Morgunblaðið - 15.07.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Nýmalað, engin hylki. Suðurlandsbraut 20 · 108 Reykjavík Sími: +354 5880200 · www.eirvik.is Z10 fyrir heita og kalda kaffidrykki. Ný kvörn, Product Recognising Grinder (P.R.G.), breytir sjálfkrafa grófleika mölunar á milli mismunandi kaffidrykkja. Þetta gerir það að verkum að í fyrsta skipti er hægt að hella upp á bæði heita og kalda drykki með espresso aðferð. Upplifðu algerlega nýja leið til þess að njóta kaffidrykkja. JURA – If you love coffee. Svanur Guðmundsson sjávarút- vegsfræðingur ritaði grein hér í blaðið í gær og vakti þar athygli á tveimur staðreyndum. Annars veg- ar á því hve lítil samþjöppun er í ís- lenskum sjávar- útvegi og hins vegar á því hve örsmá ís- lensk sjávarútvegs- fyrirtæki eru í al- þjóðlegum samanburði. Þetta var mikilvægt inn- legg, en það er ann- ars sorglegt hve illa gengur að láta umræðuna um þessa undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar byggjast á staðreyndum. - - - Hér stígur hver álitsgjafinn fram á fætur öðrum þegar sjávarútvegsfyrirtæki sameinast og lýsir áhyggjum af samþjöppun í greininni og hefur jafnvel uppi gíf- uryrði í því sambandi. Skiptir þá engu þó að staðreyndin sé sú að samþjöppun er ekki mikil og jafn- framt að hún er töluverð á öðrum mikilvægum mörkuðum, en af því virðast sömu aðilar engar áhyggjur hafa. - - - Þá er dapurlegt að álitsgjafarnir háværu skuli ekki hafa fyrir því að kynna sér starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þau keppa á alþjóðlegum markaði og á þeim markaði eru þau smá, reyndar örsmá, í samanburði við keppinaut- ana, sem þar að auki eru gjarnan ríkisstyrktir. - - - En þetta hefur engin áhrif á hina háværu, þeir krefjast auk- innar sértækrar skattheimtu á ís- lenskan sjávarútveg, alveg óháð staðreyndum um innlenda sérskatt- inn og erlendu ríkisstyrkina. - - - Er þetta nokkuð sama fólkið og krefst regluverks um fals- fréttir og upplýsingaóreiðu? Svanur Guðmundssson Umræða óháð staðreyndum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skemmtiferðaskipið Hanseatic Nat- ure lagðist að bryggju á Sauðárkróki í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 45 ár sem skemmtiferðaskip siglir inn Skagafjörð en það gerði þýska skip- ið World Discoverer árið 1977. Alls eru fjórar komur skemmti- ferðaskipa bókaðar í sumar, tvær í júlí og tvær í ágúst, að því er fram kemur á vef Skagafjarðar. Skagafjörður tók vel á móti skip- inu í gær, blíðuveður með sólar- glömpum og rigningarskúrum í bland. Skipið kom frá Noregi og heldur síðan til Grænlands með allt að 230 farþega. Miklar vonir eru bundnar við að skipin sem koma í sumar verði lyftistöng fyrir ferða- þjónustuna á svæðinu, bæði á Sauð- árkróki og í sveitunum í kring. Skemmtiferða- skip í Skagafirði Ljósmynd/Ómar Bragi Stefánsson Skagafjörður Skipið Hanseatic Nature við bryggju á Sauðárkróki í gær. Hægt er að stytta viðbragðstíma og auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins með því að nýta þyrlur Landhelgis- gæslunnar betur í stað þess að fjár- festa í nýjum Airbus H145-þyrlum. Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, í samtali við Morg- unblaðið. Sveinn Hjalti Guðmunds- son, þjálfunarflugstjóri hjá Air Atlanta Icelandic, lagði nýlega til að stjórnvöld myndu fjárfesta í nýjum þyrlum sem eru smærri og ódýrari í rekstri en núverandi þyrlur Land- helgisgæslunnar. Auðunn segir hins vegar best í stöðunni að fullnýta núverandi þyrlu- kosti. Hann segir það ótímabært að fjárfesta í minni þyrlum til sjúkra- flugs og að frekari greiningu þurfi til að meta gagnsemi þeirra. Hann segir kaup ekki nauðsynleg til að auka hagkvæmni. „Með því að fjölga áhöfnum og koma á staðarvakt, hluta sólarhringsins er hægt að auka nýtingu þeirrar fjárfestingar sem þegar liggur í tækjakosti og mann- auði.“ Að mati Auðuns væri þannig hægt að stytta viðbragðstímann. „Þannig myndi skapast svigrúm til að auka verulega við sjúkraflug með þyrlum.“ Hann segir einnig mikilvægt að tryggja sjúkraflutningsþjónustu við sjófarendur. „Áratugareynsla Land- helgisgæslunnar af björgunarstarfi hefur leitt í ljós að litlar sjúkraþyrlur, sem ekki eru með afísingarbúnað, koma að takmörkuðu gagni við sjúkraflutninga á sjó. Landhelgis- gæslan hafði slíkar þyrlur í rekstri í yfir 20 ár en hvarf frá því þar sem þær þóttu ekki henta íslenskum að- stæðum nema hluta ársins.“ Betri nýting myndi skila hagkvæmni - Segir ekki þörf á nýjum þyrlum á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Smærri Nýju Airbus H145-þyrlurnar eru minni og ódýrari í rekstri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýting Auðunn segir mögulegt að nýta núverandi þyrlur enn betur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.