Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022
LÍFSSTÍLL
Jakob Veigar Sigurðsson í stúdíói sínu í
Vínarborg. Það er á tveimur hæðum.
Morgunblaðið/Baldur
J
akob Veigar Sigurðsson hefur komið sér
vel fyrir í Vínarborg og hann er ekki frá
því að stúdíóið hans við Rechte Bahn-
gasse í þriðja hverfi sé eitt hið glæsileg-
asta í miðborginni.
Jakob Veigar er byggingartæknifræðingur
að mennt og starfaði meðal annars hjá Ístaki í
Noregi. Árið 2011 ákvað hann að segja skilið
við byggingargeirann og hefja nám í myndlist
við The Cyprus College of Art á Kýpur. Hann
fékk svo inngöngu í Listaháskóla Íslands.
En hvers vegna varð Vínarborg fyrir valinu?
„Örlögin gripu í taumana í bæði skiptin. Í
fyrra skiptið stóð til að fara út sem skiptinemi
til Suður-Frakklands. Hinar yndislegu konur á
alþjóðaskrifstofunni í Listaháskólanum sögðu
hins vegar „Maður eins og þú átt að fara til
Vínar“ og með semingi samþykkti ég að setja
Listaakademíuna í Vín í annað sæti. Ég fékk
ekkert svar frá skólanum í Frakklandi en fékk
svar frá Vín. Svo ég var tvær annir í Vín."
Vildi að hann skipti um skóla
„Þar kynntist ég prófessornum Kirsi Mikkola
og hún vildi endilega fá mig til að halda áfram
námi. Þannig að ég þreytti inntökupróf og
komst inn. Þá vildi Kirsi að ég slaufaði
Listaháskóla Íslands og kæmi yfir en ég ákvað
að klára það sem ég hafði byrjað á og fór til Ís-
lands og lauk BA-námi. Eftir það hélt ég að ég
væri ekki lengur á blaði hjá Listaakademíunni
í Vín og hugleiddi það ekki frekar.
Dag einn velti ég því fyrir mér hvort ég ætti
að hugmagnast og hringja aftur í Kirsi. Ég var
þá að aka eftir Reykjanesbrautinni, fram hjá
IKEA, þegar ég kveikti á útvarpinu og heyrði
Billy Joel syngja „When will you realize/
Vienna waits for you“. Ég sagði við sjálfan
mig, „Guð minn góður, ef þetta er ekki merki
frá alheiminum að þá veit ég ekki hvað!“ Þann-
ig að ég tók upp símann – þetta var í júlí – og
mánuði síðar var ég kominn út aftur.“
Hefur gengið eins og í ævintýri
Hvernig er að vera listamaður í Vín? Þetta er
væntanlega harður bolti?
„Hann er það og þetta er mikil vinna. En
umhverfið er mjög hliðhollt listamönnum. Það
er mikið í gangi og löng hefð fyrir því að kaupa
og safna myndlist. Það má segja að ég hafi
komið í kjölsoginu frá vini mínum Amoako
Boafo og komist í góð mál rétt fyrir útskrift.
Við deildum alltaf stúdíói í akademínunni og
fólk sem kom að sjá hann sá mig því í leiðinni.
Listaverkasalar buðu okkur að fá þetta stúdíó
en viku síðar var Boafo orðinn svo stórt nafn
að hann þurfti ekki að deila stúdíói með öðr-
um. Þannig að þeir buðu mér að koma einum
og ég sló til um leið. Síðan hefur allt einhvern
veginn gengið eins og í ævintýri. Eigendur
stúdíósins bjóða hingað reglulega við-
skiptavinum og ég hef selt mörg verk í Aust-
urríki og í Þýskalandi í gegnum þá. Þeir sem
safna list kaupa ekki fyrst og fremst verk á
sýningum heldur vilja kynnast listamann-
inum. Ef þeim líkar við hann, og hafa trú á
honum, getur það leitt til reglubundinna
kaupa. Það þekki ég af eigin raun en safnarar
koma hingað reglulega.“
Jakob Veigar undirbýr nú sýningar í Vín í
haust og í Anant Art galleríinu í Delhí í vetur.
Þaðan liggur leiðin til Kaliforníu þar sem hann
mun, ásamt öðrum íslenskum listamönnum,
sýna í Axix Gallery í Sacramento. Listunn-
endur á Íslandi þurfa ekki að leita langt yfir
skammt heldur geta nú séð sýningu hans í
Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71.
Litadýrðin á vinnuborðinu
fer vel með verkunum.
Fór að ráði Billy Joel
Listmálarinn Jakob Veigar Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir
í þriðja hverfi Vínar. Fram undan eru sýningar víða um heim.
Vinnustofan er í bakhúsi í þriðja hverfi Vínar.
Vormenn Íslands í Vínarborg
Þrír ungir íslenskir listmálarar eru að hasla sér völl í Vínarborg. Allir hafa þeir numið við Listaakademínuna í Vín, einn virtasta
myndlistarskóla Evrópu, en aðeins lítið brot umsækjanda fær þar inngöngu. Morgunblaðið heimsótti félagana í sumarbyrjun.
Baldur Arnarson baldura@mbl.is