Morgunblaðið - 27.05.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.05.2022, Qupperneq 27
hann var uppbyggður, með mörgum stórum beðum, og hófum við að gera breytingar árið 2001. Svo tókum við hluta af garðinum í gegn 2015, og síðan kom síðasta stóra framkvæmdin 2020, en þá fjarlægðum við um 80 rúmmetra af jarðvegi og settum annað eins af möl og sandi, ásamt því að endurnýja moltukassana,“ út- skýrir Kristján en hann er bakarameistari og starfar við kökugerð hjá Myllunni. Epla- og perubóndi Skartar garðurinn m.a. meðalstóru gróð- urhúsi, fimm eplatrjám, tveimur perutrjám, hindberjarunna, rabarbara, graslauk og blá- berjatré. Er gróðurhúsið notað til matjurta- ræktar og einnig til að rækta sumarblóm sem taka að fylla garðinn þegar sól hækkar á lofti. „Við byrjum strax í janúar að sá og forrækta í bílskúrnum og færum plönturnar síðan út í gróð- urhús á vorin, þegar veður leyfir,“ segir Kristján. Sumar matjurtirnar standa úti í garði en aðrar eru inni í gróðurhúsi og í garðinum eru þrír matjurtarkassar þar sem ræktaðar eru ýmsar tegundir af grænmeti. „Jarðarberja- plönturnar höfum við t.d. í gróðurhúsinu og fengum við síðasta sumar á bilinu 10 til 12 kíló af jarðarberjum,“ upplýsir Kristján. Epla- og perutrén bera líka ávöxt en eru við- kvæm fyrir sveiflum í veðurfari. „Ef það kem- ur frost á vorin þegar trén eru í blóma þá deyr blómið og nær ekki að frjóvgast,“ upplýsir Kristján og bætir við að verja þurfi perutrén gegn fuglum. „Eitt árið var ég of seinn að setja net utan um perutréð og var fuglinn þá snögg- ur að klára ávextina.“ Eru ávextirnir engu síðri en þeir sem kaupa má úti í búð. „Eplin geta verið svolítið hörð tekin beint af trénu og gott að láta þau standa í svona tíu daga, en peran er mjög góð Morgunblaðið/Árni Sæberg Í gróðurhúsinu iðar allt af lífi. Skipulagið er nákvæmt og markvisst. Garðinum er einstaklega vel við haldið. Fyrstu sumarblómin lífga upp á innganginn. 5 SJÁ SÍÐU 28 Tréverkið smíðaði Kristján sjálfur. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 27 INNBLÁSTUR FYRIR SUMARIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.