Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Blaðsíða 29
The Rain People árið 1969 en Cop-
pola skrifaði bæði handritið að
myndinni og leikstýrði.
Efasemdir um Al Pacino
Coppola var ánægður með sinn
gamla skólabróður og þegar Cop-
pola fór að undirbúa stórvirkið Guð-
föðurinn sá hann James Caan fyrir
sér sem Sonny Corleone. Fljótlega
fékk Coppola nokkra leikara til að
koma saman til að lesa handritið.
Hann vildi fá Marlon Brando í hlut-
verk föðurins, Caan sem Sonny og
Al Pacino sem yngsta soninn Mich-
ael. Sú varð niðurstaðan eins og
kvikmyndaunnendur vita.
Caan sagði hins vegar frá því í
viðtali að framleiðendur mynd-
arinnar hafi viljað vera með puttana
í leikaravalinu. Um tíma hafi þeim
ekki litist nógu vel á Al Pacino af
einhverjum ástæðum og í undirbún-
ingsferlinu hafi Caan verið farinn
að lesa fyrir hlutverk Michaels Cor-
leone. Hvernig hefði kvikmyndasag-
an þróast ef það hefði orðið ofan á?
Auk þess voru framleiðendur ekki
hrifnir af Marlon Brando enda var
hann ekki allra eins og þekkt er.
Þess má geta að Caan studdi Cop-
pola í því að Al Pacino fengi hlut-
verk Michaels Corleone.
Francis Ford Coppola vissi hins
vegar hvað hann vildi og varð ofan
á í þessari deilu. Hann vildi að
yngsti sonurinn hefði yfir sér ítalskt
yfirbragð eins og Pacino en að
Sonny yrði meiri New York-týpa
eins og Caan. James Caan fékk til-
nefningu til Óskarsverðlauna fyrir
túlkun sína á Sonny árið 1973 en Al
Pacino og Robert Duvall voru einn-
ig tilnefndir fyrir frammistöðu sína
í Guðföðurnum. Marlon Brando
hlaut Óskarinn fyrir besta leik í að-
alhlutverki.
„Myndirnar hans og hlutverkin
sem hann tók að sér munu aldrei
gleymast,“ sagði Coppola eftir að
Caan lést en Coppola er 83 ára.
Ánetjaðist kókaíni
Eftir myndirnar um Guðföðurinn
voru leikararnir í myndunum í
hæstu hæðum en ferill Caan átti
eftir taka dýfur á milli. Hann hafn-
aði hlutverkum í nokkuð mörgum
myndum sem áttu eftir að ganga
vel. Má þar nefna One Flew Over
the Cuckoo’s Nest, Kramer vs Kra-
mer, Apocalypse Now og Superm-
an.
Árið 1981 kom út myndin Thief í
leikstjórn Michael Mann og Caan
þótti mjög vænt um þá mynd. Sagð-
ist hann vera stoltastur af henni
fyrir utan myndirnar um Guðföð-
urinn. Mann minntist Caan í vik-
unni. „Mér þótti mjög vænt um
hann og elskaði að vinna með hon-
um,“ var meðal annars haft eftir
Mann.
Í hönd fór hins vegar tími sem
var erfiður fyrir Caan. Á árunum
1982-1987 var hann háður kókaíni
og gekk illa að vinna úr dauðsfalli
systur sinnar. Caan náði sér hins
vegar aftur á strik í leiklistinni og
eftir 1990 lék hann í fjölda mynda
og sjónvarpsþátta. Hann sýndi á
sér nýja og léttari hlið sem gam-
anleikari en var áður þekktastur
sem skapgerðarleikari með munn-
inn fyrir neðan nefið. Sú mynd sem
naut hvað mestrar velgengni á
seinni hluta ferilsins var jólamyndin
Elf þar sem Caan lék á móti Will
Farrell.
Á listanum yfir allar þær myndir
sem Caan lék í á síðari hluta ferils-
ins leynast athyglisverðar myndir.
Til dæmis The Program sem virðist
nánast gleymd en vakti nokkuð um-
tal á sínum tíma. Þar leikur hann
þjálfara eins sterkasta háskólaliðs
Bandaríkjanna í ameríkum fótbolta.
Þar er Caan afskaplega trúverð-
ugur enda hafði hann mikinn áhuga
á íþróttinni.
Giftist fjórum sinnum
James skildi eftir sig fimm börn.
Hann kvæntist fjórum sinnum á
lífsleiðinni og skildi jafn oft. Hann
var giftur Dee Jay Mathis frá 1960
til 1966, Sheilu Marie Ryan frá 1976
til 1977, Ingrid Hajek frá 1990 til
1995 og Lindu Stokes frá 1995 til
2017. Síðasta hjónabandið entist því
lengst.
Sheila Marie Ryan hafði áður
verið kærasta kóngsins sjálfs Elvis
Presley en með henni eignaðist Ca-
an soninn Scott Andrew Caan. Sá
hefur einnig farið út í leiklistina og
lék í þáttunum Hawaii Five-O í ára-
tug. Hann var einnig í Oceans-
myndunum.
AFP
17.7. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
EDRÚ Þrjátíu ár eru liðin frá því
bandaríska þungarokkshljóm-
sveitin Megadeth sendi frá sér plöt-
una Countdown to Extinction. Kom
hún í framhaldi af Rust in Peace
sem hlaut góða dóma árið 1990.
Í tilefni tímamótanna ræddi tíma-
ritið Rolling Stone við söngvarann
Dave Mustaine. Segist hann hafa
verið nýhættur í drykkju og fíkni-
efnaneyslu þegar Rust in Peace var
gerð. Hann hafi verið orðinn býsna
skýr í kollinum þegar kom að því að
gera Countdown to Extinction.
Var orðinn skýr í kollinum
Dave Mustaine á Íslandi árið 2005.
Morgunblaðið/Sverrir
BÓKSALA 6.-12. JÚLÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Leyndarmálið
Kathryn Hughes
2 500 mílur frá mér til þín
Jenny Colgan
3 Iceland in a Bag
Ýmsir höfundar
4 Indepentent People
Halldór Laxness
5 Liðin tíð
Lee Child
6 Hanni granni dansari
Gunnar Helgason
7 Ofsóttur
Bill Browder
8 Nágrannavarsla
Unni Lindell
9 Nætursöngvarinn
Johanna Mo
10 Enginn heimilisgyðja
Sophie Kinsella
1
Sjöunda Davíðsbók
– ljóð af léttara tagi
Davíð Hjálmar Haraldsson
2 Allt og sumt
Þórarinn Eldjárn
3 Ég er nú bara kona
Embla Rún Hakadóttir
4 Blástjarna efans
Valdimar Tómasson
5 Meinvarp
Hildur Eir Bolladóttir
6 Tíminn á leiðinn
Steinunn Sigurðardóttir
7 Þykjustuleikarnir
Anton Helgi Jónsson
8 Ljóðasafn Vilborgar
Vilborg Dagbjartsdóttir
9 Ekki var það illa meint
Hjálmar Freysteinsson
10 Umframframleiðsla
Tómas Ævar Ólafsson
Allar bækur
Ljóðabækur
Áhugi minn á bókalestri vaknaði
þegar amma mín heitin dró mig
ungan með sér í gamla bókasafnið
í Keflavík, eða í Lestrarfélagið eins
og hún kallaði það jafnan. Þar
kynntinst ég fyrst ævintýraveröld
bóka og hvernig sögur geta opnað
fyrir manni nýjar víddir og göfgað
andann. Í dag á ég líklega óhóflega
mikið af bókum, en mér finnst ég
aldrei hafa nægan tíma til lesturs,
því hef ég undanfarið hlustað í
meira mæli á hljóðbækur og yf-
irleitt á tvöföldum hraða svo ég
komist yfir fleiri bækur en ella. Ég
hef mjög fjölbreyttan áhuga og les
nánast hvað sem er.
Undanfarna daga hef ég dvalið
með fjölskyldunni minni í ítalska
klaustrinu Abbazia San Faustino
en íslensk hjón reka þar hótel.
Klaustrið er frá 14. öld og algjör
ævinýraheimur. Það hefur því ver-
ið einstaklega viðeigandi að lesa Í
nafni rósarinnar
eftir Umberto Eco.
Sagan á sér einmitt
stað í ítölsku
klaustri árið 1327
og átti ég því auð-
velt með að lifa
mig inn í frásögn-
ina.
Í bókinni Leonardo da Vinci eft-
ir Walter Isaacson, er ævi þessa
merka vísinda- og listamanns gerð
ítarleg skil. Hugvit og sköp-
unargáfa Leonardos var einstök.
Bókin minnir á mikilvægi þess að
efast um allt, vera endalaust for-
vitinn, leita sífellt að nýrri þekk-
ingu og hugsa út fyrir kassann sem
er í mínum huga hornsteinn fram-
fara. Dune eftir Herbert Frank er
ein merkasta vísindaskáldsaga
sem gefin hefur verið út, enda má
sjá áhrif þessarar bókar í Star
Wars, Game of Thrones og mörg-
um öðrum stórvirkjum. Ég var
rétt í þessu að klára Children of
Dune sem er þriðja bókin í Dune-
seríunni. Þar fléttast inn í söguna
hvernig breytt loftslag getur haft
hörmulegar afleiðingar fyrir efna-
hag plánetunnar, eitthvað sem við
tengjum við í dag.
American dirt
eftir Jeanine
Cummins er bók
sem ríghélt mér og
ég kláraði í einni
beit. Sagan veitir
sannfærandi og ein-
staka innsýn í líf fólks sunnan
landamæra Bandaríkjanna, sem
er tilbúið að fórna öllu fyrir von
um nýtt og betra líf.
Ég hef gaman af að lesa bækur
sem horfa til framtíðar. Hvað ger-
ist þegar tölvur og vélar verða
greindari en mannfólk? Verður líf-
ið hér á jörð betra? Eða munu ör-
lög mannkyns ráðast alfarið af að-
gerðum tölva? Nick Bostrom
veltir þessu m.a. fyrir sér í bókinni
Superintelligence. Mjög áhuga-
verð bók sem minnir okkur á að
við þurfum að vera sérlega með-
vituð um þær hættur sem fylgja
því að vélar verði ofurgreindar.
Að lokum verð ég að nefna bók-
ina 1984 eftir
George Orwell sem
er líklega mín
uppáhaldsbók, af-
skaplega vel skrifuð
og sterk pólitísk
ádeila. Ég las hana
fyrst þegar ég var
14 ára og í kjölfarið sá ég heiminn
í öðru ljósi.
HAUKUR INGI ER AÐ LESA
Les nánast hvað sem er
Haukur Ingi
Guðnason er
sálfræðingur
og starfar hjá
Sidekick.
ÞARMAFLÓRAN Í FORGRUNNI
meðPROBI®mjólkursýrugerlum
“Probi ® Family eru bragðgóðar
tuggutöflur ætlaðar allri
fjölskyldunni frá þriggja ára aldri”
- Caroline Montelius PhD,
hjá Probi AB í Svíþjóð