Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Vinstri meirihlutinn í borginni
hefur haft lag á því að fæla
fólk og fyrirtæki út fyrir borgar-
mörkin. Gagnvart almenningi
hefur þeirri aðferð verið beitt að
takmarka
lóðaframboð
og þar með
nýbygg-
ingar, auk
þess að
bjóða helst
ekki upp á
annað en nýjar íbúðir á dýrustu
stöðum. Þetta er hin svokallaða
þéttingarstefna í framkvæmd.
Nágrannasveitarfélögin, og jafn-
vel sveitarfélög víða um Suður-
og Vesturland, geta fagnað þessu
enda hefur uppbygging þar verið
kröftug og bæjarfélögin sýnt
áhuga á að taka við nýjum íbú-
um.
- - -
Fyrirtæki hafa einnig hrakist
úr borginni og til að ná því
fram beitir borgin einnig lóða-
skorti í bland við almennt áhuga-
leysi, seinagang og háa skatta.
Þessi eitraða blanda hefur dugað
vel og fyrirtækin tínast burt eitt
af öðru.
- - -
Eitt af nýju dæmunum um
stórt fyrirtæki sem er nú að
leita að nýju heimili utan Reykja-
víkur er Hekla, öflugt fyrirtæki
sem verið hefur í Reykjavík ára-
tugum saman. Frá því var greint
á mbl.is um helgina að Hekla ætti
í viðræðum við Garðabæ um að fá
lóð undir starfsemina og af um-
mælum bæjarstjórans að dæma
telur Garðabær feng að því að fá
svo myndarlegt fyrirtæki í bæinn.
- - -
Þetta er viðhorf sem kemur
ekki á óvart, en það kemur á
óvart að þrátt fyrir allar „breyt-
ingarnar“ sem orðið hafa á meiri-
hlutanum í Reykjavík skuli ekk-
ert hafa breyst í viðhorfi til
atvinnuuppbyggingar í borginni.
Flóttinn
úr borginni
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Icelandair hefur gert samning við portúgalska
flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing
767-300-flugvél sem verður nýtt í millilandaflugi
Icelandair næstu vikur.
Vélin, sem kom til landsins í fyrradag, verður
fyrst og fremst nýtt í Evrópuflug og var fyrsta
flug hennar í leiðakerfi Icelandair kl. 7:40 í gær til
borgarinnar München í Þýskalandi. Áætlað er að
vélin verði í rekstri Icelandair í um það bil tvær
vikur, að því er segir í tilkynningu frá flugfélag-
inu.
Vélin er ekki í staðlaðri uppsetningu Icelandair
enda um skammtímaleigu að ræða sem kemur upp
með skömmum fyrirvara. Icelandair mun leitast
við að lágmarka áhrif á farþega og verður vélin að-
eins notuð þegar nauðsynlegt er til að halda áætl-
un. Áhöfn verður skipuð að hluta til starfsfólki
Icelandair og starfsfólki Euro Atlantic að hluta.
Fram kemur í tilkynningunni að flug og ferða-
þjónusta hafi farið hratt af stað eftir Covid-farald-
urinn og eftirspurn margfaldast. Á sama tíma hafi
uppbygging innviða til að mæta þessari eftirspurn
tekið tíma, m.a. sökum manneklu og faraldurs.
Leigusamningur um Boeing-vél
- Icelandair semur um
leigu á Boeing 767-300
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Samningurinn tekur til leigu á Boeing
767-300-flugvél. Vélin fór sitt fyrsta flug í gær.
Örn Steinsen, fv. fram-
kvæmdastjóri KR, lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 1. júlí síðast-
liðinn, 82 ára að aldri.
Örn fæddist 11. jan-
úar árið 1940 í Vestur-
bæ Reykjavíkur og ólst
þar upp til 21 árs ald-
urs. Foreldrar hans
voru Vilhelm Steinsen
bankafulltrúi og Krist-
ensa Marta Sigurgeirs-
dóttir húsfreyja.
Örn lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og stundaði nám við
Íþróttaskólann að Laugarvatni.
Hann vann ýmis störf á yngri árum,
m.a. hjá Flugfélagi Íslands í Kaup-
mannahöfn sumarið 1961. Þar fékk
hann ferðabakteríuna, vann næsta
árið á ferðaskrifstofunni Lönd og
leiðir og fór svo aftur að vinna fyrir
Flugfélag Íslands, þá við Lækjar-
götu í Reykjavík, þar sem hann
vann í farmiðasölu í 10 ár. Eftir það
var hann framkvæmdastjóri Útsýn-
ar, árin 1974-1986. Þá stofnaði hann
Ferðaskrifstofuna Sögu, ásamt
Pétri Björnssyni, og starfaði þar til
1992. Örn var auglýsingastjóri hjá
Icelandair Review í nokkur ár en ár-
ið 2000 tók hann við sem fram-
kvæmdastjóri KR hjá uppeldisfélagi
sínu og lauk þar starfsferli sínum
árið 2007.
Örn lék knattspyrnu
í KR með yngri flokk-
um og síðar með
meistaraflokki. Hann
varð Íslandsmeistari
með KR fjórum sinn-
um og þrisvar bikar-
meistari. Örn lék alls
111 leiki með meist-
araflokki KR en hætti
í boltanum aðeins 24
ára. Örn lék 8 lands-
leiki fyrir Íslands hönd
og skoraði eitt mark.
Örn hlaut fjölda
viðurkenninga fyrir
störf sín fyrir KR og íþróttahreyf-
inguna, fékk þannig stjörnu KR sem
og gullmerki KR, ÍBR, KSÍ og KÞÍ,
Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands,
sem hann tók þátt í að stofna árið
1970. Örn var einnig góður í golfi,
var meðal stofnenda Golfklúbbsins
Odds í Urriðalandi og starfaði jafn-
framt um árabil innan Oddfellow-
reglunnar. Örn átti sæti í fjölda
nefnda og stjórna, einkum fyrir KR,
og átti m.a. sæti í stjórn Kynnis-
ferða og Félags íslenskra ferðaskrif-
stofa.
Eftirlifandi eiginkona Arnar er
Erna Guðrún Franklín, f. 1941, fv.
fjármálastjóri. Börn þeirra eru Arna
Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og
Brynja Dögg Steinsen.
Barnabörnin eru 15 talsins og
barnabarnabörnin fimm.
Andlát
Örn Steinsen