Morgunblaðið - 25.07.2022, Page 27
_ Heimsmeist-
arinn Max Ver-
stappen, liðs-
maður Red Bull,
vann franska
Formúlu eitt-
kappaksturinn í
Le Castellet í
gær. Lewis Ha-
milton hjá Merce-
des varð annar í sínum þrjúhundr-
aðasta Formúlu eitt-kappakstri á
ferlinum og liðsfélagi hans George
Russell varð þriðji. Verstappen er
með 63 stiga forskot á Charles Lec-
lerk í stigakeppni ökuþóra í formúl-
unni.
_ Erling Braut Haaland, norski
sóknarmaðurinn, var fljótur að skora
í fyrsta leiknum fyrir Manchester
City, Englandsmeistarana í knatt-
spyrnu, sem keyptu hann af Dort-
mund í sumar. Haaland skoraði sig-
urmarkið strax á 12. mínútu gegn
Þýskalandsmeisturum Bayern Münc-
hen, 1:0, í sýningarleik liðanna í
Green Bay í Bandaríkjunum í fyrri-
nótt.
_ Víkingar sigruðu Stjörnuna í ís-
lenskum úrslitaleik í flokki 16 ára
drengja á alþjóðlega knattspyrnu-
mótinu Gothia Cup í Gautaborg í Sví-
þjóð á laugardagskvöldið. Úrslita-
leikurinn endaði 0:0 en Víkingar
sigruðu í vítaspyrnukeppni og Guðni
Th. Jóhannesson forseti Íslands,
sem fylgdist með mótinu, afhenti
þeim sigurlaunin í leikslok. Víkingar
unnu alla níu leiki
sína á mótinu og
Stjarnan alla átta
leikina fram að
úrslitaleiknum.
_ Perla Sól
Sigurbrands-
dóttir úr Golf-
klúbbi Reykjavík-
ur varð á laugardaginn fyrst
Íslendinga til að verða Evrópumeist-
ari 16 ára og yngri í golfi. Hún sigraði
á Evrópumeistaramótinu í þessum
aldursflokki sem þá lauk í Finnlandi
og tryggði sér eins höggs sigur með
pútti á átjándu og síðustu holunni.
Hún lék þrjá hringi á mótinu samtals
á 214 höggum, tveimur höggum und-
ir pari vallarins.
_ Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði
Golfklúbb Reykjavíkur, 3,5:1,5, í úr-
slitaleiknum á Íslandsmóti golf-
klúbba í kvennaflokki á Hlíðavelli í
Mosfellsbæ á laugardaginn. Þetta er
fjórði sigur GM í sögunni. Í úrslita-
leiknum í karlaflokki vann Golf-
klúbbur Kópavogs og Garðabæjar
sigur á Golfklúbbi Reykjavíkur, 3:2.
GKG varð þar með meistari í fjórða
sinn á sex árum.
_ Velski knattspyrnumaðurinn Ga-
reth Bale var fljótur að skora í
bandarísku MLS-deildinni. Hann kom
inn á eftir 65 mínútur hjá Los Angel-
es FC í sínum fyrsta leik í fyrrinótt og
skoraði 18 mínútum síðar og gull-
tryggði sigur liðsins á Sporting Kan-
sas City, 2:0.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 2022
Íslenska piltalandsliðið í körfubolta,
skipað leikmönnum yngri en 20 ára,
tryggði sér á laugardaginn sæti í A-
deild Evrópumótsins á næsta ári
með því að sigra Finna á sannfær-
andi hátt, 94:77, í undanúrslitum B-
deildarinnar í Tbilisi í Georgíu.
Orri Gunnarsson skoraði 27 stig
fyrir Ísland í leiknum, Friðrik Jóns-
son 15, Sigurður Pétursson 14 og
Þorvaldur Orri Árnason 10.
Serbía vann síðan Ísland, 81:67, í
úrslitaleik B-deildarinnar í gær en
liðin voru bæði komin upp og Eist-
land fylgir þeim í A-deildina eftir
sigur á Finnum í leiknum um brons-
verðlaunin í gær. Staðan í hálfleik
var 39:38, Serbum í hag.
Þorvaldur Orri Árnason skoraði
19 stig gegn Serbum í gær en hann
var tilnefndur sem einn af bestu
leikmönnum mótsins. Sigurður Pét-
ursson skoraði 11 stig og Ólafur
Gunnlaugsson átta.
Silfur og sæti í A-
deild Evrópumóts
Ljósmynd/FIBA
A-deild Sigurreifir leikmenn íslenska liðsins eftir að Finnar voru lagðir að
velli í úrslitaleiknum um sæti í A-deild Evrópumótsins.
Langri þrautagöngu Frakka á Evr-
ópumóti kvenna í fótbolta lauk loks
í Rotherham á Englandi í fyrra-
kvöld þegar franska liðið vann Evr-
ópumeistara Hollands, 1:0, í fram-
lengdum leik í átta liða úrslitum
þar sem Éve Périsset, sem í sumar
gekk til liðs við ensku meistarana
Chelsea, skoraði sigurmarkið úr
vítaspyrnu.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Frakkland kemst í undanúrslit EM
en á sex síðustu Evrópumótum í röð
hefur franska liðið fallið úr keppni í
átta liða úrslitum. Sömu sögu er að
segja af tveimur síðustu heims-
meistaramótum og Ólympíu-
leikunum 2016. Þá enduðu Frakkar
í fjórða sæti HM 2011 og í fjórða
sæti á ÓL 2012 og hafa því aldrei
unnið til verðlauna á stórmóti þrátt
fyrir að hafa verið í fremstu röð
mestalla þessa öld.
Frakkar mæta Þjóðverjum í
undanúrslitum á Milton Keynes á
miðvikudagskvöld en Englendingar
og Svíar eigast við í Sheffield annað
kvöld.
AFP/Lindsey Parnaby
Undanúrslit Éve Périsset fagnar sigurmarkinu gegn Hollendingum.
Langri þrautagöngu
Frakka loks lokið
Kanada og Bandaríkin unnu heims-
meistaratitlana í 4x100 m boðhlaupi
karla og kvenna í Eugene í Banda-
ríkjunum í fyrrinótt og þar var í
báðum tilvikum um mjög athyglis-
verða og frekar óvænta sigra að
ræða.
Kanada vann boðhlaupið í karla-
flokki í fyrsta sinn í 25 ár og hafði
betur gegn Bandaríkjunum á 37,48
sekúndum gegn 37,55. Aaron
Brown, Jerome Blake, Brendon
Rodney og Andre De Gasse skipuðu
sigursveitina.
Í kvennaflokki unnu Bandaríkin
frekar óvæntan sigur á sveit Ja-
maíku sem skartaði sigurveg-
urunum í 100 og 200 m hlaupunum,
Shericku Jackson og Shelly-Ann
Fraser-Pryce, ásamt Elaine Thomp-
son-Herah, ólympíumeistaranum í
100 og 200 m hlaupum.
En þær Abby Steiner, Melissa Jef-
ferson, Jenna Pradini og Twanisha
Terry komu samstilltari í úr-
slitahlaupið úr forkeppninni og
sigruðu á 41,14 sekúndum, fimmta
besta tíma sögunnar í greininni, og
Jamaíka fékk silfrið á 41,18 sek-
úndum.
_ Anderson Peters frá Grenada
varð heimsmeistari í spjótkasti
karla í annað skiptið í röð og kastaði
90,54 metra.
_ Emmanuel Kipkurui Korir frá
Kenía sigraði í 800 m hlaupi karla á
1:43,71 mínútu.
_ Pedro Pichardo frá Portúgal
sigraði í þrístökki karla, stökk 17,95
metra.
_ Gudaf Tsegay frá Eþíópíu sigr-
aði í 5.000 m hlaupi kvenna á
14:46,26 mínútum.
Óvænt úrslit í báð-
um boðhlaupunum
AFP/Steph Chambers
Heimsmeistarar Prandini, Steiner,
Terry og Jefferson fagna sigrinum.
Danmörk
AaB – Köbenhavn.................................... 1:3
- Ísak B. Jóhannesson lék seinni hálfleik-
inn með Köbenhavn og skoraði eitt mark,
Hákon Arnar Haraldsson lék í 71 mínútu
og lagði upp mark en Orri Steinn Óskars-
son var varamaður og kom ekki við sögu.
AGF – Viborg........................................... 3:1
- Mikael Anderson lék fyrstu 69 mínút-
urnar með AGF.
Randers – OB ........................................... 2:2
- Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 70. mínútu.
Svíþjóð
Häcken – Djurgården ............................. 1:2
- Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan
leikinn með Häcken.
Kalmar – Elfsborg................................... 1:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Kalmar.
- Hákon Rafn Valdimarsson varði mark
Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen kom
inn á strax á 14. mínútu.
Malmö – Sirius ......................................... 3:1
- Aron Bjarnason fór af velli hjá Sirius á
77. mínútu og Óli Valur Ómarsson kom í
hans stað.
Staða efstu liða:
Djurgården 16 10 3 3 35:11 33
Häcken 15 9 4 2 33:21 31
AIK 16 9 4 3 24:19 31
Malmö 16 9 3 4 22:13 30
Hammarby 14 8 3 3 27:11 27
Kalmar 15 7 3 5 17:12 24
Mjällby 15 6 5 4 16:14 23
B-deild:
Örebro – Utsikten.................................... 2:0
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
með Örebro sem er í sjöunda sæti.
Noregur
Bodö/Glimt – Jerv ................................... 5:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Kristiansund – Odd ................................. 2:2
- Brynjólfur Willumsson lék í 64 mínútur
með Kristiansund og lagði upp mark.
Strömsgodset – HamKam ...................... 1:1
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset.
Vålerenga – Viking ................................. 4:2
- Brynjar Ingi Bjarnason var varamaður
hjá Vålerenga og kom ekki við sögu.
- Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn með Viking en Patrik S. Gunnarsson
var varamarkvörður liðsins.
Staða efstu liða:
Molde 16 11 3 2 32:15 36
Lillestrøm 15 10 3 2 29:14 33
Bodø/Glimt 15 8 4 3 35:18 28
Viking 17 8 4 5 30:23 28
Rosenborg 15 6 7 2 26:17 25
Strømsgodset 15 6 4 5 21:22 22
>;(//24)3;(
Vináttulandsleikir U18 karla
Færeyjar – Ísland ................................ 39:33
Færeyjar – Ísland ................................ 29:29
E(;R&:=/D
EM U20 karla
B-deild í Georgíu:
Undanúrslit:
Ísland – Finnland ................................. 94:77
Serbía – Eistland.................................. 73:58
Úrslitaleikur:
Serbía – Ísland...................................... 81:67
Bronsleikur:
Finnland – Eistland ............................. 53:63
_ Serbía, Ísland og Eistland leika í A-deild
á næsta ári.
Ástralía
South Adelaide – Southern Tigers ... 45:83
- Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 2
stig og tók 4 fráköst á 18 mínútum með
South Adelaide.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Akranes: ÍA – Fram ............................. 19.15
Meistaravellir: KR – Valur.................. 19.15
Í KVÖLD!
8-liða úrslit:
Frakkland – Holland ....................... (frl.) 1:0
Undanúrslit á þriðjudag:
England – Svíþjóð ..................................... 19
Undanúrslit á miðvikudag:
Þýskaland – Holland ................................. 19
Markahæstar á EM:
Beth Mead, Englandi.................................. 5
Alexandra Popp, Þýskalandi...................... 4
Alessia Russo, Englandi ............................. 3
Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3
Georgia Stanway, Englandi ....................... 2
Ellen White, Englandi ................................ 2
Lina Magull, Þýskalandi............................. 2
Romée Leuchter, Hollandi ......................... 2
Filippa Angeldahl, Svíþjóð ......................... 2
EM KVENNA 2022
Daninn Jonas Vingegaard vann í
gær Frakklandshjólreiðarnar, Tour
de France, sem lauk á Champs-
Élysées-breiðstrætinu í París eftir
þriggja vikna keppni.
Hann var með sigurinn í hendi sér
fyrir síðustu dagleiðina, 115 kíló-
metra vegalengd með lokamarki í
höfuðborginni, og endaði tveimur
mínútum og 43 sekúndum á undan
Tadej Pogacar frá Slóveníu.
Þriðji varð Geraint Thomas frá
Wales, sem vann keppnina árið 2018,
en hann var 7 mínútum og 22 sek-
úndum á eftir Dananum. Jasper
Philipsen frá Belgíu vann hinsvegar
lokasprettinn í gær.
Vingegaard, sem er 25 ára gamall
og keppir fyrir Team Jumbo Visma,
vann þar með Tour de France í
fyrsta skipti og náði að snúa við
niðurstöðu síðasta árs. Þá var það
Pogacar sem varð sigurvegari og
Vingegaard hafnaði í öðru sæti.
AFP/Thomas Samson
Sigurvegarinn Jonas Vingegaard með sigurlaunin á Champs-Élysées í Par-
ís í gær eftir að hafa tryggt sér sigurinn í Frakklandshjólreiðunum 2022.
Danskur sigur í
Tour de France