Morgunblaðið - 05.07.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
Fallin er frá svo
alltof fljótt yndisleg
æskuvinkona, Sig-
rún Ósk Bjarnadótt-
ir. Jarðvistina
kvaddi hún á björtum og fallegum
þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga,
17. júní síðastliðinn.
Við æskuvinkonurnar, Anna,
Helen, Hrönn (látin 2012), Jessý
og Sigrún, höfum átt samleið í 60
ár. Þegar framhaldsskólaárin
tóku við eftir 2. bekk í Hlíðaskóla
skiptust leiðir skólagöngu okkar.
Um það leyti eða 1964 stofnuðum
við stöllur saumaklúbbinn okkar
til að halda utan um vináttuna.
Nýr kafli tók svo við um og eftir
tvítugt en fram til þess tíma
bjuggum við allar í foreldrahúsum
í Hlíðunum. Ein af annarri hófum
Sigrún Ósk
Bjarnadóttir
✝
Sigrún Ósk
Bjarnadóttir
fæddist 20. mars
1950. Hún lést 17.
júní 2022. Útför
Sigrúnar fór fram
30. júní 2022.
við búskap, gengum
í hjónaband og eign-
uðumst fyrstu börn-
in. Fyrir um 40 árum
bættust góðar vin-
konur í klúbbinn
okkar, þær Gurrý,
Þurý, Dóra og Unn-
ur. Því miður hafa
samverustundirnar
verið fáar síðustu 2
ár vegna Covid-
heimsfaraldurs. Síð-
asti hefðbundni saumóinn var
heima hjá Sigrúnu rétt áður en
Covid breytti daglegu lífi allra.
Þar beið okkar glæsilegt veislu-
borð skreytt fallegum blómum, en
þær systur Ragna Rut og Berg-
lind höfðu lagt mömmu sinni lið
við undirbúning eins og svo oft áð-
ur. Allar eigum við fjársjóð minn-
inga frá gleðistundum liðins tíma.
Elsku Sigrún er önnur sem kveð-
ur nú hópinn góða, en Hrönnsa
okkar lést fyrir 10 árum, mikil eft-
irsjá og söknuður að hafa þær
ekki lengur meðal okkar.
Sigrún var glæsileg kona, vönd-
uð og trygg. Hún var dugnaðar-
forkur og öll hennar verk unnin af
alúð og vandvirkni. Allt hennar
handverk listafallegt hvort sem
var fatasaumur, prjónaskapur eða
alls kyns skreytingar sem glöddu
augað, hún var sannkölluð lista-
manneskja. Lengst af starfaði
Sigrún sem ferðafræðingur hjá
ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn.
Oftar en ekki leituðum við til
hennar varðandi fyrirhugaðar ut-
anlandsferðir, af fagmennsku ráð-
lagði hún og skipulagði ferðir sem
eru okkur ógleymanlegar.
Við kveðjum elsku Sigrúnu
okkar með þakklæti fyrir ára-
langa fallega vináttu. Mikill er
söknuður allra sem hana þekktu
en mestur hjá börnum hennar,
Ellerti Baldri, Rögnu Rut og
Berglindi, fjölskyldum þeirra og
ættingjum. Innilegar samúðar-
kveðjur færum við ykkur öllum.
Farðu vel til hærri heima,
hafðu þökk af öllu hjarta.
Minningu þína munum geyma,
fagra ljúfa glaða og bjarta.
(TRJ)
Takk fyrir að vera vinkona okk-
ar.
Anna, Helen,
Jensína Ragna (Jessý)
Guðrún Björg (Gurrý),
Þuríður (Þurý), Dóra og Unnur.
Nokkur minning-
arorð um frænku
mína Sigríði Vil-
hjálms sem alltaf var
kölluð Lóló. Lóló var
einstaklega hjartahlý og góð
manneskja sem aldrei hallmælti
nokkrum manni. Í mínum huga
var hún alltaf eins og kvikmynda-
stjarna, vel tilhöfð og flott, enda
há og grönn.
Sigríður Vilhjálms
✝
Sigríður Vil-
hjálms fæddist
9. september 1943.
Hún lést 7. maí
2022. Útför Sigríð-
ar fór fram 16. maí
2022.
Eitt sinn tókum
við Hreinn vinur
minn að okkur að
passa Gísla son
Lólóar og Helgu
frænku mína sem
voru um fjögurra
ára. Þetta vor, senni-
lega 1964 eða 1965,
var frekar kalt og við
Hreinn ferðuðumst
aðallega á skíðasleð-
um. Við höfðum
börnin hvort á sínum sleðanum,
álpuðumst svo á tjörnina sem var
byrjuð að leysa ís. Hlupum við á
ísnum, sem gekk í bylgjum, það
endaði með því að Hreinn fór of
nálægt vök á tjörninni og ísinn
brotnaði undan honum. Allt í einu
stóð Hreinn í vatni upp að hálsi en
Gísli flaut eins og korktappi burt
frá sokkna sleðanum á lofti í úlp-
unni sinni. Hreini tókst að krafla
sig til Gísla og koma honum í land,
að vísu hundblautum. Sumar kon-
ur sem málið varðaði urðu mjög
reiðar yfir lyktum þessa máls. En
minnst reið varð Lóló, sem tók
þessum ósköpum með stóískrí ró.
Ekki var mikið sóst eftir barna-
gæslu okkar Hreins eftir þetta.
Reyndar var Lóló eins og systir
mín, enda mæður okkar systur og
sérlega mikið og gott samband
milli fjölskyldnanna. Ég og fjöl-
skylda mín vottum börnum henn-
ar og systkinum innilega samúð
okkar vegna fráfalls þessarar
yndislegu konu. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Hartmann Ásgrímsson.
✝
Hreinn Hjartar-
son fæddist á
Eyrarbakka 13.
mars 1956. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 15. júní
2022.
Hreinn ólst upp á
Eyrarbakka en bjó
öll sín fullorðinsár í
Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Hjörtur Leó Jónson
og Sesselja Ásta Erlendsdóttir,
eru þau bæði látin. Systkini hans
eru Jón Erlendur Hjartarson
Thelma Huld, fædd 2017. Hjördís
Gígja, fædd 1986, maki hennar er
Arnór Ingi Brynjarsson. Börn
þeirra eru Emil Gauti, fæddur
2013, Sunneva Ýr, fædd 2016, og
Elísabet Ása, fædd 2020. Hreinn
Orri Hreinsson, fæddur árið
1989. Eftirlifandi unnusta Hreins
er Sóley en hún býr í Taílandi.
Hreinn var sjómaður. Hann
var einnig með eigin rekstur og
vann ýmis störf. Síðast vann
hann hjá Aðföngum í Reykjavík.
Hreinn var mikill áhugamaður
um fótbolta og hélt mikið upp á
knattspyrnufélagið Fylki þar
sem hann sinnti félagstörfum um
árabil. Einnig var hann mikill
stuðningsmaður Manchester
United.
Kveðjustundin fer fram í Graf-
arvogskirkju í dag, 5. júlí 2022,
og hefst athöfnin klukkan 13.
sem er látinn. Vigdís
Hjartardóttir, maki
hennar er Þórður
Grétar Árnason,
eiga þau tvö börn,
þrjú barnabörn og
eitt barna-
barnabarn. Einnig
áttu þau eina systur
samfeðra, Hólmfríði
Rannveigu.
Hreinn var giftur
Iðunni Ásu Hilm-
arsdóttir, börn þeirra eru: Ásta
Huld, fædd 1981, dætur hennar
eru Iðunn Gígja, fædd 2000, og
Elsku Hreinn „litli“ bróðir
minn er fallinn frá, aðeins 66 ára.
Ég á eftir að sakna þín og sím-
talanna frá þér sem yfirleitt
komu á mánudögum. Við rædd-
um sundferðir, gönguferðir og
hvað öll útivera væri öllum til
góðs.
Við skiptumst á sögum af
börnum okkar og barnabörnum
sem þú varst mjög stoltur af,
þetta voru ljúf og djúp samtöl.
Liljublóm sem að leit sólu mót
á lífsins morgni var í burtu hrifið
slitið óvænt upp af sinni rót
ekkert finnst þar síðan nema grjót.
Aftanstund og örlítill þeyr
í eyra mér er hvíslað dimmum rómi:
Lætur eftir sig það líf, sem deyr,
lítið skarð í hópinn, ekki meir.
Hjálpar alltaf að
eiga í sínum hjartastað
ljóselska minning ljúfa.
Sorgin er ein á yfirferð
ótti af henni mannfólkinu stendur
hún er bæði köld og viðsjárverð
og velur ekki neina sáttagerð.
Liljublóm sem að leit sólu mót
á lífsins morgni var í burtu hrifið
slitið óvænt upp af sinni rót
ekkert finnst þar síðan nema grjót.
Hjálpar alltaf að
eiga í sínum hjartastað
ljóselska minning ljúfa.
(Ásgeir Trausti)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guð veri með þér og þínum.
Góða nótt kæri bróðir.
Þín systir,
Vigdís (Dísa).
Svefninn laðar, líður hjá mér
lífið sem ég lifað hef.
Fólk og furðuverur
hugann baðar andann hvílir.
Lokbrám mínum læsi uns
vakna endurnærður.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við.
Leggst út af á mér slokknar.
Svíf um önnur svið
í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
Svefninn langi laðar til sín
lokakafla æviskeiðs.
Hinsta andardráttinn.
Andinn yfirgefur húsið
hefur sig til himna
við hliðið bíður drottinn.
(Björn Jörundur og Daníel Ágúst)
Hvíl í friði elsku frændi, þín
verður sárt saknað, minning þín
mun lifa.
Þinn frændi,
Árni Leó Þórðarson.
Hreinn
Hjartarson
✝
Þórunn Brynj-
ólfsdóttir
fæddist 22. júní
1938 að Ekkjufelli í
Fellum. Hún and-
aðist 23. júní 2022 á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Foreldrar henn-
ar voru Brynjólfur
Sigbjörnsson bóndi
og vegavinnuverk-
stjóri þar og Sol-
veig Jónsdóttir húsfreyja.
Systkini Þórunnar eru Vignir
Brynjólfsson, f. 22. apríl 1926, d.
26. janúar 1983, Sigbjörn
Björnsson Brynjólfsson, f. 10.
nóvember 1928, Grétar Þór
jamin Calm, f. 19. febrúar 1972 í
Frejus Frakklandi. Foreldrar:
Jean Gilles Calm, f. 19. janúar
1936 í Le Kef Túnis, og Claire
Calm, f. 21. október 1935 í París,
d. 9. mars 2013. Börn Sólveigar
og Chrostophe eru Magnús, f.
20. ágúst 2012, og Óskar Þór, f.
1. maí 2015.
Þórunn var gagnfræðingur
frá Eiðum 1945 og stundaði nám
í Húsmæðraskólanum á Blöndu-
ósi 1956-1957. Hún lauk námi
við Ljósmæðraskóla Íslands
1964 og starfaði sem ljósmóðir á
Egilsstöðum. Hún lauk hjúkr-
unarnámi frá Nýja hjúkrunar-
skólanum í nóvember 1974 og
starfaði á Borgarspítala og á
fæðingardeild Landspítala þar
til hún flutti til Njarðvíkur og
starfaði á heilsugæslustöð HSS
til starfsloka.
Utför Þórunnar var gerð frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju 1. júlí
2022.
Brynjólfsson, f. 26.
mars 1930, d. 5.
október 2009, og
Sigrún Brynjólfs-
dóttir, f. 16. desem-
ber 1939, d. 23.
febrúar 2017.
Maki 31. desem-
ber 1978: Magnús
Rafn Guðmannsson
verkfræðingur, f.
16. apríl 1943 að
Dysjum í Garða-
hreppi. Foreldrar: Guðmann
Magnússon bóndi og hreppstjóri
þar og Úlfhildur Kristjánsdóttir
húsfreyja.
Dóttir: Sólveig María, f. 22.
júlí 1977. Maki: Christophe Ben-
Kær vinkona okkar Þórunn
Brynjólfsdóttir, Tóta, er fallin frá
eftir erfið veikindi.
Síðsumars 1965 héldu átta ís-
lenskir verkfræðinemar til Kaup-
mannahafnar til þess að ljúka síð-
ari hluta verkfræðinámsins við
Danmarks Tekniske Højskole.
Sumir voru þá þegar komnir með
fjölskyldu. Góður vinskapur
hópsins varð enn nánari á náms-
árunum í Kaupmannahöfn. Eftir
námið dreifðist hópurinn nokkuð,
en innan fárra ára voru allir
komnir með sína lífsförunauta. Á
þessum árum kynntumst við
Tótu, eiginkonu Magnúsar Guð-
mannssonar, Magga.
Nokkru eftir heimkomuna til
Íslands fór hópurinn að hittast
reglulega. Við skiptumst á að
halda árlegar veislur í heimahús-
um og síðar fórum við að ferðast
saman bæði innanlands og utan
sem styrkti vinskapinn innan
hópsins enn frekar. Allar voru
þessar ferðir þaulskipulagðar og
einstaklega vel heppnaðar, enda
um mjög hressan hóp að ræða.
Við höldum enn árlegu veislurnar
í heimahúsum, sem alltaf eru jafn
skemmtilegar, en ferðalögin hafa
strjálast með árunum.
Heimili þeirra Tótu og Magga
var í Njarðvík. Tóta ólst upp á
Ekkjufelli í Fellum og áttu þau
Maggi sér annað heimili í Freys-
nesi við Lagarfljót þar sem þau
dvöldu á sumrin. Þetta er efa-
laust einhver fallegasti staður á
landinu með útsýni suður eftir
Lagarfljóti og í björtu veðri sést
Snæfellið með sínum fönnum
tróna í fjarska í heiðríkjunni.
Tóta og Maggi voru ákaflega
gestrisin. Ef eitthvert okkar var
á ferð á Suðurnesjum og langaði
til að heilsa upp á þau og sníkja
sér ef til vill kaffibolla var viðbúið
að innlitið endaði með því að bor-
in var fram ríkuleg kvöldmáltíð.
Eins var gestrisni þeirra við
brugðið í Freysnesi. Ef gesti bar
að garði var jafnan slegið upp
veislu. Síðsumars var meira en
sjálfsagt að koma til þeirra í
berjamó eða sveppatínslu, þá
undir þeirra leiðsögn ef á þurfti
að halda.
Minnisstæðar eru tvær sumar-
ferðir okkar sem þau Tóta og
Maggi stóðu fyrir. Önnur var til
Suður-Frakklands þar sem Sól-
veig dóttir þeirra bjó með sínum
manni honum Benja. Þá var kom-
ið við á heimili tengdaforeldra
Sólveigar og beið okkar þar
óvænt veisla. Og í Freysnesi nut-
um við lífsins meðal annars með
heimsókn í svonefndan Brenni-
vínshelli þar sem boðið var upp á
staup, siglingu um Lagarfljót,
kvöldverð við varðeld í fjörunni
og fræðslu um hinn kynngimagn-
aða stað, Freysnes.
Tóta er sú fimmta sem fellur
frá úr sextán manna hópnum og
er þeirra allra sárt saknað.
Við erum þakklát fyrir að hafa
þekkt Tótu og minnumst hennar
með hlýhug.
Við flytjum Magnúsi, Sólveigu,
Benja og drengjunum þeirra sem
og öðrum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórunnar.
Fyrir hönd DTH 68 hópsins,
Guðrún og Jón.
Þórunn
Brynjólfsdóttir
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið
upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu
sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SÓLON RÚNAR SIGURÐSSON,
fv. bankastjóri,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13.
Guðrún M. Sólonsdóttir Hannes Heimisson
Sigurður M. Sólonsson Arnfríður Hjaltadóttir
Árni Valur Sólonsson Svanlaug Ida Þráinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEINUNN GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR
frá Kastalabrekku,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli Hvolsvelli 1. júlí.
Útförin fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum mánudaginn
18. júlí klukkan 11.
Gróa Ingólfsdóttir Þórunn Sigurðardóttir
Sigurveig Þóra Sigurðard. Hildur Sigurðardóttir
Guðlaug Sigurðardóttir Hjördís Sigurðardóttir
Jóna Sigurðardóttir
og fjölskyldur