Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Vinsæli útiarinninn kominn aftur í sölu
og glænýr bekkur á pallinn
Arinn
Verð aðeins 34.900 kr.
Bekkur
með baki og örmum – 157cm
Verð aðeins 35.900 kr.
„MAMMA ÞÍN SAGÐI MÉR AÐ ÞÚ ELSKAÐIR
EGG Í MORGUNMAT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að elda bestu
kjötsúpu í heimi.
ÉG ELSKA
JÓLIN
JÓLASVEINARNIR ERU
GJAFMILDIR GAURAR
EF ÞEIR VITA HVAÐ ER
ÞEIM FYRIR BESTU
ÓKEI, NÚ ER ÉG BÚINN AÐ
HLUSTA Á ÞIG KVARTA UNDAN
TÍU HLUTUM Í MÍNU FARI!
GETUM VIÐ NÚ LAGT
ÞETTA TIL HLIÐAR?
JÁ
NÚMER ELLEFU…
„NÖFN BRÚÐARINNAR OG BRÚÐGUMANS
ERU PRENTUÐ Á FRAMHLIÐINA.
FYRRVERANDI SÉNSAR ERU SVO TALDIR
UPP Á BAKHLIÐINNI.“
SMÆRRAPRE
NT EHF.
- BOÐSKORT -
lands 1975 fékk hann orðu Carls
Gustavs XVI.
Fjölskylda
Eiginkona Ragnars var Gyða Þór-
dís Jónsdóttir f. 23.12. 1922, d. 30.11.
2003. Hjónin bjuggu lengst af á
Miklubraut en fluttu síðar að Ásholti
18 en eftir andlát Gyðu 2003 hefur
Ragnar búið í íbúð sinni að Lind-
argötu 57 í Reykjavík, þar sem hann
nýtur þjónustu velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar sem er með
starfsstöð í húsinu.
Börn Ragnars og Gyðu eru: 1)
Margrét f. 9.3. 1953 fv. fram-
kvæmdastjóri og meðeigandi MMC-
blaðadreifingar í London. Maki:
Magnús Steinþórsson, f. 30.7. 1949,
gullsmíðameistari og athafnamaður.
2) Jón Ágúst Ragnarsson, f. 13.5.
1956, viðskiptafræðingur, f. 13.5.1956.
Systkini Ragnars: 1) Guðbjörg
Rannveig Bergsveinsdóttir, f. 10.9.
1905, d. 1.2. 2005. 2) Bergsveinn Sig-
urður Bergsveinsson, f. 7.10. 1906, d.
11.12. 1977. 3) Sveinn Lýður Marís
Bergsveinsson, f. 23.10. 1907, d. 17.10.
1988. 4) Jóhannes Sigurður Berg-
sveinsson, f. 20.10. 1908, d. 3.8. 1989.
5) Hjálmfríður Lilja Bergsveins-
dóttir, f. 1.2. 1910, d. 10.10. 1993. 6)
Guðlaugur Margeir Bergsveinsson, f.
8.4. 1911, d. um 1923. 7) Kristján
Bergsveinsson, f. 4.6. 1912, d. 24.10.
1912 8) Pétur Einar Bergsveinsson, f.
25.10. 1913, d. 20.12. 1999, 9) Kristján
Jónsson, f. 6.3. 1915, d. 2.2.1993, 10)
Ólafur Bergsveinsson, f. 7. 6. 1916, d.
27.9. 1994. 11) Friðrik Bergsveinsson,
f. 1.9. 1917, d. 8.9. 1917. 12) Anna
Stefanía Bergsveinsdóttir, f. 17.1.
1919, d. 4.10. 2015. 13) Ananías Berg-
sveinsson, f. 4.6. 1920, d 3.6. 1986. 14)
Guðný Bergsveinsdóttir, f. 5.5. 1924,
d. 25.2. 2004.
Ragnar
Bergsveinsson
Sigríður Magnúsdóttir
húsfreyja í Dalkoti, Árneshreppi, Strandasýslu
Björn Björnsson
bóndi og hreppstjóri í Goðdal,
síðar Dalkoti, Árneshr., Strand.
Guðbjörg Björnsdóttir
húsfreyja í Drangavík,
Árneshr., Strandasýslu
Friðrik Jóhannesson
bóndi í Drangavík, Árneshr., Strandasýslu
Sigríður Guðrún Friðriksdóttir
húsfreyja í Aratungu,
Hrófstaðahreppi, Steingrímsfirði
Guðfinna Einarsdóttir
húsfreyja í Drangavík
Jóhannes „yngri“ Sigurðsson
bóndi í Drangavík, Strandasýslu
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja á Hellu,
Kaldrananessókn og víðar
Ólafur Bjarnason
húsbóndi á Hellu,
Kaldrananessókn,
Strandasýslu
Björg Ólafsdóttir
ráðskona í Sunndal,
Kaldrananeshr., Strandasýslu
Sveinn Kristjánsson
bóndi í Sunndal í Kaldrananeshr., Strandas.
Guðrún Bjarnadóttir
húsfreyja á Dunki,
Hörðudal, Dalasýslu
Kristján Ólafsson
bóndi á Dunki, Hörðudal, Dalasýslu
Ætt Ragnars Bergsveinssonar
Bergsveinn Sveinsson
bóndi og kennari; Aratungu,
Hrófstaðahreppi, Steingrímsfirði
Halldór Gudlaugsson yrkir á
Boðnarmiði í orðastað Sig-
urðar Inga:
Í stórútgerð greinast loks gallar
á gjaldtöku samþjöppun kallar
er Katrín það sér
hún hvíslar að mér
að kannski á búset’ og innviðafjöl-
breytni hallar.
Magnús Halldórsson yrkir og
kallar „Einstök búsæld“:
Hún átti víst sextán syni
og sautján dætur með Hlyni.
33
þess utan hjú.
En þau voru’ af hvorugkyni.
Jón Jens Kristjánsson kastar
limru út í loftið:
Hurðir ei féllu í föls
í fabrikku Gæðamjöls
sem kom til af því
að þeim klastrað var í
við sídrykkju áfengs öls
Enn yrkir Jón Jens og segir „Tal-
að var um bank í kvótaþakið í frétt-
um í kvöld“:
Óvættur fer um Ísaland
sem óróa hefur vakið
flytja þeir illa feigðarspá
er ferðirnar hafa rakið
vitrast þar í sinni verstu mynd
vængja og sporðablakið
þegar hann flakkar byggð frá byggð
og bankar í kvótaþakið.
Davíð Hjálmar Haraldsson segir
að óskir séu hættulegar:
Ég var orðinn dauðhræddur um daginn
– svo dökkrauður af sólbruna var mag-
inn –
og bað minn Guð: „Hann Davíð þinn vill
digna!“
Drottinn lætur síðan stöðugt rigna.
Philip Vogler svaraði:
Hamingja er Hjálmars ljós,
um hag hans veit allt guð
og telur strákinn draum í dós
svo Davíð skapi stuð.
Og Björn Ingólfsson:
Margur uppskar aðeins puð
þótt öllu hefði fórnað
en sól og regni gegnum Guð
getur Davíð stjórnað.
Páll Imsland spyr, hvort pláss sé
fyrir eina limru?
Stóðlíf á Stokkseyrarbakka
er stundað og framleiðir krakka.
Mér líkar það vel
en vitlaust ég tel
að víst sé það höfundi’ að þakka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Einstök búsæld og
bank í kvótaþakið