Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
✝
Jónas Sigur-
jónsson fædd-
ist á Syðra-
Skörðugili í
Skagafirði 30.
október 1944.
Hann lést af slys-
förum í Skagafirði
2. júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Jón-
asson, Dúddi, f. 27.
ágúst 1915, d. 6.
september 1993, og Sigrún Júl-
íusdóttir, f. 5. júní 1907, d. 24.
júní 2006, bændur á Syðra-
Skörðugili í Seyluhreppi. Syst-
ur hans eru Unnbjörg Eygló, f.
22. janúar 1940, Júlía Sjöfn, f.
20. júlí 1942, og Ásdís Sigrún f.
27. desember 1949.
Jónas kvæntist 23. desember
1967 Valgerði Kristjánsdóttur
frá Syðri-Hofdölum, f. 28. des-
ember 1948. Þau bjuggu í nær
þrjá áratugi á
Sauðárkróki en
fluttu aldamótaár-
ið 2000 að Einholti
í Viðvíkursveit.
Börn þeirra eru:
1) Kristján Bjarki,
f. 23. nóvember
1967, maki Gerður
Kristný, f. 10. júní
1970; synir þeirra
eru Kristján Skírn-
ir, f. 29. desember
2004, og Hjalti Kristinn, f. 14.
janúar 2008. 2) Rannveig Jóna,
f. 25. nóvember 1968, maki Ro-
bert Jacob Kluvers, f. 4. júlí
1961, d. 24. september 2021;
dætur þeirra eru Helga Elín, f.
29. maí 1997, maki Arnór Ingi
Egilsson, f. 3. júní 1992, og
Katla Rut, f. 1. mars 2001.
Útför Jónasar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 15.
júlí 2022, klukkan 13.
Þar sem nú er ærslabelgur á
Króknum og krakkar takast á
við þyngdaraflið stóðu eitt sinn
hesthús fyrir ofan Flæðarnar,
kaupfélagshúsin sem kölluð
voru. Svartir stafnar vísuðu mót
austri og undir hverri burst
héldu menn hross. Þegar ég man
fyrst eftir mér á Króknum var
pabbi með hesta í ysta húsinu.
Lítill lækur rann skáhallt niður
Móana rétt fyrir utan og þangað
sóttum við vatn. Allt er þetta
eins og gerst hafi í gamalli bók:
Það fraus oft yfir lækinn, það
þurfti að moka frá og bera vatn-
ið inn í fötum. Steinsnar utar var
Safnahúsið þar sem kennt var á
hljóðfæri og í stillum sperrtu pí-
anótónar eyrun á klárunum. Síð-
an varð pabbi sér úti um hesthús
efst í Kristjánsklauf þangað sem
var stuttur gangur frá Þórs-
hamri, Kambastíg 2, þar sem við
bjuggum þá. Annar glugginn á
herberginu mínu vísaði í vestur
og upp í klaufina. Þar stóð ég
einn veturinn og horfði á eftir
pabba fara í húsin þegar öll suð-
urhlíðin í klaufinni brast og
hengjurnar krömdu fjárhúsin
hans Sveins Nikk. Húsin hans
pabba sluppu og þar hélt hann
áfram að temja. Þarna þjálfaði
hann Glotta sem dró að sér bik-
ara og medalíur eins og segull.
Eftir kvöldmat mannaði ég mig
stundum í að ganga með honum
þessi fáu skref upp í klauf til að
hjálpa honum við að lóðsa til
ungan klár sem hann var að
byrja með. Það var janúar, hann
var nýbúinn að taka inn eins og
hann gerði alltaf upp úr nýárinu,
og það lagði kaldan gust alla leið
ofan úr Skörðum og á himninum
tindruðu stjörnurnar. Klaufin er
þröng og þegar gengið er upp
eftir henni beygir hún þannig að
þegar við teymdum klárinn aftur
upp í hús hvarf bærinn neðan við
í myrkrið. Pabbi batt klárinn á
bás með fingurgómana og minn-
ið sem sína einu leiðbeinendur.
Þarna í rafmagnsleysinu, með
vatn sem alltaf var alveg á nipp-
inu með að myndi frjósa fyrir, í
hesthúsum sem eiginlega fóru á
kaf á veturna, hýsti hann hvern
gæðinginn á fætur öðrum. Sam-
tíða Glotta var þarna Svarti
september og svo hinn dásam-
legi Mósi og svo auðvitað ger-
semin hann Glampi frá Skörðu-
gili, einn fallegasti hestur sem
fæðst hefur, sem hann sýndi til
sigurs í klárhestakeppnum ótal
sinnum.
Í rás áranna bjóst maður allt-
af við einhverju. Kjarkurinn sem
þarf til að glíma við hestinn og
temja býr óhjákvæmilega yfir
vissu skeytingarleysi um eigið líf
og fjör. Orðið sjálft, að temja,
felur í sér að hesturinn lætur að
endingu undan vilja mannsins,
en til þess þarf maðurinn að tak-
ast á við skepnu sem er stærri
og meiri en hann. Eðlisfræðin er
augljós: Hesturinn er sterkari
en maðurinn. Pabbi dáðist að
erfiðum hrossum, flóknum per-
sónuleikum sem þurfti mörg ár
til að skilja og átta sig á. „Maður
temur minnst með því að djöfl-
ast í hestinum,“ sagði hann oft.
„Maður temur mest þegar mað-
ur liggur uppi í rúmi.“ Því það er
hugsun mannsins sem nær taki á
hestinum og skapferli hans. Lík-
legast var það óhjákvæmilegt að
síðasta ferð pabba yrði á hest-
baki. Að hann legði á og riði af
stað og þann daginn myndi eðlis-
fræðin vega þyngra en vilji
mannsins. Ríð glaður til nýrra
heima, pápi minn, ég sakna þín.
Kristján Bjarki.
Elsku bróðir!
Lífið er sífellt að koma manni
á óvart. Ekki datt mér í hug
föstudaginn 1. júlí síðastliðinn
þegar þið Valla sátuð síðdegis
hér á Staðarhofi yfir kaffibolla
með okkur íbúum staðarins í
fjörugum samræðum um hross,
ættir þeirra, hæfileika, sýningar
o.s.frv. að það yrði okkar síðasta
samtal, en tilefni umræðnanna
var ekki síst komandi Landsmót
hestamanna á Gaddstaðaflötum.
Ég fékk síðan þær fréttir um há-
degi daginn eftir að þú hefðir
kvatt þetta jarðlíf. Í dag er þessi
stund sem við áttum yndisleg
minning.
Það eru ótrúlega mörg minn-
ingabrot sem fara í gegnum hug-
ann, en fæst verða þau skráð
hér. Óljóst man ég þegar þú
fæddist 30. október 1944, en það
gerðist margt þann sólarhring-
inn. Úti var stórhríð og pabbi að
berjast við að sækja Sigríði
ljósu, síðan Agnesi á Ytra-
Skörðugili til að aðstoða, því
auðvitað fæddist þú heima á
Skörðugili. Séra Hallgrímur
Thorlacius, sem lengi var prest-
ur í Glaumbæ, dó þessa sömu
nótt, en þá var hann hættur
prestskap og hafði fengið her-
bergi í Hátúni hjá ömmu Stein-
unni, sem þá var orðin ekkja og
bjó með börnum sínum. Svo
mikil var hríðin þessa nótt að tvö
trippi fennti í gilinu á Skörðugili,
því enginn var tíminn til að sinna
þeim.
Minningarnar frá uppvexti
okkar á Syðra-Skörðugili þangað
sem mamma og pabbi fluttu í
júní 1940 og bjuggu allan sinn
búskap eru óteljandi. Reyndar
byrjuðu þau að búa 1939 í gamla
bænum í Glaumbæ, sem nú er
byggðasafn og þar er ég fædd.
Þú að reyna að komast á bak á
gamla Brún, úti á túni og alls
staðar, gekk misvel, og oft hugs-
aði hann fyrir þig. Pabbi að
teyma undir þér á þeim gamla.
Ein minning er mér mjög lif-
andi, sennilega af því ég var orð-
in svo leið á því að sækja stígvél-
in þín. Það var verið að reka féð
í fjöllin. Við krakkarnir þrjú
fengum að fara með upp að
Skarðsá (Ásdís ófædd) en ekki
man ég hver fór með okkur
heim, sennilega mamma. Þú
varst á gamla Brún og pabbi
teymdi undir þér, en þú varst í
nýjum stígvélum, sem alltaf voru
að detta af þér (sennilega keypt
vel stór) og auðvitað vorum við
berbakt, þá voru engir hnakkar
til fyrir okkur krakkana. Á þess-
um árum var flest farið á hest-
um. Eins og margir Skagfirð-
ingar varst þú eiginlega alinn
upp á hestbaki og alla tíð voru
hestar þitt áhugamál. Þú hefur
átt og tamið mörg mjög góð
hross, sýnt þau, keppt á þeim og
yfirleitt með mjög góðum ár-
angri. „Þú ert aldrei einn á ferð“
– og það var hann Jónas bróðir
minn svo sannarlega ekki. Hann
hafði hana Valgerði sér við hlið.
Hann var sannarlega lukkunnar
pamfíll þegar hann kynntist
henni. Hún skapaði honum strax
fallegt heimili á Sauðárkróki,
þar sem þau bjuggu þar til þau
byggðu sér hús á Syðri-Hofdöl-
um árið 2000 þar sem Valgerður
er alin upp. Þar komu þau sér
upp yndislegum sælureit, falleg-
um garði og heilmiklum skógi.
Þar höfðu þau líka hestana sína
sér við hlið. Saman áttu þau hjón
þetta áhugamál og ferðuðust
mikið saman á hestum. T.d. á ég
í minningunni frábæra ferð með
þeim fram á Hveravelli fyrir
margt löngu. Þau eignuðust tvö
börn og barnabörnin eru fjögur
og allt er þetta afburðafólk. Nú
getið þið feðgar tekið fáka ykkar
til kostanna í sumarlandinu og
mamma horft á.
Unnbjörg Eygló
Sigurjónsdóttir
(Laila).
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Já, þetta sem eitt sinn var:
Þessi hugleiðing Starra í Garði
kom mér í hug þegar ég frétti af
andláti frænda míns og nafna,
Jónasar H. Sigurjónssonar.
Á fyrstu árum ævi minnar
dvaldi ég í mislöng skipti á
Syðra-Skörðugili hjá föðurbróð-
ur mínum, Sigurjóni M. Jónas-
syni (Dúdda) og fjölskyldu hans.
Syðra-Skörðugil var minn leik-
skóli þess tíma. Þar ólst ég sum-
partinn upp í góðu atlæti við
náttúruna ásamt frændsystkin-
um mínum. Jónas var tveimur
árum eldri en ég. Á þessum mót-
unarárum má segja að hann hafi
verið leikskólastjórinn og áhrifa-
valdur í lífi mínu. Hann var ötull
við tamningar og þjálfun hesta.
Þó svo hann væri ekki hár vexti,
á þessum tíma, þá náði hann að
meðhöndla hrossin með sínum
snilldarhætti. Ég held ég megi
segja að hestamennskan hafi
verið honum í blóð borin frá fæð-
ingu.
Við nafni brölluðum ýmislegt
á þessum árum. Í minningunni
stendur upp úr veiðiferð upp í
Sæmundarhlíðará. Við fórum
ríðandi með girni á priki. Vorum
búnir að veiða fimm urriða, vel
væna, þegar veiðivörður kom
valhoppandi að ánni hinum meg-
in hennar. Veiðivörðurinn var
kvenskörungur mikill. Hún las
okkur pistilinn og vísaði okkur
frá ánni með áminningu. Við
snerum fljótlega við til að sækja
aflann, en þrátt fyrir mikla leit
þá fundum við ekki fenginn. Það
má segja að aflinn hafi verið
gerður upptækur frá náttúrunn-
ar hendi.
Við hittumst fyrir stuttu, þeg-
ar föðurbróðir okkar, Bjarni S.
Jónasson, var jarðaður. Þá
kvöddumst við með þeim orðum
að hittast næst þegar nafni
kæmi til borgarinnar.
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti þegar ég frétti af
andláti nafna. Hann var alltaf
léttur í lund og ekki minnist ég
þess að það hafi slegið í brýnu á
milli okkar á þeim tímum sem ég
kom að Syðra-Skörðugili.
Valgerði og fjölskyldu hennar
votta ég mína dýpstu samúð.
Jónas Jón Hallsson.
Það er fallegur júlímorgunn.
Ég er staddur inni í fjósi að
kenna kálfi á fóstruna og fyrir
utan mallar traktorinn með
rúlluvélina aftan í, tilbúinn til að
bruna í flekkinn. Jónas hafði ein-
mitt hringt í mig seint kvöldið
áður þar sem ég var úti á túni að
rúlla og sagt mér að við yrðum
heldur að þeysa um með sláttu-
vélina á mánudaginn því þriðju-
dagurinn yrði bjartur og fagur
og fram á miðvikudag. Þá kom
símtalið sem aldrei mun gleym-
ast, frá góðum granna, um að
Jónas hefði fallið illa af hestbaki.
Þegar maður situr í vélunum
allan daginn er nægur tími til að
hugsa fram og til baka um liðna
tíma og tíma sem ekki verða.
Þegar ég hugsa um Jónas okkar
er eitt orð sem skýtur alltaf upp
kollinum; þakklæti. Ég er svo
óendanlega þakklátur fyrir allt
sem Jónas gerði fyrir okkur fjöl-
skylduna. Þakklátur fyrir tím-
ann þegar ég var krakki að alast
upp á Hofdölum, hesta, bagga,
stóðrekstur og svo ótalmargt.
Þakklátur fyrir veturna fjóra
þegar ég bjó hjá Jónasi og Völlu
á Lindargötunni. Tímana okkar
saman í hesthúsinu í Kristjáns-
klaufinni, allar tamningarnar
sama hvernig viðraði, tilsögnina
við útreiðarnar, áhersluna á létt
taumhald, hestaferðirnar á milli
Króksins og Hofdala, oftar en
ekki á nýju tímameti. Ein svo-
leiðis ferð gleymist aldrei og það
tímamet verður seint slegið. Þá
lögðum við Jónas af stað af
Króknum snemma morguns, ég
lagði á Glampa Jónasar og Jónas
á Völluskjóna. Við vorum með
þrjá til reiðar hvor. Við riðum
léttan yfir í Nes og stoppuðum
fyrir neðan Garð. Það var norð-
an skítabræla þennan morgun
og við orðnir kaldir og blautir,
nenntum alls ekki að hafa hesta-
skipti en til að sýna lit þá stytti
ég í mínum ístöðum um tvö göt,
Jónas lengdi í sínum um tvö og
síðan reið ég Völluskjóna í Hof-
dali og Jónas Glampa sínum.
Það var mikið lán fyrir okkur
öll þegar Jónas og Valla frænka
ákváðu að flytja yfir í Einholt,
fyrir það verður seint fullþakk-
að.
Ég er þakklátur fyrir hvernig
þú leiðbeindir börnunum okkar
varðandi hestamennskuna, þar
komu þau aldeilis ekki að tómum
kofunum. Þakklátur fyrir allt
skutlið fyrir okkur öll. Í síma
Trausta Helga heitir þú Jónas
TAXI. Takk fyrir öll símtölin.
Takk fyrir að ná í okkur niður
eftir í kaffi þegar Valla frænka
hafði bakað einhverjar kræsing-
ar sem féllu ekki alveg í kramið
hjá þér og við áttum að „bjarga“
þér. Takk fyrir allt spjallið,
kaffibollana, hlátrasköllin, hósta-
köstin, takk fyrir.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar, ég man aldrei eftir að
það sem mér eða okkur fjöl-
skyldunni datt í hug að biðja þig
um hafi verið vandamál frá þinni
hendi.
Elsku Jónas. Við settum allt á
fullt í slættinum á mánudaginn
eins og um var talað, hættum
ekki fyrr en þessir 70 hektarar
sem eftir voru lágu slegnir og
allt fór í plast fyrir rigningu á
miðvikudag.
Við fjölskyldan í Brúninni er-
um enn ekki fullkomlega búin að
átta okkur á því að þú sért ekki
lengur ofan við veginn, okkur
finnst þetta allt svo óraunveru-
legt.
Elsku Jónas, þakka þér fyrir
allt og allt.
Elsku Valla frænka, Stjáni,
Didda og fjölskyldur, við elskum
ykkur.
Atli, Klara, Friðrik Andri,
Lilja Dóra, Veigar Már,
Aníta Ýr og Trausti Helgi.
Jónas
Sigurjónsson
Þegar síminn
hringdi klukkan sjö
að morgni þann 30.
júní og ég sá að
Steina Helga, dóttir
Óskars, var að
hringja. Þá var mér brugðið því ég
var viss um að eitthvað alvarlegt
hefði komið fyrir. Það var eins og
mig grunaði og það var mikið áfall
að heyra að Óskar bróðir minn
væri látinn.
Ég var stóri bróðir Óskars en
það voru aðeins tvö og hálft ár á
milli okkar bræðra. Þar sem ég
var eldri þá varð ég að passa upp á
að hann færi sér ekki að voða en
það gat oft verið erfitt því hann
var orkumikill hrakfallabálkur og
meiddi sig oft.
Það koma fyrst upp minningar
frá bernskunni en við ólumst upp
á Grenivík fyrstu árin en fluttum í
Kópavoginn þegar Óskar var 10
ára gamall. Það var töluverð
breyting og okkur þótti erfitt að
byrja í Kársnesskóla sem var mun
fjölmennari en sveitaskólinn á
Grenivík.
Það kom fljótt í ljós sá kraftur
sem bjó í Óskari. Við fórum að
vinna í byggingarvinnu við að rífa
innan úr húsum, hreinsa timbur
og fleira einungis 10-12 ára gaml-
ir. Strax þá sá ég hversu öflugur
hann var.
Krafturinn dvínaði síst með ár-
unum og hann tók allt með trompi
sem hann tók sér fyrir hendur,
hvort sem það var við vinnu eða í
skemmtanalífinu. Við vorum sam-
ferða í námi í Iðnskólanum í Hafn-
arfirði en á þessum árum vorum
við mikið saman í öllu mögulegu.
Hann var skemmtilegur félagi og
mér þótti gott að vera með honum.
Óskar lauk námi í bifvélavirkjun
um tvítugt og var hann á þeim
tíma á námssamningi og að vinna
hjá Skoda-umboðinu í Kópavogi.
Óskar var mikill athafnarmað-
ur, byggði mörg hús, rak ham-
borgarastað á tímabili og stofnaði
fyrirtækið Hvell, sem seldi reið-
hjól, sláttuvélar og ýmsan annan
búnað. Hann þótti oft æði um-
fangsmikill og mér fannst Flosi,
frændi okkar, lýsa honum ágæt-
lega þegar hann sagði við hann:
„Ísland er of lítið fyrir þig.“
Það er óhætt að segja að Óskar
hafi ekki heldur verið með neitt
hálfkák þegar kom að áhugamál-
um, en um fertugt fékk hann mik-
inn áhuga á vélsleðum. Hann
keypti „econoline“-vélsleðakerru
og tvo vélsleða, þá kraftmestu sem
til voru á þeim tíma, það átti að
taka þetta alla leið.
Stuttu síðar dundu ósköpin yfir,
en það var árið 1993 sem við fáum
þær fréttir að það væri verið að
flytja Óskar alvarlega slasaðan
með þyrlu eftir vélsleðaslys á
Kjalvegi. Þetta var mikið áfall og
við tók langur tími á sjúkrahúsi og
í endurhæfingu á Grensási. Þetta
slys varð til þess að Óskar varð al-
veg óvinnufær. Allt hans líf og fjöl-
skyldunnar breyttist á einu auga-
bragði. Börnin voru ung þegar
Óskar
Valdemarsson
✝
Óskar Valde-
marsson fædd-
ist 18 maí 1954.
Hann lést 30. júní
2022. Útför Óskars
fór 12. júlí 2022.
slysið varð en þau
hafa staðið sig vel í
þessum erfiðleikum.
Lífið og heilsan er
ekki sjálfsagður
hlutur og það verður
maður áþreifanlega
var við í þessum að-
stæðum.
Milli okkar
bræðra var alla tíð
sterkur þráður og
samband okkar var
alltaf gott og traust.
Ég geymi minningar um kæran
bróður og góðan dreng.
Kristinn bróðir.
Í dag kveð ég fyrir hönd fjöl-
skyldunnar Óskar Valdemarsson.
Óskar var mágur minn og góður
vinur allt frá þeim tíma er við
Ragna systir hans hófum sambúð
fyrir 50 árum. Óskar var þá átján
ára kraftmikill og útsjónarsamur
ungur maður.
Það var aldrei lognmolla í kring
um Óskar, hann var vinnusamur
og útsjónarsamur í fjármálum,
byrjaði mjög ungur að vinna fyrir
sér með skóla, m.a. á Hótel Borg
sem piccalo eins og það var kallað
og aðstoðarmaður dyravarðar,
töskuberi. Þá vann hann um tíma í
fataverslunni Faco sem þá var
tískuverslun unga fólksins. Eftir
landspróf fór hann til náms í bif-
vélavirkjun við Iðnskóla Hafnar-
fjarðar og var þá á nemasamning
hjá Skoda-umboðinu. Eftir nám
fluttist hann til Akureyrar til þess
að vinna hjá Skoda-umboðinu þar.
Þar kynntist hann Eygló sem varð
eiginkona hans og með henni
stofnaði hann heimili á Akureyri
og seinna í Grenivík en þangað
fluttu þau og byggðu sér hús.
Á Grenivík hóf Óskar atvinnu-
rekstur stofnaði þar fyrirtækið
Hvell sem gerði út vörubíl og
gröfu og var með bílaverkstæði.
Hugur Óskars stefndi þó hærra
og honum fannst ekki nægilegt
rými fyrir sig í Grenivík. Lá því
leiðin suður til Reykjavíkur. Þar
setti Óskar upp veitingastaðinn
Winnes á Laugaveginum og hann
sá einnig um útkeyrslu á kart-
öflum fyrir kartöflubændur á
Svalbarðsströnd. Samhliða þess-
ari vinnu byggði hann þeim hús í
Grænatúni. Síðar setti hann upp
verslun sem seldi reiðhjól, garð-
sláttuvélar, snjókeðjur og fleira.
Varð hann fljótt umsvifamikill á
þessum markaði, lét m.a. fram-
leiða fyrir sig reiðhjól á Taívan
undir merkinu Icefox. Á þessum
tíma stóð hann fyrir árlegum
hjóladegi í Kópavogi sem var á
vegum Hvells og Sælgætisgerðar-
innar Freyju.
Þegar Óskar var 39 ára lenti
hann í alvarlegu slysi á snjósleða
og hlaut hann aldrei fullan bata
upp frá því. Það var alltaf stutt í
húmorinn hjá honum og hann átti
gott með að samgleðjast fólkinu í
kringum sig. Það eru margar
minningar sem koma í hugann á
kveðjustund sem þessari og kveðj-
um við hann með þær í huga.
Sendum innilegar samúðar-
kveðjur til barna hans og fjöl-
skyldna þeirra.
Hilmar, Ragna og
fjölskylda.
Elskuleg frænka okkar,
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR
frá Blöndudalshólum,
til heimilis að Flúðabakka 2,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Blönduósi þriðjudaginn 12. júlí. Útför
hennar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju
mánudaginn 25. júlí klukkan 14.
Systkinabörn