Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 2
Útköll sérsveitar RLS Fjöldi verkefna sérsveitar 2017-2022 Tegund vopna í vopnamálum, meðaltal 2017-2022 Fjöldi verkefna sérsveitar eftir landsvæðum, meðaltal 2017-2022 600 500 400 300 200 100 0 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Heimild: Ríkislögreglustjóri 446 420 393 522 523 266 Egg/Stunguvopn 61% Skotvopn 24% Barefli 6% Önnur vopn 9% Annað 5% Höfuðborgar- svæðið 85% Norðurland eystra 5% Suðurnes 5% Allt árið Janúar til júní Þar af vopnaútköll: Allt árið Janúar til júní 154148 74 174 319308 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sérsveit ríkislögreglustjóra (RLS) hefur farið í 266 verkefni fyrstu sex mánuði ársins. Það eru fleiri verk- efni en dæmi eru um fyrstu sex mán- uði undanfarinna ára. Vopnaútköll hafa aldrei verið fleiri hjá sérsveit fyrstu sex mánuði árs en á þessu ári. ,,Lögreglan á Íslandi er almennt ekki vopnuð og sem betur fer krefj- ast fæst útköll lögreglu vopnaðrar lögreglu,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkis- lögreglustjóra, í skriflegu svari til Morgunblaðsins. „Sérsveit ríkislögreglustjóra er þessi vopnaða lögregla á Íslandi og er kölluð til þegar lögregla þarf að mæta vopnuðum einstaklingum.“ Hann segir að hafa beri í huga að þessi útköll séu ekki einsleit. Ef vopn er á vettvangi er sérsveit kölluð til. „Um 60% vopnatengdra útkalla eru vegna hnífa (egg/stunguvopn) og þar á meðal eru líka útköll vegna til- rauna til sjálfsskaða. Það þarf því að fara varlega í að draga snöggar ályktanir af hrárri tölfræðinni. En við erum vissulega jafnframt að sjá aukningu í notkun skotvopna og áhættumat lögreglu er í sífelldri endurskoðun.“ Gunnar segir að í tengslum við til- vik eins og skotárásirnar í Osló og Kaupmannahöfn gildi það sama. Áhættumat lögreglu er í sífelldri endurskoðun og æfðar viðbragðs- áætlanir eru til staðar. „Við eigum þó í stöðugu samtali við hin norrænu löndin í gegnum okkar alþjóðasamstarf þar sem er auðvitað líka rætt hvað er hægt að gera til þess að fyrirbyggja voða- verk. Það er þó samtal sem er stærra en bara um viðbrögð lögreglu og snýr að samfélagslegum málum og vopnalöggjöf til dæmis.“ Sérsveitin fór í 523 verkefni árið 2021, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Þar af voru yfir 300 verkefni vegna vopnamála þessi tvö ár, örlítið fleiri árið 2021 en 2020. Í um fjórð- ungi tilvika var um að ræða skot- vopn, að sögn ríkislögreglustjóra. Þegar skoðuð er skipting milli lög- regluumdæmanna níu sést að flest mál sérsveitar yfir þetta tímabil voru skráð á höfuðborgarsvæðið (85%) og næstflest á annars vegar Norður- land eystra (5%) og hins vegar á Suð- urnes (5%). Gögnin voru unnin upp úr mála- skrá lögreglunnar í gær, 4. júlí. Mál þar sem sérsveitin hefur sinnt ör- yggisgæslu eru talin með í fjölda verkefna sveitarinnar. Þau voru alls 134 frá ársbyrjun 2017 og til loka júní 2022. Aldrei fleiri vopnaútköll en þetta ár - Sérsveit RLS er hin vopnaða lögregla á Íslandi - Kölluð til ef mæta þarf vopnuðum einstaklingum Morgunblaðið/Eggert Sérsveit RLS að störfum Hún er kölluð til þegar vopn er á vettvangi. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veitingastaðurinn Óx við Laugaveg í Reykjavík hlaut Michelin-stjörnu í gær. Er Óx því annar íslenski veit- ingastaðurinn til að vera heiðraður með stjörnunni eftirsóttu. Veitinga- staðurinn Dill er einnig með stjörn- una en staðurinn endurheimti hana árið 2020. Er þetta í fyrsta sinn sem tveir íslenskir staðir eru með stjörn- una samtímis Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Óx, tók við stjörnunni í gær ásamt yfirkokki staðarins, Rúnari Pierre Heriveaux, við athöfn í Stafangri í Noregi þar sem nýr leiðarvísir Mich- elin fyrir Norðurlönd var kynntur. Þráinn segir í samtali við Morgun- blaðið að um frábæran heiður sé að ræða. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og þetta er mikil viður- kenning fyrir þá hugsjón sem er á bak við staðinn, að gera eitthvað allt annað en aðrir eru að gera,“ segir Þráinn og vísar þá til þess að snið staðarins er óhefðbundið. Óhefðbundinn og lítill staður Óx tekur aðeins ellefu gesti í sæti, sem sitja allir við sama borð. Borðið umkringir kokkana sem elda fyrir framan gestina. Að sögn Þráins skil- ar þessi smæð staðarins sér í aukn- um gæðum fyrir viðskiptavini. „Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að elda fyrir ellefu í stað hundr- að manns þá er mikill gæðamunur á því og miklu meiri nánd, sem er hug- myndin að Óx.“ Aðspurður segir hann þessa við- urkenningu vera frábæra auglýs- ingu fyrir veitingastaðinn. Spurður hvort þetta hafi verið draumur lengi hjá Óx segir Þráinn að þetta hafi ekki endilega verið ætl- unarverkið. „Ég opnaði ekki Óx til að fá stjörnu en þetta er auðvitað gífurleg viðurkenning og maður er þakklátur og stoltur.“ Hann segir það frábæra viður- kenningu að vera annar af tveimur veitingastöðum á Íslandi til að hljóta stjörnuna og tekur fram að hann sé spenntur fyrir því að fleiri staðir bætist í hópinn. „Þetta er vonandi bara byrjunin. Það verða klárlega fleiri staðir í framtíðinni og það er bara spurning hvenær,“ segir Þrá- inn og bætir við að því fyrr sem það gerist því betra. Segir hann leyndarmálið á bak við þessa velgengni veitingastaðarins vera að þau hjá Óx stefni alltaf að því að gera betur í dag en í gær. Að lokum þakkar Þráinn öllu starfsfólk- inu sem hefur komið að staðnum. „Bara allir sem hafa gert þetta að veruleika og gera þetta að veruleika á hverjum degi.“ tomasarnar@mbl.is Stjarnan mikill heiður fyrir Óx - Segir það tímaspursmál hvenær fleiri íslenskir staðir bætist í hópinn Ljósmynd/Aðsend Stjarna Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Óx, og Rúnar Pierre Heriveaux, yfirkokkur staðarins, tóku við Michelin-stjörnunni við athöfn í Noregi. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands hef- ur nú fengið flughæfisskírteini og mun senn hefja flugið, að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá Icelandair, Isavia, Landsvirkjun, Hótel Rangá, Landsbankanum, Flugskólanum Geirfugli, Flugskóla Reykjavíkur og Flugakademíu Ís- lands sem standa að fyrstu raf- magnsflugvélinni á Íslandi. Segir í tilkynningunni að um sé að ræða „mikilvæg tímamót í íslenskri flugsögu“. „Félagið Rafmagnsflug ehf. flutti vélina til landsins með það að mark- miði að taka frumkvæði í orkuskipt- um í flugi, þjálfa starfsfólk í þessari nýju tækni og kynna hana fyrir landsmönnum.“ Flugvélin ber heitið TF-KWH. Hún er tveggja sæta af gerðinni Pip- istrel og er framleidd í Slóveníu. Vél- in er á stærð við þær vélar sem not- aðar eru í flugkennslu hér á landi. Skref í átt að orkuskiptum „Með innflutningi hennar er stigið mikilvægt fyrsta skref í orkuskipt- um í flugi. Fyrst um sinn er raun- hæft að horfa til orkuskipta minni flugvéla og því næst í farþegaflugi innanlands. Til þess að gera orku- skipti möguleg er samstarf lykilaðila mikilvægt, svo sem flugfélaga, flug- valla og orkufyrirtækja,“ segir í til- kynningunni. „Rafmagnsflug ehf. var upphaf- lega stofnað af Matthíasi Svein- björnssyni og Friðriki Pálssyni í árs- lok 2021 en þeir hafa unnið að því síðastliðin þrjú ár að fá rafmagns- flugvélina til landsins.“ Fyrsta raf- magnsflugvélin Morgunblaðið/Árni Sæberg Tímamót í flugi Matthías Sveinbjörnsson og Friðrik Pálsson við nýju vélina. Þeir stofnuðu Rafmagnsflug ehf. - „Mikilvæg tímamót“ í flugsögunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.