Morgunblaðið - 15.07.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Urður Egilsdóttir
skrifar frá Lundúnum
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhalds-
flokks Bretlands fór fram í gær og eru
nú fimm eftir í kjöri.
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, varð aftur efstur í atkvæða-
greiðslunni með 101 atkvæði. Þar á
eftir varð Penny Mordaunt aðstoðar-
viðskiptamálaráðherra með 83 at-
kvæði.
Eftir að Graham Brady, formaður
1922-nefndarinnar, tilkynnti úrslitin
sagðist Mordaunt vera ánægð að al-
menningur skilji hennar framtíðarsýn
fyrir Bretland. Skoðanakannanir
sýna að Mordaunt hlýtur mest fylgi á
meðal almennra félaga í Íhaldsflokkn-
um en í síðustu umferð leiðtogakjörs-
ins eru það þeir kjósendur sem velja á
milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Mordaunt var dygg stuðningskona
útgöngu Breta úr Evrópusamband-
inu (Brexit) árið 2016. David Frost,
fyrrverandi Brexit-ráðherra og lykil-
maður í samningaviðræðum Breta,
sagðist í gær hafa „alvarlegar áhyggj-
ur“ ef hún yrði næsti forsætisráð-
herra.
Kappræður næstu daga
Í þriðja sæti varð Liz Truss utan-
ríkisráðherra með 64 atkvæði og þar
á eftir varð Kemi Badenoch, fyrrver-
andi jafnréttismálaráðherra, með 49
atkvæði. Badenoch sagði í tísti að úr-
slitin sýndu að æ fleiri þingmenn
Íhaldsflokksins styddu sýn hennar
um „heiðarleg stjórnmál og íhalds-
söm grunngildi“.
Í fimmta sæti varð Tom Tugend-
hat, formaður utanríkismálanefndar
þingsins, með 32 atkvæði. Eftir að
niðurstöðurnar voru kynntar sagðist
hann ætla að halda ótrauður áfram í
leiðtogakjörinu og myndi taka þátt í
kappræðum þingmannanna í sjón-
varpi sem fara fram í dag, á sunnudag
og mánudag. Tugendhat sagðist
standa fyrir „hreinni byrjun“ og að
„þingmönnum þyrfti aftur að vera
treyst“. Suella Braverman dóms-
málaráðherra varð í síðasta sæti ann-
arrar umferðarinnar með 27 atkvæði
og er því dottin úr leik.
Næsta atkvæðagreiðsla fer fram á
mánudag og verða þá fjórir eftir í
leiðtogakjörinu.
Kallar eftir þingkosningum
Keir Starmer, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, kallaði eftir nýjum
þingkosningum á þinginu eftir að
niðurstöðurnar voru kynntar. Hann
sagði að Bretar þyrftu á „nýrri byrj-
un“ að halda og að nýr leiðtogi Íhalds-
manna myndi ekki svara því kalli.
Íhaldsflokkurinn hefur ráðið ríkjum í
tólf ár í landinu en Gordon Brown var
síðasti forsætisráðherra Verka-
mannaflokksins. „Þetta er eins og fé-
lag sem er að sökkva niður í hyldýpið
og reynir að skipta um stjóra í ör-
væntingu. Það eru ekki breytingarn-
ar sem við þurfum á að halda. Við
þurfum að breyta ríkisstjórninni, ný
byrjun fyrir Bretland, og það getur
Verkamannaflokkurinn undir minni
stjórn boðið upp á,“ sagði Starmer.
AFP
Leiðtogi Penny Mordaunt er hlut-
skörpust í breskum veðbönkum.
Sunak áfram efstur
eftir aðra umferð
- Suella Braverman úr leik - Næsta umferð á mánudag
Leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins
Atkvæðafjöldi í fyrstu og annari umferð
Liz Truss
Utanríkisráðherra
Fyrsta umf. 50 Önnur umf. 64
Kemi Badenoch
Fyrrverandi jafnréttismálaráðherra,
hætti 6. júlí
Fyrsta umf. 40 Önnur umf. 49
Penny Mordaunt
Fyrsti kvenkyns varnarmálaráðherra
Bretlands, núverandi aðstoðar-
viðskiptamálaráðherra
Fyrsta umf. 67 Önnur umf. 83
Rishi Sunak
Fyrrverandi fjármálaráðherra,
hætti 5. júlí
Fyrsta umf. 88 Önnur umf. 101
Suella Braverman
Dómsmálaráðherra
Fyrsta umf. 32 Önnur umf. 27
Tom Tugendhat
Formaður utanríkismálanefndar
þingsins
Fyrsta umf. 37 Önnur umf. 32
Gotabaya Rajapaksa sagði formlega
af sér sem forseti Srí Lanka í gær.
Hann flúði Maldíveyjar eftir að
fjöldamótmæli brutust út við komu
hans til ríkisins og dvelur hann því
nú í Singapúr ásamt eiginkonu sinni.
Yfirvöld þar í landi sögðu að Raja-
paksa væri einungis í heimsókn í
Singapúr af „persónulegum ástæð-
um“ og að hann hefði ekki sótt um
hæli. Óvíst er hvert hann heldur
næst en sérfræðingar í öryggismál-
um telja að hann muni fara til Sam-
einuðu arabísku furstadæmanna.
Forsetahjónin hafa verið á flótta
frá því á miðvikudag er þau yfirgáfu
Srí Lanka ásamt lífvörðum. Miklar
óeirðir eru í ríkinu vegna ástandsins
í efnhagslífinu. Rajapaksa er ásak-
aður um að hafa gert ríkið gjaldþrota
en erlendar skuldir Srí Lanka hljóða
upp á 51 milljarð dollara. Eldsneyti
er af skornum skammti í landinu og
þá er sömuleiðis skortur á innflutt-
um matvælum og lyfjum. Fjórir af
hverjum fimm Srí Lanka-mönnum
sleppa nú máltíðum til þess að kom-
ast af.
Naut friðhelgi gegn handtöku
Rajapaksa lýsti yfir neyðarástandi
vegna mótmæla 1. apríl. Rúmum
þremur mánuðum síðar brutust mót-
mælendur inn á heimili hans og flúði
hann land þremur dögum síðar. Sem
forseti naut Rajapaksa friðhelgi
gegn handtöku en talið er að hann
hafi óttast að vera handtekinn af
nýrri stjórn ef hann hefði ekki yfir-
gefið ríkið. Hann sendi tölvupóst til
forseta þingsins þar sem hann til-
kynnti afsögn sína. Er hann fyrsti
forseti Srí Lanka til þess að gera það
síðan fyrsti forseti ríkisins tók við
völdum árið 1978.
Mótmælendur í Colombo, höfuð-
borg Srí Lanka, fögnuðu ákaft er
fréttir bárust af afsögn Rajapaksa.
Talskona mótmælenda sagði að
mótmælendur myndu yfirgefa for-
setahöllina, skrifstofu forsetans og
forsætisráðuneytið friðsamlega.
„Við munum þó halda áfram að berj-
ast,“ sagði talskonan.
Ranil Wickremesinghe var áður
forsætisráðherra en er nú starfandi
forseti. Hann verður ekki formlega
forseti fyrr en hann sver eið. Eftir
það hefur Wickremesinghe 30 daga
til að öðlast stuðning þingsins. Ef
það tekst ekki kjósa þingmenn um
nýjan forseta. Mótmælendur hafa
einnig kallað eftir afsögn hans.
Forseti Srí Lanka tilkynnir afsögn
- Forsetahjónin flúin til Singapúr - Rajapaksa er fyrsti forsetinn til að segja af sér - Mótmælendur
fögnuðu ákaft í höfuðborginni - Wickremesinghe tekur við formlega er hann hefur svarið eið
AFP
Srí Lanka Bræðurnir Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forsætisráðherra, og
Gotabaya Rajapaksa, fyrrverandi forseti, eru ekki vinsælir í heimalandinu.
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, neit-
aði að samþykkja afsögn forsætisráð-
herrans Mario Draghi í gær. Matt-
arella bauð forsætisráðherranum að
koma fram fyrir þingið með yfirlýs-
ingu. Búist er við að það verði um
miðja næstu viku og kemur þá í ljós
hvort ríkisstjórnin hafi nægan stuðn-
ing til þess að starfa áfram.
Draghi tilkynnti afsögn sína eftir
að þingmenn Fimm stjörnu hreyfing-
arinnar (M5S) sátu hjá í atkvæða-
greiðslu um vantrauststillögu á hend-
ur ríkisstjórninni í efri deild ítalska
þingsins.
Ófullnægjandi efnahagsaðstoð
Ástandið er tilkomið vegna þess að
Giuseppe Conte, leiðtogi M5S, neitaði
að styðja drög Draghi um 23 milljarða
evra efnhagsaðstoð til bágstaddra
fjölskyldna og fyrirtækja. Sagði
Conte að Draghi gerði ekki nóg til að
stemma stigu við hækkandi verðlagi í
landinu.
Þrátt fyrir að vantrauststillagan
væri ekki samþykkt sagði Draghi að
ríkisstjórnin gæti ekki starfað án
stuðnings M5S. Hann sagði í yfirlýs-
ingu að nauðsynlegur grundvöllur
samsteypustjórnarinnar væri „ekki
lengur til staðar“. Þá sagði hann einn-
ig að „sá sáttmáli um traust sem rík-
isstjórnin væri byggð á væri horfinn“.
Draghi var bankastjóri Evrópska
seðlabankans á árunum 2011 til 2019
áður en Mattarella skipaði hann í
embætti forsætisráðherra í febrúar
árið 2021. Var honum falið að mynda
þjóðstjórn með stuðningi þingmanna
úr flestum flokkum sem eiga sæti á
þingi.
Helstu verkefni Draghi voru að
rétta við efnahagslíf landsins eftir
erfið ár vegna heimsfaraldursins. Til
stóð að Ítalir gengju til þingkosninga
á næsta ári. Svo kann að fara, í ljósi
pólitískrar óvissu, að boðað verði til
kosninga síðar á þessu ári.
Draghi reyndi
að segja af sér
- Forseti Ítalíu hafnaði afsögninni
AFP
Forsætisráðherra Mario Draghi til-
kynnti forsetanum afsögn sína.