Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHRIS
HEMSWORTH
CHRISTIAN
BALE
TESSA
THOMPSON
TAIKA
WAITITI
RUSSELL
WITH CROWE
NATALIE
AND PORTMAN
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82%
G
ulu skósveinarnir, sem fyrst
birtust í hinni skemmti-
legu teiknimynd Aulinn ég
árið 2010, eru nú snúnir
aftur, enn og aftur. Minions: The Rise
of Gru, eða Skósveinarnir: Gru rís
upp, er fimmta myndin sem þeir
koma við sögu í þar sem tvær fram-
haldsmyndir voru gerðar af Aulinn ég
og fjórða myndin væntanleg eftir tvö
ár. Þá fengu skósveinarnir líka sína
eigin mynd, Minions, árið 2015. Það
mætti því halda að nóg væri komið af
þeim gulu en svo er aldeilis ekki.
Að þessu sinni er rakin forsaga ill-
mennisins Gru, eða varmennisins
eins og hann er kallaður í íslenskri
þýðingu. Er þetta því eins konar for-
saga og Gru á tólfta ári þegar sagan
hefst, eða 11 og 3/4 svo rétt sé farið
með. Gru dreymir um að verða ill-
menni á heimsmælikvarða og dáist
mjög að hópi ofurillmenna sem nefn-
ast á ensku Vicious 6. Þegar staða
losnar í þeim hópi sækir Gru um en er
hafnað vegna þess að hann er bara
barn og alls ekkert ógnvekjandi.
Tekst Gru að stela dýrgrip úr leyni-
legum bækistöðvum hópsins sem
reynir í framhaldi að klófesta hann.
Það reynist snúið því Gru er með her
gulra skósveina sér til aðstoðar og
einnig óvæntan liðsauka.
Frægir hafa lítið að segja
Skósveinarnir hafa notið mikilla vin-
sælda til fjölda ára og verið góður
efniviður í bæði gif og meme. Þeir
hafa því orðið samfélagsmiðla- og
snjallsímafyrirbæri eins og sannaðist
á dögunum þegar unglingsdrengir
tóku að mæta á myndina jakkafata-
klæddir og herma eftir og fagna Gru
á sýningum á myndinni erlendis.
Mættu nokkrir slíkir á sýninguna
sem ofanritaður sótti í Laugarásbíói
en virtust þó ekki þora að ganga alla
leið.
Þessi uppátæki unglingspilta eiga
ættir að rekja til TikTok og sýna ef til
vill að máttur bíósins er enn mikill
sem félagslegs fyrirbæris. Það er
enda önnur upplifun að hlæja með
ókunnugum í bíósal en heima í stofu
með sínum nánustu.
Og vissulega var hlegið á þessari
sýningu, enda skósveinarnir bæði
fyndnir og skrítnir. Bullið í þeim,
greinileg afbökun á ítölsku, kætir enn
og þeir eru líka skemmtilega teikn-
aðir. Það er Gru líka í sinni 11 og 3/4
ára útgáfu og aðrar persónur að sama
skapi skrautlegar, varmennin þó sér-
staklega. Ég sá frumútgáfuna, þá
sem er með ensku talsetningunni og í
henni fer Steve Carrell á kostum að
vanda sem Gru líkt og Pierre Coffin
sem talar fyrir skósveinana. Hins
vegar þótti mér skrítið að aðrir
þekktir leikarar fá lítið sem ekkert að
leika, þeir Dolph Lundgren, Jean-
Claude Van Damme, Danny Trejo,
Lucy Lawless og RZA. Mætti halda
að þeir hafi verið fengnir í verkefnið
eingöngu í kynningarskyni.
Betri hlutar en heild
Á heildina litið virkar myndin ekki
eins vel og einstakir hlutar hennar
eða atriði. Hamagangurinn er mikill
allan tímann og myndin því fínasta af-
þreying fyrir börn. Fullorðnir gætu
orðið dálítið þreyttir á látunum en
einstaka brandarar eru þó stílaðir
frekar á þá en börnin, til að mynda
flutningur skósveinanna á slagara
Rolling Stones, „You Can’t Always
Get What You Want“ í miðri jarðar-
för. Reyndar er lagavalið á heildina
litið mjög skemmtilegt.
Aðalgallinn við myndina er sögu-
fléttan og á tímabili veit maður varla
lengur hver sagan er eða markmið
Gru og skósveinanna. Illmennin fá
líka heldur lítið pláss og ná varla að
hræða nokkurn ungan bíógest. En ef
tilgangurinn með bíóferðinni er að
skemmta sér yfir kjánalegri afþrey-
ingu þá skilar myndin vissulega sínu.
Hún er líka líflega kvikuð og persónu-
galleríið skrautlegt. Gallinn við skó-
sveinana er þó sem fyrr að þeir halda
ekki uppi heilli bíómynd. Til þess þarf
Gru og myndin virkar best þegar var-
mennið unga tekur upp á hinum
ýmsu illvirkjum með skósveinunum.
Gulir grallarar og ellefu ára varmenni
Krúttlegir Það er erfitt að neita hinum ofurkrúttlegu skósveinum um að fá að sofa uppi í rúmi hjá húsbóndanum.
Sambíóin, Smárabíó,
Laugarásbíó og Háskólabíó
Minions: The Rise of Gru/ Skósvein-
arnir: Gru rís upp bbbnn
Leikstjórn: Brad Ableson, Jonathan del
Val og Kyle Balda. Aðalleikarar í enskri
talsetningu: Alan Arkin, Michelle Yeoh,
Pierre Coffin og Steve Carell.
Bandaríkin, 2022. 87 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Nýjasta syrpa dramatísku sjón-
varpsþáttanna Succession hlýtur
flestar tilnefningar í ár til Emmy-
verðlaunanna bandarísku, 25 alls.
Fyrri þáttaraðir hafa hlotið níu slík
verðlaun. Af verðlaunum sem þætt-
irnir eru tilnefndir til að þessu sinni
má nefna bestu dramaþætti og bestu
leikara, þau Brian Cox, Jeremy
Strong, Sarah Snook og Kieran
Culkin. Þættirnir eru framleiddir af
HBO líka og hin myrka gamanþátta-
röð The White Lotus sem hlýtur 20
tilnefningar. Enn ein þáttaröð á veg-
um HBO, Euphoria, hlýtur 16 til-
nefningar og er aðalleikkona henn-
ar, Zendaya, tilnefnd en hún er
einnig meðal framleiðenda. Segir í
frétt The Guardian að hún sé yngsta
aðalleikkona og framleiðandi sem
hafi hlotið tilnefningu í sögu verð-
launanna en hún verður 26 ára í
haust. Og fleiri þættir HBO og veit-
unnar HBO Max raka inn tilnefn-
ingum, Hacks fær 17 og Barry 14.
Þáttaröð Apple, Ted Lasso, hlýtur
20 tilnefningar og hin gríðarvinsæla
Squid Game er tilnefnd sem besta
dramaþáttaröðin og sú fyrsta á öðru
tungumáli en ensku í sögu Emmy-
verðlaunanna til að hljóta slíka.
Ein umtalaðasta þáttaröð ársins,
sú fjórða af Stranger Things, hlýtur
13 tilnefningar en leikarar hennar
þó enga. Af öðrum margtilnefndum
þáttaröðum má svo nefna Only Mur-
ders in the Building með 17.
Óvæntar tilnefningar eru nokkr-
ar, m.a. ein fyrir Chaddwick Bosem-
an í What If-teiknimyndaþáttunum
en Boseman lést fyrir tveimur árum.
Þá er fyrrum Bandaríkjaforseti,
Barack Obama, tilnefndur fyrir
heimildaþættina Our Great National
Parks.
Að öllu samanlögðu eru HBO og
HBO Max með flestar tilnefningar,
alls 140 talsins en tilnefningum Net-
flix-þátta fækkar milli ára, voru 129 í
fyrra en nú 105. Emmy-verðlaunin
verða afhent í september.
Succession hlýtur flestar tilnefningar til Emmy-verðlauna
Valdabarátta Kynningarmynd fyrir fjórðu þáttaröð Succession.