Morgunblaðið - 05.07.2022, Blaðsíða 32
ELDRI BORGARAR:
Aðventurferðir til
Kaupmannahafnar 2022
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er
hægt að greiða hluta ferðar með punktum
Ý Ý Ý Ý Ý
1. ferð: 20.-23. nóvember
2. ferð: 27.-30. nóvember
3. ferð: 4.-7. desember
Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr.
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt.
Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta
danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá
hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns-
dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og
fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins.
Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum
Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem
hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan
hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana-
lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á
Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Dagskrá Jazzhátíðar
Reykjavíkur liggur nú
fyrir en hún fer fram
13.-19. ágúst og boðið
er upp á sjö daga dag-
skrá með djassi, blús,
fönki og spunatónlist.
Tónlistarmenn frá
Bandaríkjunum, Evr-
ópu og Íslandi koma
fram. Tónleikar fara
flestir fram í Hörpu og
hefur hátíðin verið
haldin árlega í yfir 30
ár. Af erlendum gest-
um hátíðarinnar í ár má nefna Katalóníumanninn Jorge
Rossy, Bandaríkjamanninn Jonathan Kreisberg, Frakk-
ann Nicolas Moreaux, Danann Jakob Bro og Finnann
Kari Ikonen. Dagskrána í heild og frekari upplýsingar
má finna á reykjavikjazz.is.
Sjö daga hátíð Reykjavíkur með
djassi, blús, fönki og spuna
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar
þeir leika fyrri leik sinn gegn sænska meistaraliðinu
Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í fótbolta
og mæta þar sínum gamla þjálfara, Milosi Milojevic.
Malmö er eitt sterkasta lið Norðurlanda í dag, hefur
unnið sænska meistaratitillinn tvisvar í röð og lék í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En
sagan segir okkur samt að sænsk lið hafa alltaf átt í
erfiðleikum með íslensk lið í Evrópukeppni. »27
Erfitt verkefni Víkinganna í Malmö
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kjötsúpan er í pottinum og samlok-
urnar eru smurðar á staðnum. Á
matseðli, sem er í stöðugri þróun,
eru nú tíu heitir réttir og kótelettum
verður bætt við innan tíðar. Hleðslu-
stöð fyrir rafmagnsbíla er hraðvirk
og gestrisnin er rómuð og ráðandi.
Þetta er kjarni mála í Baulu í Borg-
arfirði, söluskálanum við hringveg-
inn rétt fyrir ofan Borgarnes. Fríða
Birna Þráinsdóttir og hennar fólk
tóku við rekstri skálans fyrir
Orkuna í byrjun júní sl. og hafa að
undanförnu verið að þróa starfsem-
ina eftir sínu höfði. Þar er á reynslu
að byggja því sl. þrjú ár hefur Fríða
haft rekstur Esjuskálans í Grundar-
hverfi á Kjalarnesi með höndum.
Vörumerkið virkar
„Rekstur Esjuskálans/Baulu hef-
ur gengið vel og við fengið jákvæða
umsögn fólks. Orðið hefur borist,“
segir Fríða. Nokkuð er síðan stjórn-
endur Orkunnar nefndu við Fríðu
hvort hún vildi bæta við sig og taka
við Baulu, en starfsemin þar hafði
verið í tómarúmi um nokkurt skeið.
Hún var treg, en ákvað svo að taka
slaginn. Gerði þá meðal annars
kröfu um að nafn Esjuskálans fylgdi
sér í Borgarfjörð eins og gekk eftir.
„Til er fólk sem fjasar um að Esj-
an sé ekki í Borgarfirðinum og því sé
nafnið ómögulegt hér. Baulan sé hið
eina sanna Borgarfjarðarfjall. Þar
vil ég þó segja að Esjuskálinn er
bara vörumerki sem virkar óháð
staðsetningu,“ segir Fríða sem hef-
ur í tímans rás sinnt margs konar
verslunar- og þjónustustörfum.
Kann því ágætlega til verka og legg-
ur sig fram um að kenna ungu fólki
sem hún ræður til starfa góð vinnu-
brögð. Alls vinna 16 manns í Esju-
skálunum Baulu og á Kjalarnesi,
m.a. ungmenni úr Borgarfirði.
Um daginn og veginn
„Röskleiki skiptir máli og að geta
leyst fljótt og vel úr málum. Mikil-
vægt er að brosa og bjóða góðan
daginn þegar í hús kemur fólk sem
vill gjarnan taka spjallið um daginn
og veginn; staðhætti, veður, veiði og
hverra manna þú sért. Útlending-
arnir vilja fá upplýsingar um svæðið.
Sveitafólkið kemur hingað gjarnan
eftir vörum sem þarf í búreksturinn,
t.d. olíum eða varahlutum sem
stundum eru tiltækir, en ef ekki, þá
strax næsta dag. Þá koma hingað í
Esjuskála Baulunnar gjarnan sum-
arbústaðaeigendur á svæðinu til að
spjalla. Óformlegir fundir þeirra hér
sem eru á laugardagsmorgnum eru
fjölmennir og oft heilmikið líf. Svona
á þetta líka að vera; söluskálar við
þjóðveginn eiga alltaf öðrum þræði
að vera félagsmiðstöðvar,“ segir
Fríða. Bætir við að rekstri sem þess-
um fylgir mikil viðvera og vinnudag-
urinn sé jafnan langur. Hafa þurfi
auga á öllum þáttum í rekstrinum,
ekki síst því að skapa góðan anda og
stemningu svo fólk vilji mæta á
svæðið.
„Starfinu fylgja samskipti við alls
konar fólk sem er skemmtilegt,“ til-
tekur Fríða sem segir alla fjölskyld-
una í þessum rekstri, það er hún,
eiginmaðurinn Guðmundur Árni
Guðlaugsson og dæturnar Rósmarý
Bergmann og Regína Bergmann, en
sú fyrrnefnda sér nú um reksturinn
á Kjalarnesinu. „Nei, það er ekkert
mál að fara hér á milli Kjalarness og
Baulu. Þetta eru 60 kílómetrar og á
rafmagnsbíl er þetta auðvitað bara
eins og draumurinn einn,“ segir
vertinn í Esjuskálanum Baulu.
Esjan nú í Borgarfirði
- Kjalnesingar færa út kvíar - Söluskáli er félagsmiðstöð
- Vörumerkið virkar - Búvörur, kjötsúpa og samlokurnar
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Vert Mikilvægt er að brosa og bjóða góðan daginn þegar í hús kemur fólk
sem vill gjarnan taka spjallið um daginn og veginn, segir Fríða um starfið.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Baula Esjuskálinn er ábót á nafn söluskálans góða þar sem margir stoppa.