Gleði þín var því
ósvikin þegar náðist að fylla
skipið eða klára skammtana og
veiðiferðin kláraðist fyrr, þá
þurfti vaktin þín ekki að binda í
það skiptið.
Það var alltaf svo stutt í
gleðina, dillandi og smitandi
hláturinn og þinn einstaka
(stundum kolsvarta) húmor. Þér
tókst oftar en ekki að snúa tuð-
meistaranum yfir í gleðina, þá
meira að segja þér sjálfum þeg-
ar þú barst þann titil, sem kom
nú alveg stundum fyrir.
Við minnumst þín öll sem
tryggs, góðs, skemmtilegs og
einstaks vinnufélaga. Þá skipti
ekki máli hvort við unnum sam-
an á dekkinu, í lestinni eða
skiptum með okkur túrum í eld-
húsinu. Þú varst svo miklu
meira en bara skipsfélagi og
kollegi. Þú varst sannur vinur
og góður félagi, þér tókst ein-
hvern veginn alltaf að vera til
staðar sem var okkur mörgum
svo dýrmætt, oft áttaðir þú þig
ekki á hve nærvera þín og hlut-
tekning skipti miklu máli – því
þú varst einlæglega að láta þig
líðan annarra varða. Hjartalag
þitt var stórt og þú gafst mikið
af þér, skilyrðislaus ást þín til
fjölskyldu þinnar var sönn og
áþreifanleg. Þú smitaðir okkur
hin með tilhlökkun þinni þegar
þú varst á leið heim til fjölskyld-
unnar, til Alesiu, Antons og Alex
sem voru þér allt, þau voru þér
lífið sjálft, stolt þitt og yndi.
Stórt skarð hefur verið
höggvið í fallegu fjölskylduna
þína og eftir situr eiginkona sem
hefur misst ástina sína og besta
vin og eftir sitja líka fallegu og
duglegu drengirnir þínir sem
hefðu átt að fá miklu lengri tíma
með þér.
„Whyyy?“ eins og þú hefðir
sjálfur komist að orði. Skyndi-
legt og ótímabært fráfall þitt
var okkur öllum áfall og mikil
sorgartíðindi, með sárri sorg og
söknuði kveðjum við þig úr
raunheimum en minningin þín
lifir og við sem fengum þau for-
réttindi að verða þér samferða
yljum okkur við minningarnar
sem þú skapaðir.
Elsku Alesia, Anton, Alex,
fjölskylda og vinir, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og allan okkar styrk í
sorginni og komandi verkefnum.
Góða ferð, kæri vinur, og
takk fyrir samfylgdina, við
sjáumst hinum megin.
Heiðveig María Einars-
dóttir, f.h. áhafnarinnar á
Helgu Maríu RE 1.
Þórarinn Valur
Kristinsson