Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 1
Á dögunum barst fréttatilkynning frá stjórn Fiskidagsins mikla þess efnis að hátíðin færi ekki fram haustið 2022. Þetta sé niðurstaða stjórnarinnar eftir stíf fundahöld síðustu vikur. „Samfélagið hefur einfaldlega ekki jafnað sig“ segir í fréttatilkynningunni og er þá átt við eftirköst kórónuveirufaraldursins. Fiskidagurinn mikli sé og verði áfram matarhátíð þar sem maður er manns gaman. Fyrir vikið verður ekkert að fyrirhugaðri 20. ára afmælishátíð Fiskidagsins mikla þetta árið en stjórnin stefnir ótrauð á að halda þá veislu sem veglegasta árið 2023 enda skuldi hún landsmönnum tvítugsveislu sem þrívegis hefur verið slegið á frest. 46. árgangur Fimmtud. 21. apríl 2022 4. tölublað OPNUNARTÍMI Í KJÖRBÚÐINNI Á DALVÍK FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK OG FÁÐU NÝJUSTU TILBOÐIN Virkir dagar 9–18 Laugardagar 10–17 Sunnudagar 12–17 WWW.KJORBUDIN.IS Fiskideginum enn og aftur frestað Í byrjun aprílmánaðar bárust þau gleðitíðindi frá Stóru Hámundarstöðum að hrútur þar á bæ hefði greinst með arfgerðina T137 sem talin er verndandi arfgerð gagnvart riðuveiki. „Fundurinn“ ef svo má að orði komast er ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hrúturinn sem ber nafnið Austri er hinn mesti stólpagripur. Sláturupplýsingar liggja fyrir eftir um 60 afkvæmi Austra upp á 10.7 í gerð 5.7 fyrir fitu og 17.5 kg fallþunga. Þegar Austri greindist með arfgerðina voru sýni tekin úr skyldum einstaklingum og send í skoðun hið snarasta. Sjö þeirra greindust til viðbótar við Austra. Af þeim voru fjórar ásetningsgimbrar frá því í haust. Í samtali við Norðurslóð sagði Snorri Snorrason bóndi að niðurstöður úr rúmlega 50 sýnum til viðbótar væru væntanlegar á næstunni úr Stóru- Hámundarstaða hjörðinni sem telur um 350 vetrarfóðraðar ær. Hann telur það þó ólíklegt að fleiri einstaklingar finnist í hjörðinni með T137 arfgerðina. Hvað varðaði framhaldið kvaðst Snorri vongóður að leyfi fengist fyrir því að senda hrút á sæðingastöð næsta haust. Fleiri bíða eftir niðurstöðum Niðurstöður ættu að berast á allra næstu dögum frá fleiri bæjum í byggðarlaginu en greiningarvinna hefur gengið hægar en búist var við eins og greint er frá á vef rml.is Austri Hrúturinn (arf)hreinn á Stóru- Hámundarstöðum • B.G. Music ehf. til að halda námskeið sem ber nafnið „tónatrítl“ fyrir börn á aldrinum 0-5 ára og forráðamenn þeirra. - 200.000 þ.kr. • Björk Eldjárn Kristjánsdóttir til að halda gjaldfrjálsa tónleikaröð víðs vegar í Dalvíkurbyggð með tónlistarhópnum Blood Harmony - 350.000 þ.kr. • Íris Hauksdóttir til að halda tónleika í Bergi í Desember, „Jólaró“ - 200.000 þ.kr. • Kristín A. Símonardóttir til að gera leikmynd á sviði í Ungó í anda og stíl Bakkabræðra. - 150.000 þ.kr. • Menningarfélagið Berg ses. til að halda tvær sýningar í stóra sal Bergs. „Hestahelgi og „Skíðahelgi“ vegna 60 ára afmælis hestamannafélagsins Hrings og 50 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur. - 150.000 þ.kr. • Menningarfélagið Berg ses. til að halda tónleikaröðina „Klassík í Bergi“ 2022-2023 - 300.000 þ.kr. • Skíðafélag Dalvíkur til að gefa út 50 ára afmælisrit félagsins. - 300.000 þ.kr. • Rúna Kristín Sigurðardóttir til að halda málverkasýninguna „Von og vegsemd“ í Menningarhúsinu Bergi - 200.000 þ.kr. • Bókasafn Dalvíkur fyrir verkefnið „Ævintýraheimur Bókasafns Dalvíkurbyggðar“ undirgöng frá Menningarhúsinu Bergi að ráðhúsinu og Björgúlfsstofa fá tímabundið nýtt hlutverk þar sem börn og fullorðnir geta komið og leyst þrautir og gátur á eigin vegum. - 200.000 þ.kr. Styrkhafar menningar- og viðurkenningarsjóðs DalvíkurbyggðarÞó svo þessi lömb á Hofi séu vitnisburður um að foreldrar þeirra hafi tekið forskot á sælu fengitímans síðasta haust er koma þeirra engu að síður fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Norðurslóð óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.