Norðurslóð - 21.04.2022, Síða 8

Norðurslóð - 21.04.2022, Síða 8
Tímamót Skírnir Afmæli Þann 1. apríl varð 85 ára, Loreley G e s t s d ó t t i r , Dalvík. Þann 6. apríl varð 80 ára, Hjálmar R a n d v e r s s o n , Dalvík. Þann 9. apríl var Margrét Adele Gunnarssdóttir skírð í Urðakirkju . Foreldrar hennar eru Gunnar Kristinn Guðmundson og Auður Arnarsdóttir. Sr. Erla Björk Jónsdóttir skírði. Þann 6. apríl varð 75 ára, Haukur Antonsson, Dalvík. Þann 15. apríl varð 70 ára, Viðar Kristmundsson , Dalvík. Þann 20. apríl varð 70 ára, Sölvi H . H j a l t a s o n , Svarfaðardal. Leiðrétting frá síðasta tölublaði: Þann 2. mars sl. varð 85 ára, Rúnar Þorleifsson. Norðurslóð biðst velvirðingar á þessum mistökum og óskar Rúnari heilla með sl. afmælisdag. Þann 31.mars sl. lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Alda Eygló Kristjánsdóttir. Alda fæddist á Þórshöfn á Langanesi 4. júní 1937. Foreldrar hennar voru Kristján Ottó Þorsteinsson, f. 19.1. 1906 á Brekkum, d. 5.6. 1989, og Margrét Halldórsdóttir, f. 30.1. 1911 á Þórshöfn, d. 20.12. 1988. Alda átti þrjár systur: Jóhönnu, f. 5.9. 1940, d. 14.10. 2007, Halldóru Kristrúnu Briem, f. 16.1. 1948, d. 2.10. 1987, Hrönn, f. 20.4. 1950. Alda kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Jónssyni slökkvistjóra, f. 15.9. 1941, frá Dalvík, í herstöð Atlantshafsbandalagsins á Heiðarfjalli á Langanesi árið 1956. Þau giftu sig í Dalvíkurkirkju 30. des. 1961. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 25.3. 1960, d. 21.9. 1976. 2) Hólmfríður Margrét, f. 6.6. 1962 3) Jóna Sigurðardóttir, f. 14.11. 1978. Þau Alda og Sigurður eiga 5 barnabörn og 4 langbarnabörn Alda ólst upp í foreldrahúsum á Þórshöfn með systrum sínum. Að loknu gagnfræðaskólanámi fór Alda til Ísafjarðar, þaðan sem hún útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum Ósk vorið 1956. Hún hóf störf í eldhúsi herstöðvarinnar á Heiðarfjalli þá um sumarið, en flutti svo til Dalvíkur árið 1958. Þar byggðu þau hjónin sér fallegt hús á Ásvegi 8, sem var þeirra heimili til hennar síðasta dags. Á Dalvík starfaði Alda fyrst um sinn í Frystihúsi KEA, en réð sig svo til starfa á Saumastofunni Ýli. Einnig vann hún í Shellskálanum og í prjónaverksmiðjunni á Dalvík um hríð. Árið 1986 opnuðu þau Myndabandaleiguna Ásvídeó, sem varð afar vinsæl hjá sveitungum þeirra, og ráku þau hana allt til ársins 2009. Samhliða þeim rekstri settu þau hjónin á laggirnar fyrstu tjaldvagna/hjólhýsaleigu landsins, einnig undir merkjum Ásvídeós, og er hún enn starfrækt í dag. Útför Öldu var gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 9.apríl sl.. Sr. Magnús Gunnarsson jarðsöng. Andlát Gleðilegt sumar! með sól í hjarta og sól í sinni Þann 16. apríl sl. lést á heimili sínu að Akureyri Sigríður Sóley Sigtryggsdóttir frá Göngustaðakoti í Svarfaðardal. Hennar verður minnst í næsta blaði. Gleðilegt sumar! Andlát

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.