Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Áfram Ísland! Það vantaði ekki stemninguna í stuðningsmenn Íslands fyrir leikinn gegn Ítalíu. Hér eru formaður KSÍ, forseti Íslands og menningar- og viðskiptaráðherra framarlega í flokki. Eggert Jóhannesson Vitur maður hefur sagt að fegurðin standi nær því ljóta en nokk- uð annað. Orð vitra mannsins verða að sannleik þegar þau, sem búa í frjálsum heimi, þurfa að horfa á stríð á mörkum frjálsa heimsins og alræð- isins. Sennilega er ekkert sjónvarpsefni jafn viðbjóðlegt og stríð í beinni útsendingu. Fyrsta stríð veraldarsögunnar í beinni út- sendingu var stríðið í Víetnam. Eitt sinn horfði ég á Reykjanesið í sól og hillingum með Bandaríkjamanni. Þar sem hann horfði á fegurðina af Ægisíðu sagði hann að landslagið, úr þessari fjarlægð, minnti sig á landslagið í Víetnam, þar sem Bandaríkjamenn háðu sína vitlaus- ustu styrjöld. Eftir að hafa átt skamma viðdvöl í því landi get ég tekið undir það. Járntjald um þvera Evrópu Winston Churchill flutti ræðu í Westminster College í Fulton í Mis- souri. Við engu var búist af fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands. Það varð öðru nær. Í ræðunni sagði stjórnmálaskörungurinn að búið væri að draga járntjald um þvera Evrópu, frá Stettin í norðri til Trieste í suðri. Austan járntjaldsins væri forn menning í höfuðborgum þessara landa, meðal annars Vín í Austurríki. Þar skjátlaðist skör- ungnum. Austurríki hefur staðið vestan járntjalds í hin- um frjálsa heimi en þó utan NATO, sem er friðar- og varn- arbandalag. Ræðan var flutt skömmu eftir að til- raun til alræðis í Evr- ópu hafði verið brotin á bak aftur. Sovétríkin voru í hinum samein- aða herafla, sem lagði heri Þýskalands, undir stjórn Hitlers, að velli. Innan við átta mán- uðum eftir lok styrjaldar og eftir fundi í Yalta og Teheran hafði gjörv- öll Austur-Evrópa orðið að áhrifa- svæði Sovétríkjanna. Á næstu 40 ár- um reyndu þjóðir á þessu áhrifasvæði að skapa sér sjálfstætt líf. Þrisvar sinnum hlutuðust sov- éskir herir í innanríkismál þessara ríkja, og kæfðu frelsi í fæðingu í Austur-Þýskalandi 1953, í Ung- verjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. Járntjaldið féll Svo fór þó að lokum að járntjaldið féll, án hernaðarátaka. Fall Sovét- ríkjanna var af efnahagslegum ástæðum. Í jarðskjálfta í Úral- fjöllum 1988 kom í ljós að sovéskir herir voru ófærir um að koma að leit og björgun. Á næstu tveimur árum fengu fylgiríki Sovétríkjanna frelsi. Eystrasaltslöndin, sem voru aldrei hluti af Rússlandi, en innlimuð í Sovétið, fengu langþráð frelsi. Fyrst með viðurkenningu Íslands og um- heimsins, og síðan með aðild að NATO og Evrópusambandinu. Fall járntjaldsins var sigur frels- Þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir Þegar Aleksander Kwaśniewski, forseti Póllands, flutti erindi í Há- skólabíói og var spurður um þátt- töku lands síns í Balkanstríðinu, sagði forsetinn að Pólverjar hafi upplifað þjóðernishreinsanir í sínu landi og á það væri ekki hægt að horfa án þess að bregðast við. Þegar herir Rússlands gera inn- rás í frjálst og fullvalda ríki, sem Úkraína er, þá bregst heimsbyggðin við. Fyrstu viðbrögð eru að veita flóttafólki skjól. Önnur viðbrögð eru að egna ekki óvininn til þess að brúka þau kjarnaorkuvopn, sem þetta sama land afhenti við að- skilnað, þar sem búast mátti við frið- samlegum samskiptum. Getur heimsbyggðin staðið and- spænis þjóðarmorði í Úkraínu án þess að bregðast við? Aðildarþjóðir NATO þora ekki að bregðast við með beinni þátttöku í stríðinu í Úkraínu vegna hótunar Pútíns um að beita kjarnaorkuvopn- um. Evrópa, sem er háð rússnesku gasi, spyr nú hvort skrúfað verði fyrir gas til álfunnar. Hvernig er hægt að nálgast gas frá öðrum olíu- ríkjum? Er rússneskur her á vetur setjandi? Sem fyrr segir var sovéskur her ófær um að koma að leit og björgun í Úralfjöllum 1988. Hernaður felst ekki aðeins í því að skjóta á and- stæðinginn, eins og þegar glæpa- gengi takast á. Hernaður er fyrst og fremst birgðaflutningar. Í hernaði í borg þar sem farið er hús úr húsi mun gesturinn tapa, eins og þegar Bandaríkjamenn töpuðu stríði við bændaþjóð í Víetnam. Hermaður í rússneskum her, sem veit ekki til hvers er barist og er ef til vill einnig vannærður, hefur ekki mikið baráttuþrek. Það verður því spurning hvort rússneskur her stenst það próf, sem Alexander I Rússakeisari felldi Napoleon 1812 og Stalín felldi heri Hitlers á í síðari heimsstyrjöldinni, þ.e. veturinn á þessum slóðum. Vopnasendingar frá hinum frjálsa heimi munu vafalaust verða notaðar til að koma í veg fyrir aðflutninga til rússneskra herja. Þá mun erfitt fyr- ir herina að berjast. Svo virðist sem rússneski flugherinn sé lítils megn- ugur. Vonandi verður herför Rússa í Úkraínu sneipuför. Fegurðin „Skáldið var ríkastur maður á Ís- landi að eiga sjón fegurðarinnar, þessvegna kveið hann ekki heim- inum, fanst hann ekki hræðast neitt. Sumir eiga mikla penínga og stórar jarðir en aungva fegurð. Hann átti fegurð als Íslands og als mannlífs.“ Flestu þessu má snúa upp á Vla- dimír Pútín með öfugum formerkj- um. Herir hans munu tapa árásar- stríði sínu í Úkraínu. Sennilega mun Pútín, vinir hans og sú þjóð, sem hann misbýður heima fyrir, gjalda eyðilegginguna dýru verði. Máttur fegurðarinnar mun að lok- um sigra og Úkraína mun öðlast sitt frelsi og fegurð. Eftir Vilhjálmur Bjarnason »Hermaður í rúss- neskum her, sem veit ekki til hvers er barist og er ef til vill einnig vannærður, hefur ekki mikið baráttuþrek. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Frjáls heimur og stríð is, sem er fegurst og æðst allra hug- sjóna. Stríð í Evrópu Ráðamenn í Vestur-Evrópu ein- beittu sér að því að byggja upp frjálsa Evrópu, þar sem atvinnu- frelsi og frjáls viðskipti voru meg- inforsendur frelsis. Til þess var horft austan járntjalds. Sovétríkin hrundu. Rússland var endurreist, með nokkrum fylgispektarríkjum. Eitt hinna gömlu ríkja í bandalagi Sovétsins var Úkraína. Úkraína hafði þá sérstöðu, með Hvíta- Rússlandi, að vera meðal stofnríkja Sameinuðu þjóðanna árið 1944. Úkraína hafði með samningum við Rússland afhent Rússlandi kjarnorkuvopnabúr landsins og gat reiknað með því að sjálfsákvörð- unarréttur þjóðarinnar yrði virtur. Úkraína undirstrikaði sjálfstæði sitt með því að stofna sjálfstæða rétttrúnaðarkirkju með úkraínskan patríarka. Það kann að vera að einhver mun- ur sé á Rússlandi og Úkraínu. Rúss- land er hráefnaframleiðandi, grefur málma úr jörðu og dælir olíu og gasi úr sömu jörðu. Úkraína er korn- forðabúr Evrópu og hefur örugg- lega oft komið í veg fyrir hung- ursneyð í hinum gömlu Sovétríkjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.