Morgunblaðið - 15.07.2022, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Ég þakka Guði löngu
liðinn dag
sem lét mig eignast
þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem
uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og glöddu
mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Ágúst Elbergsson
✝
Ágúst Elbergs-
son fæddist 3.
mars 1942. Hann
lést 28. maí 2022.
Úför hans fór fram
11. júní 2022.
Í sorg og gleði alltaf
varstu eins
og enginn skuggi féll á
þína brá.
Svo brast á élið, langt
og kólgukalt
og krafan mikla um allt
sem gjalda má.
Og fljótið niðar enn
sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur
næman streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Með hjartans kveðju til ást-
vina.
Kolbrún Ólafs.
✝
Kristbjörg
Ámundadóttir
fæddist 11. desem-
ber 1943 í Hafnar-
firði. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans 9. júlí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Ámundi
Halldórs Ámunda-
son verkamaður
frá Bolungarvík, f.
14.9. 1916, d. 6. mars 1970, og
Alda Kristrún Jónsdóttir verka-
kona frá Hafnarfirði, f. 5. ágúst
1921, d. 29. mars 1974. Þau
skildu. Seinni maður Öldu var
Jóhann Sölvason frá Siglufirði.
Systkini Kristbjargar voru:
Rósa Ámundadóttir, f. 6. ágúst
1941, Ámundi Ámundason, f.
14. maí 1945, Sigurjón Sölvi Jó-
hannsson, f. 1. ágúst 1955,
Björn Þór Jóhannsson, f. 7. apr-
íl 1957, d. 28. maí 1975, Karl Jó-
f. 4. febrúar 1993, eiginmaður
Ívar Þór Birgisson og synir
þeirra eru Frosti Már, Nökkvi
Þór og Hugi Snær. 3) Guðrún
Valgerður Ásgeirsdóttir, f. 2.
nóvember 1971, dætur: a) Katr-
ín Ísbjörg Aradóttir, f. 25. mars
1995, gift Raúl Appollonio og
eru dætur þeirra Paula Marín
og Eva Guðlaug. b) Viktoría
Georgsdóttir, f. 24. janúar 2003,
sambýlismaður Brynjar Þór
Ragnarsson.
Kristbjörg var alin upp í
Meðalholtinu og vann ýmsa
verkamannavinnu alla sína ævi.
Vann m.a. hjá Þvottahúsinu
Fönn, þvottahúsinu Snögg, við
umönnun íbúa hjá Sjálfsbjörg,
leikskólanum Ösp í Breiðholti
og svo leikskólanum Sólgarði.
Með tilkomu verkamannaíbúða
í Breiðholtinu tókst henni að
festa kaup á íbúð í Iðufelli þar
sem bjó lengst af með dætrum
sínum tveimur Öldu og Lindu.
Seinna flutti hún í Álfheima,
Rjúpnasali í Kópavogi og nú síð-
ustu árin hefur hún verið búsett
í þjónustuíbúð í Seljahlíð.
Útför Kristbjargar fer fram
frá Seljakirkju í dag, 15. júlí
klukkan 13.
hann Jóhannsson,
f. 26. nóvember
1958.
Kristbjörg giftist
árið 1963 Gunn-
laugi Hilmari
Kristjánssyni, f. 14.
maí 1943, d. 15.
október 2005. Þau
skildu.
Dætur Krist-
bjargar eru : 1)
Alda Jóhanna
Gunnlaugsdóttir, f. 2. júní 1963,
dætur: a) Valentína Tinganelli,
f. 30. nóvember 1987, sambýlis-
maður Eyjólfur Sigurjónsson og
sonur þeirra er Gabríel. b)
Harpa Luisa Tinganelli, f. 1.
apríl 1993. 2) Linda Björk
Gunnlaugsdóttir, f. 12. júlí
1966, dætur: a) Anna Kristín
Heiðarsdóttir, f. 12. júlí 1987,
sambýlismaður Grétar Sigþórs-
son og börn Kristófer og Klara.
b) Kristbjörg Eva Heiðarsdóttir,
Elsku langbesta mamma okk-
ar – við sitjum hér saman og
hlustum á lögin þín „Island in the
Stream“ með Dolly og Kenny og
„Are you lonesome tonight“ með
Elvis Presley með hrikalega
sáran söknuð í hjarta okkar.
Löngunin til að taka í höndina
þína og finna hlýjuna og styrkinn
sem þú gafst okkur alltaf er yfir-
þyrmandi.
Já, hvernig getur bara lífið
haldið áfram þegar maður missir
mömmu sína? Ofurhetjan og
stærsta fyrirmyndin í lífi okkar
systra lést í faðmi ástvina sinna
sl. laugardag eftir að hjartað
hennar byrjaði að bila verulega
fyrir rétt fjórum vikum síðan.
Sjúkrasagan hennar er þó nokk-
uð löng en það var eiginlega
sama á hverju gekk þá reis of-
urhetjan okkar þrjóska alltaf
upp, setti á sig varalit, rétti úr
sér og var tilbúin í næsta dag.
Líf þitt hefur ekki verið auð-
velt en þú ákvaðst alltaf að horfa
fram á við og gera alltaf þitt
besta og það gerðir þú svo sann-
arlega og skilaðir okkur stelpun-
um þínum svo vel út í lífið og fyr-
ir það erum við svo þakklátar.
Þú varst stórglæsileg og
mögnuð á alla vegu, gafst aldrei
upp, ótrúlega sterk, gefandi, hlý
og alltaf til staðar. Ef okkur leið
illa þá kveiktir þú á kertum fyrir
okkur og oft á tíðum hringdir þú
til að athuga hvort ekki allt væri í
lagi áður en við höfðum sagt eitt-
hvað við þig.
Þú elskaðar að dansa og í
uppáhaldi var að tvista og mikið
var gaman að fylgjast með þér
þegar þú varst að taka þig til og
fara að djamma. Þá sátum við
þegar við vorum litlar agndofa
yfir hversu flott þú varst. Loka-
punkturinn var alltaf varalitur-
inn en án hans fórst þú aldrei út.
Þú vannst mikið, í fullri vinnu
ásamt því að vera með 2-3 auka-
vinnur í skúringum til að geta
látið enda ná saman. Þú varst
alla tíð ein með okkur tvær syst-
urnar, hafðir ekki úr miklu að
moða en þú lagðir alltaf metnað í
að við værum hreinar og fínar og
heimilið óaðfinnanlegt. Þú varst
best í að finna upp á dásamlegum
venjum og m.a. áttum við alltaf
kósíkvöldi á föstudagskvöldum.
Þau kvöld voru bestu stundirnar
okkar því þá fengum við að velja
nammi, snakk og mynd til að
horfa saman á. Seinna buðum við
þér svo í kósíkvöld.
Þú áttir einstakt samband við
stelpurnar okkar sem þú kallaðir
lömbin þín. Þeim fannst best að
vera hjá þér enda bjóst þú til
kósíkvöld með þeim. Vináttan og
trúnaðurinn var einstakur og fyr-
ir það erum við þér þakklátar.
Það er ekki hægt að hugsa sér
lífið án þín mamma en við lof-
uðum þér að við yrðum sterkar
og bjartsýnar og það loforð ætl-
um við að halda. Við kveðjum þig
með sárum söknuði en við vitum
að vel var tekið á móti þér í
sumarlandinu og þar ertu nú
þegar búin að taka þig til, setja á
þig varalit og búin að taka að
minnsta kosti nokkra dansa.
Við elskum þig.
Þínar dætur,
Alda og Linda.
Elsku amma mín. Það er svo
ótrúlega sárt að þú sért farin og
finnst mér þetta enn allt svo
óraunverulegt. En ég veit að með
tímanum verður þetta bærilegra.
Það er svo margt sem mig langar
að segja frá, sérstaklega segja
öllum hversu frábær, sterk, sjálf-
stæð, ljúf, hjarthlý, glæsileg,
skemmtileg, kósí amma þú varst.
Elskaðir að dekra við okkur
stelpurnar í kósíkvöldum heima í
Álfheimunum, mér fannst ekkert
meira æði en að koma til þín og
gista. Passaðir alltaf upp á að
vakna á undan til að fara í bak-
aríið að kaupa uppáhaldsbakkelsi
okkar. Þótti líka ótrúlega
skemmtilegt að fá þig óvænta í
heimsókn til okkar í Goðaborg-
irnar með strætó, man að ég varð
alltaf svo glöð að sjá þig úr stofu-
glugganum. Ég fann alltaf á mér
að þú værir á leiðinni og beið
spennt við gluggann. Við vorum
svo rosalega tengdar, áttum al-
veg einstakt samband og varst
þú alltaf búin að hringja og heyra
í mér ef eitthvað bjátaði á og
segja mér að kertið mitt væri
órólegt. Þannig fékkstu mig til að
tala við þig og ræða málin. Það
var líka einstaklega gott að segja
þér leyndarmál því ég vissi að þú
myndir aldrei segja frá, og að ég
treysti þér fyrir öllu. Svo má ekki
gleyma að við vorum með okkar
eigið tungumál sem við notuðum
ef við vildum ekki að einhver
skildi okkur, sem er það sætasta
sem ég veit um.
Ég er svo þakklát að þú og
Gabríel hafið fengið að kynnast
og samband ykkar var svo fallegt
þó svo að þú gætir ekki talað
mikið við hann. En hann skildi
þig og þú skildir hann. Hann tal-
ar mikið um „ömmu issu“ og þeg-
ar ég sagði honum að þú værir
orðin engill þá segir hann alltaf
„amma issa engill“. Það er eins
og hann skilji að þú sért ekki hér
með okkur. Ég mun tala mikið
um þig við hann, segja honum
sögur af ömmu Krissu, kenna
honum tungumálið okkar og
halda uppi minningu þinni.
Amma, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og litlu fjöl-
skylduna mína, takk fyrir að vera
alltaf til staðar, takk fyrir að
senda mér styrk úr kertunum
þínum, takk fyrir að vera besta
amma sem ég hef geta hugsað
mér að eiga. Ég sakna þín svo
mikið, amma, og mun ég varð-
veita minningu þína að eilífu. Ég
mun aldrei gleyma því að þú til-
einkaðir þér allt það góða og
flotta sem ég gerði með því að
segja „Þú ert alveg eins og amma
sín, enda erum við báðar boga-
menn.“
Þín,
Valentína.
Elsku Amma Krissa okkar var
ekki bara amma okkar heldur
allra sem kynntust henni. Hún
var með svo dásamlega nærværu
og það var alltaf hægt að leita til
hennar sama hvort það var til að
segja henni skemmtilegar fréttir
eða fá ráð við hinum ýmsum
vandamálum. Hún var okkar
mesta og besta klappstýra og
hvatti okkur til dáða í öllum verk-
efnum sem við tökum okkur fyrir
hendur.
Hún var sú allra besta í að
halda kósígistikvöld þegar við
stelpurnar hennar vorum litlar.
Það var alltaf sama rútínan, pyls-
ur í kvöldmat og nammi frá Álf-
heimasjoppunni yfir einni Disn-
ey-mynd eftir það. Fengum alltaf
höfuðnudd með bestu og mýkstu
höndum í heimi og hún sagði
okkur að telja litlu lömbin sem
hoppa yfir girðingarnar, enda
vorum við litlu lömbin hennar.
Um morguninn fór hún síðan í
bakarí fyrir okkur og keypti snúð
sem við gæddum okkur á. Þessu
munum við aldrei gleyma.
Hún var alltaf svo falleg og
vildi ekki láta sjá sig úti án þess
að setja rúllur í hárið og setja
varalit á sig, jafnvel síðustu dag-
ana þegar hún kom heim í
nokkra daga þá setti hún á sig
varalit og sagði, er ég ekki lag-
leg?
Ef ömmu fannst við fínar eða
þegar hún hrósaði okkur þá sagði
hún alltaf voðalega ertu falleg, al-
veg eins og ammasín, eða mikið
ertu gáfuð, alveg eins og amma-
sín.
Við munum reyna okkar allra
besta að verða eins sterkar og
duglegar eins og amma og hún er
okkar helsta fyrirmynd.
Elsku amma Krissa verður
fallegasti engillinn og mun passa
upp á alla sem voru henni kær-
astir.
Við stelpurnar hennar munum
halda minningunni um dásamleg-
ustu konu heims á lofti og við
hættum aldrei að segja sögur um
bestu ömmu.
Þínar stelpur,
Anna Kristín og
Kristbjörg Eva
Heiðarsdætur.
Elsku fallega drottningin mín,
amma.
Ég trúi ekki enn að þú sért
farin frá okkur, ég sakna þín svo
óendanlega mikið og finnst erfið
tilhugsun að geta ekki hitt þig
aftur, fengið ömmuknús og snert
mjúku hendurnar þínar. Það sem
hjálpar mér í gegnum þessa erf-
iða tíma er að ég veit að þótt þú
sért farin frá þessari jörðu þá
verður þú alltaf hjá okkur. Ég
veit líka að núna líður þér betur
eftir alltof langa baráttu við lík-
amann, en mikið ertu búin að
standa þig vel. Sterkari konu hef
ég ekki kynnst, amma mín, og
hef alltaf sagt við þig og aðra, þú
ert einfaldlega mögnuð kona og
lést aldrei neitt rífa þig niður –
þvílík fyrirmynd. Mikið á ég eftir
að sakna þín, amma mín, en ég
veit að þér líður betur núna. Ég
veit að fólkið, sem þykir ofboðs-
lega vænt um þig, hefur tekið þér
opnum örmum og fagnandi. Ég
veit að þér líður betur að getað
talað á ný, dansað eins og þér
fannst svo skemmtilegt og andað
léttar.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar með þér amma mín sem ég
mun alltaf halda fast í. Við erum
búnar að eiga svo margar góðar
stundir saman. Það sem ég gæfi
fyrir að geta spólað til baka og
komið í kósíkvöld til þín í Álf-
heimana, borða pylsur og nammi
yfir sjónvarpinu, fara í bað og fá
svo besta andlitsnuddið frá þér
fyrir svefninn. Ég nota enn í dag
töfraráðið þitt til þess að sofna á
erfiðum kvöldum, telja sætu
lömbin sem hoppa yfir girðing-
arnar. Ég gæti skrifað heila bók
um góðar minningar saman,
amma mín, því ömmustundir
voru klárlega þær bestu.
Amma mín, ég er svo þakklát
fyrir vinskapinn okkar, þú stóðst
alltaf þétt við bakið á mér eins og
þú gerðir við alla í kringum þig.
Ég gat alltaf leitað til þín vitandi
að það sem ég sagði þér færi
aldrei lengra, ég einfaldlega
hefði ekki getað átt betri ömmu
en þig. Falleg að innan sem utan,
góð við alla í kringum þig, þvílík
dugnaðarkona og svo ótrúlega
skemmtileg.
Ég elska þig óendanlega mikið
og þú munt alltaf lifa í hjartanu
mínu amma mín.
Þitt litla lamb,
Harpa Luisa.
Kristbjörg
Ámundadóttir
Yndislega eiginkona mín, móðir,
tengdamamma, amma, langamma og
langalangamma,
ERLA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Smiðshúsi, Álftanesi,
lést á Landspítalanum föstudaginn 1. júlí.
Útför fer fram frá Bessastaðakirkju
miðvikudaginn 20. júlí klukkan 13.
Manfreð Vilhjálmsson
Sólveig Manfreðsdóttir
Vilhjálmur Már Manfreðsson Jóhanna Diðriksdóttir
Gunnhildur Manfreðsdóttir Einar Rúnar Axelsson
Sigurjón Már Manfreðsson Svandís Tryggva Petreudóttir
Valdís Fríða Manfreðsdóttir Lárus Jónasson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTINN
GUNNARSSON,
Austurbyggð 17,
Akureyri,
lést 9. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
20. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hlíð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Furuhlíð fyrir hlýja og góða
umönnun.
Þórhildur A. Jónasdóttir
Kristín H. Guðmundsdóttir
Elín G. Guðmundsdóttir Lúðvík E. Gústafsson
afa- og langafabörn
Elsku Binna
amma. Nú ertu
komin til himna og
sameinuð ástkærri
móður þinni og eig-
inmanni á ný og litla barninu
sem þið misstuð. Söknuðurinn er
sár en yndislegar minningar um
kærleiksríka ömmu munu lifa
um ókomna tíð. Jafnvel þótt við
hefðum verið þeirrar gæfu að-
njótandi að hafa þig hjá okkur í
langan tíma þá hefðum við
gjarnan vilja njóta samverunnar
með þér aðeins lengur og fá að
kveðja þig einu sinni enn með
bros í hjarta eins og við gerum í
dag.
Þú varst einstaklega hlý og
góð amma. Þú gafst svo mikið af
þér, ávallt glaðlynd og áhugasöm
um okkur barnabörnin og hvern-
ig okkur liði. Þú settir sjálfa þig
í síðasta sæti og vildir frekar
nota orkuna og tímann til að
gleðja aðra í kringum þig. Gjaf-
mild varstu með eindæmum og
færðir okkur pakka og fagurrit-
uð kort, en fallegri rithönd var
vandfundin. Oft voru sálmar og
kvæði í þeim og ávallt baðstu
guð um að blessa okkur. Þvílíkt
þakklæti sem fylgdi svo hverju
smáræði sem við gerðum fyrir
þig.
Amma, þú varst sterk kona
með bein í nefinu og sagðir hvað
þér lá á hjarta, varst aldrei að
skafa utan af hlutunum og eld-
klár allt fram á síðasta dag.
Fylgdist vel með fréttum og
samfélagsumræðu. Það var svo
gaman að koma í heimsókn til
þín að ræða málin og tala um
gömlu Reykjavík sem þú ólst
upp í. Þú varst full af visku,
gafst okkur góð ráð.
Við vorum stolt af þér þegar
þú ákvaðst að deila sögu þinni af
meðgöngueitrun sem þú fékkst
þegar þú barst þitt fyrsta barn
undir belti, dreng sem fæddist
Brynhildur J.
Bjarnarson
✝
Brynhildur J.
Bjarnarson
fæddist 28. mars
1928. Hún lést 4.
júlí 2022. Útför
hennar fór fram 12.
júlí 2022.
andvana, og þar
með ljá fleiri konum
í sömu stöðu rödd
þína. Þú þekktir af
eigin reynslu sorg
þessara kvenna og
gast unnið betur úr
henni eftir þetta.
Þú varst tignar-
leg kona sem hafðir
einstakan stíl.
Rauðhærð, en með
tímanum varð hárið
fallega hvítt. Þú komst okkur sí-
fellt á óvart með glæsileika þín-
um og þú elskaðir að versla á
mörkuðum í útlöndum. Fötin
puntaðir þú upp með hálsfestum,
slæðum, refaskinni, höttum og
varst stundum með hanska eins
og hefðardama.
Það var ávallt tilhlökkunar-
efni að heimsækja þig og Guð-
mund afa. Þú varst gestgjafi af
guðs náð og galdraðir fram alls
kyns kræsingar þegar gesti bar
að garði og tókst ekki annað í
mál en að við fengjum okkur
kaffi og með því og svo sátum
við löngum stundum við matar-
borðið yfir líflegum samræðum.
Þú varst einstakur dýravinur
og kattakona mikil. Það var ynd-
islegt að fylgjast með þér og kis-
unum í kringum þig. Þegar Mósi
litli bættist svo í fjölskylduna í
Reynihvammi þá myndaðist með
ykkur dásamleg vinátta sem
gaman var að fylgjast með. En
þú hugsaðir jafnt um öll dýr og í
Hosuló gafst þú fuglunum fræ
að borða og músunum gafstu ost
undir pallinum. Enginn var skil-
inn útundan.
Elsku Binna amma. Við erum
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum með þér og þann kær-
leik og væntumþykju sem þú
sýndir okkur alla tíð. Lífið er
sannanlega tómlegra án þín en
kær minning þín lifir með okkur
áfram. Öll ástin, hlýjan, viskan,
dirfskan og samkenndin sem þú
skilur eftir þig mun fylgja okkur
út lífið.
Hvíldu í friði elsku amma okk-
ar og takk fyrir allt.
Þín barnabörn,
Snorri, Guðrún og
Gísli.