Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 21.04.2022, Blaðsíða 6
6 – Norðurslóð K- listi Dalvíkubyggðar, óháð framboð 1. Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri 2. Katrín Sif Ingvarsdóttir, uppeldisfræðingur og umsjónarkennari 3. Gunnar Kristinn Guðmundsson, bóndi 4. Haukur Arnar Gunnarsson, viðskiptastjóri 5. Elsa Hlín Einarsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi. 6. Friðjón Árni Sigurvinsson, ferðamálafræðingur 7. Jolanta Krystyna Brandt, verslunarstjóri 8. Snæþór Arnþórsson, sjúkraflutningamaður og atvinnurekandi 9. Nimnual Khakhlong, fisktæknir 10. Gunnlaugur Svansson, framkvæmdastjóri 11. Kristjana Arngrímsdóttir, Tónlistarkona og söngkennari 12. Emil Júlíus Einarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og málari 13. Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, aðstoðarskólastjóri 14. Elín Rósa Ragnarsdóttir, sjúkraliði Í nýjum samþykktum Dalvíkurbyggðar er nefndakerfi sveitarfélagsins einfaldað og ráðum fækkað, sameiginleg ákvörðun allra flokka í sveitarstjórn. Það hefur í för með sér að umhverfis- og landbúnaðarmál verða til umfjöllunar í einu sameinuðu umhverfisráði. Íþrótta-, æskulýðs og menningarmál verða í einu ráði og undir byggðarráð falla atvinnu- og kynningarmál. Landbúnaðarráð hefur lýst áhyggjum sínum af að rödd landbúnaðarins týnist í þessum breytingum. Sömu raddir komu fram í menningarráði. Þess þarf að gæta við kjör í ráðin eftir kosningar að raddir mismunandi hópa heyrist. Við skipan í nefndir að loknum kosningum þurfa framboðin þrjú að hafa samvinnu að leiðarljósi og tryggja að breið þekking sé innan hvers ráðs á þeim málefnum sem undir það heyra. Dalvíkurbyggð er mjög gott atvinnusvæði og fyrirtæki hér öflug í frumvinnslugreinum sem eru undirstaða fæðuöryggis þjóðarinnar. Bændur byggðarlagsins hafa undanfarin ár verið duglegir við að uppfæra starfsemi sína til nútímans, landbúnaðurinn er sterkur og nýliðun gengur vel. Störf þeirra hafa vakið athygli víða og ýmsar viðurkenningar fallið þeim í skaut á landsvísu. Byggðin í sveitunum er blómleg og aðgengi til bænda yfirleitt gott. Vegamál í dölunum hafa á kjörtímabilinu verið ofarlega í huga fráfarandi sveitarstjórnar því þar þarf verulega að taka á málum. Á þingmannafundum hafa þessi mál alltaf verið til áminningar síðastliðin ár. Reglulegir samráðsfundir hafa verið haldnir með Vegagerðinni til að þrýsta á um vegabætur. Samvinna við Vegagerð hefur verið með ágætum og núna í lok þessa kjörtímabils gerum við okkur vonir um hægt verði að hefja framkvæmdir við bundið slitlag í Svarfaðardal á næsta kjörtímabili. Næsta sveitarstjórn þarf að halda áfram þessari baráttu, tryggja að áætlanir standist og að bundið slitlag í Skíðadal fylgi í kjölfarið. Kosningar eru fram undan og B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks býður fram reynslumikið og áhugasamt fólk til starfa fyrir sveitarfélagið. Við viljum halda áfram að berjast fyrir bættum hag sveitarfélagsins og óskum eftir þínum stuðningi í kosningunum þann 14. maí nk. X B - Áfram veginn. Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri, oddviti B-lista. B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks - Áfram veginn. Unga fólkið á B-listanum, til áhrifa fyrir framtíð Dalvíkurbyggðar. • Ráðdeild og hagsýni í rekstri. Lækka hlutfall rekstrargjalda af rekstrartekjum og auka þannig fjármagn til framkvæmda. • Leggja áherslu á samstarfsmenningu allra hagsmunaaðila í skólasamfélaginu með skapandi og gagnrýna hugsun í forgrunni. Innleiðingu nýsamþykktrar menntastefnu sveitarfélagsins verði fylgt eftir. • Velferðartækni sé í auknum mæli nýtt í félagsþjónustu. Leita samstarfs við félagssamtök til að rjúfa félagslega einangrun fólks á öllum aldri. • Menningar- og íþróttalíf í sveitarfélaginu blómstri og sveitarfélagið styrki starfsemina áfram í formi samstarfssamninga við félögin. Dalvíkurbyggð sé heilsueflandi samfélag. • Haldið verði áfram framkvæmdum og viðhaldi göngustíga í sveitarfélaginu sem og langtímaverkefninu „göngu-/hjólastígur Dalvík-Akureyri“ meðfram lagningu Dalvíkurlínu 2 í jörð. • Vinna við deiliskipulag nýs íbúðahverfis á Dalvík hefjist sem fyrst. Einnig verði unnið deiliskipulag fyrir frekari íbúðabyggingarlóðir á Árskógssandi. • Ljúka athugunum á kostum smávirkjunar á Brimnesdal og er stefnan sett á að reisa virkjun sem tryggir sjálfbærni sveitarfélagsins í raforku. • Samstarf við Norðurorku um rannsóknir á heitu vatni og orkuöflun til framtíðar. • Fylgt eftir uppbyggingu og framþróun hafnanna. Markaðsátak í samvinnu við hagsmunaaðila hafnanna verði áhersluverkefni í upphafi kjörtímabils. • Áfram verði þrýst á Vegagerðina og þingmenn um vegabætur í dölunum og að áætlanir um bundið slitlag í Svarfaðardal á næsta kjörtímabili gangi eftir. Í framhaldinu komist bundið slitlag í Skíðadal á áætlun. Nokkur helstu stefnumál B-lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar: Þorsteinn Ingi Ragnarsson Kristín Kjartansdóttir Eiður Smári Árnason Katrín Sigurjónsdóttir Framboðin kynna sig og sína Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar þann 14. maí næstkomandi. Þrjú framboð bjóða fram í Dalvíkurbyggð að þessu sinni þ.e. B listi framsóknar og félagshyggjufólks, K- listi Dalvíkurbyggðar, óháð framboð og D listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Dalvíkurbyggð. Til að gæta fyllsta hlutleysis var öllum framboðum boðið að kynna sig og sitt fólk á síðum Norðurslóðar sem þau þáðu með þökkum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.