Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Qupperneq 13
12.6. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
sinni þrátt fyrir þungar árásir rússneska hersins „Þetta
er mitt heimili. Ég hef búið hérna síðan 1993. Enginn
andskotans Pútín mun reka mig af mínu heimili. Ég
myndi kyrkja hann með berum höndum mínum næði ég
til hans.“
Vladislav segir okkur að það eina sem hann vanti sé
glerskeri til að setja nýja glugga í íbúðina, brýni fyrir
exina og hleðslutæki fyrir farsímann.
Hann segir að vatn sé það sem skorti helst. „Það tek-
ur hálftíma að ganga að brunninum, fylla á 10 lítra eða
svo á dunka og draga þetta heim. Síðan þvæ ég mér í
framan, sýð vatn til að þvo mér um hárið svo lús taki sér
ekki bólfestu, raka mig, set vatn á salernið og vaska
upp.“ Það sem hann sakni mest sé nýbakað brauð, síg-
arettur og dýrafóður fyrir köttinn hans. Hjálparsveitir
og úkraínski herinn koma stundum með hleðslutæki og
þá getur hann hlaðið símann sinn.
Hvað óttast hann mest? spyr ég. „Þegar þú horfir á
nóttunni á rimlagluggatjöldin í svefnherberginu, sem
hætta að tifa í þögninni eftir sprengjuárásir. Þú veist
ekki hvað mun gerast næst.“
Ég spyr hvaða viðhorf voru ríkjandi í Karkív gagn-
vart Rússlandi fyrir innrásina.
„Karkív var fremur vinveitt Rússlandi og það átti
enginn von á svona illmennsku. Hvað höfum við gert
þeim? Við gerðum ekki árás á þeirra heimili, en þeir
gera árásir á okkar. Þeir ráðast á okkur af því við viljum
lifa sjálfstætt.“ Af hverju fór hann ekki frá Saltivka?
spyr ég. „Það hefur ekki enn fæðst sá Rússi (Vladislav
notar orðið Moskal, sem er niðrandi heiti um Rússa)
sem hræðir mig eða getur stökkt mér á flótta af mínu
heimili. Ég er sá eini sem bý hér í þessari blokk og fer
ekki neitt. Ég bíð núna eftir gluggum til að geta glerjað
íbúðina aftur.“
Vladislav var í almannavörnum sovéska hersins undir
lok sovéttímans og segir okkur að á hvern drepinn her-
mann séu að minnsta kosti 5 særðir. Það séu núna tug-
þúsundir rússneskra hermanna sem séu annaðhvort
dauðir eða særðir. Þeir hafi nú þegar misst fleiri menn
en þá 15.000 sem þeir misstu í níu ára stríði í Afganist-
an. „Og þetta er mannfallið eftir einungis þrjá mánuði“.
Hann segir okkur að hann þrái mest sigur Úkraínu
þannig að hann geti farið að vinna aftur. Hann hafi verið
verkamaður alla ævi, „Sjáðu hendurnar mínar, þær eru
allar í siggi, ég get drepið í sígarettu í lófunum án þess
að finna fyrir því.“
Vladislav segir okkur að nokkrum dögum eftir innrás-
ina hafi úkraínski herinn komið á svæðið og útvegað
nauðstöddum matvæli. Nú komi herinn og hjálparsveitir
reglulega á vettvang. Hann segist hafa farið á skrifstofu
hersins þegar stríðið braust út og boðið fram krafta sína.
Þeir hafi sagt honum að þeir hefðu nægan mannafla, en
það skorti vopn. Vladyslav er öruggur um sigur Úkra-
ínu, en segir að það geti tekið tíma. Hann kveður okkur
með þeim orðum sem við heyrum hjá fólki alls staðar í
Úkraínu: Fyrir skjótan sigur! Dýrð sé Úkraínu!
Hér er ég fæddur og hér mun ég deyja
Við göngum upp hliðargötu sem er þakin múrsteinum
og glerbrotum. Tveir menn eru við brunn að dæla vatni.
„Það hefur ekki verið vatn á íbúðum, rafmagn eða gas
síðan þetta fjandans stríð hófst,“ segir Oleksandr mér.
Við hjálpum Oleksandr og fósturbarnabarni hans, Ar-
sen, að bera um 20 lítra af vatni upp á 14. hæð í íbúða-
blokkinni þar sem þeir búa. Blokkin hefur orðið fyrir
sprengjuárásum eins og allar byggingar í hverfinu,
nokkrar íbúðir brunnar til kaldra kola. Þegar við kom-
um upp á 14. hæð blasir við mér einhver fallegasta sýn
sem ég hef séð í langan tíma, eins og úr glugga Van
Gogh þegar hann dvaldi á hælinu í Saint-Paul-de-
Mausole, fagrir grænir akrar, skógar í fjarska, sól á
lofti, bóndabær og maður á gangi. „Sérðu þessa dökku
bletti út um allt á akrinum?“ spyr Oleksandr. „Þetta eru
sprengjugígar.“
Oleksandr afsakar óreiðuna, segist ekki hafa átt von á
gestum þegar hann býður okkur inn. Íbúðin er í merki-
lega góðu standi miðað við aðstæður. Það er uppvask í
bala inni í eldhúsi og matvæli á eldhúsborði, aðallega
niðursuðuvörur. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki ver-
ið hræddur þegar árás Rússlands hófst. „Jú, ég var
óttasleginn. Það voru stanslausar sprengjuárásir. Ég
fór upphaflega niður í kjallara hússins þar sem fólk
hafðist við, en varð þreyttur á deilum um það hvernig
ætti að skipta þeirri mannúðaraðstoð sem barst. Við
fórum líka í neðanjarðarstöð,“ bætir Arsen við, „en þar
voru einungis laus pláss við klósett. Ég mun aldrei sofa
nálægt neinu klósetti. Hér er ég fæddur og hér mun ég
deyja.“
Oleksandr er ekkjumaður, 64 ára. Áður en hann fór á
eftirlaun vann hann sem strætisvagnabílstjóri. Fóstur-
barnabarn hans, Arsen, er 26 ára. Oleksandr segist hafa
gefið eiginkonu sinni, ömmu Arsens, loforð um að sjá
um Arsen þegar hún lá banaleguna. Mamma Arsens
hafi dáið nokkru fyrr, aðeins 38 ára.
„Ég elda líka fyrir gamlan mann, Viktor, sem býr hér
á hæðinni. Ég elti við hann grátt silfur í mörg ár, en
karlanginn á engan að hér og ég kenni í brjósti um
hann.“
En hvernig lítur venjulegur dagur út? spyr ég. Oleks-
andr og Arsen sækja vatn úr brunni skammt frá og bera
heim í stórum plastdunkum á hverjum morgni svo þeir
geti þvegið sér, sturtað niður í salerninu, vaskað upp og
soðið te. Hádegismatur er eldaður á eldstæði úr múr-
steinum eins og hjá öllum íbúum Saltivka. Síðdegis þurfi
síðan að fara út með exi til að höggva eldivið.
Ég spyr hvort þeir hafi ekki mikinn frítíma. „Nei, í
raun og veru ekki. Við erum alltaf að redda vatni, þrífa
og þvo – það er eilífur vatnsskortur. Þegar streði dags-
ins lýkur og kvölda tekur leggjumst við fyrir og biðjum
bænir,“ segir Oleksandr. En er ekki erfitt að búa við
sprengjuárásir? „Jú, en merkilegt nokk, trúðu mér, þú
venst því.“
Viktor birtist í dyragættinni og spyr hvort það sé
komið vatn. Hann er undrandi að gesti hafi borið að
garði. Viktor er Rússi og var í eldflaugadeild sovéska
hersins í 20 ár. Hann fæddist fyrir utan Moskvu. Að lok-
inni þjónustu í hernum giftist hann konu frá Úkraínu og
flutti til Karkív. Hann hefur búið í íbúð sinni frá 1991.
Eiginkona og dóttir eru núna Rússlandi. Hann er þakk-
látur Oleksandr fyrir að sjá um eldamennskuna, en þeir
félagar borða eina heita máltíð á dag upp úr hádegi.
Hvernig leið þér sem Rússa þegar innrás Rússlands
hófst? spyr ég Viktor. „Ég var í áfalli, hvernig gat Rúss-
land ráðist á svona lítið, friðsamlegt ríki? Er ekki nóg af
landsvæði á milli, frá Moskvu til Vladivostok? Hvernig
gat þetta gerst – ég sendi Rússlandi fingurinn, orðum
það þannig. Ég bölva öllum Rússum fyrir það sem gerst
hefur.“
Oleksandr segir okkur að þessu lífi fylgi mikil streita,
en það veiti honum ánægju að elda fyrir karlana. „Þann-
ig get ég dreift huganum. Eftir hádegi þegar búið er að
fæða alla þá leggst ég til hvílu og hugsa.“ Um hvað?
spyr ég. „Um stríðið og hvernig við komumst í gegnum
næsta dag. Hermenn skildu eftir hálfan kartöflupoka og
nokkra lauka um daginn, þökk sé þeim. Við höfum einn-
ig niðursuðuvörur, aðallega súpur, sem eru afgangur af
matvælaaðstoð. Þannig að við höfum eitthvað bíta og
brenna næstu daga.“
Sprengjugnýr gellur við að mér finnst mjög nálægt
okkur og íbúðablokkin nötrar eitt andatak. Oleksandr
segir að við þurfum ekkert að óttast. Sprengjurnar hafi
fallið allavega í þriggja kílómetra fjarlægð.
Ég brosti fyrst fyrir þrem dögum
Ferð okkar um Saltivka heldur áfram. Við sjáum fólk
samankomið að snæðingi við borð í húsagarði. Það
kraumar borsj í pottum á heimatilbúnum glóðarkerjum.
Við tökum tal af Ljúbov, sem er eina konan í hópnum.
Hún er 58 ára og vann sem sporvagnastjóri fyrir stríð.
Hún segist hafa hafst við í kjallara í tvo og hálfan mánuð
og ekki farið út undir bert loft. „Ég óttaðist sprengj-
urnar og að grafast undir í kjallaranum, en ég gat mig
hvergi hreyft. Ég var í áfalli allan tímann. Kjallarinn
nötraði þegar sprengjur féllu nálægt. Ég bað bænir frá
morgni til kvölds. Ég vissi ekki hvort það var dagur eða
nótt.“
Ljúbov segir okkur að þögnin milli árása hafi verið
það versta sem hún upplifði. „Þú ferð að hugsa hvað tek-
ur við næst, kannski flughershárás eins og í Maríupol.
Þú veist ekki á hverju þú átt von.“ Hún segist fyrst hafa
þorað að fara út úr kjallaranum fyrir tveim vikum þegar
hún fór að átta sig að því hver væri að skjóta, hvort það
væri úkraínski herinn eða sá rússneski.
Ljúbov segist eiga systur í Rússlandi sem hún sé ekki
lengur í samskiptum við. Systirin þori ekkert að segja í
símann af ótta við að það sé hlerað. Fyrir henni séu hún
og Rússar orðin framandi fólk. Það hafi engum dottið í
hug að stríð myndi hefjast.
Hún segist ekki ætla að fara langt frá kjallaranum á
næstunni, ekki meðan Rússar haldi áfram að skjóta á
Karkív, kjallarinn sé hennar líftrygging. Það veiti henni
hins vegar núna mikla ánægju að fóðra köttinn sinn og
gefa dúfum brauðmylsnur. „Ég byrjaði fyrst að brosa
aftur fyrir þrem dögum.“
Sólarlag í Saltivka
Við yfirgefum Saltivka við sólarlag. Við þurfum að vera
komin á okkar samastað í Karkív áður en útgöngubann
hefst klukkan 22.00. Það sem okkur er efst í huga eftir
daginn er baráttuþrek, aðlögunarhæfni og sigurvilji
þess fólks sem við hittum.
Vegurinn er þakinn glerbrotum sem sindra í kvöld-
sólinni eins og gull á jörðu. Yfir glerbrotin liðast grann-
ur köttur og fylgir bílnum eftir. Hundur gólar í fjarska.
Kráka gargar og stingur sér til flugs af kolsvartri trjá-
grein.
Við þurfum ekki að óttast þögnina. Stórskotalið úkra-
ínska hersins þrumar og leiftrar í húminu.
Það er eins og útveggirnir hafi flest af þessu
fjölbýlishúsi í Saltivka, úthverfi í Karkív. Fyr-
ir innan má sjá innanstokksmuni íbúða.
Dúkar eru á borðum og föt í skápum líkt
og íbúarnir hafi rétt brugðið sér frá.
Ljúbov „Ég byrjaði fyrst að brosa aftur fyrir þrem dögum.“
Viktor, Arsen og Oleksandr „Er ekki nóg af landsvæði á milli, frá Moskvu til Vla-
divostok? Hvernig gat þetta gerst – ég send Rússlandi fingurinn, orðum það þannig.
Ég bölva öllum Rússum fyrir það sem gerst hefur,“ segir Viktor, sem er Rússi.