Morgunblaðið - 27.05.2022, Qupperneq 14
M
aríanna hafði almennt ekki mik-
inn áhuga á garðyrkju en mikil
vending varð þegar hún eign-
aðist eiginn garð fyrir tæpum
tíu árum síðan. Garðurinn er í
Þingholtunum og snýr að mestu í norður. Hún
hefur smám saman lært hvað þrífst vel þar og
hvað ekki.
„Ég er svo ljónheppin að vera með garð hér
í Þingholtunum. Garðurinn snýr mikið til í
norður og þegar ég flutti hingað fyrir tíu árum
síðan, þá hélt ég að ekki væri hægt að gera
mikið fyrir hann. Þá var lítið annað en kerfill í
garðinum. Það fór heilt sumar, bara í það að
grafa upp kerfilinn. Það var mikil þolinmæð-
isvinna og enn í dag stingur hann upp kollinum
en þá er bara tekið vel á móti honum og hann
gripinn glóðvolgur,“ segir Maríanna.
Dalíurnar eru dramadrottningar
„Sumarið þar á eftir byrjaði ég að gróð-
ursetja í garðinum. Ég byrjaði með sum-
arblóm og svo eina staka bóndarós – þær eru
svo fallegar. En nú er ég með marga fjöl-
æringa, kryddjurtir, rifsber, hindber og rab-
arbara. Einnig er ég mjög hrifin af rósum og
er alltaf að bæta við í rósasafnið. Það er smá
pláss fyrir framan hús sem snýr í suður þar
sem ég hef sett rósir en þær þurfa svolitla sól
til þess að blómstra. Þá er ég einnig hrifin af
anemónum auk þess sem ég hef verið að prófa
mig áfram með dalíur en þær eru miklar
dramadrottningar. Dalíurnar ræktar maður af
hnýði, setur í pott helst í mars eða apríl og
heldur þeim innandyra þar til það fer að hlýna
í veðri. En í fyrra var bara svo hræðilegt sum-
ar að þær tvær sem ég var með inni í gróður-
húsi blómstruðu ekki fyrr en í september og
hinar sem voru úti blómstruðu bara aldrei. Nú
er ég með fjórar í vinnslu svefnherbergis-
glugganum og bind vonir við að sumarið verði
betra þetta árið.“
Ekki hægt að gera mistök
Maríanna er einnig með gróðurhús þar sem
hún er með kirsuberjatré, bláberjaplöntur,
vínvið og auðvitað rósir. „Við keyptum gróð-
urhús í september árið 2020 og settum það upp
þegar samfélagið var að mestu lokað vegna
heimsfaraldurs og við í einangrun. Það mátti
sem betur fer fara út í garð. Vinir okkar komu
með sementspoka og skildu þá eftir fyrir ut-
an.“ Maríanna segist hafa lært mikið á því að
eignast garð. „Það var mikil uppljómun þegar
ég áttaði mig á því að maður gerir engin
hræðileg mistök í garðinum. Maður prófar sig
bara áfram. Ég var til dæmis með lofnarblóm
Skáldkonurnar í gróðurhúsinu
Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona hefur smátt og smátt
byggt upp eigin garð, þar sem áhersla er lögð á fjölæringa,
lauka, kryddjurtir, ber af ýmsum toga og svo rósir, sem marg-
ar bera nöfn frægra skáldkvenna. Maríanna segir að garð-
urinn kenni manni að hægja á sér og tileinka sér æðruleysi.
María Margrét Jóhannsdóttir | mariamargret@mbl.is
5 SJÁ SÍÐU16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Maríanna Clara
tekur sig vel út í
garðvinnunni.
Mía dóttir Maríönnu
Clöru er hæstánægð
með berjauppskeruna
úr garðinum.
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022