Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 25

Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022 Nýmalað, engin hylki. Suðurlandsbraut 20 · 108 Reykjavík Sími: +354 5880200 · www.eirvik.is Z10 fyrir heita og kalda kaffidrykki. Ný kvörn, Product Recognising Grinder (P.R.G.), breytir sjálfkrafa grófleika mölunar á milli mismunandi kaffidrykkja. Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti er hægt að hella upp á bæði heita og kalda drykki með espresso aðferð. Upplifðu algerlega nýja leið til þess að njóta kaffidrykkja. JURA – If you love coffee. „SÁ SEM Á TÍMANN HJÁ ÞÉR KL. 10.15 ER MÆTTUR. Á ÉG AÐ SEGJA HONUM AÐ ÞÚ SÉRT EKKI MÆTTUR?“ „OG VIÐ HVAÐ STARFAÐIRÐU ÁÐUR EN ÞÚ GERÐIST RÆNINGI?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hamingju- samur þegar hún er hamingjusöm. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER KOMINN VETUR OG ANNAR STÓR KOSTUR… ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ KYNDA MEÐ VIÐARKUBBUM Á VETURNA! TIL SÖLU DRUN UR DYNKIR Kristinsson, f. 1981, rafvirki. Sam- býliskona hans er Svava Lára Sig- urjónsdóttir, f. 1985, fram- reiðslukona. Þau eiga börnin Sigur- jón Smára, f. 2006 og Unndísi Magneu, f. 2017. Börn Ólínu og Kristins eru: 1) Kristrún Vala Krist- insdóttir, f. 1993, lögfræðingur. Sam- býlismaður hennar er Patrekur Ein- ar Jónsson Sæmundsen, f. 1994, framreiðslumaður. Þau eru búsett í Hveragerði. 2) Katrín Lilja Kristinsdóttir, f. 1996, myndlistarkona. Sambýlis- maður hennar er Alexander Schev- ing Haraldsson, f. 1990, tæknimaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Alexand- er á dótturina Júlíu. 3) Kristín María Kristinsdóttir, f. 1998, húsasmiður. Sambýlismaður hennar er Stefán Björnsson González, leiðbeinandi á tómstundaheimili. Systkini Ólínu eru: 1) Kristján Gunnlaugsson, f. 1952, d. 2018, pípulagningamaður og sjómaður á Hellnum. 2) Þorvarður Gunnlaugsson, f. 1957, fiskihagfræð- ingur og heildsali í Svolvær, Noregi. 3) Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. 1964, arkitekt í Reykjavík. Foreldrar Ólínu voru: Gunnlaugur Hallgrímsson, f. 1930, d. 1989, og Kristín Lilja Kristjánsdóttir, f. 1928, d. 1988. Gunnlaugur var fæddur á Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi og ólst þar upp en Kristín var fædd í Bárðarbúð á Hellnum í sama hreppi og ólst þar upp. Þau settust fyrst að í Reykjavík þar sem Gunnlaugur gekk í Handíðaskólann og vann það sem til féll. Síðar fluttu þau að Helln- um og byggðu húsið Akra þar sem þau hófu búskap og bjuggu þar síð- an. Gunnlaugur var alltaf á sjó frá Hellnum, auk þess að vinna við smíð- ar o.fl. en Kristín sá að mestu um börn og bú. Ólína Gunnlaugsdóttir Ingiríður Bjarnadóttir húsmóðir á Tröðum og Bjarnarfosskoti, Staðarsveit Halldór Jónsson bóndi á Tröðum og Bjarnarfosskoti, Staðarsveit Helga Halldórsdóttir húsmóðir á Dagverðará, Breiðuvíkurhreppi Hallgrímur Ólafsson bóndi á Dagverðará, Breiðuvíkurhreppi Gunnlaugur Hallgrímsson útvegsbóndi á Ökrum á Hellnum Ragnheiður Símonardóttir húsmóðir á Sogni og í Reykjavík Ólafur Guðmundsson bóndi á Gljúfri og Sogni í Ölfusi Ólína Ólafsdóttir húsmóðir í Bárðarbúð, Hellnum Brandur Jóhannesson Bárðarbúð, Hellnum Kristján Sigurjón Brandsson útvegsbóndi í Bárðarbúð, Hellnum Kristjana Þorvarðardóttir húsmóðir í Bárðarbúð, Hellnum Kristín Teitsdóttir húsmóðir í Bjarnabúð, Arnarstapa Þorvarður Þórðarson bóndi í Bjarnabúð,Arnarstapa Ætt Ólínu Gunnlaugsdóttur Kristín Lilja Kristjánsdóttir húsmóðir á Ökrum á Hellnum Á Boðnarmiði orti Friðrik Stein- grímsson á miðvikudag og kallaði „Þvílíkt veðurfar“: Hérna volnar varla neitt visna grös og fúna, en óskaplega er þeim heitt í útlandinu núna. Magnús Geir Guðmundsson hélt áfram og sagði „Þá stormi hefur slotað …!“ Ýmsra grýtt varð göngutröð, geðið strítt þá réði frekt. Nú er blítt á boðnarmjöð, bara hlýtt og notalegt. Hér yrkir Friðrik með friðar- kveðjum: Fráleitt ber að fagna því að fólskan dafni lengi, nú er hlaupin ólund í okkar bestu drengi. Tíminn læknar sérhvert sár, svo mun enn til haga, að geti breyst í gleði tár grenjur fyrri daga. „Náttúruskoðun fyrir vestan“ segir Skúli Pálsson: Himinn, fjara, haf og fjall, heiði, brekka, melur: leggur sig á steinastall státinn bústinn selur. Guðmundur Arnfinnsson um „Heilsubót“: Brestur þrek og birtan dvín, blaktir gamla skarið, býst þó við að brennivín bæti heilsufarið. Dagbjartur Dagbjartsson hefur lög að mæla: „Hafið þið nokkurntíma velt því fyrir ykkur hvað það er merkilegt að flest það fólk sem er manni sam- mála í einhverjum deilumálum er vel gefið og víðsýnt skynsemdar- fólk en þeir sem eru ósammála eru að mestu leytir þröngsýnir, illa gefnir þverplankar?? Alveg merki- legt.“ Ég álít þá andlega lasna og upplagt að geta þess hér, flesta þá endemis asna sem ekki eru sammála mér. Hallmundur Guðmundsson svar- ar og segir: „Svona er þetta hjá okkur, frændi“. Ég sjaldnast er nú sammála þér, svona erkibjána. Þó vatnið sífellt sæki mér; – sjálfur handan við ána. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um náttúruskoðun og skynsemisfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.