Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
✝
Sigrún Guð-
björg Ásgeirs-
dóttir fæddist á
Ísafirði 5. maí
1951. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 3. júlí
2022.
Foreldrar Sig-
rúnar voru Ásgeir
Elías Sigurður
Ólason, f. 26.4.
1925, d. 22.1. 2002, og Torf-
hildur Guðlaug Jóhannes-
dóttir, f. 12.11. 1926, d. 20.1.
2004.
Systur Sigrúnar eru Guðrún
Halldóra, f. 2.7. 1945, d. 31.5.
eru: 1) Hjálmar Vagn Haf-
steinsson, f. 25.4. 1971, d. 9.7.
2005. 2) Sonja Drífa Hafsteins-
dóttir, f. 30.4. 1973, gift Hall-
dóri Þorvaldssyni, f. 25.8.
1971. Börn þeirra eru: Hafrún
Ýr, gift Atla Einarssyni og
eiga þau eitt barn. Stefanía
Malen, í sambúð með Ólafi
Guðmundssyni og á hann þrjú
börn og Aron Ingi. 3) Ásgerð-
ur Hafdís Hafsteinsdóttir, f.
26.4. 1978, í sambúð með Úlf-
ari Erni Jónssyni, f. 21.2. 1980.
Börn þeirra eru: Andrea Sól
Garðarsdóttir í sambúð með
Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur,
Antonía Ísey og Ernir Ísarr. 4)
Díana Signý Hafsteinsdóttir, f.
16.2. 1984. Dóttir hennar er
Viktoría Lilja Mavropulo.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
15. júlí 2022, og hefst athöfnin
kl. 12:00. Jarðsett verður í
Innri-Njarðvíkurkirkjugarði.
2011, og Guð-
munda Kristín, f.
4.12. 1947. Upp-
eldisbróðir Sigrún-
ar er Ásgeir Jóns-
son, f. 26.3. 1963.
Sigrún lætur
eftir sig eigin-
mann og þrjár
dætur.
Eiginmaður Sig-
rúnar er Hafsteinn
Oddsson, fæddur á
Siglufirði 7.8. 1947. Foreldrar
Hafsteins voru Oddur Vagn
Hjálmarsson, f. 1911, d. 1979,
og Gunnfríður Friðriksdóttir,
f. 1920, d. 1996.
Börn Sigrúnar og Hafsteins
Elsku yndislega Sigrún mín.
Ég mun aldrei gleyma þér,
elsku ástin mín!
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þinn að eilífu,
Hafsteinn.
Elsku besta mamma mín,
kletturinn minn, besta vinkona
mín.
Hvernig get ég kvatt þig
þegar ég get ekki hugsað mér
lífið án þín? Heimilið ykkar hef-
ur verið svo tómlegt án þín en
ég reyni að halda öllu eins og
þú best vildir hafa það og við
pabbi höfum það kósý saman.
Þú kenndir mér mikið og þú
kenndir mér vel en það er svo
óraunverulegt að hugsa til þess
að ég muni aldrei aftur geta
hringt í þig og spurt þig um hitt
og þetta sem bara mömmur
geta svarað.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa tekið þá skyndiákvörðun í
jólafríinu síðustu jól að húrra
mér aftur til Noregs og pakka
niður dótinu okkar Viktoríu í
flýti og flytja aftur heim til Ís-
lands. Tíminn sem við Viktoría
höfum átt með þér á þessu ári
er svo dýrmætur, þó að veik-
indin þín og svo mín hafi tekið
sinn toll þá vorum við alla vega
saman og studdum hvor aðra
með jákvæðni og bjartsýni að
leiðarljósi. Og best af öllu er að
við kvöddumst alltaf með orð-
unum: „Ég elska þig.“
Ég trúi því að allt hafi sinn
tilgang, og það er eins og síð-
astliðið hálfa ár hafi verið fyr-
irframákveðið og undirbúningur
fyrir það sem við fjölskyldan
stöndum frammi fyrir í dag, að
þú sért ekki lengur hér til að
halda utan um okkur og þjappa
okkur saman.
Það verður erfitt að komast
yfir þá tilhugsun að það verði
aldrei önnur útilega með þér,
ekkert ferðalag, engin fjöl-
skyldumatarboð þar sem þú
eldar marga lítra af kjötsúpu
eða saltkjöt og baunir. En í
hvert sinn sem ég fer í ferðalag
eða útilegu, elda kjötsúpu eða
saltkjöt og baunir, þá munt þú
vera mér efst í huga.
Elsku besta mamma mín,
mikið sem ég sakna þín! En nú
er komið að kveðjustund og ég
veit að Hjálmar og Tinna hafa
tekið vel á móti þér og að þið
munið taka vel á móti mér þeg-
ar minn tími kemur.
Guð geymi þig og gefi þér
góða drauma.
Þín
Díana.
Elsku besta mamma mín.
Elsku besta yndislega mamma
mín.
Hvernig skrifar maður minn-
ingu um móður sína, stoð sína
og styttu og sinn aðalstuðnings-
mann?
Aldrei í veröldinni átti ég von
á að missa þig strax. Þó að ég
hafi notið þeirrar gæfu að
ganga með þér lífsveginn í öll
þessi ár og læra svo margt þá
hélt ég að ég hefði tíma til að fá
þig til að kenna mér að gera
heimsins bestu kjötsúpu, bauna-
súpu og baka þær allra bestu
kleinur sem finnast á Íslandi.
En dauðinn spyr hvorki kóng
né prest hvort við séum honum
viðbúin og hann tók þig frá mér
og okkur öllum sem elskuðum
þig, nánast án viðvörunar.
Veikindin komu snögglega en
í gegnum þau öll fórstu án þess
að kvarta og vildir helst aldrei
vera byrði á neinum. Þú tókst
þeim með þeirri stóísku ró sem
einkenndi þig ávallt þegar eitt-
hvað alvarlegt bjátaði á og ætl-
aðir aldrei að leyfa þeim að
buga þig. Í sorg minni er það
mér huggun harmi gegn að þú
þurftir þó ekki að liggja langa
og erfiða veikindalegu því það
var sannarlega ekki eitthvað
sem þú vildir ganga í gegnum.
Nú færðu hvíldina við hlið
Hjálmars bróður sem þú sakn-
aðir svo sárt.
Minningarnar streyma fram
þegar maður stendur frammi
fyrir þeirri staðreynd að fleiri
verða þær ekki en þær eru ótal-
margar dásamlegar sem ég á
með þér elsku mamma.
Þegar þú tókst fram gítarinn
og söngst fyrir okkur lagið „Á
kaupmanninn rétt við búðar-
borðið svo brosfögur horfði
Stína“ eða settir Tammy Wy-
nett á fóninn og dansaðir í stof-
unni. Þegar spennan magnaðist
í húsinu á haustin þegar heyrð-
ist: Já ég tek 20 slátur í ár og
hver og einn fjölskyldumeðlim-
ur var virkjaður í sláturhrær-
ingar og keppasaum. Þegar vín-
arbrauðsbakstur hófst vissum
við að sumarið var komið og
fram undan var þriggja mánaða
útilegutímabil þar sem fjöl-
skyldunni var pakkað niður á
fimmtudögum og brunað úr
bænum strax eftir vinnu á
föstudögum. Hreingerningar-
æðið sem rann á þig um miðjan
nóvember ár hvert og smáköku-
ilmurinn í húsinu þegar þú fyllt-
ir hvern dunkinn á fætur öðr-
um, minnst 15 sortir fyrir hver
jól. Hláturinn og gleðin í kring-
um þig á góðum stundum og
hlýr móðurfaðmurinn þegar líf-
ið var mér erfitt og ég þurfti
mest á honum að halda.
Ég sá þig síðast daginn áður
en þú lést og síðustu orðin sem
þú sagðir við okkur pabba voru:
Ég elska ykkur.
Þessi orð verða greypt í
hjarta mitt um ókomna tíð.
Þessi orð voru ætluð öllu þínu
fólki sem þú elskaðir svo mikið
og skilyrðislaust og munu sakna
þín sárar en hægt er að koma í
orð.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Takk fyrir allt elsku amma sem
varst börnunum mínum svo
dásamleg. Takk fyrir minning-
arnar, hláturinn og grátinn.
Takk fyrir ástina og hlýjuna.
Ég mun elska þig að eilífu.
Þín dóttir,
Ásgerður.
Þegar ég talaði við mömmu í
myndsímtali síðdegis 2. júlí átti
ég ekki von á því að það væri í
síðasta skipti sem ég fengi að
tala við hana og segja henni að
ég elskaði hana. Engin orð geta
lýst sorg minni og söknuði.
Fyrstu minningarnar eru af
mömmu að syngja og spila á
blómamálaðan gítarinn sinn,
sem var mikill dýrgripur í mín-
um augum öll mín uppvaxtarár,
það voru dýrmætar stundir.
Mamma var afskaplega dug-
leg kona og einstaklega mynd-
arleg húsmóðir, og bjó okkur
fjölskyldunni fallegt heimili sem
var alltaf opið og allir velkomn-
ir. Oft og tíðum var ansi gest-
kvæmt á heimilinu og var hún
sérstaklega lunkinn við að koma
öllum fyrir í gistingu það virtist
alltaf vera pláss fyrir fleiri.
Mamma unni sér best með
nóg af fólkinu sínu í kringum
sig og galdraði fram veislur
eins oft og færi gafst til að fá
sem flesta saman, það má segja
að það hafi verið hennar aðal-
áhugamál ásamt því að ferðast.
Ferðalög og útilegur voru stór
hluti af uppvexti okkar og
þeyttumst við um landið þvert
og endilangt allar helgar á
sumrin og eltum góða veðrið
eins og mamma sagði alltaf. Þá
var pakkað í bílinn á fimmtu-
dagskvöldi útilegubúnaðnum og
öllu því bakkelsi, smurðu brauði
og mat sem mamma hafði útbú-
ið í vikunni og brunað úr bæn-
um eftir vinnu á föstudegi.
Seinna var pakkað í hjólhýsið
og farið í nokkrar vikur í einu.
Hún hefði líklega verið á ferð
og flugi árið um kring ef ekki
hefði stoppað hana mikil bíl-
hræðsla í vetrarfærð.
Mikil sorg dundi yfir árið
2005 þegar elsta barn þeirra og
einkasonur lést, mamma bar
harm sinn í hljóði, en sorgin var
mikil og í tilraun til að milda
hana ákváðum við systur að
gefa þeim hvolp, þessi litli
hvolpur sem fékk nafnið Tinna
átti eftir að verða mikil sálu-
hjálp og gleðigjafi í þeirra lífi
og átti hug þeirra allan þar til
hún drapst úr hárri elli bless-
unin.
Mamma var aldrei langt und-
an þegar á þurfti að halda og
ávallt boðin og búin til að að-
stoða við hvað sem var. Gott
dæmi um það er þegar við hjón-
in réðumst í húsbyggingu, þá
var mamma allt í öllu, galdraði
hún fram dýrindisveislur á einni
rafmagnshellu á milli þess sem
hún málaði allt húsið að innan.
Útsjónarsemi og nægjusemi
einkenndu hana og fann hún
ráð við öllu. Ófá símtölin átti ég
við mömmu þar sem ég fékk
ráð hjá henni fyrir hin ýmsu
verkefni sem ég strandaði með.
Fyrir nokkrum árum flutti ég
tímabundið með mína fjölskyldu
til Noregs og voru mamma og
pabbi dugleg að koma þangað í
heimsókn til okkar, það voru
margar yndislegar minningar
sem lagðar voru inn í minning-
arbankann. Ferðast og skoðað
og notið góða veðursins, en eitt
af því sem mamma fékk aldrei
nóg af, það var sólin.
Elsku mamma takk fyrir allt
sem þú kenndir mér, gerðir fyr-
ir mig, með mér og sérstaklega
allt sem þú varst mér. Guð
geymi þig elsku mamma mín.
Þín
Sonja.
Amma mín. Fallegust og
best. Ég sakna þín svo mikið og
elska þig að eilífu enn meira.
Þú átt risastóran stað í hjart-
anu mínu og hefur átt hann eins
lengi og ég man eftir mér.
Takk fyrir að kenna mér að
búa til kokteilsósu. Takk fyrir
að laga rennilásinn á fötunum
mínum milljón sinnum. Takk
fyrir þola ruglið í mér, bæði
þegar ég var barn og fullorðin.
Takk fyrir að trúa á mig og
hrósa mér fyrir minnstu hluti.
Takk fyrir að passa mig, hugga
mig, skamma mig, kenna mér,
knúsa mig og elska mig.
Það er erfitt að hugsa til þess
að þú munir aldrei aftur baka
sörur, bara fyrir frekjuna mig,
þó þér finnist það hundleiðin-
legt. Eða aldrei aftur gera
heimsins besta græna salatið,
sem ég fékk loksins samþykki
þitt fyrir að hafa í fermingunni
minni þó það væri ekki ferming-
armatur. Eða aldrei aftur þvo
fötin mín og skila þeim með
ömmulykt, eftir að vera búin að
bletta í allan matinn sem ég
missti á mig. Það er erfitt að
hugsa til þess að allt sem þú
gerðir fyrir mig og alla sem þú
elskaðir verður aldrei aftur.
En ég er svo þakklát fyrir öll
árin sem ég fékk með þér og
minningin þín lifir svo skært.
Þakklát fyrir tímann sem við
áttum saman síðustu mánuði
þar sem ég fékk að hugsa um
þig og passa upp á þig. Þó að
samviskubitið yfir að gera
aldrei nóg sé mjög sterkt, þá
veit ég að þetta var nóg fyrir
þig því þú ert venjulega mann-
eskjan sem hugsar um alla hina.
En það gerði svo mikið fyrir
mig að þú treystir mér til að
vera til staðar fyrir þig. Besta
mín.
Þegar ég hugsa til baka um
hvaða minning lýsir þér best,
þá ert það þú í útilegu að hlæja,
dilla þér og gretta þig. Ham-
ingjusöm og glöð að vera með
fólkinu þínu að ferðast. Þannig
man ég þig að eilífu.
Ég elska þig.
Þitt barnabarn,
Andrea Sól
Garðarsdóttir.
Á sunnudagsmorgni, sem leit
út fyrir að verða eins og hver
annar sunnudagur, lágum við
systkinin, hvert í sínu bæjar-
félagi, og veltum okkur upp úr
amstri hversdagsins. Okkur var
snögglega kippt út úr þessum
hversdagslegu hugsunum þegar
fregnir af andláti ömmu okkar,
Sigrúnar Ásgeirsdóttur, bárust
okkur til eyrna. Ósjálfrátt lagði
hugurinn til hliðar hugsanir um
skipulag og verkefni vikunnar
sem fram undan var og leitaði
þess í stað aftur í tímann í
minningabankann. Á þessari
stundu streymdu margvíslegar
minningar um hugann. Minn-
ingar um yndislega ömmu sem
okkur þótti svo vænt um og
söknum ólýsanlega mikið.
Amma var stór manneskja,
þótt hún væri ekki sérlega há-
vaxin, eða eiginlega bara alls
ekki hávaxin. Hún hafði hins
vegar stórar skoðanir, stóran
persónuleika, stórt skap, en
fyrst og fremst stórt hjarta.
Amma var líka einstaklega
óheppin þegar kom að orðavali,
eins og daginn sem hún hafði
sparkað harkalega í þröskuld-
inn á baðherbergishurðinni, og
tilkynnti að hún hefði „rekið sig
upp undir þröskuldinn“.
Amma vildi alltaf fylgjast vel
með því sem börnin og barna-
börnin voru að gera, sýndi því
áhuga og sagði sína skoðun á
því, hvort sem hún var okkur
sammála eða ósammála. Eftir
að hún lærði á samfélagsmið-
ilinn Snapchat fylgdist hún enn
meira með því sem við vorum
gera, og leið vart sá dagur sem
amma sendi okkur ekki ein-
hverja fallega kveðju eða skila-
boð.
Amma var mikil félagsvera,
án þess þó að vilja vera mið-
punktur athyglinnar. Hún
hleypti ekki hverjum sem er að
sér, en hélt í staðinn sínum nán-
ustum þeim mun þéttar að sér.
Ef eitthvað stóð til, hvort
sem það voru veisluhöld eða
framkvæmdir á fasteignum, þá
var amma einhvernveginn alltaf
mætt fyrst á staðinn, boðin og
búin að aðstoða við þau verkefni
sem til féllu hverju sinni. Hún
setti fólkið sitt í fyrsta sæti, og
vildi ekki láta aðra breyta sín-
um plönum fyrir sig.
Amma var konan sem sam-
gladdist og fagnaði sigrum ein-
læglega með okkur og hélt utan
um okkur þegar eitthvað bját-
aði á, meðan hún bar sinn harm
í hljóði. Hún tókst á við lífið
með viljann og æðruleysið að
vopni og leysti þannig öll þau
verkefni sem fyrir hana voru
lögð.
Elsku amma, takk fyrir allt
og allt.
Þín barnabörn,
Hafrún, Stefanía
og Aron.
Elsku amma.
Ég sakna þín svo ótrúlega
mikið.
Takk fyrir allt, þú varst best.
Þín
Viktoría Lilja.
Sigrún G.
Ásgeirsdóttir
✝
Margrét Arn-
heiður Jak-
obsdóttir fæddist
8.janúar 1952, hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands 2. júlí 2022.
Foreldrar Mar-
grétar voru Jakob
Magnússon, f. 18.
apríl 1925, d. 9.
ágúst 2005, og
Svava Auð-
unsdóttir, f. 27. október 1925,
d. 15. október 2020, bændur í
Samtúni í Reykholtsdal.
Margrét var önnur í röð
fjögurra systkina. Eldri er
Magnús Jakobsson, bóndi í
Samtúni, og tvær yngri systur;
Sveinsína Erla Jakobsdóttir og
Guðrún Jak-
obsdóttir sem nú
er látin.
Margrét giftist
eftirlifandi eigin-
manni, Sigurði
Guðna Sigurðssyni,
og eignuðust þau
þrjú börn:
1. Jakob Svavar
Sigurðsson, í sam-
búð með Helgu
Unu Björnsdóttur.
2. Ólafur Guðni Sigurðsson, í
sambúð með Herdísi Lilju
Björnsdóttur. 3. Sigríður Helga
Sigurðardóttir, í sambúð með
Sigurði Ara Ómarssyni.
Margrét verður jarðsungin
frá Akraneskirkju í dag, 15.
júlí 2022, klukkan 13.
Margrét frænka mín er látin
eftir löng og erfið veikindi.
Hún lést á sjúkrahúsinu á
Akranesi 2. júlí sl.
Þegar Magga var fimm ára
réð ég mig í sveit til foreldra
hennar, Jakobs og Svövu, í
Samtúni í Reykholtsdal. Gulli
bróðir minn hafði þá verið hjá
þeim í sveit sem vinnumaður í
nokkur ár og leið afskaplega
vel. Mér, borgarbarninu, þótti
þetta spennandi, ekki síst þar
sem í Samtúni voru margir
góðir hestar og Jakob afar
viljugur að lána okkur hestana
eftir að vinnudegi lauk.
Það kom fljótt í ljós að
Magga var ákveðin og rögg-
söm stúlka sem vissi hvað hún
vildi. Mér var stundum falið að
passa Möggu og Sveinu systur
hennar, sem var ári yngri, en
ég minnist þess ekki sérstak-
lega að þær hafi þurft mikla
pössun. Báðar voru mjög
þægilegar og höfðu ávallt nóg
fyrir stafni. Börnin í Samtúni
voru alin upp við vinnusemi
og kunnu vel á umhverfið. Öll
föðurfjölskyldan bjó á sömu
jörðinni, Snældubeinsstöðum,
en foreldrar Jakobs voru
Magnús Jakobsson, bóndi og
kennari, og kona hans Sveins-
ína Arnheiður Sigurðardóttir,
Jónssonar, útvegsbónda frá
Akranesi. Þetta var öruggt og
gott umhverfi. Svava var úr
Reykjavík en móðir hennar,
Margrét Eyleif Bjarnadóttir,
var heimilishjálp hjá ömmu
minni Guðrúnu Eyleifsdóttur
frá Árbæ. Hún var þar heim-
ilisföst í mörg ár ásamt Svövu
dóttur sinni. Faðir Svövu var
Auðunn Magnússon.
Við systkinin vorum mörg
ár tengd Samtúni og sóttum í
að koma þangað þótt við vær-
um þar ekki lengur í vinnu.
Alltaf var jafn gott og gaman
að koma í Samtún.
Þegar ég var farin að búa
vildi svo til að Magga var hjá
okkur Jóni í tvo vetur þegar
hún fór í framhaldsskóla í
Reykjavík. Hún stundaði
námið af samviskusemi og
ábyrgð eins og allt annað sem
hún gerði. Mikið fannst okkur
hjónum gott að hafa Möggu.
Það var sama hvað hún var
beðin um að gera, allt var gert
með góðu og eins vel af hendi
leyst og hugsast gat. Magga
var einstakt snyrtimenni og
vandvirk, sama hvort hún að-
stoðaði við húsverkin eða
gætti sona okkar, allt var í
öruggum höndum. Hún var
svo samviskusöm og ábyrg að
leitun var að öðru eins.
Seinni veturinn sem hún bjó
hjá okkur fór hún að vera með
ungum pilti frá Akranesi. Ég
var í fyrstu hálfáhyggjufull
þar sem mér fannst ég bera
ábyrgð á henni svona ungri,
en um leið og ungi maðurinn
sagði deili á sér vissum við að
hún var í öruggum höndum.
Jón minn var ættaður af
Akranesi og í ljós kom að
hann þekkti vel til fjölskyldu
þessa unga manns, Sigurðar
Guðna. Magga hefur því verið
í þeim öruggu og tryggu
höndum frá því hún kynntist
Sigga 17 ára gömul. Á Akra-
nesi leið þeim vel í fallega
húsinu sínu og þar ólu þau
upp börnin sín þrjú. Siggi hef-
ur ekki vikið frá henni í löngu
og ströngu veikindastríði
hennar.
Ég votta Sigga og fjölskyld-
unni allri innilega samúð.
Hvíl í friði, elsku Magga
mín.
Guðrún Erla
Björgvinsdóttir (Ninný).
Margrét A.
Jakobsdóttir