Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
Sumarsmellur
Stiga Combi 748 S
• Heimilissláttuvél með 140cc mótor
• Notendavæn drifvél
• Einstök vél
Verð kr.125.000 m/vsk.
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár á Íslandi
SVIÐSLJÓS
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
„Það sem átti að verða til að hleypa
lífi í sjávarþorp allt í kringum landið
er markvisst verið að brjóta niður,
og þá sérstaklega brotthættar
byggðir, miðað við núverandi fyr-
irkomulag strandveiða sem er al-
gjörlega glórulaust,“ segir Einar E.
Sigurðsson, útgerðarmaður á Rauf-
arhöfn, en hann er einn af þeim sjó-
mönnum sem tjáðu sig við Morgun-
blaðið um strandveiðikerfið.
Þeir, eins og aðrir smábátasjó-
menn á Norðausturlandi, eru afar
ósáttir við kerfið sem þeir telja fela í
sér grófa mismunun milli veiði-
svæða.
„Þetta er ekkert annað en aðför
að brothættu byggðunum á norð-
austurhorninu, kerfið neyðir okkur
hér á svæði C til að veiða smáan og
verðlítinn fisk strax í maí þegar
stærri og verðmeiri fiskur er ekki
genginn á okkar svæði svo við eigum
alltaf á hættu að heildarpotturinn
verði búinn loks þegar stærri fiskur
fer að veiðast hér. Hagstæðasta
veiðitímabilið hér er frá því seint í
júní og út ágúst. Þá hefur hins vegar
stór og verðmeiri fiskur verið veið-
anlegur á svæði A rúmum einum og
hálfum mánuði fyrr og því mikið
veitt fyrir vestan. Núna er búið að
veiða um 60% úr heildarpottinum
þar,“ segja þeir en sjómenn á svæði
C sitja eftir með sárt ennið.
Þjóðhagslega óhagkvæmt og
hrein sóun að drepa smáfiskinn
Árið 2017 var strandveiðikerfinu
breytt og svæðaskipting kvóta af-
numin en svæðin voru áfram fjögur.
Fyrir breytinguna var visst afla-
mark á hverju svæði. Ef bræla var
og engin veiði þá færðist kvóti svæð-
isins yfir á næsta mánuð. Þá var lítið
róið í maí og fram í júní á svæði C
enda mikið um vorbrælur á þeim
tíma við norðausturhornið og aðeins
smáfisk að fá svo arðsemi var lítil
sem engin.
Þjóðhagslega er það mjög óhag-
kvæmt og sóun á kvótanum að drepa
smáfiskinn. Skynsamlegra og hag-
kvæmara væri að bíða í einn og hálf-
an mánuð eftir að fiskur er genginn
á svæðið.
„Engum heilvita útgerðarmanni
sem á aflamark dettur í hug að veiða
á handfæri hér í maí og fram yfir
miðjan júní til að slíta upp verðlítinn
smáfisk en strandveiðikerfið býður
ekki upp á annað. Menn neyðast því
til að fara af stað til að ná þó ein-
hverjum dögum, vitandi það að lík-
lega verði strandveiðarnar stöðv-
aðar í lok júlí eða byrjun ágúst. Það
er í raun verið að flytja aflaheimildir
frá svæði C við Norðausturland yfir
á svæði A, enda fjölgar bátum þar. Á
svæði A missa menn ekki af lestinni
eins og gerist á svæði C, því góð
veiði er þar strax í maí og menn geta
byrjað að veiða stóran og góðan fisk
úr heildarpotti landsins.“
Tekjumöguleikar brostnir –
útgerðir flýja heimabyggð
„Verði þetta fyrirkomulag óbreytt
þá gerist bara eitt, menn flytja ein-
faldlega útgerðir sínar og lögheimili
þangað sem hagkvæmast er og það
er vestur á land. Það er þegar byrjað
að gerast. Samfélagið okkar heima
tapar í heild og byggðarlögin hér
verða af miklum tekjum. Tekju-
möguleikar okkar á strandveiðum
eru brostnir miðað við núverandi
kerfi og um nýliðun í greininni er
ekki að ræða. Það væri glórulaust í
þessu kerfi, enginn mun ráða við
það, ekki á þessu svæði,“ segja sjó-
mennirnir.
Þeir nefna sem dæmi að meðal-
verð hjá Fiskmarkaði Þórshafnar
þar sem strandveiðibátar landa sín-
um afla frá Kópaskeri til Vopna-
fjarðar var frá 1. maí til 12. júní að-
eins 273 kr. á kíló, sem er hundrað
krónum lægra meðalverð á kíló en
það sem Landssamband smábáta-
eigenda hefur gefið út í frétta-
miðlum.
Segja sig úr Landssambandi
smábátaeigenda
Sjómennirnir eru mjög ósáttir við
Landssambandið og segjast flestir
vera búnir að segja sig úr því, sam-
bandið hafi í raun unnið gegn þeirra
hagsmunum og ekki hlustað á
áhyggjur þeirra af því hvernig kom-
ið sé fyrir strandveiðisjómönnum við
Norðausturland. Strandveiðimenn
segja einsýnt að sjómenn við Norð-
austurland muni stefna vestur á
næsta strandveiðitímabili að öllu
óbreyttu.
Potturinn klárast áður en verð-
mætasti fiskurinn fæst
Strandveiðikerfið á sér fleiri ann-
marka. Heildarmagnið sem veiða má
er næstum búið og klárast líklega
fyrstu dagana í júlí en þeir sem eru á
strandveiðum eru bundnir í kerfinu
þar til nýtt kvótaár byrjar og geta
því ekki nýtt betri fisk sem þá er
genginn á svæðið.
Sjómenn á Þórshöfn og Raufar-
höfn segja að nú sé vertíðin í raun-
inni að byrja á þeirra svæði en þá
mega þeir ekki veiða því ekkert er
eftir. Á Kópaskeri, Raufarhöfn,
Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði
eru um 40 bátar á strandveiðum í
sumar. Allflestir landa á Fisk-
markað Þórshafnar en um miðjan
júní var búið að landa þar 120 tonn-
um. Heildin yfir landið var þá ca.
3.200 tonn svo sneiðin sem norðaust-
urhornið fékk af kökunni var heldur
rýr.
Vilja hafa val um veiðitímabil
og að jafnræðis sé gætt
Strandveiðisjómenn á svæði C
telja að það eina rétta í stöðunni sé
að taka upp fyrra fyrirkomulag þar
sem aflaheimildir verði svæðis-
bundnar því kerfið gengur ekki upp
þar sem fiskgengd er svo mismun-
andi eftir landsvæðum og benda þeir
á reglugerð um grásleppuveiðar til
hliðsjónar.
„Krafa okkar er einföld og skýr,
við viljum eiga okkar ákveðnu veiði-
daga á hvern bát og hafa val um hve-
nær við nýtum þá. Við veljum þá eft-
ir aðstæðum, svo sem fiskigengd og
veðri. Það er bæði okkar hagur og
samfélagsins alls, enginn hagnast á
því að eltast við verðlítinn smáfisk í
misjöfnu veðri.“
Þeir segja sjómenn mjög ósátta
við tregðu ráðamanna við að endur-
skoða kerfið og að kynna sér fyrir al-
vöru hvað felst í núverandi fyrir-
komulagi strandveiða:
„Strandveiðikerfið á að fela í sér
jafnræði allt í kringum landið, það
var ekki búið til handa einu land-
svæði en þannig er það núna.“
Útgerðarmenn á strandveiðum
vona að sveitarfélög innan C-
svæðisins fari að gera sér grein fyrir
því gríðarlega tekjutapi sem þau
hafa orðið fyrir og þrýsti á breyt-
ingar því tilflutningur á aflaheim-
ildum og útgerðum strandveiðibáta
milli landsvæða er augljós.
Kerfið að eyða brothættri byggð
- Smábátasjómenn á Norðausturlandi mjög ósáttir við strandveiðikerfið - Telja grófa mismunun
vera á milli veiðisvæða - Hætt við að potturinn klárist þegar stærri fiskur er genginn á svæðið
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Smábátasjómenn við löndun í góðviðrinu nýverið en þeir eiga undir högg að sækja eftir að illa hefur
gengið að veiða á tilteknu tímabili sökum brælu vikum saman. Þeir kalla eftir breyttu fyrirkomulagi.
Útgerð Fjölmargir bátar hafa verið gerðir út frá Þórshöfn til strandveiða í sumar en margir veiðidagar dottið út.