Morgunblaðið - 05.07.2022, Page 1

Morgunblaðið - 05.07.2022, Page 1
Notkun skotvopna eykst - Áhættumat lögreglu í sífelldri endurskoðun - Um 60% vopnatengdra útkalla vegna hnífs - 20 til 30 Íslendingar komu saman og fundu styrk hver í öðrum Eins og stendur bendir ekkert til þess að skot- árásin verði flokkuð sem hryðjuverk. Árásarmað- urinn er þó sagður hafa birt myndefni á sam- félagsmiðlum sem sýna skotvopn. 20 til 30 Íslendingar komu saman í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær vegna árásarinnar. „Fólk talaði hvert við annað aðallega og sumir töluðu við mig. Þetta var aðallega hugsað þannig að fólk gæti hlotið styrk hvert af öðru,“ segir séra Sigfús Kristjánsson, prestur íslenska safnaðarins í Danmörku, um samkomuna. Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri rík- islögreglustjóra, segir Ísland eiga í stöðugu sam- tali við hin norrænu löndin þar sem „auðvitað“ sé rætt hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja voða- verk líkt og skotárásirnar sem hafa nýlega átt sér stað í bæði Osló og Kaupmannahöfn. „Það er þó samtal sem er stærra en bara um við- brögð lögreglu og snýr að samfélagsmálum eins og vopnalöggjöf til dæmis,“ bætir Gunnar við. Vopnaútköll hjá sérsveit ríkislögreglustjóra hafa aldrei verið fleiri en fyrstu sex mánuði þessa árs. Gunnar segir um 60% vopnatengdra útkalla vera vegna hnífs. Hins vegar sé vissulega aukning í notkun skotvopna og áhættumat lögreglu því í sí- felldri endurskoðun. Þá eru æfðar viðbragðsáætl- anir til staðar. Gæsluvarðhald í 24 daga Tíu urðu fyrir skotum árásarmannsins í versl- unarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í fyrra- dag. Þrír þeirra létust og fjórir eru alvarlega særðir. Dómari úrskurðaði í gær að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi fram til 28. júlí. Í úr- skurðinum segir einnig að maðurinn, sem er 22 ára, skuli sæta varðhaldi á lokaðri geðdeild um leið og rými losnar. MÁrásir með skotvopnum »2 og 13 AFP/Mads Claus Rasmussen Skotárás Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lagði í gær blómvönd við inngang Field’s ásamt dómsmálaráðherranum, Mathias Tesfaye. „Nú fer ballið að byrja,“ segir Magnús Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna í ár. Forkeppni í öllum gæð- ingakeppnum lauk í gær og næst á dagskrá eru því milliriðlar og íþróttagreinarnar. „Þetta er búin að vera gríðarlega sterk forkeppni. Fólk hafði áhyggjur af því að við værum að selja bestu hrossin úr landi en þetta sýnir bara að við framleiðum svo marga gæðinga.“ Magnús og hans teymi settu sér það markmið að gera Landsmótið eftirminnilegt og umsvifameira en það hefur verið undanfarin skipti, en fjögur ár eru liðin frá síðasta Landsmóti. „Okkur finnst við vera á góðum stað með að ná því. Þetta gengur eins og í bestu sögu, því- líkur andi í mannskapnum.“ Á öðr- um degi Landsmótsins voru tvö til þrjú þúsund gestir mættir á svæðið. Magnús á von á því að undir lok vik- unnar verði sá hópur kominn upp undir tíu þúsund. „Mótið hófst á sunnudag en fólk var strax mætt á laugardaginn að koma sér fyrir til þess að vera hér alla vikuna.“ Magnús vill ekki segja að það sé uppselt á Landsmótið, enda taka brekkurnar lengi við, en tjald- svæðin eru sífellt að þéttast. Skemmtidagskrá verður svo í veislutjaldi öll kvöld frá og með morgundeginum. »4 Nú fer ballið að byrja - Gestir mættir áður en mótið hófst - Sterk forkeppni Morgunblaðið/Hákon Ungmenni Forkeppnir fóru fram í ungmennaflokki og meistaraflokki í gær. Þ R I Ð J U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 155. tölublað . 110. árgangur . LANGÞRÁÐUR SIGUR FYRIR LEIKNISMENN OPNAÐI EKKI TIL ÞESS AÐ FÁ STJÖRNU MERKUR LEIK- HÚSHUGS- UÐUR LÁTINN VIÐURKENNING 2 PETER BROOK 28SEXTÁN LEIKJUM SÍÐAR 26 Smábátasjómenn á Norðausturlandi eru mjög ósáttir við strand- veiðikerfið og telja þeir grófa mis- munun vera á milli veiðisvæða. Þeir segja í samtali við Morgun- blaðið í dag að kerfið neyði þá til að veiða smáan og verðlítinn fisk strax í maí „þegar stærri og verðmeiri fisk- ur er ekki genginn á okkar svæði svo við eigum alltaf á hættu að heildar- potturinn verði búinn loks þegar stærri fiskur fer að veiðast hér“. Einar E. Sigurðsson, útgerðar- maður á Raufarhöfn, segir að það sem hafi átt að hleypa lífi í sjávar- þorp sé í raun að brjóta niður brot- hættar byggðir. Þetta segir Einar „glórulaust“. Árið 2017 var strandveiðikerfinu breytt og svæðaskipting kvóta af- numin en svæðin voru áfram fjögur. Fyrir breytinguna var visst afla- mark á hverju svæði. Ef bræla var og engin veiði þá færðist kvóti svæð- isins yfir á næsta mánuð. Þá var lítið róið í maí og fram í júní á svæði C enda mikið um vorbrælur á þeim tíma við norðausturhornið og aðeins smáfisk að fá svo arðsemi var lítil sem engin. „Verði þetta fyrirkomulag óbreytt þá gerist bara eitt, menn flytja ein- faldlega útgerðir sínar og lögheimili þangað sem hagkvæmast er og það er vestur á land. Það er þegar byrjað að gerast,“ segja sjómennirnir. »10 Ósáttir við strand- veiðikerfið - „Glórulaust,“ segir einn sjómaður Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veiði Sjómennirnir telja jafnræði skorta í núverandi fyrirkomulagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.