Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 20

Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Á sjötta áratug síðustu aldar var mikið líf og fjör á sparkvöllum í Vest- urbænum og á sama tíma uppgangur í starfi yngri flokka knattspyrn- unnar í KR. Á Framnesvellinum sátum við pollarnir á steinveggnum um- hverfis völlinn og dáðumst að leikni stóru strákanna en þar voru fremstir meðal jafningja Þórólfur Beck og Örn Steinsen sem við allt- af kölluðum Örra. Báðir réðu yfir afburða tækni og höfðu fyrstir allra ásamt félaga sínum í KR, Skúla B. Ólafs, náð gullmerki KSÍ í knattþrautum. Við fylgdumst einnig með þess- um köppum í leikjum yngri flokka KR og drukkum í okkur frásagnir af sigursælum ferðum þeirra til útlanda sem þá voru nýmæli. Við þurftum því ekki aðra hvatningu en þessar góðu fyrirmyndir til að leggja okkur fram við æfingar í von um að komast í sömu stöðu. Örri varð strax og aldur leyfði lykilmaður í meistaraflokki KR og lék hægri útherja. KR-liðið um 1960 var sigursælt og titlar Örra margir auk þess sem hann var fastur maður í landsliðinu. Ferill hans var hins vegar frekar stuttur enda beindist áhugi hans snemma að þjálfun. Við sem þá vorum í yngri flokk- um KR gátum hins vegar ekki kvartað því fyrsta verkefni Örra sem þjálfara var að taka að sér 3. flokk 1960 en þá var hann jafn- framt leikmaður í meistaraflokki. Örri var frábær þjálfari, ákveð- inn og skipulagður, lét okkur puða en kunni einnig að tína eitthvað óvænt upp úr pokahorninu. Ár- angurinn lét heldur ekki á sér standa og strax um vorið fóru titl- ar að vinnast. Við minnumst ár- legra ferða til Ísafjarðar um hvíta- sunnu þar sem keppt var við heimamenn og dansleikir sóttir af miklum krafti, sem gjarnan hóf- ust um miðnætti til að raska ekki helgihaldi. Við fórum okkar fyrstu utan- landsferð þetta sumar til Skot- lands, en Örri komst ekki með þar sem hún rakst á leiki meistara- flokks. Örri innrætti okkur ákveðið viðhorf; ef frammistaðan var ekki góð vorum við ekki aðeins bregð- ast okkur sjálfum og honum held- ur einnig það sem verra var gamla góða KR, en orðspor félagsins var honum ætíð lykilatriði. Við héld- um áfram að þroskast í íþróttinni og 1963 urðum við undir stjórn Örra Íslandsmeistarar í 2. flokki en það var fyrsti meistaratitill margra. Þessi hópur hefur reglulega komið saman til að minnast gam- alla tíma og aldrei lét Örri sig vanta og ef haldið verður upp á 60 ára afmælið næsta ár verður þjálf- arans sárt saknað en við þökkum fyrir það veganesti sem hann gaf okkur út í lífið. Vinátta okkar tveggja sem rit- Örn Steinsen ✝ Örn Steinsen fæddist 11. jan- úar 1940. Hann lést 1. júlí 2022. Útför hans fór fram 13. júlí 2022. um þessa kveðju og Örra hefur varað í tæp 70 ár og höfum við átt samleið og samstarf í fjölmörg- um verkefnum, eink- um á vettvangi KR, og aldrei borið skugga á, enda Örri einstakur samstarfs- maður þar sem sam- an fór festa, skipu- lag, smekkvísi og meðfædd ljúfmennska. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að verða honum sam- ferða um stund. Í einkalífinu var Örri gæfumað- ur, átti yndislega konu, Ernu Franklín, glæsileg börn og fjölda afkomanda. Eru þeim sendar innilegar samúðarkveðjur á erfiðri stund, en minningin um góðan dreng mun lifa. Blessuð sé minning Arnar Steinsen. Guðmundur Pétursson og Þórður Jónsson. Dauðinn er viss og óviss í senn. Öll vitum við að hann kemur en hvenær vita fæstir með vissu. Það var því afar óvænt að fá þær frétt- ir að Örn væri látinn, hann sem alltaf var svo hress og kátur og hreystin uppmáluð. En svona er lífið. Að Erni látnum reikar hugur- inn til æskuáranna þegar líf okkar í Vesturbænum snerist um fót- bolta og Framnesvegsvöllurinn var aðalstaðurinn. Þar var aragrúi stráka sem léku sér í fótbolta frá morgni til kvölds og þarna kynnt- umst við Örri fyrst. Ég var fljótur að sjá að þarna var strákur sem var frábær í fótbolta og gaman að vera með í liði. Af Framnesvegsvellinum lá leið okkar að sjálfsögðu í KR. Þar mótuðumst við og þroskuðumst undir frábærri handleiðslu Sigur- geirs Guðmannssonar og Atla Helgasonar, þjálfara yngri flokka félagsins, og síðar Óla B. Jónsson- ar þjálfara meistaraflokks. Meðal þeirra flokka sem Sigurgeir og Atli þjálfuðu var þriðji flokkur KR 1956. Þetta lið vann alla leiki sum- arsins með markatölunni 53-4 og átti Örn stóran hlut í þessum glæsilega árangri. Í framhaldi af þessu sigursæla sumri ákváðum við strákarnir að stofna fé- lagsskap sem hlaut nafnið KR-56. Markmiðið var að halda hópinn með því að hittast einu sinni á ári og ræða málefni knattspyrnunnar á hverjum tíma og þá sérstaklega allt sem varðaði framgang okkar gamla góða félags KR. Frá stofnun félagsins hittist þessi hópur árlega í yfir 50 ár, fyrst sem strákaklúbbur en síðan með eiginkonum. Mikil samheldni hefur einkennt þennan hóp og öll höfum við haft ómælda ánægju af samverustundum okkar. Aðaldrif- krafturinn í félaginu alla tíð var Örri. Hann skipulagði og ákvað fundarstað hvers fundar sem oft- ast voru haldnir í Reykjavík en einnig var farið nokkrar ferðir innanlands og einu sinni til Lund- úna. Svo vel gerði Örri þetta allt að hann fékk titilinn stallari fé- lagsins. En nú er komið að kveðju- stund. Við KR-ingar sjáum á eftir frábærum félaga sem vann ötul- lega alla tíð að framgangi gamla góða KR. Hans verður sárt sakn- að sem góðs vinar. Elsku Erna og fjölskylda, við Hilda sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Örn var drengur góður sem gott er að minnast. F.h. KR-56, Gunnar Felixson. Kær vinur, Örn Steinsen eða Örri Steins er óvænt fallinn frá. Mig langar í stuttu máli að minn- ast hans, en veit fyrir víst að aðrir munu fjalla nánar um lífshlaup hans. m.a. sem frábærs knatt- spyrnumanns og knattspyrnu- þjálfara. Okkar líf var nokkuð samtvinn- að bæði í leik og starfi í um 53 ár. Fundum okkar bar fyrst saman þegar ég var 16 ára og hann var knattspyrnuþjálfari 2. flokks karla í KR, þjálfari U 18 ára landsliðs karla og síðan þjálfari meistaraflokks KR. „Ég ól þenn- an dreng upp,“ voru fleyg orð Örra um þá sem hann hafði þjálf- að. Manni líkaði þau vel, og mér fannst þau sögð af hlýhug. Við sátum saman í stjórn knatt- spyrnudeildar KR, en á öðrum vettvangi unnum við saman þegar hann var framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar og síðan Ferðaskrifstofunnar Sögu. Loks störfuðum við aftur saman innan vébanda KR þegar ég sat í aðalstjórn félagsins og hann var framkvæmdastjóri félagsins. Þau tvö orð sem honum voru mjög töm, nánast frá vöggu til grafar, voru: Áfram KR, því gamla góða KR eins og hann orð- aði það var líf hans og yndi. Það fór ekki fram hjá neinum sem hann þekktu. Mér er ljúft að þakka fyrir þessa samleið. Hann var dugnað- arforkur, skipulagður, vandvirkur og ekki má gleyma snyrtimennsk- unni sem hann var annálaður fyr- ir. Má þar nefna að hann gat um margra ára skeið státað af stíf- mjallarbónaðasta bílnum í henni Reykjavík. Ég votta Ernu og fjölskyldu innilega samúð mína. Missir ykk- ar er mikill, en minningin um góð- an mann og ánægjulegar sam- verustundir munu lifa áfram. Gunnar Guðmundsson. Í dag kveðjum við kæran vin með þakklæti fyrir langa og trausta vináttu, þar sem aldrei bar skugga á í rúm 60 ár. Örn Steinsen var drengur góður, hjartahlýr, hjálpfús og greiðvik- inn. Hann var ætíð kurteis, hlust- aði vel á aðra en hafði ekki þörf fyrir að tala bara sjálfur. Þegar hann hafði myndað sér skoðun var hann fastheldinn og vildi hafa reglur á hlutunum og tilverunni. KR og Liverpool voru hans fé- lög. Sjálfstæðisflokkurinn hans pólitík. Eiginkonan, hún Erna, var hans kona. Börnin þeirra, barnabörn og fjölskyldan var það dýrmætasta sem til var. Fyrir sitt fólk vildi hann allt gera. Þeirra er nú söknuðurinn því mestur og sendum við þeim hugheilar sam- úðarkveðjur. Við hjónin þökkum Örra fyrir óteljandi og ógleymanlegar ánægjustundir. Öll ferðalögin, flest skipulögð af kunnáttu og smekkvísi þessa reynslubolta í ferðaþjónustunni. Fyrst með börnin til sólarlanda, síðan lax- veiðiferðir, jeppaferðir um fallega landið okkar, skíðaferðir og svo golfferðir. Ekki viljum við hjónin gleyma ferðunum á Snæfellsnes, þar sem Nesið var margoft skoðað í þaula, svo borðað saman og spil- að á kvöldin, alltaf strákar á móti stelpum. alltaf keppni. Við kveðjum Örra þennan ein- staka snyrtipinna og ljúfmenni með söknuði. Hans minning mun lifa í okkar huga og hjörtum. Elísabet (Lella) og Sveinn Jónsson. Það voru miklar sorgarfréttir að sundfélagi minn og vinur Örn Steinsen væri látinn. Ekki er hægt að ímynda sér sorg fjöl- skyldu hans og þeirra sem stóðu honum næst. Það er erfitt að trúa því að fá ekki að sjá Örn aftur og sjá hann taka Melavallarskokkið sitt, þegar hann kom út á sund- laugarbakkann. Þetta minnir okk- ur á hve skammt er á milli lífs og dauða og að ekki er sjálfgefið að við tökum á móti nýjum degi. Veit ekki hvað það eru mörg ár síðan ég kynntist Erni, mér finnst eins og ég hafi þekkt hann alltaf. Örn vakti strax athygli mína, þar sem hann hafði einstaklega aðlaðandi framkomu, var glæsilegur á velli og einstakt ljúfmenni. Honum varð tíðrætt um áhugamál sín, sem voru golf og fótbolti, en hann var gegnheill KR-ingur eins og þekkt er. Í gegnum lífið kynnist maður mörgu fólki og Örn var einn þeirra sem voru forréttindi að fá að kynnast. Ég mun sakna hans og sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu hans um leið og ég þakka honum samfylgdina. Sigurður Sigurðsson. Kæri vinur. Nú er komið að kveðjustundinni og rifjast þá upp þeir skemmtilegu tímar sem við félagarnir áttum saman. Kynni okkar flestra hófust í Laugardals- lauginni árið 1992 og stofnuðum við sundhóp með kennitölu sem hlaut nafnið Arnarklúbburinn. Helstu markmið klúbbsins eru að mæta í pottinn, taka púlsinn á pólitíkinni, boltanum og öðrum menningarlegum viðfangsefnum líðandi stundar, dýfa tánni í laug- ina og drekka saman kaffi á mánudags- og föstudagsmorgn- um. Nafn klúbbsins var ekki tilvilj- un og var Örn í upphafi kosinn formaður ævilangt. Örn var strax mikill drifkraftur í starfi klúbbs- ins og stjórnandi góður. Hann var vel kynntur enda átti hann auðvelt með mannleg samskipti. Örn var mikið snyrtimenni, heimili þeirra hjóna bar þess merki, og þá voru bílar hans 1777 alltaf eins og nýir úr kassanum. Örn var mjög skipulagður og það er víst að hann hefði viljað skipu- leggja síðustu daga lífsins betur, en því réð hann ekki. Það vakti oft kátínu okkar félaganna í kaffihitt- ingi okkar þegar Örn dró upp gulu miðana, en á miðana voru skrifuð verkefni dagsins. Þá hélt Örn vel utan um starfsemi klúbbsins, hann hafði hönd í bagga með menningarlegum viðburðum sem við sóttum, aðalfundir voru vel undirbúnir, litlu jólin síðla desem- ber, þar sem séra Pálmi mætti, voru undirbúin snemma vetrar o.s.frv. Örn var KR-ingur fram í fing- urgóma og stuðningsmaður Liv- erpool. Örn átti langan og farsæl- an feril sem knattspyrnuþjálfari. Þegar rætt var um feril eldri knattspyrnumanna sagði hann oft: „Ég ól hann upp þennan.“ Örn lék golf um árabil. Hann vígðist inn í oddfellowstúkuna Hallveigu 1977. Þegar Arnarklúbburinn hefur haldið sína aðalfundi, sem ávallt eru haldnir úti á landi, byrjum við á hittingi heima hjá einhverjum félaganna þar sem skálað hefur verið í öli og Gammel Dansk, sem var snafsinn hans Örra. Á aðal- fundunum flutti Örn alltaf ítar- lega skýrslu um starfsemi liðins árs. Þegar litið er til baka yfir þessi 30 ár, sem Arnaklúbburinn hefur verið til, er efst í okkar huga sá sterki vinskapur sem í klúbbnum hefur myndast og aldrei borið skugga á. Örn var leiðtoginn og mikill Arnarklúbbsmaður. Það er næsta víst að hann hefur verið bú- inn að leggja drög að undirbún- ingi næsta aðalfundar í ágúst nk., þegar við höldum upp á þrjátíu ára afmælið. Á þessum tíma hafa þrír félagar fallið frá en Sigurður Þórðarson lést 2008 og Birgir Þórisson 2014. Þeirra allra verð- um minnst með viðeigandi hætti á afmælisfundinum. Það var okkur félögunum mikið áfall þegar við fengum fregnir um alvarleg veikindi Arnar og andlát hans. Við vorum í mánudagskaffi og vorum að ræða um hvort menn færu í golf, þá segir Örn: „Ef ég treysti mér þá fer ég í golf með strákunum á morgun,“ hann er síðan allur á föstudegi. Að lokum kveðjum við góðan dreng og þökkum fyrir ánægju- lega samferð. Við félagar Arnarklúbbsins ásamt eiginkonum vottum Ernu, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Guðmundur Hannesson, Halldór Guðmundsson, Pétur Jóhannesson, Sigurður I. Halldórsson, Þormar Ingimarsson. Ég bjó Guðjón til, sagði Örn gjarnan þegar við vorum á tali við aðra, og það var oft. Ástæðan fyrir þessu var að Örn var þjálfari minn bæði í 2. flokki og meistaraflokki KR. Eftir það leiðbeindi hann mér gjarnan í mínum stjórnarstörfum og öðrum verkefnum fyrir KR. Ég mun alltaf minnast Arnar fyrir hans gríðarlega starf fyrir KR, fyrir hans miklu fótbolta- hæfileika, fyrir sitt jákvæða og þægilega viðmót og fyrir þá mestu snyrtimennsku sem ég hef kynnst. Við Örn höfum verið samferða í KR nánast sleitulaust í 54 ár. Eftir að fótboltaiðkun minni lauk unnum við saman alls konar sjálfboðaliðastörf fyrir fé- lagið, hittumst á laugardögum í getraunakaffi og á leikjum allt sumarið. Þegar ég tókst á við mín stærstu verkefni fyrir KR var Örn formaður hússtjórnar og síð- ar starfsmaður félagsins og mik- ilvægur samstarfsmaður, fram- kvæmdastjóri og síðan umsjónarmaður fasteigna félags- ins. Samstarf okkar gekk oftast hnökralaust. Þá sjaldan okkur greindi á gátum við auðveldlega komist að sameiginlegri niður- stöðu. Þannig var Örn í mínum huga, þægilegur samstarfsmaður sem gott var að umgangast og vinna með. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að heyra af andláti Arnar. Ég var búinn að hitta hann nokkr- um sinnum í sumar og ekkert benti til þess sem koma skyldi. Arnar Steinsen verður sárt sakn- að hvenær sem við KR-ingar komum saman. Ernu og fjölskyld- unni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Í dag er til moldar borinn heið- ursmaðurinn Örn Steinsen, látinn 82 ára að aldri. Örn var borinn og barnfæddur Vesturbæingur og fyrir ungan pilt með áhuga á fót- bolta þá gat leiðin bara orðið ein – að ganga í KR til að æfa fótbolta. Örri, eins og hann var kallaður, vakti ungur athygli fyrir knatt- spyrnuhæfileika sína, tækni með boltann og hraða á kantinum. Ásamt félögum sínum, Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafssyni, var hann meðal þeirra sem fyrstir unnu til gullmerkja KSÍ fyrir knattspyrnutækni, 16 ára gamall. Örri var í stórum hópi efnilegra knattspyrnumanna í KR, sem áttu eftir að setja mark sitt á ís- lenska knattspyrnu svo um mun- aði. Hann lék fyrstu leikina með meistaraflokki sumarið 1958, og 1959 var tími hans og gullkynslóð- ar KR kominn. Íslandsmótið var þá í fyrsta skipti leikið í tvöfaldri umferð, 10 leikir alls í 1. deild. Þeir unnust allir og var markatala liðsins 41:6. Þetta afrek hefur ekkert félag leikið eftir. Næstu 3-4 árin var Örri einn af lykil- mönnum KR-liðsins. Hann varð Íslandsmeistari með því 1961, 1963 og 1965 og bikarmeistari 1960, 1961 og 1962. Hann lék alls 111 leiki með KR og skoraði í þeim 14 mörk, en lagði upp mun fleiri. Landsleikirnir urðu 8 á ár- unum 1959-1961. Í dag mundi langur ferill og atvinnumennska blasa við þessum leikmanni. En sú leið var lítt opin um 1960, og því varð knattspyrnuferill Örra miklu styttri en efni stóðu til og skórnir fóru endanlega upp í hillu eftir sigur á Íslandsmótinu 1965. Ekki hjálpaði það knattspyrnu- ferlinum að Örri fékk alvarlegt til- felli af ferðabakteríu, og áttu ferðamál eftir að stjórna lífi hans næstu áratugina. Þó að KR og knattspyrnan færu með þessu aft- ar í forgangsröðina, þá gleymdust þau aldrei. Örri aflaði sér mennt- unar sem knattspyrnuþjálfari og átti farsælan feril þar. Þá sat hann í stjórn knattspyrnudeildar KR á níunda áratugnum. Þar átti ég mín fyrstu persónulegu kynni af Örra. Þekking hans á ferðamálum kom sér oft vel þegar verið var að skipuleggja æfingaferðir til út- landa og reynslan sem knatt- spyrnumaður og -þjálfari skipti einnig miklu máli. Síðar tók hann við formennsku handknattleiks- deildar KR í nokkur ár. Loks var hann ráðinn framkvæmdastjóri KR árið 2000. Hann reyndist þar sterkur stjórnandi og gegndi því starfi í sjö ár. Síðustu árin var hann reglulegur gestur í KR- heimilinu á laugardagsmorgnum þar sem málefni KR voru rædd í þaula og hittumst við síðast snemma í júní. Örri var handhafi Stjörnu KR, sem „er aðeins veitt fyrir einstakt framlag til félags- ins“, auk gullmerkis KR, KSÍ og ÍBR. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd KR þakka Erni Steinsen fyrir velvild sína og metnað í leik og starfi fyrir KR. Persónulega vil ég þakka honum fyrir gleðistund- irnar sem hann veitti ungum gutta á árum áður þegar hann lék listir sínar á kantinum hjá KR og í íslenska landsliðinu. Eftirlifandi eiginkonu, Ernu Franklín, og börnunum, Örnu, Stefáni, Önnu og Brynju, vil ég senda hugheilar samúðarkveðjur. Kveðjustundin kom snögglega. Megi góður guð vera ykkur hughreysting. Lúðvík S. Georgsson, formaður KR. Föðurbróðir minn var góður frændi. Hann var ljúfur, tillits- samur og sanngjarn. Hann á sér sérstakan stað í hjarta mínu, því frá honum stafaði ekki bara kát- ína og hressleiki heldur einnig kærleikur og væntumþykja. Af slíkum eiginleikum má flétta sterka taug á milli manna og fyrir henni fann ég ávallt þegar ég hitti hann. Vilhelm Steinsen, bróðursonur. Elsku Örri minn. Þær eru margar minningarnar sem munu geymast í hjarta mér og ég þakka fyrir þær allar. Ó, himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Kveðja, þín mágkona, Esther Franklin. Elsku besti afi minn, ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja en mig langaði bara að segja þú ert besti afi sem er hægt að fá og þú ert fallegur, góður, fyndinn, hugmyndaríkur með gott hjarta og margt fleira. Ég ætla að gera þig stoltan og vera með sterkt hjarta alveg eins og þú. Elska þig mest í öllum alheiminum og ég trúi því að þú ert þarna uppi, nr. 7 Steinsen, Arnór Steinsen. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og systir, HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR, lést á líknardeildinni 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. júlí klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar fyrir einstaka umönnun. Pálmi Ásbjarnarson Bryndís Ásbjarnardóttir Íris Björk Ásbjarnardóttir Kristinn Ólafur Kristinsson ömmubörn og systkini

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.