Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 29
Aðdáendur úthrópaðir sem „gengilbeinur ræningja“
Andkapítalíska hljómsveitin Hatari
gaf út nýtt lag á föstudaginn var
sem ber titilinn „Dansið eða deyið“.
Segir í tilkynningu að áheyrendur
séu í því úthrópaðir sem gengil-
beinur ræningja en um leið hvattir
til að snúa bökum saman og dansa
dátt. Er þetta fyrsta útgáfa Hatara
frá því heimsfaraldur hófst og tón-
listarmyndband væntanlegt á
næstu dögum. Hljómsveitin var
stödd í Finnlandi þegar lagið kom
út og lék fyrir dansi á stórhátíðinni
Provinssi. Hófst með þeirri uppá-
komu tónleikasumar Hatara en
sveitin mun koma fram víða í Evr-
ópu.
Morgunblaðið/Eggert
Hatari Hljóm- og gjörningasveitin í Eurovision-söngvakeppninni árið 2019.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
79%
82%
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
“THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE”
“A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR”
“A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME”
100%
J
ohanna Mo, höfundur
Nætursöngvarans, hafði
lengi velt því fyrir sér hvað
fengi manneskju til að
fremja morð og hvaða áhrif morðið
hefði á aðra. Bæði í kringum fórnar-
lambið og þann seka. Hugsanirnar
kviknuðu í kjölfar þess að kona sem
ók leigubíl var myrt árið 1991 og
þrír menn á þrí-
tugsaldri voru
handteknir fyrir
morðið. Málið var á
allra vörum í
heimabæ hennar,
Kalmar, því menn-
irnir voru þaðan.
Þeir höfðu verið
fengnir til verksins
af fyrrverandi
eiginmanni þeirrar myrtu. Mo man
þó best eftir þögninni, því sá sem
var svo dæmdur fyrir aðild að morð-
inu var kærasti systur hennar og
einn þeirra sem var dæmdur fyrir
morðið vann á sama kaffihúsi og
hún. Nálægðin við gerendurna var
mikil og í fjölskyldu Mo var ekki
hægt að tala um málið.
Nú hefur hún loksins þorað að
nálgast þessa spurningu: hvaða
áhrif hefur morð á fólkið í kringum
fórnarlambið og þann seka? Það
gerir hún með að að láta aðalsögu-
persónuna í bókinni, lögreglukonuna
Hönnu Duncker, eiga föður sem var
dæmdur fyrir morð. Einnig snýr
hún aftur þangað sem þetta allt
byrjaði því sögusvið bókarinnar er
Kalmar og Ölands-eyja.
Nætursöngvarinn fjallar um svik
og leyndarmál og uppgjör við fortíð-
ina. Aðalsögupersónan er svolítið
týnd, klaufaleg í samskiptum en
þráir fátt meira en að finna hamingj-
una og eiga góð samskipti við fólk.
Hljómar eins og hin klassíska upp-
skrift að sænskri glæpasögu, en það
er eitthvað við söguna, við uppsetn-
inguna, sem grípur lesandann strax.
Þrátt fyrir að hugmyndin hljómi
kunnuglega þá er útkoman einstök.
Hönnu finnst hún verða að snúa
aftur til heimabæjarins eftir að hafa
búið um árabil í Stokkhólmi. Meðal
annars til að komast að því hvað
raunverulega gerðist í máli föður
hennar, en nýr yfirmaðurinn hennar
í lögreglunni er maðurinn sem kom
honum á bak við lás og slá. Fljótlega
er hins vegar ljóst að það eru ekki
allir ánægðir með endurkomu
Hönnu og útlit er fyrir að einhver
vilji koma í veg fyrir að hún fari að
grufla í fortíðinni.
Nýju samstarfsfélagarnir taka
henni flestir vel og Erik, nánasti
samstarfsfélagi hennar, reynir hvað
hann getur til að kynnast henni bet-
ur. Hanna bregst ekki vel við því í
fyrstu og finnst hann óþarflega
hnýsinn. Þegar líður á mýkist af-
staða hennar til hans og það liggur í
loftinu að verið er að leggja grunn
að samstarfi og vináttu sem mun
halda áfram þróast í gegnum fleiri
bækur.
Á fyrsta vinnudegi Hönnu liggur
fyrir að morð hefur verið framið.
Fórnarlambið er Joel, 15 ára sonur
gamallar vinkonu hennar, sem hún
hefur þó ekki verið í sambandi við í
mörg ár. Nokkrir liggja undir grun
þótt ástæður morðsins virðist vera
algjörlega á huldu. Stuttum köflum
er skotið inn í söguna þar sem les-
andinn fær að fylgjast með hugar-
ástandi og gjörðum Joels síðasta
daginn sem hann lifði og eykur það
verulega á spennuna. Eiginlega það
mikið að ég stóð mig nokkrum sinn-
um að því við lesturinn að kíkja í
kaflana löngu áður en ég kom að
þeim. En þannig varpar fórnarlamb-
ið hægt og rólega ljósi á það sem
gerðist, samhliða uppgötvunum
rannsóknarteymisins.
Nætursöngvarinn er mögnuð
glæpasaga sem er eiginlega ómögu-
legt að leggja frá sér þegar lesturinn
ef hafinn, enda vex spennan jafnt og
þétt, allt frá fyrstu blaðsíðunni og
þar til glæpurinn er leystur. Þá býr
höfundur þannig um hnútana í lok
sögunnar að lesandinn getur varla
beðið eftir að lesa næstu bók um
rannsóknarteymið Hönnu Duncker
og Erik Lindgren, sem reyndar hef-
ur þegar verið skrifuð.
Sænsk glæpaflétta eins og hún
gerist best. Hin fullkomna kilja til
að grípa með í sumarfríið.
Sænsk glæpaflétta eins og hún gerist best
Ljósmynd/Sofia Eckerblad
Spennandi Gagnrýnandi segir Nætursöngvarann eftir Johönnu Mo magn-
aða glæpasögu sem ómögulegt sé leggja frá sér þegar lestur sé hafinn.
Glæpareyfari
Nætursöngvarinn bbbbm
Eftir Johonnu Mo.
Pétur Már Ólafsson þýddi.
Bjartur 2022, 443 bls.
SÓLRÚN LILJA
RAGNARSDÓTTIR
BÆKUR
Málverk listamálarans Jamie Co-
reth af Vilhjálmi Bretaprins og eig-
inkonu hans Katrínu, hertogaynju
af Cambridge, var afhjúpað í júní
og hefur það hlotið heldur óblíðar
viðtökur nokkurra listrýna í heima-
landi þeirra. Einn hvetur fólk til að
fara heldur í vaxmyndasafn Mad-
ame Tussaud að skoða hjónin því
þar séu þau öllu líflegri. Á vefnum
Hyperallergic segir að málaranum
hafi tekist að sýna hæfileika hjón-
anna þegar kemur að því að standa
tíguleg í rými og dagblaðið Tele-
graph segir málverkið minna á
tækifærisljósmynd tekna með
snjallsíma.
Betra að fara á vaxmyndasafn?
Listamaður Jamie Coreth við hlið
málverks síns af Vilhjálmi og Katrínu.
AFP/Paul Edwards