Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 7
Norðurslóð – 7 Framboð X-D og óháðra hefur sett sér það markmið að horfa til 12 ára í framsetningu á stefnumálum sínum. Við teljum að Dalvíkurbyggð eigi mikið inni og að spennandi tímar séu framundan. Við höfum gefið það út að ef Freyr Antonsson, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Katrín Kristinsdóttir verða kjörin í sveitarstjórn þá muni oddvitinn sækjast eftir starfi sveitarstjóra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, við viljum gera hann gjaldfrjálsan frá 08:00-13:30 frá september – maí. Gjaldskylda verði á dvöl barns fyrir kl. 08:00, eftir kl. 13:30 og frá júní til ágúst. Aukið verði við frelsi foreldra og starfsfólks til sumarfrítöku. Dalvíkurskóli er mjög mikilvæg stofnun í okkar samfélagi. Við viljum vinna að því með starfsfólki að þar séu góð starfsskilyrði, sátt og góður starfsandi. Uppbygging á Árskógsströnd helst í hendur við áframhaldandi rekstur Árskógarskóla. Við sjáum fyrir okkur vöxt í íbúafjölda og þar gegnir leik og grunnskóli Árskógarskóla lykilhlutverki. Höldum áfram að samþætta þjónustu við eldri borgara. Eflum þjónustu og forvarnir þannig að fólk geti búið sem lengst á sínu heimili. Vinnu verði áframhaldið í deiliskipulagi við Dalbæ. Heilbrigðisráðherra hefur sett fram áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við munum beita okkur fyrir fjölgun rýma, á eða við Dalbæ. Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar er í endurskoðun sem gefur okkur færi á að þróa íbúabyggð og landnýtingu um allt sveitarfélagið. Sett verði inn svæði fyrir fjögur 10-20 húsa hverfi í samvinnu við landeigendur, að Hamri, vestan megin í Svarfaðardal, innarlega í Svarfaðardal og Skíðadal. Fyrirmyndin er hverfið Laugahlíð ofan Húsabakka. Skilgreinum hvar við viljum byggja upp útivistarsvæði, göngustíga, iðnaðarsvæði, friðun, vernd ræktarsvæða eða skógrækt. Í kjölfarið á samþykkt aðalskipulags verði strax farið í deiliskipulag svæða. Deiliskipuleggjum nýtt íbúðasvæði á Dalvík, Árskógssandi og á Hauganesi. Uppsetning hverfisráða og dreifbýlisráða íbúa. Íbúar hafa bestu yfirsýn á sitt nærumhverfi. Ráðin séu tengiliður íbúa við starfsfólk Dalvíkurbyggðar, nefndir og ráð. Þjónustuupplifun íbúa, starfsfólks og gesta. Greining á núverandi stöðu, hvað er starfsfólkið að segja, hvað eru íbúar að segja, hvaða greiningar eru til staðar í dag? Hvernig bætum við þjónustuna? Hvernig gerum við hana skilvirkari? Aukum enn frekar gagnsæi í stjórnsýslunni. Birtum gögn sem liggja til grundvallar ákvörðunum í nefndum ef ekki hvílir á því trúnaður. Bein útsending frá sveitarstjórnarfundum og íbúafundum á vegum sveitarstjórnar. Bundið slitlag inn Svarfaðardal og Skíðadal. Hitaveita verði lögð inn dalina. Þurfum að fjölga notendum, við leitum því eftir samvinnu við landeigendur. Átak í öryggismálum hafna. Skilgreinum notendur, förum yfir ferla þjónustu og markaðssetjum hafnirnar. Landfylling frá Lóð Samherja og norður að Sæplast. Landfylling neðan Sandskeiðs fyrir iðnað eða íbúðabyggð. Deiliskipuleggjum hafnarsvæðin á Árskógssandi og Hauganesi. Svæðið milli gamla frystihúss og Norður sé skipulagt og lagað með aðstöðu fyrir bílastæði og stóra viðburði. Samvinna milli Vegagerðar, framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Dalvíkurbyggðar. Menningarráð starfi áfram með því hlutverki meðal annars, að fylgja eftir úttekt á gamla skóla sem safnamiðstöð og áætluðum kostnaði við uppbyggingu. Ráðið skoði einnig aðrar leiðir til uppbyggingar fyrir safnamiðstöð í samvinnu við starfsfólk menningarstofnana. U p p b y g g i n g a r á æ t l u n íþróttamannvirkja sé uppfærð. Hvert viljum við stefna í íþróttamálum? Er frekari samvinna, samnýting eða sameining möguleg milli íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð? Dalvíkurbyggð verði sjálfbært samfélag og til fyrirmyndar í umhverfismálum. Hvetjum enn frekar til flokkunar, eflum fræðslu og upplýsum íbúa hvert úrgangurinn fer. Grenndargámar á þéttbýlis- stöðum í samvinnu við ný hverfis og dreifbýlisráð. Endurvinnslustöðin sé opin 8-17 alla daga. Þróum deilihagkerfi í samvinnu við bókasafn, bændur og íbúa. Hverju getum við deilt á milli okkar. Þurfum við að eiga öll tæki, föt, búnað eða verkfæri? Matarhandverk í samvinnu við bændur og áhugafólk. Getum við aðstoðað við uppsetningu? Uppbygging og sókn í Dalvíkurbyggð er það sem við brennum fyrir. Við ætlum að vinna nær samfélaginu okkar til heilla og þess vegna gefum við kost á okkur. Við gerum okkur grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er umdeildur eins og aðrar stjórnmálahreyfingar. Við viljum þó að allir horfi til þess sem við og okkar framboð stendur fyrir. Að við sem einstaklingar séum þess verðug að fá að starfa fyrir þig og íbúa Dalvíkurbyggðar án þess að við séum merkt umdeildum ákvörðunum eða jafnvel mistökum sem aðrir hafa gert. Við treystum á þitt atkvæði og vonum að við fáum að starfa í þínu umboði. Við stefnum á opna fundi um allt sveitarfélag á næstunni. Opnir fundir eru einnig að Hafnarbraut 22 á Dalvík, miðvikudaga og laugardaga frá kl. 17:00-18:00. Allir velkomnir. Kæri íbúi, Ég heiti Gunnar Kristinn og er starfandi bóndi í Svarfaðardal, þar sem ég bý ásamt unnustu minni og tveimur börnum okkar. Ég er stoltur að vera hluti af þessum efnilega og fjölbreytta hóp sem K-listinn er, en hann nær ótrúlegri breidd í samfélaginu okkar. Sem við teljum afar mikilvægt til að geta fyllilega gert okkur grein fyrir hagsmunum og þörfum sem allra flestra í Dalvíkurbyggð. Partur af okkar stefnu er að lofa ekki of miklu, en reyna eftir fremsta megni og fjárhag að gera sem mest á skynsamlegan máta. Það eru mikil forréttindi að búa í svona góðu sveitarfélagi með öflugt atvinnulíf og mikla fjölbreytni. Við þurfum að nýta þessi tækifæri sem við höfum og auðga það sem er nú þegar í gangi til að efla atvinnu og búsetuskilyrði. Að mörgu er að hyggja, þótt margt sé í góðu standi þá er alltaf hægt að gera betur. Okkar helstu áherslur eru fagmennska, vönduð vinnubrögð og aðhald í fjármálum. Meðal þeirra mála sem ég vill sjá breytingar á eru: - Vegamál í sveitarfélaginu - Tryggja öruggt vatn í framdalina - Heimgreiðslur til foreldra sem kjósa að hafa börnin sín heima til 2 ára aldurs Ég og við gætum lofað öllu fögru en við teljum það allra hag að láta verkin tala og óskum eftir trausti kjósenda til þess, öll viljum við breyta sveitarfélaginu okkar til hins betra. En til þess þarf aukið fjármagn svo ein af aðaláherslum okkar verður að fara í gegnum fjármál og laga það sem betur má fara svo hægt sé að halda áfram að byggja upp eftirsóknarverðan búsetustað. Umfram allt viljum við biðja ykkur að nýta ykkur kosningaréttinn ykkar, mætum á kjörstað. Það er kominn tími á breytingar og því bið ég þig kæri kjósandi að setja X við K. Gunnar Kristinn Guðmundsson, Göngustöðum Svarfaðardal 3. sæti á K-listanum Kæri kjósandi. Ég heiti Helgi Einarsson og er fæddur og alinn upp í Hafnarfirði. Þegar ég var við nám á Hvanneyri kynntist ég konunni minni, henni Helgu Írisi, og elti hana norður til Dalvíkur. Það sem átti að vera eitt ár til reynslu á Dalvík eru nú orðin 15 og ég vil hvergi annars staðar vera. Við Helga eigum fjögur börn og höfum ásamt öðrum hjónum rekið veitingastaðinn Norður og séð um skólamat fyrir Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Þar áður rákum við Basalt bistro í Bergi og þar áður var ég verslunar- og útibússtjóri Olís á Dalvík í sjö ár. Ég fer fyrir K- lista Dalvíkur- byggðar sem er nýtt óháð framboð til sveitarstjórnar- kosninga og er ekki tengt neinum stjórnmálaflokkum. Á listanum er fjölbreyttur hópur kraftmikils fólks sem hefur það að leiðarljósi að vinna að heilindum og metnaði fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar. Okkur öllum þykir vænt um sveitarfélagið okkar, Dalvíkurbyggð. Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið þróist og dafni í takt við þarfir íbúa sinna. Menntun, atvinna, umönnun, þjónusta og allt það skemmtilega tengt frítímanum er grundvöllur þess að allir séu glaðir, sama hvar á lífsskeiðinu maður er. Það er gríðarlega mikilvægt að hlúð sé að öllum þessum þáttum af metnaði og umhyggju. Helsta ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir K-lista Dalvíkurbyggðar er sú að mig langar til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar og gera það enn kröftugra og betra. Við hjá K-listanum göngum óbundin til kosninga og sjáum fyrir okkur að ráða eða auglýsa eftir sveitarstjóra. Þannig gæti Dalvíkurbyggð núna í fyrsta sinn ráðið ópólitískan sveitarstjóra sem hefði þekkingu og reynslu af rekstri og mannauðsmálum. K-listinn vill efla íbúalýðræði, bæta upplýsingaflæði og halda oftar íbúafundi um þau málefni sem brenna á fólki. Við viljum vera meðal íbúa sveitarfélagsins til að efla samfélagið og hlusta á raddir íbúanna. Við á K-listanum viljum auka til muna gæði í mannauðsmálum sveitarfélagsins. Við viljum auka starfsánægju meðal starfsfólks sveitarfélagsins með því að skapa ferla þar sem tekið er faglega á starfsmannamálum, ráðningum, starfslokum og alls annars. Við teljum mikilvægt að efla stjórnendur á öllum sviðum og stofnunum þannig að hið frábæra starfsfólk Dalvíkurbyggðar nýtist sem best og gangi glatt til starfa. Okkur er einnig mjög umhugað um að fjármunir nýtist sem best og að peningunum sé forgangsraðað rétt. Setja þarf kraft í áætlanir sem gera sveitarfélaginu kleift að vaxa og stuðla að aukningu íbúa í sveitarfélaginu. Huga þarf að ímyndarmálum Dalvíkurbyggðar, fara í vinnu við stefnumörkun fyrir sveitarfélagið og verða dugleg við að gera jákvæðu hlutunum hátt undir höfði. Öll slík vinna skilar sér í sterkara og samheldnara samfélagi, kraftmeiri fyrirtækjum, fjölgun starfa og eftirsóknarverðari stað til að búa á eða heimsækja. Endurskoðun aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð ætti að nota betur til allrar stefnumörkunar auk allra annarra áætlana er varða umhverfis- og samfélagsmál. Við þurfum líka alltaf að huga að því hversu landfræðilega stórt og fjölbreytt sveitarfélagið okkar er, búsetukostir fjölbreyttir og þarfirnar mismunandi, og hlúa að því öllu. Fjölbreytnin er okkar styrkur. Stefnuskrá K-listans er enn í vinnslu en verður kláruð á næstu dögum. Við erum á facebook og instagram sem K-listi Dalvíkurbyggðar og þar er hægt að fylgjast með öllu okkar starfi. Við hjá K-listanum vonumst eftir að þú kjósandi góður hafir trú á okkur til þess að fara í þá hluti sem þarf að laga og reka sveitarfélagið okkar þannig að sem flestir séu glaðir og stoltir af því. Setjum X við K á kjördag. Helgi Einarsson Oddviti K-lista Dalvíkurbyggðar K listi Dalvíkurbyggðar, óháð framboð Málefnafundur á Rimum með K-lista Dalvíkurbyggðar verður mánudaginn 25. apríl kl 20:00. Verið velkomin. D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra - Sköpum fjölskylduvænt samfélag Fv. Katrín, Freyr, Sigríður og Jóhann Helgi Einarsson Gunnar Kristinn Guðmundsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.