Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 19

Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 ✝ Ester Guð- laugsdóttir fæddist á Húsavík 16. september 1952. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 15. júlí 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Valdimarsson, f. 19. janúar 1924, d. 11. nóvember 1992, og Ingibjörg Helgadóttir, f. 26. júní 1932. Ester var elst þriggja systk- ina. Systkini hennar eru: Stefán Guðlaugsson, f. 8. október 1956, eiginkona hans er Anna Rings- ted. Kolbrún Guðlaugsdóttir, f. 23. ágúst 1969, eiginmaður hennar er Mark Eldred, f. 10. mars 1969. Uppeldisbróðir henn- ar er Þröstur Kolbeins, f. 17. maí 1958, eiginkona hans er Svala Stefánsdóttir, f. 7. júní 1961. maður, Tryggvi Hólm Árnason, f. 11. ágúst 1992. Börn þeirra eru: Hólmgeir Logi og Hulda María. c) Karl Óskar Hólmgeirs- son, f. 9.júní 1995, maki hans er Héðinn Þór Óskarsson, f. 27. september 1996. 2) Nína Björg Sæmundsdóttir, f. 16. júlí 1978, eiginmaður hennar er Bergþór Pálsson, f. 28. maí 1978. Börn þeirra eru Guðlaugur Hermann, f. 23. júní 2007, Íris Ósk, f. 2. júní 2009, Tómas Karl, f. 6. október 2010, Jónas Ragnar, f. 7. maí 2011, Júlía Ester, f. 19. mars 2014, og Sæmundur Hreiðar, f. 17. apríl 2017. 3) Jóel Ingi Sæ- mundsson, f. 17. febrúar 1983. Maki hans er Katrín Amni Frið- riksdóttir, f. 29. mars 1983. Börn Jóels úr fyrra sambandi eru Elv- ar Snær, 3. september 2005, El- ísa Sif, f. 21. maí 2008, og Ester Maddý, f. 5. ágúst 2014. Ester kláraði alla sína grunn- skólagöngu í Reykjavík og lauk svo Landsprófi frá Laugum í Reykjadal. Lengst af starfaði hún við bankaþjónustu. Útförin fer fram í Lindakirkju 25. júlí 2022 klukkan 13. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. Ester giftist Sæ- mundi Karli Jó- hannessyni 14. október 1978. For- eldrar hans voru Jóhannes Gunn- arsson, f. 25. ágúst 1917, d. 25. júlí 1982, og Kristín Karlsdóttir, f. 18. júlí 1919, d. 21. apríl 1994. Börn Esterar og Sæmundar eru: 1) Árný Hulda Sæmundardóttir, f. 15. nóvember 1972, eigin- maður hennar er Hólmgeir Ey- fjörð, f. 10. október 1968. Börn þeirra eru: a) Ívar Eyfjörð Hólm- geirsson, f. 13. september 1987, maki hans er Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttir, f. 12. september 1986. Börn þeirra eru: Freyja Björk, Snædís Ragna, Valgarður Orri, Brynjar Þór og Stefán Vik- ar. b) Ingibjörg Eyfjörð Hólm- geirsdóttir, f. 5. júlí 1991 eigin- Elsku mamma, hvað getur maður sagt þegar fótunum er kippt svona snögglega undan manni, ég get ekki trúað því að þú sért bara farin. Hver á að hlæja með mér eins og þú gerð- ir. Ég mun sakna þess þegar við hringdum hvor í aðra nánast daglega og fengum okkur morg- unkaffið saman, þó að við værum hvor á sínu landshorninu og spjölluðum um allt og ekkert, það var okkar stund. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. (Jón Gunnlaugsson) Elsku mamma. Hér er búinn að vera grátur og hlátur síðan að þú fórst í sumarlandið þegar við vorum að rifja upp góðar stundir. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Við erum þakklát fyrir hvað þú nenntir að bulla með okkur og hlæja, þessi fallegi hlátur sem við söknum og þessa dagana kemur hann oft upp í hugann og þá renna tárin. Við erum þakklát fyrir allan stuðninginn sem þú veittir okkur. Við erum þakklát fyrir alla þá umhyggju sem þú veittir börnum okkar, sögur sem þú sagðir þeim og lögin sem þú söngst með þeim og alltaf hafðir þú tíma til að passa þau. Við er- um þakklát fyrir þig og hvað þú varst alltaf tilbúin að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutun- um og hvað þú mundir eftir því góða sem kom fyrir . Við vitum að þú vilt að lífið haldi áfram og við stöndum okkur og reynum að sjá það góða og og spaugilega í kring- um okkur. En fyrst og fremst að við höldum utan um hvert annað og stöndum saman. En eins og þú sagðir, þetta er nátt- úrulega lygi … Elsku mamma, láttu ljósið skína ég kem síðar, bíddu mín. Elsku mamma, ekki vera hrædd, ég kem síðar, bíddu mín. Á morgun skulum spjalla, ég og þú. Þér sögur segja og draumum deila. Elsku mamma, bíddu mín. Þín Hulda. Elsku mamma. Mikið sem mér brá þegar ég var beðin um að drífa mig suður vegna stöðunnar. Á flestu átti ég von en aldrei nokkurn tímann þessu. Ég á eftir að sakna þín meir en orð fá lýst, faðmlögin, hlát- urinn og hlýjan. Hver á nú að skamma mig fyrir að raða hlut- um vitlaust? Eða fyrir að slappa ekki af? Alltaf hefurðu staðið þétt við bakið á mér þegar erfiðleikar steðjuðu að og hjálpað mér að lenda á fótunum. Börnin mín sakna ömmu sinn- ar sem alltaf hafði tíma og þol- inmæði. Ömmu sem gerði besta grjónagraut og hakk og spakk í heimi. Ömmu sem kunni allar sögurnar, ömmu sem kunni einu réttu Búkollusöguna. Ömmu sem leyfði þeim að breyta sér í prinsessu með Dior-málninga- dótinu sínu. Ömmu sem hló með þeim og hlustaði á þau. Takk fyrir allt, elsku fallega mamma mín. Þín Nína. Ester, fóstursystir mín lést föstudaginn 15. júlí, eftir stutt veikindi. Hennar verður sárt saknað. Ester fæddist 16. sept- ember 1952, og á fyrstu æviár- um sínum bjó hún með foreldr- um sínum á Fosshóli við Goðafoss. Þegar Ester er á sjö- unda aldursári flytur fjölskyldan til Reykjavíkur og fyrsta heimili þeirra var hjá móður minni á Flókagötu. Þar eru fyrstu kynni mín af Ester, fóstursystur minni. Þá er ég á fyrsta ári og Ingi- björg, móðir Esterar, tók að sér að gæta að þessum litla syst- ursyni sínum. Næstu árin var smá flakk á fjölskyldunni, fyrst á Hagamel og síðar örfáa mánuði á Álfhólsvegi í Kópavogi. Árið 1962, flutti fjölskyldan á Berg- þórugötu 8 og þar ólst ég upp með Ester og hennar systkinum, Stefáni og Kolbrúnu. Aldrei man ég eftir árekstrum í þessum systkinahópi þótt þröngt væri í litlu íbúðinni. Þegar ég er kom- inn undir fermingu kynnist Est- er tilvonandi eiginmanni, Sæ- mundi Karli Jóhannessyni (Gutta), og þau rugla saman reytum og fljótlega flytur Ester til Sæmundar. Þó Ester væri flutt af Bergþórugötunni voru mikil samskipti sem voru samt mest í formi sunnudagsmatar- boða fjölskyldunnar. Á átjánda ári mínu fluttist ég í nokkra mánuði á heimili þeirra Esterar og Sæmundar á Meiðastöðum í Garðinum og vann í frystihúsi þar sem Sæmundur var verk- stjóri. Fljótlega rofna samskipt- in nokkuð þegar ég flyt í Eyja- fjörðinn en þegar Ester og Sæmundur flytja á Þórshöfn var rykið dustað af reglulegum hitt- ingum. Minnist ég margra góðra stunda með Ester systur bæði á Þórshöfn og Svalbarðseyri. Sum- arið 2004 hófst fyrir alvöru útrás fjölskyldna okkar til útlanda og á ég endalausar góðar minningar af ferðum okkar til Torrevieja og Benidorm. Með mikilli gleði minnist ég eins, allra samskipt- anna sem við áttum á ættaróðal- inu í Stafni í Reykjadal, en þar urðum við börn á ný og rifjuðum upp öll góðu árin hjá afa og ömmu. Allar samverustundirnar í Stafni eru einhverjar bestu og dýrmætustu minningar okkar. Aðeins fyrir fjórum vikum áttum við yndislega stund í Stafni með fjölmörgum af ættingjum okkar að styrkja fjölskylduböndin og halda upp á 90 ára afmæli Ingi- bjargar móðursystur minnar. Í óteljandi skipti gistum við hjónin hjá Ester í Vesturberginu og ef ekki var gist þar þá var alltaf kíkt þangað og mikið skrafað, sagðar sögur og mikið hlegið. Samheldni, glens og grín ein- kenndi öll samskipti okkar Est- erar. Ég mun geyma allar stund- ir okkar Esterar í hjarta mínu um ókomna tíð og virða minn- ingu þessarar góðu systur sem fór alltof fljótt. Í haust, 16. sept- ember, munum við halda upp á 70 ára afmæli Esterar með virð- ingu og reisn og minning hennar mun lifa til eilífðar. Elsku Sæmundi, Huldu, Nínu, Jóel, tengdabörnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum send- um við okkar dýpstu samúðar- kveðjur og megi góður Guð vaka yfir ykkur og styrkja ykkur í ykkar miklu sorg, einnig sendum við okkar dýpstu samúðarkveður til Ingibjargar, fóstru minnar, Stefáns og fjölskyldu og Kol- brúnar og fjölskyldu. Hvíl í friði elsku systir. Þröstur, Svala, Ásgerður Helgadóttir og fjölskyldur. Elsku Ester, fallega og hjartahlýja systir mín. Hvernig má það vera að þú sért bara far- in? Það er svo stutt síðan við vorum að hlæja saman á ætt- armótinu. Þrátt fyrir mikinn aldursmun á milli okkar þá vorum við alltaf nánar og mikil samskipti á milli fjölskyldna okkar í gegnum árin. Samskiptin okkar voru alltaf hlý og það var alltaf svo gott að hitta þig og fá hlýtt og gott faðmlag. Það var alltaf stutt í húmorinn og smitandi hlátur. Það síðasta sem þú sendir mér voru ótal hjörtu. Ég var kannski ekki of hrifin af því þegar ég varð móðursystir þriggja ára enda blasti það við að ég var allt í einu ekki miðja allrar athygli þegar fyrsta ömmubarnið var komið. En það jafnaði sig fljótt og alla tíð hef ég verið gríðarlega stolt móðursyst- ir þriggja magnaðra barna þinna. Takk fyrir allar samveru- stundirnar. Ég á ótal dýrmætar minningar um þig elsku Ester sem ég geymi í hjarta mínu. Ég sakna þín. Kolbrún litla systir. Elsku amma okkar. Mikið verður skrýtið að fletta blaðsíðunni og byrja nýjan kafla, vitandi að þú verður ekki í hon- um. En eftir standa allar hlýju minningarnar um þig og við systkinin vorum svo heppin að við fengum að búa til ótal marg- ar minningar með þér sem við munum varðveita að eilífu. Það er ekki sjálfgefið og við verðum ævinlega þakklát fyrir stundirn- ar sem við fengum, fyrir allar sögurnar sem þú sagðir okkur fyrir svefninn, allan kínverska matinn, öll knúsin og hláturs- köstin. Takk elsku besta amma okkar fyrir alla hjálpina í gegnum lífið. Takk fyrir að styðja okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og elska okkur alltaf ná- kvæmlega eins og við erum. Við elskum þig út fyrir endi- mörk alheimsins og til baka. Inga og Kalli. Þá er komið að kveðjustund alltof snöggt og óvænt, mikið á ég eftir að sakna þess að sjá þig elsku, yndislega, fyrrverandi tengdamamma mín og hlýja og góða amma barnanna minna. Fyrir 12 árum þegar ég fór að slá mér upp með Jóel, þínum yngsta og eina syni, þá tókuð þið Sæmundur mér og litlu börn- unum mínum strax opnum örm- um, mér þykir endalaust vænt um það. Svo seinna eignuðumst við Jóel Ester Maddý, litlu nöfnu þína. Þó að samband okkar Jóels hafi ekki gengið upp þá var alltaf kærleikur og allt hélst óbreytt hjá okkur öllum. Alltaf var hægt að stóla á ykk- ur afa Sæmund ef eitthvað vant- aði, t.d. hringdi ég ósjaldan á að- fangadag til að fá hjálp með sósuna og alltaf hlógum við jafn- mikið í símtalinu. Eins ef það vantaði pössun fyrir krakkana þá voru þau alltaf velkomin í hlýjuna til ömmu og afa í Vest- urbergið. Ég mun aldrei gleyma hversu góðan mat þú eldaðir, fullan af ást, ást sem þú áttir svo mikið af. Ég mun halda fallegu minn- ingunni þinni á lofti svo lengi sem ég get. Þangað til næst, elsku besta amma Ester, góða ferð og takk fyrir allt sem þú varst okkur. Elsku Sæmundur, ég votta þér og fjölskyldunni allri alla mína samúð og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ástarkveðjur, þín Arna, Elvar Snær, Elísa Sif og Ester Maddý. Ester Guðlaugsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðr- um miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTBJÖRN ALBERTSSON, kennari og Njarðvíkingur, lést á krabbameinsdeild LSH mánudaginn 18. júlí. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ungmennafélag Njarðvíkur. Jóhannes A. Kristbjörnsson Guðrún S. Jóhannesdóttir Jens Kristbjörnsson Sesselja Woods Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HLÖÐVER JÓHANNSSON frá Reyðarfirði, síðast til heimilis í Núpalind 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 19. júlí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 13. Ólöf Sigríður Björnsdóttir Baldur Arnar Hlöðversson Árnína Gréta Magnúsdóttir Hallgerður Björk Hlöðversd. Ingvar H. Kristjánsson Jóhann Guðni Hlöðversson Alda G. Jörundardóttir Steinþór Hlöðversson Dagný Thorarensen barnabörn og barnabarnabörn Okkar fallega og ástkæra MARÍA SIGURÐARDÓTTIR lést á Landspítalanum miðvikudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. Páll Sigurðsson Vilhjálmur Þór Ólason Sara Finney Eggertsdóttir Sigurður Ólason Stella Þórðardóttir Óli Már Ólason Sigríður Sóley Hafliðadóttir Sveinn Pálsson Ragnheiður Þorgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, KATRÍN HENDRIKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi aðfaranótt föstudagsins 22. júlí. Útför hennar verður auglýst síðar. Ásgerður M. Þorsteinsdóttir Jóhannes Óskarsson Hinrik Þorsteinsson Guðný Ragnhildur Jónasdóttir Matthías Þorsteinsson Bryndís Brynjólfsdóttir Jóel Þorsteinsson Silja Þórisdóttir Anna Þorsteinsdóttir Guðmar Guðmundsson Elísabet Þorsteinsdóttir Guderian Detlef Guderian Katrín Katrínardóttir Theodór Francis Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SVEINFRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, myndlistarkona, húsmóðir og bóndi í Mið-Samtúni, lést í faðmi fjölskyldunnar á Lögmannshlíð aðfaranótt þriðjudagsins 19. júlí. Útför hennar mun fara fram í Akureyrarkirkju föstudaginn 29. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Brynjólfur Snorrason Pollý Rósa Brynjólfsdóttir Vilhjálmur Geir Kristjánsson Jóhannes S. Brynjólfsson Ragna Lára Olgeirsdóttir Júlía Matthildur Brynjólfsd. Sigfús Stefánsson Brynjólfur Snorri Brynjólfs. Magnea Jensdóttir Einar Kristinn Brynjólfsson Inga Björk Svavarsdóttir Bjarki Freyr Brynjólfsson Hugrún Pála Birnisdóttir Brynja, Kristján, Baldur, Birta, Stefanía, Bergdís, Björn, Sigrún, Gestur, Hanna, Arnrún, Logi, Jóhanna, Valgerður, langömmubörnin Vilhjálmur, Dagbjört, Eva og Júlíana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.