Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Líftæknifyrirtækið TARAMAR
hyggst safna eitt hundrað milljónum
króna til rekstrarins með sölu á
hlutabréfum í B-flokki. Félagið aug-
lýsti útboðið á dögunum. Í auglýsing-
unni kemur fram að féð eigi að nota
til markaðssóknar í Bretlandi og
Dubai en öflugir aðilar á báðum stöð-
um hafa samkvæmt auglýsingunni
sýnt mikinn áhuga á TARAMAR.
Tekið er fram í auglýsingunni að
B-hluthafar taki ekki þátt í stjórnun
og hafi ekki atkvæðisrétt. Lágmarks-
kaup eru 100 þúsund krónur.
Fleiri en 300 eigendur
Guðrún Marteinsdóttir fram-
kvæmdastjóri segir í samtali við
Morgunblaðið að fjármögnunarleiðin
sé nýjung í sprotasamfélaginu. Hún
segir að hingað til hafi félagið verið
fjármagnað af venjulegu fólki eins og
hún orðar það og nú séu fleiri en 300
manns í þeim hópi. Auk þeirra hefur
Eignarhaldsfélag Suðurnesja, Suð-
urnesjabær sem og Háskóli Íslands
stutt dyggilega við félagið að hennar
sögn. „Maður getur ekki annað en
fyllst þakklæti og stolti yfir þeim
góðu móttökum sem við höfum feng-
ið hjá íslensku þjóðinni. Íslendingar
sýna vel hvers þeir eru megnugir og í
þessu verkefni verða það íslenskir
neytendur sem koma þessu íslenska
hugviti á markað erlendis,“ segir
Guðrún.
Hún segir að hlutirnir samsvari
um 12% af heildarhlutafé fyrirtækis-
ins. Félagið er nú verðmetið á 860
milljónir króna.
Nær markmiði sínu
Guðrún segir að miðað við viðtök-
urnar við auglýsingunni sé líklegt að
TARAMAR nái markmiði sínu.
„Við erum að búa okkur undir að
fara á Bretlandsmarkað. Við vinnum
með fyrirtækinu Lab My Brand. Það
er staðsett í London og er m.a. í eigu
Íslendings. Það hefur góð tengsl inn
á markaðinn.“
TARAMAR selur vörur sínar nú
þegar á netinu og í verslunum í Hong
Kong, Macau, Kína og Íslandi.
Guðrún segir TARAMAR vera í
stöðugum vexti. Stutt sé í að einka-
leyfaumsókn fyrirtækisins verði
samþykkt. „Þetta lítur ákaflega vel
út. Á næstu 4-5 árum munum við lík-
lega margfalda virði félagsins, þ.e.
um leið og við höfum komið okkur
betur fyrir á erlendum mörkuðum.“
Birta heildstæða bálkakeðju
Guðrún segir stefnt að því að birta
heildstæða bálkakeðju varanna. Með
því fáist fullt gagnsæi. Vörurnar eru
unnar úr þangi og lækningajurtum.
„Þá mun fólk sjá hvar fræjunum er
sáð, hvenær uppskeran fór fram,
hvert er hita- og rakastig í ræktun-
inni, hvenær unninn er vökvi úr
plöntunum og hver bóndinn er sem
ræktar plönturnar m.a. Birting slíkr-
ar bálkakeðju er algjör nýjung hjá
húðvörufyrirtækjum,“ bætir hún við.
„Þetta er okkar framtíðarsýn. Hún
verður hluti af markaðsátakinu í
Bretlandi.“
Guðrún og eiginmaður hennar
Kristberg Kristbergsson, sem bæði
eru prófessorar við Háskóla Íslands,
munu eftir sölu B-hlutanna áfram
eiga meirihluta í félaginu. „Við
stefnum á skráningu á First North-
vaxtarmarkaðinn í kauphöllinni á
næstu 3-4 árum. Annar kostur væri
að selja stóru snyrtivörufyrirtæki
TARAMAR í heild sinni. Við höfum
átt fundi með nokkrum slíkum aðil-
um. Áhuginn er mikill.“
Verksmiðja fyrirtækisins er í
Sandgerði. Þar verður fólki fjölgað
við framleiðsluna eftir þörfum. „Þeg-
ar markaðssetning í Bretlandi og
Dubai hefst munum við opna mark-
aðsskrifstofur þar.“
4.600 manna vildarklúbbur
Fyrir tveimur árum kom fram í
ViðskiptaMogganum að TARAMAR
hafi verið með tvö þúsund manna
vildarklúbb. Nú eru 4.600 í klúbbn-
um. „Við eigum í miklu og reglulegu
samtali við klúbbmeðlimi. Þeir fá af-
slátt af vörum og taka þátt í próf-
unum. Klúbburinn hefur mikil áhrif á
vöruþróunina.“
Sem dæmi um vöru sem klúbbur-
inn tekur þátt í að þróa er húðvöru-
línan ICEBLU sem TARAMAR
vinnur í samstarfi við örþörunga-
framleiðandann Vaxa technologies á
Hellisheiði. „Þessar nýju vörur eru
vægast sagt að koma vel út,“ segir
Guðrún að lokum.
Safna 100 milljónum króna
Snyrtivörur Taramar stefnir á skráningu á First North-vaxtarmarkaðinn á
næstu 3-4 árum. Vörurnar eru unnar úr þangi og lækningajurtum.
Taramar
» Meginmarkmið er að bjóða
upp á náttúrulegar og með öllu
skaðlausar lausnir í húðvörum.
» Þróunaraðferð félagsins
heitir NoTox® Technology og
er í alþjóðlegu einkaleyfaferli.
» Hafa mikla virkni og getu til
að bæta húð og draga úr sýni-
legum áhrifum öldrunar.
» Hefur fengið 26 alþjóðleg
verðlaun fyrir nýsköpun, hrein-
leika og virkni.
- Nýjung í sprotasamfélaginu - 12% í líftæknifyrirtækinu Taramar seld sem B-hlutabréf - Félagið
metið á 860 milljónir króna - Vinna með Lab My Brand í Bretlandi - Bálkakeðja gefi fullt gagnsæi
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
5. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 133.05
Sterlingspund 160.07
Kanadadalur 102.8
Dönsk króna 18.645
Norsk króna 13.381
Sænsk króna 12.868
Svissn. franki 138.33
Japanskt jen 0.9833
SDR 176.79
Evra 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.1858
Hagnaður Sjávarsýnar nam á síð-
asta ári rétt rúmlega þremur millj-
örðum króna, samanborið við hagn-
að upp á um 1,6 milljarða króna árið
áður. Sjávarsýn er að fullu í eigu
Bjarna Ármannssonar, athafna-
manns og forstjóra Iceland Seafood
International. Í nýbirtum ársreikn-
ingi félagsins kemur fram að hagn-
aðinn megi rekja til mikillar hækk-
unar verðbréfa í eigu þess, en hrein
ávöxtun verðbréfa er bókfærð á um
2,5 milljarða króna í ársreikningi
samanborið við 1,4 milljarða króna
árið áðu. Tekjur Sjávarsýnar námu
um 145,7 milljónum króna á árinu,
samanborið við tæpar 82 milljónir
króna árið áður, en þar af nam feng-
inn arður um 110 milljónum króna.
Enginn arður greiddur
Eignir félagsins voru í árslok tæp-
ir 12,4 milljarðar króna en skuldir
námu aðeins tæpum 670 milljónum
króna. Þar af voru langtímaskuldir
aðeins um 200 milljónir króna. Eigið
fé Sjávarsýnar var um 11,6 milljarð-
ar króna í árslok. Félagið hyggst þó
ekki greiða út arð í ár.
Skráðar og óskráðar eigni
Sjávarsýn er stærsti eigandi Ice-
land Seafood, með um 10,8% hlut.
Markaðsvirði hlutarins er nú um 2,8
milljarðar króna. Þá er félagið
fimmti stærsti hluthafinn í VÍS með
um 7% hlut. Markaðsvirði þessa
hlutar er rúmlega 2,1 milljarður
króna. Þá á félagið 100% hlut í Gas-
félaginu og rúmlega helmingshlut í
Fálkanum-Ísmar.
Morgunblaðið/Eggert
Forstjóri Sjávarsýn er í eigu Bjarna
Ármannssonar hjá Iceland Seafood.
Sjávarsýn hagnast
um þrjá milljarða
- Hækkanir á
eignum skýra
mikinn hagnað