Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 2
„Það er frábært að hafa náð þeim áfanga að opna eftir miklar tafir sem tilkomnar voru bæði beint og óbeint af ástandinu í heiminum,“ segja þau Anita Hafdís Björnsdóttir og Jón Heiðar Rúnarsson um fluglínur sem settar hafa verið upp í Glerárgili á Akureyri. Lín- urnar krossa gilið og eru fimm talsins, þar á meðal er lengsta lína af þessu tagi sem fyrirfinnst á Íslandi. Zipline Akureyri er nýtt, íslenskt fyrirtæki sem fimm vinir stofnuðu, þrír þeirra eru í Vík og reka þar Zipline Iceland og True Adventure. Anita og Jón Heiðar eru norðan heiða en hann er borinn og barn- fæddur Akureyringur. Hann hefur lengi starfað við ferðaþjónustu og hafði lengi dreymt um að gera eitt- hvað skemmtilegt í bænum, spennandi afþreyingu inni í bænum sjálfum. „Við höfum upplifað mikinn meðbyr í samfélaginu á Akureyri og það er greinilega mikil eftirvænting í heimamönnum að fá nýja og spennandi afþreyingu í bæinn. Nú þegar eru fjölmargir bæjarbúar búnir að koma til okkar í ferð og við heyrum ekki annað en að allir séu ánægðir með upplifunina. Það má vart á milli sjá hvort fólk er ánægðara með [fluglínurnar] eða náttúruna, en ferðin hefur opnað alveg nýja vídd í þessa náttúruperlu sem Glerárgilið er,“ segja þau. Bókanir hafa farið mjög vel af stað og er orðið tölu- vert bókað í sumar. Að mestu Íslendingar og íbúar á Akureyri og í nágrenni, enda segja þau að markaðs- starfinu fram til þessa hafi einkum verið beint að land- anum. Síðar verður sjónum beint að erlendum ferða- mönnum. Lengsta fluglína landsins er á Akureyri, 260 metra löng, en alls eru línurnar 5 talsins og örstuttar gönguferðir á milli á meðan sikksakkað er við Gler- ána. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Meðbyr og mikil eftir- vænting Zipline Akureyri hefur opnað fimm línu braut í Glerárgili Morgunblaðið/Margrét Þóra Kát Jón Rúnar Heiðarsson og Anita Hafdís Björns- dóttir í Glerárgili í gær þegar allt var komið á fullt. 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Logi Sigurðarson logis@mbl.is Ný stjórn Festar var kosin í gær. Þrír nýir komu inn í stjórnina en Guðjón Reynisson, stjórnarformaður félagsins, og Margrét Guðmunds- dóttir, fyrrverandi varaformaður stjórnar, héldu sínum sætum í stjórn en Margrét mun víkja sem varafor- maður. Guðjón verður áfram stjórn- arformaður en Sigurlína Ingv- arsdóttir mun taka við sæti varaformanns stjórnar. Ný inn komu þau Magnús Júl- íusson, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stofnandi Íslenskrar orkumiðlunar, Sigurlína Ingvarsdóttir, fjárfestir og fyrrver- andi stjórnandi í tölvuleikjafram- leiðslu hjá EA Sports, og Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn að sér litist vel á stjórnina og að hann væri virkilega spenntur að byrja að vinna með henni. „Það sem skiptir mestu máli er að það skapast friður um félagið og nú getum við farið að snúa okkar að vinnunni aftur,“ sagði Guðjón og bætti við að þátttakan á fundinum hefði verið ánægjuleg en fulltrúar fyrir 92% af hlutahafahópnum sátu fundinn. Inntur eftir því hvort vær- ingar innan félagsins vegna upp- sagnar forstjóra Festar hefðu skað- að orðspor félagsins til frambúðar, svaraði Guðjón því neitandi og að það yrði lagað með góðri vinnu. Guðjón vildi ekki tjá sig um stöðu Eggerts Þórs Kristóferssonar, frá- farandi forstjóra Festar, og hvort stjórnin myndi skoða að ráða hann að nýju. Aðspurð segir Sigurlína að of snemmt sé að ræða um áherslu- breytingar, nú sé nýja stjórnin að stilla saman strengi sína og átta sig á stöðunni. Hvenær má búast við nýjum for- stjóra? „Það tekur alltaf talsverðan tíma að ráða réttu manneskjuna í starfið og við munum vanda vinnubrögðin mjög vel við það en við vonumst til þess að geta auglýst starfið innan nokkurra vikna,“ sagði Guðjón. Margrét fékk fleiri atkvæði Margrét Guðmundsdóttir, fyrr- verandi varaformaður stjórnar, fékk afgerandi stuðning í stjórnarkosn- ingunni og var þar efst með 18,2% atkvæða. Guðjón hlaut 13,6% at- kvæða. Aðspurður sagði hann það ánægjulegt að sjá hvað Margrét fékk mikinn stuðning í kosningunni en ekki fékkst skýrt svar frá Guðjóni um það hvers vegna hún tók ekki við stjórnarformannssætinu. Magnús Júlíusson hlaut 15,3% atkvæða. Hann gaf það út fyrir kjörið að hann myndi láta af störfum sem aðstoð- armaður ráðherra hlyti hann kjör í stjórn félagsins og því er útlit fyrir að hann sé á leið úr ráðuneytinu. Vill sjá frið umhverfis Festi - Þrír nýir inn í stjórn Festar - Guðjón áfram stjórnarformaður - Sigurlína nýr varaformaður stjórnar - Margrét fékk afgerandi stuðning - Formaðurinn vildi ekki tjá sig um stöðu fráfarandi forstjóra Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fundur Fjölmennt var á hluthafafundi Festar í gær og seinkaði fundinum um tuttugu mínútur vegna aðsóknar en fulltrúar 92% hluthafa sátu fundinn. Hjörleifur Pálsson Magnús Júlísson Sigurlína Ingvarsdóttir Guðjón Reynisson Runólfur Páls- son, forstjóri Landspítalans, tekur undir með Birni Zoëga, ný- skipuðum stjórn- arformanni Landspítalans, að eðlilegt sé að endurskoða skipurit spít- alans. Hann hlakkar til samstarfsins við hina nýju stjórn og telur bjart vera fram undan. Spurður hvort skrítið sé að fá fyrrverandi forstjóra spítalans sem stjórnarformann segir Run- ólfur svo ekki vera, þeir hafi átt í ágætu samstarfi fram til þessa. „Þeim mun frekar vil ég nýta mér þá miklu reynslu og þekkingu sem Björn hefur á rekstri stórra sjúkrahúsa. Hann hefur auðvitað náð framúrskarandi árangri í starfi sínu á Karolinska háskóla- sjúkrahúsinu. Ég vænti þess að þetta verði árangursríkt sam- starf.“ Björn sagði við Morgunblaðið í gær að ástæða væri til þess að einfalda stjórnskipulag Landspít- alans. Telur hann of margt starfs- fólk á spítalanum sem starfar við annað en að þjónusta sjúklinga, en það vakti athygli á sínum tíma þegar Björn sagði upp nokkur hundruð millistjórnendum hjá Karolinska. Runólfur telur eðlilegt að end- urskoða skipurit spítalans af og til. Það sé mikilvægt að stjórn- skipulag sjúkrahúsa sé einfalt og skilvirkt þannig að unnt sé að taka skjótar ákvarðanir sem nýt- ast notendum þjónustunnar. Hann segist ekki geta sagt til um hversu marga millistjórnendur væri hægt að losna við, greina þurfi hvert starf fyrir sig. Runólfur tekur undir með Birni - Hlakkar til kom- andi samstarfs Runólfur Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.