Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 34
A
gnes Ósk Snorradóttir, náms- og
starfsráðgjafi í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands býr á Selfossi ásamt Björg-
vini Guðmundssyni eiginmanni
sínum, barni og hundi. Hjónin eiga tvö
börn til viðbótar sem búa á höfuðborg-
arsvæðinu. Fyrir utan vinnuna er það
garðurinn sem á hug hennar allan.
„Ég bý í gömlu tvílyftu húsi sem
var byggt árið 1956 og er í einum
elsta hluta af ört vaxandi Selfossi.
Húsið stendur því við mjög skjól-
sæla og gróna götu. Við keyptum
húsið árið 1999 og höfum alveg tekið
garðinn í gegn á þeim tíma. Hugmynd
okkar hjóna er að garðurinn sé fram-
lenging á húsinu yfir sumarmánuðina,“
segir hún.
Bogadregnar línur róa í garðinum
Garðurinn er ekki stór en íverusvæði eru all-
an hringinn þannig að hægt er að njóta sólar
alltaf þegar hún er til staðar.
„Við tókum niður hekk sem var allan hring-
inn til þess að opna garðinn betur. Með því
rennur garðurinn og bæjarsvæðið betur sam-
an sem mér finnst kostur. Upp við húsið að
framan erum við svo með pall, stétt og skjól-
vegg. Fyrir framan húsið er líka grasflöt og
stór stakstæður hlynur. Einnig beð með trjá-
þyrpingu, göngustíg og tjörn með gosbrunni.
Þessi þyrping er þannig staðsett að gróðurinn
í henni kemur aldrei til með að taka sólina frá
pallinum. Bak við hús erum við með pall fyrir
morgunsólina, stétt sem er íverusvæði með
heitum potti og garðhúsgögnum, beð, göngu-
stíga og lítinn pottaskúr. Þetta hljómar
kannski eins og garðurinn sé stór. En hann er
það ekki, en hver fermetri er vel nýttur. Aust-
an megin við húsið er svo svæði með sjávar-
möl, stikklum, sírenum, alpareyni og birki-
kvisti. Kannski má segja að það sem einkennir
garðinn hjá mér er að það eru fáar beinar lín-
ur. Mér leiðist beð, göngustígar, runnar og af-
markanir sem eru með beinar línur og 90
gráðu horn og reyni að forðast það eins og
hægt er. Mér finnst bogadregnar og ávalar lín-
ur einhvern veginn meira róandi og minna
áreiti.“
Lærði fyrstu handtökin af móður sinni
Hefur þú alltaf verið svona mikil garðakona?
„Já, ég held það bara. Ég hugsa að ég hafi
fengið ræktunar áhugann með móðurmjólk-
inni en mamma mín er með magnaða græna
fingur. Ég kemst ekki með tærnar þar sem
hún hefur hælana í þeim efnum. Ég valdi þeg-
ar ég var unglingur að vinna öll sumur í vinnu-
skóla Selfoss eða bæjarvinnunni eins og það
var kallað þá. Tók það fram yfir það að vinna í
fiski sem var mjög algeng og betur launuð
sumarvinna hjá jafnöldrum mínum. Ég fékk að
kynnast öllum hliðum vinnuskólans, vann á
sláttuvél, í hóp, svo sem flokkstjóri í nokkur
sumur og svo sem verkstjóri. Ég byrjaði að
vinna í vinnuskólanum um leið og ég gat vegna
aldurs og þangað til ég kláraði fyrsta háskóla-
prófið. Það er mér minnisstætt þegar ég fékk
að eiga plöntur þegar ég var unglingur að
vinna í einkagörðum. Þá voru oft fullir pokar af
plöntum og jafnvel runnum settir á stýrið á
hjólinu og hjólað með heim eftir vinnudaginn,“
segir Agnes.
Það var í vinnuskólanum sem hún fékk tæki-
færi til þess að vinna úti í grænu umhverfi og
ekki síst að vinna með ungu fólki sem varð svo
hennar starfsval í framhaldinu.
„Ég verð alltaf dálítið sár þegar ég heyri tal-
að neikvætt um vinnuskóla sveitarfélaganna.
Þessi starfsreynsla gaf og kenndi mér svo
margt hvað varðar garðyrkju, vinnubrögð og
ekki síst samskipti og samvinnu.“
Ég sé að þú ert með tré, runna, sumarblóm
og fjölærar plöntur. Hvaða tegundir ertu með í
garðinum?
„Ég er með alls konar tré og runna. Sem
dæmi stóran hlyn, greni, sírenur, koparreyni,
kasmírreyni, alpareyni, fjallarifs, birki, beiki,
súluösp, loðvíði, baunatré og síprus og nokkrar
tegundir af skrautrunnum eins og kvisti,
brodda, klifurhortensíu og klifurrósina pól-
stjörnuna. Svo er ég með fjölærar plöntur eins
og geitaskegg, alpaþyrnir, íris, clemantis og
haustlauf. Mér finnst skipta máli að hafa alls-
konar áferð og liti í runnum, trjám og fjöl-
æringum. Það gerir svo mikið fyrir upplif-
unina.“
Helsta breytingin í garðinum hennar
Agnesar á milli ára eru sumarblómin.
„Ég er með alls konar sumarblóm sem er þó
breytilegt eftir árum og hvað ég prufa að
rækta.“
Gróðurhúsið breytist í garðskála
„Ég nýti gróðurhúsið mjög vel. Það má eig-
inlega segja að gróðurhúsið mitt sé fjölnota
hús, er það ekki inn í dag? Ég rækta flest öll
sumarblómin mín þar, eða um 200-300 blóm
á hverju vori. Gróðurhúsið er það sem er
kallað kalt hús og því ekki upphitað. Ég
byrja því ræktunina inn í bílskúr í febrúar
og svo yfirleitt í byrjun apríl þá fara sum-
arblómin út í gróðurhús. Það getur gert
kaldar nætur þannig að þá hita ég gróð-
urhúsið upp með hitablásara og held því
frostfríu. Yfirleitt er ég með 9-12 tegundir af
sumarblómum sem fara svo út í beðin í garð-
inum, í potta og ker og til gjafa. En mér finnst
mjög gaman að gefa blóm sem ég hef ræktað
sjálf. Ég er nokkuð sjálfbær með sumarblómin
en kaupi yfirleitt nokkrar aðrar tegundir
svona til þess að brjóta upp. Í júní þegar blóm-
in eru komin út í beð breytist gróðurhúsið í
garðskála eða „she shed“. Þá eru rækt-
unarhillur teknar niður og stólar, borð og
hengiróla sett inn. Í fyrra áskotnaðist mér
skápur sem ég setti inn í gróðurhúsið. Skáp-
urinn var notaður fyrir alls konar punt, spáspil
og rúnir sem gaman var að grípa í í góðum fé-
lagsskap. Ég er yfirleitt með kaffivél út í gróð-
urhúsinu yfir sumarmánuðina svo að það þurfi
ekki að fara inn eftir kaffibollanum. Það er
best í heimi að taka morgunbollann þarna inni.
Við erum með frekar stórt hringlaga borð í
gróðurhúsinu sem við borðum oft við. Í gróð-
urhúsinu er ég líka með vínvíð, fíkjutré, kirsu-
berjatré og hvíta clemantis sem klifrar um
húsið og býr til notalega stemming ásamt
hangandi bastljósi, borðlömpum og ljósaser-
íu.“
Á veturna nota þau gróðurhúsið sem grill-
skála.
„Fyrir jólin í fyrra skreytti ég gróðurhúsið í
fyrsta skipti með ljósaseríum, furugreinum,
eplum, könglum og öðru náttúrulegu jóla-
skrauti. Í kórónuveirufaraldrinum byrjaði ég á
því að hafa Jólaverkstæði Agnesar í bíl-
skúrnum þar sem ég brasa ýmislegt tengt jól-
unum. Það var mjög gaman að bjóða gestum
og gangandi upp á heitt jólaglögg, kakó og
heitar eplaskífur með hindberjasultu í gróður-
húsinu. Að eiga gróðurhús er forréttindi. Ég
mæli mikið með fyrir þá sem hafa tök á því, að
koma sér upp slíku. Með því lengir þú sumarið
í báða enda, sem ekki veitir af hér á Íslandi. Að
geta setið út í hlýju gróðurhúsinu þegar kalt er
úti eða rigning er algjört æði.“
Yndislegt að liggja í hengirúmi
Er gott að vera með hengirúm og hvernig
notar þú það?
„Hengirúmið er hengt undir þvottasnúr-
urnar þegar ekki er verið að nota þær. Ég lét
bláa clemantis klifra upp við snúrurnar og hef-
ur hann alveg skriðið yfir þær og niður hinum
megin. Það þarf að klippa plöntuna reglulega
svo að hægt sé að nota snúrunar. En það er
yndislegt að liggja í hengirúminu undir þessari
Lifir drauminn
á Selfossi
Agnes Ósk Snorradóttir leysti ráðgátuna um hvernig er best að nota
garðinn á Íslandi allan ársins hring. Garðrækt á hug hennar allan og lum-
ar hún á alls konar leyndarmálum til að gera garðinn einstakan.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ég tel að útivist sé alltaf af hinu
góða. Það er misjafnt hvað
hentar fólki í þeim efnum.
Agnes býr í tvílyftu húsi
sem var byggt árið 1956.
Agnes Ósk Snorradóttir á einn fallegasta
garð landsins. Hún er náms- og starfs-
ráðgjafi í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Hver einasti
fermetri í garðinum er ein-
staklega vel nýttur. Á bak
við húsið er pallur fyrir
morgunsólina. Stétt sem
er íverusvæði með heitum
potti og garðhúsgögnum,
beðum, göngustíg og
lítlum pottaskúr.
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022