Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 28

Morgunblaðið - 05.07.2022, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Einn höfunda gamanþáttanna Friends, eða Vina, Marta Kauffman, segir í viðtali í dag- blaðinu Los Ang- eles Times að hún ætli sér að leggja fjórar milljónir dollara í nýja prófessorsstöðu helgaða afr- ískri og afrísk-amerískri menn- ingu, sökum þess hversu hvítir og einsleitir þættirnir voru. Segist Kauffman finna til sektarkenndar vegna þeirrar einsleitni og verður hin nýja prófessorsstaða við hennar gamla skóla, Brandeis-listaháskól- ann í Massachusetts. Kauffmann segir hafa verið erfitt í fyrstu að heyra gagnrýni á þættina yfir þess- ari einsleitni en allar aðalpersónur í þeim voru hvítar líkt og nær allar sem komu við sögu í tíu þáttaröð- um. Hún hafi þó fljótlega áttað sig á réttmæti gagnrýninnar. Sakbitin vegna einsleitni Vina Marta Kauffman Bandaríski tón- listarmaðurinn Marshall Jeffer- son hefur höfðað mál á hendur starfsbróður sín- um Kanye West fyrir notkun á bút úr lagi hans „Move Your Body“ frá árinu 1986. Mun West hafa gert það 22 sinnum án leyfis í laginu „Flowers“ á plötunni Donda 2 sem kom út á þessu ári. Fyrirtækið sem gefur út tónlist Jefferson, Ultra Inter- national Music Publishing, höfðar málið fyrir Jefferson, skv. vef BBC. Jefferson sagði í þættinum News- beat á útvarpsstöð BBC, Radio 1, að bútar úr lögum hans hefðu verið notaðir ótal sinnum en að fara þyrfti réttu leiðina, fá tilskilin leyfi og greiða fyrir notkunina. Það hefði West ekki gert. Jefferson fer fram á að hagnaður af því að nota lag hans verði metinn af dómstól og hversu háar bætur hann eigi að fá. Lögsóttur fyrir að nota lag Jefferson Kanye West Skoski hörpuleikarinn Ruth Wall og enski tónlistarmaðurinn og tón- skáldið Graham Fitkin halda tón- leika í Norræna húsinu í kvöld, 5. júlí, kl. 20. Wall leikur á tvær hörp- ur á tónleikunum, keltneska vír- strengda hörpu með bjölluhljómi og krókahörpu með girnistrengjum, að því er fram kemur í tilkynningu og verður þema tónleikanna er bú- ferlaflutningar, eða migration á ensku. „Wall hefur lagt sig eftir því að skilja mynstur sem myndast við fólksflutninga eða þegar dýr flakka milli svæða eða breytingar verða á landslagi. Hún beinir sjónum sínum að nútímanum en einnig því tímabili í skoskri sögu sem nefnt hefur verið The Highland Clearances (1750- 1850) þegar leiguliðar voru flæmdir nauðugir burt af jörðum í hálönd- um Skotlands,“ segir í tilkynningu. Tónlistin sem Wall flytur er sögð marglaga og síbreytileg að gerð og mun hún leika ævagömul þjóðlög frá skosku hálöndunum og Wales og líka lög frá Íran. Þá mun hún leika ný og nýleg verk eftir Philip Glass, Steve Reich, Snorra Sigfús Birgisson, Graham Fitkin og John Cage og flétta þau saman við þjóð- lögin. Wall hefur komið fram víða um lönd og leikið með fjölda hljóm- sveita. Graham Fitkin hefur einnig kom- ið víða við og m.a. unnið með Yo-Yo Ma, Kathryn Stott, Sinfóníuhljóm- sveitinni í Tokyo, BBC Symphony Orchestra og New York City Ballet. Hann hefur hlotið þrenn BASCA- verðlaun fyrir tónsmíðar og tón- skáldaverðlaun Royal Philharm- onic Society. Nýlega bjó hann til smáforrit sem tengt er uppdrætti af borgum og er þannig úr garði gert að tónverk hans bregst við í sam- ræmi við staðsetningu þess sem hlustar, eins og segir í tilkynningu. Ruth og Graham munu einnig flytja efnisskrá sína á Þjóðlaga- hátíðinni á Siglufirði 7. júlí. Fær Ruth Wall hefur hlotið mikið lof fyrir hörpuleik sinn. Hún kemur fram í Norræna húsinu í kvöld. Búferlaflutningar í Norræna húsinu Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Hann er einn merkasti og áhrifa- ríkasti leikstjóri og leikhúshugsuður í Bretlandi á 20. öld,“ segir Þorgeir Tryggvason, leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblað- inu, um breska leikstjórann Pet- er Brook sem lést á laugardag, 97 ára að aldri. Brooks fæddist í London 21. mars 1925 og sótti nám í Magdalen College í Ox- ford. Að námi loknu hóf hann störf í Konunglega óperuhúsinu og leikstýrði óperunni Salóme eftir Richard Strauss með hönnun Salva- dors Dalí. Síðar leikstýrði hann Tít- us Andróníkus í Stratford fyrir Ro- yal Shakespeare Company (RSC) árið 1955 og þegar Peter Hall tók við sem listrænn stjórnandi RSC ár- ið 1960 hófst ríkulegt samstarf Brooks við RSC. Ein frægasta sýn- ing Brooks var RSC-útgáfa hans af Draumi á Jónsmessunótt árið 1970 sem var undir áhrifum bæði frá Je- rome Robbins-ballettinum og Pek- ing Circus. Tók sér stöðu rannsakanda „Fyrri hluta ferilsins, á meðan hann er ennþá starfandi í Bretlandi, vekur hann mikla athygli fyrir bylt- ingarkenndu Shakespeare- sýningarnar sem hann setur upp. Hann er aðeins tvítugur þegar hann setur upp frekar lítið þekkt verk, Ástarglettur, og einhvern veginn endurskilgreinir hvernig á að horfa á það verk með einfaldri túlkun. Það sama í raun gerist árið 1970 þegar hann leikstýrir Draumi á Jóns- messunótt. Leikmyndin í þeirri sýn- ingu var aðeins hvítur kassi, leik- ararnir voru klæddir einföldum búningum og leikmunirnir voru bara einhverjir vírar. Þetta er allt mjög abstrakt, eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður og var mjög byltingarkennt. Hann setti einnig upp Lé konung þar sem maður áttar sig á því í fyrsta sinn að dæturnar, sem eru alltaf kallaðar vondu dæt- urnar, hafa eitthvað til síns máls, þetta er dálítið erfiður karl með þeim og að lesa dóma um sýninguna er eins og engum hafi dottið þetta í hug áður, eitthvað sem virðist vera alveg augljóst í dag,“ segir Þorgeir. Hvað getur kallast leikhús? Árið 1970 flutti Brook til Parísar þar sem hann stofnaði alþjóðlega miðstöð sína fyrir leikhúsrannsóknir en hún heimsótti einnig Afríku og sýndi þar. Að sögn Þorgeirs var Brook svo- lítil stjarna sem leikstjóri en henti því öllu frá sér til þess að rannsaka. „Hann stofnar leikhóp, sem hann fær stuðning fyrir frá frönsku ríkis- stjórninni, og fer að rannsaka hver séu lágmarksskilyrðin fyrir því að eitthvað getið talist vera leikhús. Hann fer m.a. í langa ferð um Afr- íku með leikhópnum í leit að fólki sem veit ekkert hvað leikhús er, sem hefur aldrei séð leikhús og kannar hvernig hægt sé að fá það til að horfa á sig og fá eitthvað út úr því. Hann heldur í rauninni þessari rannsókn áfram alla sína starfsævi og skrifar bækur eða grundvallarrit. Í fyrstu bók sinni, Tóma rýmið, skoðar hann t.d. bæði þróunar- möguleika leikhússins og gagnrýnir það. Hann skoðar leikhúsið í kring- um sig og finnst það merkt dauð- anum, þrúgað undir einhverjum hefðum og hafa misst neistann, bara orðin einhver framleiðsla,“ segir Þorgeir. Yfirgefið hús lífgað við Fjórum árum eftir að hann flytur til Parísar, árið 1974, breytir hann vanræktu tónlistarhúsi sem stóð fyrir aftan Gare du Nord-lestar- stöðina í ómissandi áfangastað fyrir leikhúsunnendur, Bouffes du Nord. Brooks leikstýrði einnig söngleikj- um, t.d. US þar sem hann mótmælti Víetnamstríðinu og níu tíma útgáfu af Mahabharata. Auk þess leikstýrði hann óperum og kvikmyndum, þeirra á meðal kvikmyndaaðlög- uninni af Höfuðpaurnum (1963) eftir William Golding og óperum á borð við Carmen og Töfraflautuna en að sögn Þorgeirs var markmið Brooks með öllum verkum sínum að fanga þennan áhrifaríka einfaldleika. Helstu fjölmiðlar og leikhúsfólk hérlendis, þ. á m. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, hafa minnst Brooks. „Peter Brook sem án vafa telst einn allra áhrifaríkasti leikstjóri og leikhúshugsuður síð- ustu aldar er látinn, 97 ára gamall. Bók hans og pælingar í The Empty Space höfðu gríðarleg áhrif á vest- rænt leikhús. Ég fékk tvisvar tæki- færi til að hitta hann, hlusta á hann tala um leikhús og ræða við hann. Hann var djúpvitur en líka einstak- lega heillandi og gaf sér góðan tíma til að ræða við ungan leikstjórnar- nema – það var verðmætt og inspir- erandi,“ skrifar Magnús Geir m.a. um Brook á Facebook-síðu sinni. Áhrifaríkur einfaldleiki - Leikstjórinn Peter Brook er fallinn frá - Hann vakti mikla athygli fyrir byltingarkenndar Shakespeare-uppfærslur og rannsóknir á leikhúsinu AFP/Lionel Bonaventure Leikhúsmaður Peter Brook árið 2018 í myndatöku fyrir leikhúsið Bouffes du Nord í París. Brook lést á laugardag, 2. júlí, 97 ára að aldri. Þorgeir Tryggvason –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is Sérblað Morgunblaðsins kemur út 19. júlí Allt sem þú þarft að vita um rafbíla Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.