Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Elsku pabbi.
Mikið er nú erfitt
og sárt að kveðja
þig svona óvænt og
snemma. Mikið er
stutt á milli þín og mömmu, að-
eins þrír mánuðir, eins samrýnd
og þið voruð, gift í 57 ár.
Ég var lítil stelpa og þú
kenndir mér að veiða og fórum
við í bíltúr til Ingjaldssands og
niður í fjöru, þar fórst þú út á
stein og kastaðir og hrasaðir í
sjóinn og það þurfti að vefja þig
inn í teppi á leiðinni heim. Það
var farið í margar tjaldútilegur
um sunnanverða Vestfirði. Ykk-
ur mömmu fannst ekkert
skemmtilegra en að fara til Spán-
ar í sólina og áttuð einmitt pant-
aða ferð í sólina í haust. Betri
dansfélaga var varla að finna en
þig, það var svo gaman að dansa
við þig.
Alltaf varst þú tilbúinn að
hjálpa okkur, í flutningum, mála
og passa barnabörnin. Allir eru
sammála um að þú hafir verið á
undan þinni samtíð í svo mörgu.
Mikill garðáhugamaður og var
garðurinn í Móholtinu vel snyrt-
ur og fallegur og þið fenguð verð-
laun fyrir. Þú vildir alltaf hafa
bílinn vel þrifinn og hafðir orð á
því við okkur ef bílarnir okkar
voru ekki hreinir og fínir. Það
var umtalað hvað vélarrúmin í
skipunum voru hrein þar sem þú
varst vélstjóri. Ennþá erum við
að hitta samstarfsvini og fyrrver-
andi nemendur sem minnast þín
sem frumkvöðuls til lands og
sjávar og góður kennari varst þú
og kunnir vel á nemendurna.
Í byrjun júlí fórum við á ætt-
armót og þú tókst ekki annað í
mál en að fara á Volvoinum þín-
um og ég bað þig að hringja í mig
þegar þú tókst þér hvíld, sem og
þú gerðir.
Daginn áður en þú veiktist
hringdir þú í mig til að fá lánaða
hrífu því þú ætlaðir að leiði
mömmu til að gera fínt.
Ég hélt í höndina á þér þegar
þú kvaddir og ég kveð og þakka
fyrir samfylgdina og bið góðan
guð að vaka yfir og allt um kring
með eilífri blessun sinni.
Ég þakka starfsfólkinu og
Guðmundur
Einarsson
✝
Guðmundur
Einarsson
fæddist 7. maí
1943. Hann lést 10.
júlí 2022. Útför
hans fór fram 19.
júlí 2022.
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða fyrir
góða umönnun föð-
ur míns.
Elsku pabbi
minn. Ég veit að nú
ert þú kominn til
mömmu, þangað
sem þú vildir og þið
eruð nú aftur sam-
einuð á ný.
Þín pabbastelpa,
Hulda.
Látinn er á Ísafirði Guðmund-
ur Einarsson, sem var merkileg-
ur frumkvöðull á sviði verklegrar
kennslu á Vestfjörðum um árabil.
Að auki var hann stakt ljúfmenni
sem einatt vildi láta gott af sér
leiða.
Kynni undirritaðs við Guð-
mund munu hafa byrjað 1986. Þá
var hann enn starfandi yfirvél-
stjóri á skipum, en hafði áhuga á
menntun sjómanna, enda sjálfur
bókelskur að eðlisfari. Haustið
1989 var Guðmundur ráðinn vél-
stjórnarkennari og deildarstjóri
vélstjórnardeildar við Mennta-
skólann á Ísafirði, sem undirrit-
aður stýrði, og hófst þá náin sam-
vinna okkar, sem aldrei bar
skugga á. Sagt var af kunnugum
að kennsla Guðmundar hefði oft
verið með nokkuð öðrum hætti
en tíðkaðist almennt um vél-
stjórnarkennslu í landinu, en
kennsluhættir hans báru þó mjög
góðan árangur.
Guðmundur var formlega í
hálfri stöðu sem skólastjóri Far-
skóla Vestfjarða frá 1989 til 1999.
Þessi skóli var rekinn með náms-
flokkasniði en í tengslum við
Menntaskólann. Farskólinn stóð
fyrir sérstökum námskeiðum af
ýmsu tagi. Haldin voru yfir 20
námskeið árlega 1991-94, en flest
urðu þau 49 talsins 1996-97.
Nefna má að viðamesta nám-
skeiðið 1993-94 var nám í svæð-
isbundinni leiðsögn fyrir ferða-
menn, alls 202 kennslustundir,
sem fór fram í áföngum á ýmsum
stöðum á Vestfjörðum. Næsta
vetur var langviðamest véla-
varðanámskeið á Hólmavík, 503
kennslustundir, aðallega kennt á
Hólmavík en þó komu nemend-
urnir í einnar viku námsferð til
Ísafjarðar á haustönn. Nám-
skeiðinu var slitið á Hólmavík 13.
maí 1995, þangað fórum við Guð-
mundur. Þessi ferð okkar var
söguleg, farið var á bíl Guðmund-
ar en hann festist í snjó á Stein-
grímsfjarðarheiði. Bíllinn var þó
losaður og við komumst til baka í
Rauðamýri, en þangað sótti sér-
útbúinn bíll frá Hólmavík okkur.
Kl. 17 gátum við brautskráð 15
vélaverði og að auki átta með
svonefnt 30 tonna próf í skólan-
um á Hólmavík. Næsta dag var
okkur ekið til baka yfir heiðina.
Svipað vélavarðanámskeið var á
Patreksfirði næsta vetur. Guð-
mundur lagði mjög vandaða og
skipulega vinnu í undirbúning
námskeiðanna, ráðningu leið-
beinenda, staðsetningu og þess
háttar. Árið 1999 tók Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða við hlutverki
Farskólans.
Bókaútgáfa Guðmundar byrj-
aði með því að hann hannaði 1986
Véladagbók til að skrá í viðburði
og ástand í vélarúmum. Þá sendi
hann 1995 frá sér Leiðarbók
handa skipstjórnarmönnum,
seinna kom einföld dagbók fyrir
litla báta. Einnig skrifaði hann
kennslubækur í sínum kennslu-
greinum, vélgæslu, vélstjórn, vél-
fræði og kælitækni. Bækur hans
eru prýðilega uppsettar, auðlæs-
ar og auðskildar.
Guðmundur hugsaði mikið um
velferð nemenda sinna og einnig
samkennara. Hann var mjög
góður heim að sækja, ég man eft-
ir skötuveislu á heimili þeirra
hjóna, skatan var nýveidd, ekki
kæst. Samband okkar hélst eftir
að við hjónin fluttum til Akureyr-
ar.
Nú er harmur kveðinn að forn-
um vinum hins góða drengs. Af-
komendum Guðmundar og öðr-
um vandamönnum sendum við
Anna hér með innilegar samúð-
arkveðjur.
Björn Teitsson.
Þá heldur máttarstólpunum úr
árganginum 1943 frá Ísafirði
áfram að fækka. Nú síðast er það
vinur minn Guðmundur Einars-
son (Mundi) sem kveður þetta
jarðlíf en hann tapaði í fyrstu
lotu glímunni við kóvítis-veiruna.
Kynni okkar hófust í landspróf-
sbekknum 1958/59. Hann var
umsjónarmaður með það hlut-
verk að halda utan um mætingar
nemenda og sjá til þess að þeir
færu út úr stofunni í löngu frí-
mínútunum. Alltaf hafði Mundi
sitt fram þótt minnstur væri en
stundum þurfti hann að hnoðast í
góðu í hinum strákunum til að
koma þeim út. Lestur þvældist
dálítið fyrir honum á þessum ár-
um enda kom í ljós að hann var
með erfiða sjónskekkju. Seinna
sagði hann mér að þegar hann
fékk rétt gleraugu hefði fjörður-
inn fengið allt annað útlit en áð-
ur. Með árunum gerðist hann
bókaormur og aflaði sér mikillar
þekkingar með lestri sögu-, þjóð-
lífs- og vísindarita. Mundi fór á
sjóinn og lærði til vélstjórnar.
Hann varð yfirvélstjóri á nýjum
togara sem hann sótti til Noregs.
Hann varð formaður í sínu stétt-
arfélagi, varð fulltrúi þess í
kjarasamningum og kom í gegn
nýmælum í kjaramálum. Hann
gerði sér grein fyrir því að af-
koma útgerðarinnar byggðist
ekki aðeins á afla heldur eins á
viðhaldi skips og tækja. Hann
var snyrtimenni og var vélar-
rúmið snyrtilegasta svæði skips-
ins. En fjarvistirnar frá fjöl-
skyldunni áttu ekki við hann svo
hann ákvað að söðla um og fara í
land. Hann stofnaði fyrirtækið
Skipsbækur og hannaði bækur til
að fylgjast með viðhaldi og skrá
tímasettar aðgerðir um eftirlit og
viðhald véla og tækja. Nú er
skylda að hafa þessar bækur um
borð í öllum skipum, annars falla
tryggingar úr gildi. Mundi kom
að innan og vissi hvernig einfald-
ast var að setja upp svona bækur.
Gaman var að fylgjast með stóru
útgefendunum reyna að ná þess-
um markaði og mistakast.
Mundi aflaði sér kennslurétt-
inda í Kennaraskólanum og varð
kunnur í bæjarfélaginu sem
Gummi kennari. Hann lyfti
grettistaki í verkkennslu
menntaskólans sem og í fullorð-
insfræðslu. Ekkert var um
kennsluefni í hans fagi á íslensku
svo hann skrifaði kennslurit og
gaf bækurnar út sjálfur. Hann
var vinsæll kennari sem á sumrin
og eftir að hann fór á eftirlaun
hélt réttindanámskeið í vélgæslu
víða um land. Við fórum í margar
ferðir til annarra landa, minnis-
stæðust er mér ferðin um Mósel-
dalinn. Við sigldum um fljótin,
skoðuðum vínekrur, nutum mat-
ar og kynntumst vínbónda sem
sýndi okkur hvernig framleiðslan
fer fram. Að skilnaði keyptum við
tvær hnéháar vínviðarplöntur
sem við gróðursettum í görðum
okkar hérlendis en þær lifðu ekki
okkar loftslag af.
Mundi var félagslyndur og tók
þátt í félagsmálum vélstjóra og
kennara, einnig var hann félagi í
Oddfellowreglunni. Hann var svo
aðalsprautan í hinu merka félagi
Sánabræðrum sem hélt til í gufu-
baðinu í sundlaug Bolungarvík-
ur. Við töluðumst mjög oft við í
síma og greindum og leystum
vandamálin. En kæri vinur, nú er
komið að leiðarlokum og það
vandamál getum við því miður
ekki leyst.
Börnum þínum, Huldu,
Hjálmari, Steingrími og Krist-
ínu, sem og öðrum afkomendum,
votta ég mína dýpstu samúð.
Sigurjón Norberg
Ólafsson.
✝
Guðrún Helga-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
16. febrúar 1943.
Hún lést á Eir
hjúkrunarheimili 9.
júlí 2022.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Guðrún
Stefánsdóttir, f.
1908, d. 2009, og
Helgi Benediktsson,
f. 1899, d. 1971.
Guðrún átti sjö bræður, þar af eru
fjórir látnir.
Guðrún giftist Finni A. Karls-
syni 26. desember 1964, hann lést
2008.
Börn þeirra eru: 1) Birgir, f.
1965, maki Elinborg Aðils, f. 1965.
Börn þeirra eru fimm og barna-
börn þrjú. 2) Guðrún, f. 1976.
Guðrún ólst upp í
Vestmannaeyjum
og þar lá hugur
hennar ætíð þrátt
fyrir áratuga bú-
setu í Reykjavík. Á
yngri árum gekk
hún í hin ýmsu störf
við að aðstoða for-
eldra sína á stóru
heimili og við rekst-
ur fjölskyldufyrir-
tækis. Guðrún fór
síðar í Húsmæðraskólann á
Laugarvatni árið 1962 og starf-
aði svo við verslunar- og þjón-
ustustörf út starfsaldurinn.
Útför Guðrúnar hefur farið
fram frá Fossvogskapellu í
Reykjavík í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu. Minningarorðin verða
birt á vefsíðunni ornbardur.com.
Elsku mamma.
Ég hefði svo gjarnan viljað
hafa þig lengur hjá mér, en þinn
tími kom og því er komið að
kveðjustundinni. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
þér betur síðasta rúma áratuginn
okkar saman og að þú gast notið
áranna áður en sjúkdómurinn tók
yfir. Ég er líka þakklát fyrir að þú
þurftir ekki að lifa of lengi með
þann böðul sem alzheimer er.
Þú varst svo falleg, góð, sterk,
uppfull af kærleika og vildir öll-
um vel og allt fyrir alla gera. Lífið
hefði vissulega mátt fara um þig
blíðari höndum og gefa þér tæki-
færi til að blómstra almennilega,
en þú lést engan bilbug á þér
finna og varðir þína með kjafti og
klóm ef svo bar undir.
Tómarúmið í hjarta mínu er
ansi stórt núna en minningin um
þig mun lifa með mér og styrkja.
Takk fyrir samfylgdina. Takk
fyrir allt sem þú varst mér og ert.
Ég mun sakna þín endalaust.
Þín dóttir,
Guðrún.
Vinur minn til áratuga – Guð-
rún Helgadóttir – er nú fallin frá
eftir skammvinnan heilsubrest.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
skömmu eftir gosið í Eyjum 1973.
Fyrir þessari fallegu og glæsi-
legu konu bar ég takmarkalausa
virðingu.
Það var nokkru áður að Finnur
A. Karlsson vinur og félagi kom
til sögunnar og þau Guðrún tóku
upp lífshætti hnappheldunnar og
upp spruttu tvö vænleg blóm.
Vinfengi okkar Finns var ekki
síst sprottið af áhuga okkar á
„the big three“: lyftingum, kraft-
lyftingum og líkamsrækt en í þá
daga voru þetta jaðaríþróttir sem
í dag allir vildu Lilju kveðið hafa.
Það er svo ekki fyrr en upp úr
1980 að líkamsræktarbylgjan ríð-
ur yfir. Finnur setti upp og rak
nokkrar líkamsræktarstöðvar
um árabil en aldrei er á vísan að
róa í viðskiptalífinu. Þar skiptist
á skin og skúrir, dembur sem allt
færa í kaf. Allt þetta tímaskeið
stóð Guðrún sem klettur við hlið
bónda síns.
Á þessum tíma fékk ég það
mjög sterkt á tilfinninguna að
hjónaband þeirra hafi byggst á
fölskvalausri einlægri virðingu
og vináttu hvort fyrir öðru – að
vera saman í bardaganum.
Guðrún útskrifaðist sem gagn-
fræðingur frá Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja og síðar frá Hús-
mæðraskólanum á Laugarvatni.
Hún hafði dæmalaust góða
nærveru, hlý og nærgætin og óð
ekki yfir viðmælendur sína með
offorsi og látum, kíminleit og
húmoristi góður. Ánægjulegt var
að fylgjast með hversu góð hún
var dætrum okkar Kristínar,
Oddnýju og Maríu.
Þorláksmessu- og gamlárs-
kvöldin á heimili þeirra hjóna
voru einhverjar ánægjulegustu
stundir í lífi mínu. Í dag sitja eftir
ljúfar minningar.
Börnum og barnabörnum sem
og öðrum ástvinum vottum við
Kristín og dæturnar okkar
dýpstu samúð.
Takk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Helgadóttur.
Friðrik Jósepsson.
Guðrún
Helgadóttir
✝
Sigurður Ósk-
arsson fæddist
13. júní 1938. Hann
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Lundi
4. júlí 2022.
Hann var sonur
hjónanna Lovísu
Ingvarsdóttur, f. 20.
júlí 1912, d. 26. jan.
2006, og Óskars Sig-
urþórs Ólafssonar, f.
26. ágúst 1908, d. 10.
júní 1990, sem bjuggu á Hellishól-
um í Fljótshlíð. Systkini Sigurðar
voru Ólafur Siggeir, f. 1934, d.
2021, Elínborg, f. 1935, Guðbjörg
Ingunn, f. 1937, Jón Þórir, f. 1943,
Magnús Þór, f. 1944, Anton, f.
1947, Eyþór, f. 1950, Guðmundur
Þórarinn, f. 1952 og Stefán Ingi, f.
1955.
jónssonar, d. 1998, sem þar
bjuggu.
Börn Sigurðar og Sigrúnar
eru: 1) Anna Sigrúnardóttir, f.
1959, fyrrverandi maki Þórður
Runólfsson, f. 1959, d. 2020, þau
eiga tvær dætur, þær eru Ásdís
Gígja og Þórhildur Sigrún 2)
Lovísa Björk Sigurðardóttir, f.
1961, fyrrverandi maki Oddur
Þorsteinsson, f. 1960, d. 2002,
þau eiga þrjár dætur og þær eru
Hjördís Rún, í sambúð með Atla
Frey Guðjónssyni og eiga þau tvö
börn, Anna María er gift Atla Má
Guðnasyni og eiga þau tvö börn,
Kolbrún Eva, í sambúð með
Daníel Evert Árnasyni, þau eiga
eitt barn. Seinni maki Lovísu er
Friðþjófur Örn Vignisson og eiga
þau Sigrúnu Örnu. 3) Ólafur
Freyr Sigurðsson, f. 1975, hann
er kvæntur Berglindi Guðnýju
Kaaber og þeirra börn eru Oliver
Örn, Elísa Ýr, Natalía Nótt,
Mikael Orri og Júlían Darri.
Útför Sigurðar er gerð frá
Þykkvabæjarkirkju í dag, 13. júlí
2022, kl. 13.
Sigurður ólst
upp við venjuleg
sveitastörf á heim-
ili foreldra sinna,
fór m.a. á vertíð til
Vestmannaeyja og
Þorlákshafnar, um
tvítugt fór hann að
vinna hjá Kaup-
félaginu Þór á
Hellu og vann þar
við ýmis störf en
lengst sem bifreið-
arstjóri. Árið 1997 fór hann að
vinna hjá Landgræðslu ríkisins
og vann þar til starfsloka 2010.
Sigurður kvæntist 23. sept.
1961 Sigrúnu Ólafsdóttur, f. 18.
júní 1940, frá Vesturholtum í
Þykkvabæ, dóttir hjónanna
Önnu Guðmundu Markús-
dóttur, d. 2001, og Ólafs Guð-
Það er sárt að kveðja, elsku
pabbi, en því fylgir líka svo mik-
ið þakklæti og gleði. Ég er að
skoða gamlar myndir. Þarna ert
þú að hækka upp, smíða yfir og
sprauta rauða Ford sem við
komum með frá BNA. Í næstu
seríu ert þú að hjálpa okkur að
reisa veggi, flota gólf o.fl. í hús-
inu okkar í Grafarvogi. Þú
kenndir mér líka í millitíðinni
að múra upp á gamla mátann
með lektum og hænsnavír. Mér
fannst alltaf að þú kynnir og
gætir allt.
Pabbi minn, þú varst öðling-
ur, alltaf rólegur og yfirvegað-
ur. Þegar við vorum að stressa
okkur þá sagðir þú alltaf: „Bara
að fara rólega“ og ég finn svo
mikla visku í þessum orðum
þínum. Sakna þín, elsku pabbi
minn.
Anna Sigrúnardóttir.
Þú stendur við eldhúsinn-
réttinguna með hálfkrosslagð-
ar hendur, heldur á glasinu
með mjólkurbrúnt kaffið og
hlustar kíminn á samræðurnar.
Þú segir ekki margt en ert
hugsi og blístrar lagstúf öðru
hvoru.
Óteljandi eru verkefnin sem
þú hefur hjálpað við og leyst,
alltaf tilbúinn til að aðstoða ef
þörf er á. Handtök þín og hug-
vit er að finna í svo mörgu.
„Hvernig gerum við þetta?“
„Spyrjum afa, hann veit það!“
Og ekki stendur á því, málið
leyst!
Takk, elsku besti afi, fyrir
alla þína elsku, dýrmætar
stundir og ljúfar minningar.
Elskum þig alltaf.
Anna María, Hjördís Rún,
Kolbrún Eva og Sigrún
Arna.
Elsku Diddi okkar, það verð-
ur erfitt að skrifa tölu um þig,
svo mikill handverks- og lista-
maður varst þú. Við vissum að
hverju stefndi en maður er aldr-
ei viðbúinn endalokunum.
Ég man þegar við Halli vorum
ung að koma yfir okkur húsi, þá
komuð þið Sigrún allar helgar
keyrandi frá Hellu til að aðstoða
okkur, þú smíðaðir eitt og annað
með Halla á meðan við systurnar
saumuðum tjöld fyrir skápana.
Þannig manneskja varst þú,
það var leitað til þín með alls
kyns hluti og þá ekki síst varð-
andi ökutækin og alltaf varst þú
til staðar að hjálpa, sýndir okkur
og börnunum hvar besta berja-
landið var að finna og slóst
gjarnan í för með okkur inn að
Heklu.
Diddi var hæglátur maður
sem undi sér best í góðra vina
hópi, hann kom úr stórri fjöl-
skyldu og átti stóra tengdafjöl-
skyldu.
Elsku Diddi, takk fyrir allt,
hvíldu í friði.
Elsku Sigrún og fjölskylda,
Guð veri með ykkur.
Kærleikskveðja,
Guðjóna, Haraldur
og fjölskylda.
Sigurður
Óskarsson
Elsku mamma mín, tengdamamma, amma
og langamma okkar,
ESTHER GUÐMUNDSDÓTTIR,
er dáin. Kveðjustund hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Blessuð sé minning hennar.
Hrafnhildur Bernharðsdóttir Jón Viðar Magnússon
Örn Kári Arnarson Hrafn Jónsson
Atli Jónsson Rakel Sigurbjörnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn