Morgunblaðið - 25.07.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Fallegi og
skemmtilegi Óskar
bróðir er fallinn frá.
Elsku besti Ósk-
ar. Mikið og margt
fór í gegnum hugann þegar ég
fékk skilaboðin um andlátið þitt.
Fór strax að hugsa að ég
hefði ekki heimsótt þig lengi og
ekki nógu oft og hefði getað gert
betur í þeim efnum, en þangað
fer hugurinn bara þegar svona
fréttir berast.
Væntumþykja mín til þín er
óendanleg.
Lífið er oft ósangjarnt og ekki
alltaf eins og við viljum hafa það.
Mannskepnan vill oft stjórna
og stýra öllu í kringum sig og
verður fúl ef hlutirnir fara ekki
eins og við viljum.
Við Óskar áttum margt sam-
eiginlegt og gátum oft spjallað
um lífið og tilveruna á alvarlegu
nótunum þegar svo lá við.
Við ólumst upp á Grenivík í
stórum systkinahóp. Þar var oft
líf og fjör í Akurhól. Óskar var
Óskar
Valdemarsson
✝ Óskar
Valdemarsson
fæddist 18. maí
1954. Hann lést 30.
júní 2022. Útför
hans fór fram 12.
júlí 2022.
næstelstur bræðr-
anna, sem eru fjór-
ir.
Í þá daga var allt
þorpið leikskólinn
og veit ég stundum
ekki hvernig við
komumst lifandi
eða óslösuð í gegn-
um sumt sem okkur
datt í hug að gera,
því uppátækin voru
mörg.
Óskar var mjög uppátækja-
samur og ef honum datt eitthvað
sniðugt í hug, framkvæmdi hann
það.
Sumarliði Óskar var hann
skírður, þessi falleg drengur
með ljósu lokkana sína og fal-
lega brosið. Óskar var mikill
hrakfallabálkur og man ég dag-
inn sem hann datt á tröppunum
og hjó í sundur á sér tunguna.
Æi, það var svo sárt.
Við Óskar vorum miklir trúð-
ar og náðum vel saman í því
hlutverki. Gátum hlegið að því
sem aðrir skildu ekki.
Þegar Óskar og einn af
bræðrunum komu í heimsókn til
Englands þegar ég bjó þar, þá
var aldeilis tekið á því og tjúttað
alla daga í þær tvær vikur sem
þeir stoppuðu. Þeir voru heppnir
að sleppa frá vinkonum mínum,
þær heilluðust svo af þessum fal-
legu og skemmtilegu bræðrum.
Óskar var mikill sjarmör og
skemmtilegur karakter. Hann
var orðheppinn og með húmor-
inn í lagi og var sjaldan logmolla
þar sem hann fór. Hann fór alla
leið í því sem hann tók sér fyrir
hendur og skildi ekki þær hindr-
anir sem aðrir létu stoppa sig.
Hann var dugnaðarforkur og
óð áfram í því sem hann fékk
áhuga á og tók það huga hans
allan. Hann var mikill bissnes-
skarl, fór eftir sinni sannfær-
ingu, gerði það sem honum datt í
hug og hlustaði bara á sitt
innsæi. Hugurinn bar hann oft
lengra en hann réði við.
Hann var sannkallaður ofur-
hugi, þessi elska.
Öll slysin sem þú lentir í og
þjáningarnar vegna þess, voru
ekki auðveld.
Ég minnist réttardagsins
1976 þegar ég kom norður til
þín. Þá hafðir þú fyrr um daginn
lent í bílslysi með frænda okkar,
en það var eins og önnur verk-
efni sem þú leystir, sjúkrahús-
vist í nokkra daga og svo var
haldið áfram með lífið.
En heppnin var ekki alltaf til
staðar og ekki alltaf kátt í höll-
inni. Bakkus var óþægilega mik-
ið með í ferðum og ásamt hinum
slysunum sem á eftir komu varð
þetta þér að falli og lífið fór bók-
staflega á hvolf.
Við vitum hvað kom í kjölfar-
ið, endalaus vinna og endurhæf-
ing á Grensási í mörg ár.
Þetta hafði mikil áhrif á allt
þitt líf og fjölskyldunnar. Það
þurfti að endurskipuleggja allt
sem þú hafðir byggt upp til
margra ára og þrotlaus vinna
tók við.
Elsku Óskar, ég veit þú gerðir
alltaf þitt besta á þeim tíma, en
stundum vitum við ekki betur.
Elsku bróðir minn og vinur.
Ég ætla að minnast þín með
stolti og þakka þér fyrir allar
góðu minningarnar sem við átt-
um og sköpuðum saman á okkar
lífsleið.
Það var alltaf gaman að hitta
þig. Þú varst alltaf hress og góð-
ur við mig og var ég alltaf vel-
komin þar sem þú varst.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir það.
Minningin lifir um góðan
dreng.
Guðrún Valdimarsdóttir.
Elsku bróðir, mikið vildi ég að
ég gæti faðmað þig einu sinni
enn, gefið þér léttan koss á kinn
sest niður í spjall og hlegið með
þér. Það eru svo ótal margar
minningar sem koma upp í hug-
ann að það væri efni í heila bók.
Þú varst svo mikill athafna-
maður, harðduglegur og lést fátt
stoppa þig en fyrst og fremst
varst þú umhyggjusamur, glað-
ur, þolinmóður og mikill húm-
oristi og þú gast gert óspart grín
að sjálfum þér.
Það skipti engu máli hvort þú
varst í byggingarvinnu eða undir
bíl að gera við, þú gafst þér allt-
af tíma til að staldra við og
hlusta ef maður þurfti á þér að
halda eða fá ráðleggingar.
Þegar ég var tólf ára og þú og
Eygló bjugguð á Grenivík var ég
hjá ykkur eitt sumar og passaði
stelpurnar og það var oftast kátt
á hjalla hjá okkur.
Sextán ára dvaldi ég hjá ykk-
ur yfir vetur og vann í frystihús-
inu. Þetta var svo skemmtilegur
tími og alltaf stuð og mikið að
gerast.
Eftir að þú fluttir suður aftur
var alltaf allt á fullu hjá þér
bæði í vinnu og að lifa lífinu og
þér tókst að draga hana móður
okkar sem var komin yfir sex-
tugt út fyrir landsteinana. Ég
man eins og gerst hafi í gær
þegar ég kom í Grænatúnið í
heimsókn og þú sagðir mér mik-
ið hreykinn að mamma væri að
fara með ykkur fjölskyldunni til
Hollands. Mér fannst þetta bara
alveg frábært hjá þér.
Svo þegar þið voruð í Hol-
landi þá settir þú mömmu upp í
rútu og sendir hana til Parísar
með fleira fólki. Man hún var
frekar skelkuð en hún var svo
ánægð með þetta þegar hún kom
heim að hún talaði varla um ann-
að.
Aldrei settir þú út á það sem
ég gerði eða gerðir lítið úr því.
Þú peppaðir mann frekar upp og
sagðir mér oftar en einu sinni að
þú værir stoltur af mér. Þú
sagðist líka vera stoltur af mér
og hlóst þegar ég sagði þér frá
einhverju sem fór kannski ekki
sem best og svo sátum við bæði
og hlógum.
Skellurinn kom 1993 þegar þú
lentir í alvarlegu snjósleðaslysi
og það tók þig yfir ár að geta
staðið á eigin fótum og komast
aftur út í lífið. Þú gast nú ekki
látið vera að gera grín að því
líka og sagðir að þú hefðir nú
endilega þurft að reka skíðið á
sleðanum í eina steininn á svæð-
inu og síðan kastast upp í loft og
lent með hausinn á sama stein-
inum og svo hlóstu og það var
bara ekki annað hægt en hlæja
með þér því svona varstu, sást
alltaf spaugilegu hliðarnar á öllu.
Einn dag í maí 1994 bankaðir
þú upp á hjá mér og baðst mig
að aðstoða þig með fyrirtækið
þitt Hvell þar sem þú varst orð-
inn einn.
Við unnum saman þar í tvö
ár, sem var mjög skemmtilegur
tími og ég lærði svo margt,
óteljandi margar góðar stundir
sem við áttum á þessum árum
sem ég er svo þakklát fyrir.
Ég fæ þær sorgarfréttir 1999
að þú hafir orðið fyrir öðru áfalli
sem varð til þess að þú varðst
óvinnufær.
Þú lést aldrei bugast og hélst
húmornum á lofti alla tíð. Alltaf
jákvæður þó svo að þú vissir um
þitt hlutskipti.
Minningin um þig lifir þangað
til við hittumst næst, elsku bróð-
ir.
Takk fyrir allt. Þú varst
hetja.
Þín litla, systir
Auður Elísabet
Valdemarsdóttir
(Beta).
Það var árið 1974
sem ég kom fyrst í
Lindarholtið og hitti
Stellu og Hadda og gisti þar með
vinkonu minni nokkrar nætur. Á
þeim árum þótti sjálfsagt að fólk
kæmi úr höfuðborginni og staldr-
aði við hjá ættingjum og vinum
úti á landi og öfugt.
Það var eins og hefðum þekkst
alla ævi eftir stutta stund, það
var spjallað, spurt og hlustað af
einstakri hlýju sem síðar átti eftir
að einkenna samband okkar og
vináttu þegar fram liðu stundir.
Á þessum tímapunkti vissi ég
ekki að ég ætti eftir að flytjast til
Ólafsvíkur og eiga þar heima í
mörg ár og njóta samvista við
fólkið sem tók mér opnum örm-
um þegar ég kom þangað í fyrsta
sinn.
Ég sé Stellu mína standa við
eldavélina að baka fyrir okkur
Ingveldur
Magnea Knaran
Karlsdóttir
✝
Ingveldur
Magnea Knar-
an Karlsdóttir
Stella fæddist
11.4.1935. Hún lést
29. júní 2022.
Hún var jarðsungin
9. júlí 2022.
pönnukökur og
hella upp á kaffi og
spyrja af væntum-
þykju um fólkið
mitt. Það var alltaf
tími til að spjalla um
lífið og tilveruna og
hafa skoðanaskipti
um menn og mál-
efni. Andleg málefni
voru oft á tíðum
rædd og stundum
las hún í bolla fyrir
mig og sagði mér sitthvað sem
enginn vissi nema ég og svo líka
eitthvað sem átti eftir að gerast.
Þær stundir hafa komið að ég
hef þurft að segja einhverjum frá
því sem ég hræddist og þá var
gott að geta litið inn hjá Stellu og
Hadda, þar var hlustað og svo
fékk ég ráðleggingar og kær-
leiksríkt faðmlag að lokum.
„Dokaðu við,“ var sagt, „það er
nógur tími.“
Hamingjan býr í húsi þar sem
vinir eiga skjól.
Nú er tími Stellu liðinn hér á
jörð. Takk fyrir það sem þú varst
mér og mínum.
Ástvinum öllum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Kolbrún Þóra
Björnsdóttir.
✝
Þórdís Helga
fæddist 10.
desember 1927 í
Vetleifsholtsparti
(nú Kastalabrekka)
í Ásahreppi, Rang-
árvallasýslu. Hún
andaðist í Sunnu-
hlíð, Kópavogi 15.
júlí 2022.
Þórdís var dótt-
ir hjónanna Guð-
bjargar Guðna-
dóttur, f. 12. mars 1892 að
Hamarskoti, Gaulverjabæj-
arhreppi í Flóa, Árnessýslu, d.
í Reykjavík 21. júlí 1972, og
Guðmundar Tyrfingssonar, f.
8. desember 1893 í Ártúnum,
Rangárvallahreppi, Rangár-
vallasýslu, d. á Sjúkrahúsinu á
Stórólfshvoli 1. mars 1932.
Foreldrar Þórdísar Helgu
bjuggu allan sinn búskap að
1947 fór hún til Reykjavíkur
og vann þá meðal annars á
Hótel Skjaldbreið. Eftir að syn-
irnir komust á legg vann Þór-
dís í fjölda ára hjá Nið-
ursuðuverksmiðjunni Ora í
Kópavogi.
Eiginmaður Þórdísar var
Þórður Kristinn Júlíusson, f.
19. júlí 1928 á Ísafirði. Hann
andaðist á Landakoti 4. sept-
ember 2016.
Þau Þórdís og Þórður gengu
í hjónaband 6. desember 1958
og bjuggu lengst af í Hófgerði
13, Kópavogi. Þau eignuðust
þrjá syni: 1) Birgir, f. 21. júlí
1956, kvæntur Unni Maríu
Ólafsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Þórð, Sigrúnu og Lindu
Maríu. 2) Leifur Ottó, f. 30.
nóvember 1961, í sambúð með
Gróu Hafdísi Jónsdóttur. 3)
Júlíus, f. 13. mars 1964, kvænt-
ur Katrínu Níelsdóttur og eiga
þau tvo syni, Kristin og Níels
Jóhann. Barnabarnabörnin eru
fimm og langömmubörnin níu.
Útför Þórdísar Helgu verður
gerð frá Kópavogskirkju í dag,
25. júlí 2022, klukkan 13.
Vetleifsholtsparti,
í daglegu tali kall-
að Partur, í mót-
býli við foreldra
Guðmundar, þau
Þórdísi Þorsteins-
dóttur og Tyrfing
Tyrfingsson. Guð-
björg bjó áfram
eftir lát manns
síns í Parti ásamt
börnum sínum
fram til ársins
1949 en þá fluttist hún til
Reykjavíkur.
Systkini Þórdísar Helgu
voru: Þorgerður Guðný, f. 9.7.
1926, d. 4.9. 2010, Geir, f. 15.9.
1929, d. 12.3. 1993 og Guð-
munda Guðbjörg, f. 26.4. 1932,
d. 8.6. 2010.
Þórdís Helga vann á æsku-
árum sínum hefðbundin sveita-
störf eins og þá tíðkaðist. Árið
Ég minnist tengdamóður
minnar með einstakri hlýju frá
því ég kynntist henni fyrst árið
1981 er Biggi elsti sonurinn fór
að gera hosur sínar grænar fyrir
mér.
Mér var vel tekið á heimili
þeirra hjóna og minnist ég sér-
staklega morgnanna um helgar
þegar hún var búin að fara út í
bakarí og kaupa rúnstykki
snemma morguns. Þessu hafði ég
ekki vanist á mínu heimili.
Síðar þegar barnabörnin fóru
að koma þá voru þau alltaf tilbúin
að passa þau og færa þeim fata-
gjafir, þau voru greinilega ánægð
með ömmu- og afahlutverkið.
Dísa mín hafði unun af blóm-
um. Hún var svo heppin að eiga
góða vinkonu sem sáði fyrir fag-
urfíflum (bellis) og gaf henni. Það
var því nóg af þeim þegar maður
gekk út á stétt og blómabeðið
þakið fagurfíflum en allt snyrti-
lega sett niður því Dísa var mikill
snyrtipinni. Alltaf allt hreint og
fínt á heimilinu.
Þau buðu alltaf okkur fjöl-
skyldunni allri í mat á jóladag í
hádeginu. Það var ekkert verið
að hanga í náttfötum fram eftir
degi á þeim tíma. Þetta var samt
rólegur og góður dagur því svo
var boðið upp á heitt súkkulaði,
rjómatertu og smákökur í kaffi-
tímanum svo við dormuðum það
sem eftir var dags, sérstaklega
við tengdadæturnar. Strákarnir
spiluðu frekar við krakkana.
Síðar þegar við fjölskyldan
fluttumst í Mjólkárvirkjun og
leigðum íbúðina okkar í bænum
áttum við alltaf vísan stað hjá
þeim í Hófgerðinu. Þótt það væri
ekki mikið pláss vorum við alltaf
velkomin. Það var nú ekki mikið
mál að koma fimm manna fjöl-
skyldu fyrir. Eins ef við fórum í
borgarferð til útlanda þá voru
þau alltaf tilbúin að hafa börnin
fyrir okkur. Svo leið tíminn og
sjúkdómurinn fór að gera vart við
sig hjá þér, elsku Dísa mín. Ég
var nú búin að kynnast honum í
gegnum móður mína svo ég sá að
hverju stefndi.
Það kom að því að þið selduð
Hófgerðið og keyptuð litla íbúð í
Sunnuhlíð. Það var svolítið erfitt
fyrir þig að átta þig á nýjum stað,
búin að búa í Hófgerðinu í 40 ár.
Sjúkdómurinn ágerðist og árið
2015 kom að því að þú dast og þá
var ekki aftur snúið. Þú fórst inn
á nokkur hjúkrunarheimili og
endaðir í Sunnuhlíð þar sem þú
fékkst frábæra ummönnun öll
þessi ár. Við fjölskyldan þökkum
af heilum hug fyrir það.
Hvíl í friði elsku Dísa mín.
Loksins ertu komin til Þórðar.
Ég efast ekki um að hann hafi
tekið vel á móti þér.
Þín tengdadóttir,
Unnur María Ólafsdóttir.
Elskuleg frænka mín, Þórdís
Helga Guðmundsdóttir, Dísa
frænka, er nú horfin á vit feðra
sinna eftir langvinn og erfið veik-
indi, síðust systkina sinna.
Dísa frænka var ein af mínum
uppáhaldsfrænkum og var mér
afar kær enda ein af frænkunum
sem ég kynntist best. Mamma,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, og
hún voru bræðradætur, aðeins
eitt ár á milli þeirra en mamma
var fædd 31. mars 1926 (d. 2006).
Þær frænkur ólust upp á sama
hlaðinu í Vetleifsholtsparti, í dag-
legu tali kallað Partur (nú Kast-
alabrekka). Mamma hjá ömmu
sinni og afa, þeim Þórdísi Þor-
steinsdóttur og Tyrfingi Tyrf-
ingssyni, og föðursystur, Sigríði
Tyrfingsdóttur og Dísa hjá for-
eldrum sínum, þeim Guðbjörgu
Guðnadóttur og Guðmundi Tyrf-
ingssyni meðan hans naut við en
hann lést langt um aldur fram
þann 1. mars 1932 (f. 8. desember
1893) úr blóðeitrun eftir mjög
erfiða sjúkdómslegu. Börnin
voru þá ung, þau Þorgerður
Guðný (Gerða), Þórdís og Geir,
það elsta á sjötta ári og það
yngsta, Guðmunda Guðbjörg
(Munda), fæddist 26. apríl 1932
eða eftir lát hans. Fráfall Guð-
mundar var mikið áfall fyrir alla
fjölskylduna og söknuðurinn sár.
Eftir lát manns síns bjó Guðbjörg
ásamt börnum sínum áfram í
Parti í mótbýli við tengdaforeldra
sína allt fram til ársins 1949 en þá
fluttist hún til Reykjavíkur.
Það sem tengdi okkur Dísu og
hennar fjölskyldu einstaklega
nánum böndum var að hún var
dagmóðir fyrir son minn Grétar
Mar áður en hann fékk inni á
barnaheimili. Upphaflega dag-
móðirin hafði brugðist og ég var í
vandræðum. Þá datt mömmu í
hug að spyrja Dísu frænku hvort
hún gæti tekið hann og varð hún
við þeirri bón. Á þeim tíma
þekktumst við lítið en kynnin við
hana og fjölskyldu hennar voru
einstaklega góð. Dísa og maður
hennar, Þórður Júlíusson, og
synir þeirra þrír, þeir Birgir,
Leifur og Júlíus, urðu Grétari
Mar sem önnur fjölskylda sem
hann hélt ákaflega mikið upp á og
mynduðust sterk tengsl milli fjöl-
skyldnanna. Það tilheyrði til
dæmis gamlárskvöldi hér á árum
áður að fara í Hófgerðið að skjóta
upp flugeldum saman. Margar
ljúfar og dýrmætar minningar
eru frá þeim árum.
Dísa frænka var fáguð og heil-
steypt kona og hafði marga góða
kosti til að bera, brosmildi, hlýju,
hógværð og einstaka gestrisni.
Gaman var að spjalla við þau hjón
og þiggja veitingar þegar ég kom
síðdegis að sækja soninn í dag-
vistina en þau hjón voru einstak-
lega samhent og varla nefnd í
fjölskyldunni án þess að hitt væri
nefnt. Dísa og Þórður voru okkur
einkar kær sem og synirnir sem
voru Grétari Mar sem eldri
bræður.
Nánum ástvinum Dísu
frænku, vinum og vandamönn-
um, sérstaklega sonum hennar
og þeirra fjölskyldum, sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og þakka henni allan vinskap-
inn í gegnum tíðina. Með Dísu
frænku er gengin mæt og merki-
leg kona sem upplifði, eins og
hennar kynslóð, tímana tvenna
og miklar umbyltingar í íslensku
þjóðlífi.
Þórdís Torfhildur.
Þórdís Helga
Guðmundsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR PÁLSSON,
Þverbraut 1, Blönduósi, áður til
heimilis við Kálfshamarsvík á Skaga,
lést á HSN á Blönduósi laugardaginn 16.
júlí. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 30. júlí kl. 14.
Hægt verður að nálgast streymi frá útför á facebook-síðu
Blönduóskirkju.
Alda Dagbjört Friðgeirsdóttir
Guðbjörg Sigurðardóttir Kristján Þröstur Jónsson
Gerður Eyrún Sigurðardóttir Sigurjón Kjartansson
Heiðdís Björk Sigurðardóttir Marías Bjarni Viggósson
Guðný Sigurðardóttir Kjartan Már Kjartansson
barnabörn og barnabarnabörn