Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 6

Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 6
DAGMÁL Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Fjármál heimilanna mega ekki vera tabú og við eigum að gera það sem við getum til að auka þekkingu og meðvitund fólks um það hvernig það stýrir fjármálum sínum. Þetta segir Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga, í nýjum þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Georg segir að það sé ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á fjárhagslega heilsu rétt eins og við leggjum áherslu á and- lega og líkamlega heilsu. „Þetta hefur skánað á liðnum ár- um og það hefur orðið ákveðin vit- undarvakning,“ segir Georg. „Þetta hefur verið mikið feimnis- mál, fólk talar ekki um sín heimilis- fjármál við aðra. Og ef það er með fjárhagsáhyggjur eða í fjárhags- vandræðum þá fylgir því oft mikil skömm sem fólk ber innra með sér. […] Fjárhagsáhyggjur er eitt mesta böl okkar samfélags, þetta er stærsta ástæða fjarvista frá störfum, sambandsslita og skilnaða og fleira.“ Þá segir Georg að samband fólk við peninga sé oft og tíðum flókið en hægt sé að afla sér þekkingar um það hvernig hægt sé að fara betur með það sem aflað er. Betra aðgengi að upplýsingum Þegar talið berst að Meniga segir Georg að gögn félagsins sýni að þeir sem nýti lausnina minnki eyðslu sína að jafnaði um 10%. Það megi meðal annar rekja til þess að fólk fái betri tilfinningu fyrir útgjöldum sínum og um leið betri yfirsýn. Það leiðir til þess að hægt sé að taka meðvitaðar ákvarðanir um það með hvaða hætti fólk ver fjármagni sínu. Aðspurður segir hann að svo virð- ist sem þekking ungs fólks á fjár- málalæsi sé að aukast, þótt ekki liggi fyrir vísindaleg úttekt á því. Aftur á móti sé mikið efni til staðar til að auka þekkingu fólks á fjármálum og aðgengi að upplýsingum meira en áður. Í þættinum er meðal annars rætt um aðgengi að upplýsingum um vexti og endurfjármögnun lána, hegðun fólks þegar horft er til út- gjalda nú þegar verðlagshækkanir ganga yfir, fjárfestingar og sparnað, hlutabréfakaup og hvernig hægt sé að byggja upp sparnað og fjárhags- legt frelsi til framtíðar. Öllum mikilvægt að ná fjárhagslegri heilsu Morgunblaðið/Kristófer Liljar Dagmál Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga, í myndveri. - Segir fjárhagsáhyggjur eitt mesta böl samfélagsins 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, veltir fyrir sér hvort hækkun frístundastyrks í Reykjavík verði á endanum „ét- in“ upp af hækk- unum gjaldskráa hjá félögum sem bjóða upp á frí- stundastarf. „Þetta var hækkað árið 2016 upp í 50 þúsund krónur og það varð mikil gagnrýni frá foreldrum í kjölfarið, enda varð það ljóst stuttu síðar að félögin sem bjóða upp á frístunda- starf fóru að hækka gjaldskrár sín- ar umtalsvert,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið og bætir við að hann velti því fyrir sér hvort það muni ekki endurtaka sig. Að sögn Trausta er fátt um svör þegar spurt er um framangreint vandamál, enda hafi engar lausnir verið færðar fram. Hann segir það hagstæðara ef borgin sjálf myndi semja við félög- in. „Þá þurfa foreldrar ekki að vera einskonar umsækjendur sem þurfa að hafa áhyggjur af þessum málum, heldur gætu þau sent börnin sín áhyggjulaus á æfingar. Maður veltir því fyrir sér þegar við erum komin að þeim stað að það er litið á þetta sem nauðsynlegan þátt í uppeldi barna að þá verði þetta að vera ókeypis. Það þarf að vera jöfnuður í þessu þar sem allir eru á sama stalli,“ segir Trausti ennfremur. Efast um að hækkun styrks dugi - Hagstæðara ef borgin semdi sjálf Trausti Breiðfjörð Magnússon Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er uppsteypa á kerum við stækkun seiða- stöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði. Fyrsti botninn var steyptur í síðustu viku og tókst vel til, að sögn Rögnu Helgadóttur, verk- efnisstjóra framkvæmda hjá Arctic Fish. Á næstu 6-8 vikum verða steypt 12 eldisker. Hvert þeirra verður 12,5 metrar á breidd og 5 metrar að hæð og rúmar 600 rúmmetra af eld- isvökva og fiski. Meira en tvöföldun eldisrýmis Seiðastöðin verður stækkuð um 4.200 fer- metra og verður tæplega 15 þúsund fermetrar að stærð. Eldisrýmið verður meira en tvöfaldað því það bætast 7.200 rúmmetrar við þá 6.200 rúmmetra sem fyrir eru. Ragna segir að stöðin verði tilbúin til að taka við seiðum í eldi í febrúar eða mars. Þá verði kerin tilbúin og vatnsend- urnýtingarkerfið komið upp. Í stöðinni verður þá hægt að framleiða fimm milljónir seiða, mið- að við 200 grömm, en fram hefur komið að ætl- unin er að framleiða stærri seiði til útsetningar í sjóeldið. Fimm milljón seiði geta orðið að 25 þús- und tonnum af fullvöxnum laxi. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Stór eldisker steypt upp við stækkun í Norður-Botni Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Hljómsveitin Árstíðir hefur ákveðið að endurtaka leikinn á lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi á næsta ári, og syngja þar lag Þorkels Sigur- björnssonar, Heyr himnasmiður, við texta Kolbeins Tumasonar. Sveitin tók lagið upp á þessum stað árið 2013 og í kjölfarið fór upptakan á You- tube. Sló hún fljótt í gegn og hafa nærri 8 milljónir manna séð upptök- una. „Við vorum að túra í Þýskalandi og eftir gott gigg eitt kvöldið enduðum við á lestarstöð, en þá vorum við bún- ir að fá okkur nokkra bjóra og komn- ir í smá fíling,“ segir Gunnar Már Jakobsson, meðlimur í hljómsveit- inni, þegar hann rifjar upp söguna á bak við myndbandið. Hann segir hljómsveitinni hafa brugðið daginn eftir þar sem mynd- bandið var komið með töluvert áhorf á Youtube á aðeins einni nóttu. „Þarna var augnablikið fangað. Ég var bara að fá mér að borða og heyri þá í strákunum syngja sálminn, en það sést í myndbandinu að ég læðist inn í miðju laginu,“ segir Gunnar Már. Árstíðir hafa sem fyrr segir ákveðið að halda upp á 10 ár frá upp- töku myndbandsins, með nokkurs konar lestartúr. Ætlunin sé að syngja á hinum ýmsu lestarstöðvum í Evrópu. „Við munum allavega halda upp á þetta og förum í það minnsta aftur á lestarstöðina þar sem höldum kannski smá tónleika.“ Breski forleggjarinn Faber music hefur réttinn á laginu, en sálmurinn hefur m.a. heyrst í þáttunum 911 Lone Star á Fox-stöðinni, eins og fram kom í blaðinu sl. laugardag, og Handmaids Tale sem streymisveitan Hulu stendur að. Endurtaka leikinn - Árstíðir mæta aftur í lestarstöðina Skjáskot/Youtube Flutningur Árstíðir í lestarstöðinni í Wuppertal í Þýskalandi árið 2013. Skannaðu kóðann og hlutstaðu á Árstíðir flytja Heyr himna smiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.