Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.07.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins 90 ÁRA Gunnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann var kaupmaður alla sína starfsævi, fyrst í Teigabúðinni í Laugarnes- hverfinu, síðan í Vogaveri í Vogahverfinu og loks í Hólagarði í Breiðholti. Gunnar var alla tíð virkur í félagsmálum. Hann var formað- ur Kaupmannasamtaka Íslands í áratug og var fyrir þeirra hönd í miklu norrænu sam- starfi og var sæmdur gullmerkjum kaup- mannasamtaka allra norrænu ríkjanna. Hann starfaði í fjölda stjórna og nefnda, meðal annars í Vinnuveitendasambandi Ís- lands og Lífeyrissjóði verslunarmanna. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars er Jóna Valdimarsdóttir, f. 2.8. 1934. Þau eru búsett í Garðabæ og eiga fjögur börn, Önnu Lilju, f. 1954, Sigurð, f. 1959, Brynju Björk, f. 1965, og Ástu, f. 1969. Þau munu verja af- mælisdeginum með fjölskyldu sinni. Gunnar Snorrason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að láta hugmyndir sínar uppi við þá aðila sem geta hjálpað þér við að koma þeim í fram- kvæmd. 20. apríl - 20. maí + Naut Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfan þig. Leggðu þig fram við vinnu þína í dag og þá muntu ná árangri á morgun. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú hefur sterkar skoðanir á heimspeki, stjórnmálum eða trúmálum. Reyndu því að einbeita þér að starfi þínu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þeir möguleikar sem þú stendur nú frammi fyrir virðast óvenju fjölbreyttir. En það er betra að leggja smá fyrir en hreint ekki neitt. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ljónið býr yfir yndislegum gáfum sem best væri að deila á rólegan og samúðar- fullan hátt. Nú ríður á að vera í félagsskap einhvers sem gerir það sama. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft ekkert að óttast að leggja starf þitt undir dóm annarra. Um leið og þú byrjar að tala um það slást fleiri í hópinn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fjarvistir og ferðalög geta tekið sinn toll hjá öðrum í fjölskyldunni. Tíndu fyrst til kostina og láttu þá ráða ferðinni, því þann- ig verða ókostirnir auðveldlega yfirunnir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú sættir þig við hlutina eins og þeir eru, þar til eitthvað sem gerist um miðjan dag sýnir þér fram á að til séu fleiri möguleikar. Ef þú fagnar oft hefurðu oft ástæðu til að fagna. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Bogmaðurinn er rausnarlegur í garð barna sinna og ástvina í dag. Ekki snuða sjálfan þig til þess eins að vera kurt- eis. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú vilt sýna stuðning, vera rétt- látur og hlusta á báðar hliðar á sögunni. Ekki er víst að allir vilji gera og segja eins og þú. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þér getur reynst erfitt að upp- fylla óskir annarra ef þú veist ekki fyrir víst hvaða kröfur eru gerðar til þín. Fólk er spennt og tilfinningaríkt í dag. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er mikil hætta á deilum í dag og því er þetta ekki góður dagur til að skipta sameiginlegum eignum. Það er betra að fá aðstoð frá einhverjum við þetta. H ákon Stefánsson er fæddur á Dalvík 5. júlí 1972 og ólst þar upp. Hann stundaði frjáls- ar íþróttir, æfði fót- bolta af krafti og vann í salthúsinu á Dalvík á sumrin. „Eftir að hafa lokið stúdentsprófi var ég í tvö ár á sjó á Björgvini EA311 meðfram há- skólanámi. Ég varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1992 og útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Ís- lands í febrúar 1998. Þá bauðst mér starf hjá sýslumanninum í Hafn- arfirði, Guðmundi Sophussyni, sem mér þótti einstaklega vandaður mað- ur og lærði ég margt af honum. Á meðan ég starfaði hjá sýslumanni fékk ég svigrúm til að ná mér í hér- aðsdómslögmannsréttindi. Mér bauðst síðan að hefja störf á Lög- fræðistofu Reykjavíkur árið 1999 sem ég þáði en það var sérstaklega skemmtilegur tími enda stór stofa á þeim tíma.“ Hákon sá auglýsta stöðu bæjarlögmanns Akureyrarbæjar stuttu síðar, sótti hann þá um starfið og fékk það. Í því starfi var honum falin ábyrgð og traust sem hann reyndi að axla eftir bestu getu. „Það sem stendur upp úr þessum tíma er léttleiki þáverandi bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og það að hann lét pólitík alltaf víkja fyrir laga- rökum þó ég hafi ekki verið eldri en ég var. Eftir tvö frábær ár á Akureyri þá bauðst mér að taka við starfi sviðs- stjóra ráðgjafasviðs hjá Intrum á Ís- landi sem hafði stuttu áður verið keypt af bönkum/sparisjóðum. Í því starfi kynntist ég í mörgum stjórn- endum í íslensku atvinnulífi og fékk góða leiðsögn í starfi frá forstjóra fé- lagsins, Sigurði A. Jónssyni, og yfir- lögfræðingi, Bjarna Þór Óskarssyni.“ Páskana 2006 hringdi Reynir Grét- arsson, besti vinur Hákons frá því í menntaskóla, og stofnandi og aðaleig- andi Creditinfo í hann þar sem Há- kon var staddur ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife. Reynir var að leita að lögfræðingi sem hann vildi ráða í starf framkvæmdastjóra á Íslandi. „Símtalið endaði með því að ég fékk starfið enda fékk ég að vita seinna að það var einmitt það sem hann vildi. Það má segja að árið 2006 hafi verið ákveðinn vendipunktur í mínu lífi, viðskipti og rekstur fóru að skipta meira máli en lögfræðin og ég var allt í einu farinn að vinna með besta vini mínum en við höfðum lengi ætlað okkur að hefja samstarf. Ferðir til Georgíu, Jamaíka, Guyana, Tékk- lands, Eistlands, Tansaníu og fleiri landa fóru að vera daglegt brauð. Ég sakna ekki ferðalaganna sem slíkra en ég sakna áfangastaðanna. Ég man sérstaklega eftir að hafa verið í Kart- úm, höfuðborg Súdans. Ég fékk að vita það á flugvellinum í Istanbúl þegar ég var á leiðinni þangað í fyrsta skipti að það væri hvergi hægt að nota kort í landinu, það var ekkert Mastercard eða Visa eða neitt slíkt. Ég fór þá að vera með bandaríska dollara á mér í staðinn. Þeir eru mjög stoltir af lambakjötinu sínu þarna eins og við erum hér á Íslandi. Ég fór á veitingstað þar sem skrokkarnir hanga í loftinu í fjörutíu stiga hita. Þú velur þér stykki og þeir grilla það. Það var mjög gott og alls ekkert síðra en hérna heima.“ Hákon flutti líka með þáverandi eiginkonu sinni og börnum til Þýskalands árið 2009 eftir að þýskt fyrirtæki, í eigu þýskra fjár- málastofnana, keypti hlut í Creditinfo og bjuggu þau þar í þrjú ár. „Ég hef verið einstaklega heppinn með minn besta vin, þá að geta unnið eins náið með honum og við höfum gert án þess að það hafi valdið tog- streitu á milli okkar.“ Í dag eru þeir félagar með fjárfestingafélagið Info- Capital eftir að það félag seldi nokk- uð stóran hlut í Creditinfo. InfoCapi- tal fjárfestir í ýmiss konar fjártæknifyrirtækjum, meðal annars í Aurbjörgu sem er fjártæknivefur sem hjálpar fólki með fjármál heim- ilisins, eins og segir á heimasíðu vefs- ins. Markmið Aurbjargar er að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og að- Hákon Stefánsson forstjóri – 50 ára Ferðalög daglegt brauð Hákon ferðaðist víða eftir að hann og besti vinur hans, Reynir Grétarsson, fóru að vinna saman hjá CreditInfo. Hér er Hákon á blaðamannafundi í Tansaníu. Hákon vinnur mest á Íslandi núna. Forréttindi að vinna með besta vini sínum Við Stóru-Laxá Hákon hefur gaman af laxveiði og útivist og ver afmælis- vikunni í góðra vina hóp með vinum og fjölskyldu í Stóru-Laxá. Til hamingju með daginn Heiðbjört Eldey Hlífarsdóttir fæddist klukkan 02:39 þann 24. nóvember 2021 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 2.825 g og var 48 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Hlífar Arnar Hlíf- arsson og Elsa Líf Bjarnadóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.