Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Blaðsíða 28
G eorge Shapiro var umboðs- maður tveggja af þekkt- ustu uppistöndurum í sögu Bandaríkjanna, Andys Kaufmans og Jerrys Seinfelds. Rak hann fram- leiðslufyrirtækið Shapiro/West ásamt viðskiptafélaga sínum How- ard West sem lést árið 2015. Shapiro fæddist 18. maí árið 1931 og ólst upp í Bronx-hverfinu í New York. Hann gekk í DeWitt Clinton- menntaskólann og tók háskólanám í New York University. Skemmtikrafturinn og leikarinn Carl Reiner giftist frænku Georges Shapiro og var Shapiro umboðs- maður hans um tíma. Carl Reiner var faðir Robs Reiners sem er einnig þekktur framleiðandi, leikstjóri og leikari, svo við förum örlítið út í ætt- fræði í afþreyingariðnaðinum bandaríska. Hér er þetta nefnt vegna þess að Rob Reiner tók þátt í framleiðslu Seinfeld-þáttanna og þar unnu hann og Shapiro því saman. Á ýmsu gekk Carl Reiner stakk upp á því að Shapiro færi að sjá uppistand hjá Andy Kaufman með þeim orðum að atriðið væri það frumlegasta sem Carl Reiner hefði séð hjá uppi- standara. Shapiro fór að hans ráð- um og gerðist umboðsmaður Andys Kaufmans sem á sérstakan sess á meðal grínista þótt Kaufman hafi Danny De Vito, Jim Carrey og Courtney Love á frumsýningu Man on the Moon árið 1999. De Vito lék Shapiro í myndinni og Carrey lék Kaufman. Jim Ruymen/ AFP Fylgdist með að tjaldabaki Umboðsmaðurinn George Shapiro lést á dög- unum í Los Angeles, 91 árs að aldri. Shapiro var ekki frægur maður í samanburði við þau sem eru fyrir framan myndavélarnar en hafði mikil áhrif. Kristján Jónsson kris@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 LESBÓK George Shapiro fékk tækifæri til að starfa hjá William Morris- umboðsskrifstofunni í New York að námi loknu. Var settur í póst- deildina eins og algengt var með nýliða en vann sig upp. Þegar hann var orðinn umboðsmaður hjá fyrirtækinu þá var eitt af hans fyrstu verkefnum að fylgja sjálfum Elvis Presley í sjónvarpsþáttinn The Ed Sullivan Show. Ætli það kallist ekki að henda manni ofan í djúpu laugina enda er vandfundinn frægari skemmtikraftur. Umboðsskrifstofan var sú eina sem Shapiro starfaði hjá áður en hann stofnaði fyrirtækið með Howard West. Þegar Shapiro stóð á áttræðu var hann heiðraður í Beverly Hills fyrir störf sín í af- þreyingariðnaðinum. Var hann fyrstur til að hljóta Lifetime of Bliss-verðlaunin hjá David Lynch Foundation og mættu margir af þekktustu grínistum Bandaríkj- anna til að samfagna Shapiro af því tilefni. Hent í djúpu laugina Elvis Presley ELJA Íslandsvinurinn Eric Clapton þeysist nú um Evr- ópu og leikur á gítarinn eins og hann er þekktur fyrir. Clapton hóf tónleikaferðalag í Royal Albert Hall í Lond- on í síðasta mánuði og er með hæfileikaríka hljóðfæra- leikara sér til halds og trausts eins og við var að búast. Clapton er 77 ára gamall en spilar og syngur í tvo tíma eða svo án þess að gera hlé. Um miðbik tónleikanna fær hann sér sæti og leikur þá nokkur lög á kassagítar af Unplugged-plötunni kunnu sem kom út árið 1992. Í þessum mánuði mun Clapton heimsækja Þýskaland, Holland, Belgíu, Danmörku og Finnland svo eitthvað sé nefnt. Í september stendur svo til að halda tónleika- ferðalaginu áfram í Bandaríkjunum. Kappinn virðist því í hörkuformi miðað við aldur og fyrri störf. Clapton á ferð og flugi Gítar- snillingurinn Eric Clapton. Morgunblaðið/hag ÓVÆNT Ekki er heiglum hent að spá um hvaða lög koma til með að njóta vinsælda í poppheimum eða hvenær. Enska tónlistar- konan Kate Bush hefur fengið að kynnast því en hún á nú lag á topp tíu á bandaríska vin- sældalistanum í fyrsta skipti á ferlinum en Bush er 63 ára. Hið skondna er að lagið er 37 ára gamalt og naut einnig vinsælda skömmu eftir að það var gefið út. Þá náði það þó einungis þrítug- asta sæti listans í Bandaríkjunum. Lagið heit- ir Running Up That Hill og er spilað í nýjustu seríunni af þáttunum Stranger Things sem notið hafa vinsælda hérlendis. Nýtur meiri vinsælda 2022 en 1985 Enska tónlistarkonan Kate Bush. Laura Dern á forsýningu mynd- arinnar í Hollywood. Sjötta myndin KVIKMYNDIR Jurassic World Dominion var sýnd í kvikmynda- húsum í Bandaríkjunum í gær og er sjötta myndin sem gerð eftir bókum Michaels Crichtons. Tuttugu og níu ár eru síðan Jurassic Park gerði allt vitlaust í leikstjórn Stevens Spielberg og halaði inn rúman milljarð dollara. Jurassic World Dominion var frumsýnd í Mexíkó og Suður-Kóreu í lok maí. Framleiðsluferlið tók sinn tíma þar sem vinna hófst áður en kór- ónuveiran skall á heimsbyggðinni. Laura Dern snýr nú aftur sem Dr. Ellie Sattler en hún var í stóru hlutverki í fyrstu myndinni. Jeff Goldblum, Sam Neill og BD Wong eru einnig í nýju myndinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.