Morgunblaðið - 27.05.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 27.05.2022, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 sem kom alltaf aftur en þegar ég færði plöntuna til, þá bara dó hún. En það er allt í lagi, ég fæ þá bara afleggjara af annarri slíkri plöntu eða kaupi mér aðra. Þannig prófar maður sig áfram og lærir á garðinn. Í líf- inu er maður alltaf svo hræddur við að gera mistök en í garðinum er ekkert til sem heitir mistök. Maður getur sett plöntu á besta hugs- anlega stað og svo kemur maímánuður eins og í fyrra, þar sem var sól á dag- inn en frost á nóttunni, og sumar plöntur lifðu það ekki af. Það er bara hluti af náttúrunni. Maður hefur svo gott af þessu æðru- leysi sem maður þarf að temja sér í garð- inum. Svo lærir maður að það þýðir ekki að flýta sér. Maður gerir eitthvað núna og það skilar sér ekki fyrr en næsta sumar. Fyrsta sumarið plantaði ég ekki mjög mörgu, bara nokkrum fjölærum plöntum enda fór mestur tíminn í að stinga upp kerfilinn. Það var síðan stórkostleg upplifun að sjá fjölæringana koma upp vorið eftir.“ Í sátt og samlyndi við umhverfið „Ég reyni líka að temja mér það hugarfar að allir lifi í sátt og samlyndi. Ég eitra ekki og reyni hvað ég get að laða hunangsflugur í garðinn. Hingað koma kettir sem brjóta plöntur og kúka í beðin en þeir eiga líka rétt á að vera hér í hverfinu. Ég færi þá bara salatið inn í gróðurhús, enda vil ég síður að kettirnir eigi við það. Svo eru krakkar í fótbolta og svo framvegis. Auðvitað reynir maður að hlífa blómunum en svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að setja upp skilti eða gaffla. Maður er lánsamur að eiga garð í miðbænum og ég ætla ekki að búa til virki sem heldur náttúru og öðru lífi frá. Þetta er allt hluti af æðruleysinu sem fylgir því að eiga garð,“ segir Maríanna. Garðurinn ekki óaðfinnanlegur Maríanna segist ekki leitast eftir full- komnun þegar kemur að útliti garðsins. „Hann er alls ekki óaðfinnanlegur heldur þvert á móti frekar villtur. Ég er í fullri vinnu með tvö börn og hef einfaldlega ekki tíma til að eltast við hvert strá. Ef maður nær að gera eitthvað, þá er það dásamlegt. Ef ekki, þá er það líka allt í lagi. Ég vil heldur setja niður sem mest og sjá svo hvað plumar sig. Ég tek kerfilinn, skrið- sóleyna og eitthvað af fíflum. Annars vil ég bara njóta garðsins. Svo er það umhverfis- vænna og betra fyrir nytsamlegar flugur og skordýr að slá ekki grasið of oft!“ Dreymir um Jane Austen-rós Ástríða Maríönnu liggur einna helst í rósa- rækt. Hún á yfir tuttugu rósir. Hún safnar helst rósum sem heita eftir skáldkonum, enda er hún sjálf bókmenntafræðingur að mennt. „Fyrsta rósin sem ég keypti heitir Skotta og er mjög harðger. Önnur rósin hét Tove Jans- son en ég er mikill aðdáandi Múmínálfanna. Þá má segja að teningnum hafi verið kastað. Síð- an þá hafa bæst við Astrid Lindgren, Emily Brontë og Karen Blixen. Mig dreymir um að eignast Jane Austen- og Shakespeare-rósirnar en þær hafa enn ekki orðið á vegi mínum.“ Aðspurð segir Maríanna það ekki mikla vinnu að rækta rósir. „Þær eru frekar við- haldsfríar. Þær þurfa bara góðan stað. Ég er alltaf að prófa nýja staði og sjá hvað virkar. Þá gef ég þeim næringu tvisvar á sumri og snyrti þær til ef þær taka upp á því að vaxa í kross. Helsti vandinn felst í því hve lúsasæknar þær eru en þá sprautar maður þær með vatni og ef það gengur ekki, þá bætir maður smá grænsápu við vatnið.“ Mikilvægt að skrá hvað er í garð- inum Maríanna mælir með að fólk gefi sér tíma til þess að kynnast garðinum sínum. „Ef þú flytur eitthvert þá mæli ég ekki með að þú byrjir á að grafa allt upp. Byrjaðu á því að sjá hvað gerist um vorið og sumarið, sjá hvað er í garðinum og hvernig það plumar sig. Allt gerist aðeins hægar í garðinum heldur en í lífinu. Það er gott að minna sig á það. Svo mæli ég með því að fólk skrái niður hvað það gróðursetur í garðinum og hvar. Maður man þetta allt um sumarið og haustið en þegar loks vorar aftur er þetta allt gleymt. Ég hef lent í því að reyta upp eitthvað sem ég hélt að væri arfi en var svo eitthvað sem ég hafði gróðursett haustið áður og steingleymt.“ Var týpan sem keypti bara sumarblóm Maríanna segir það ávanabindandi að dunda sér í garðinum. „Hér áður fyrr keypti ég alltaf bara sumarblóm og lét það nægja. En svo fengum við þennan garð og þá var ekki aftur snúið.“ Hún segir það líka mjög streitulosandi að hlúa að garðinum. Mér finnst stórkostlegt að vera í garðinum. Þótt maður nái ekki nema hálftíma eða svo eftir vinnu eða þegar börnin eru sofnuð, til að vökva eða reyta arfa. Það virkar eins og smyrsl á öll streitusárin. Svo eru nú að koma fram alls kyns rannsóknir sem segja hversu hollt það sé að vera innan um plöntur og grafa fingurna í mold. Ekki ljúga vísindin!“ Maríönnu Clöru þykir gott að rækta garðinn sinn og segir að það sé afslappandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ég er í fullri vinnumeð tvö börn og hef einfaldlega ekki tíma til að eltast við hvert strá. Efmaður nær að gera eitthvað, þá er það dásamlegt. Riddarasporarnir geta verið risa- stórir. Maríanna er með þá bæði fyrir framan og aftan hús. Maríanna elskar anemónur en þarf að passa sig á að reyta þær ekki upp áður en þær blómstra en blöð þeirra líkjast mjög skriðsóleyjum fyrst þegar þær koma upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.