Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022
LÍFSSTÍLL
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Í Vestmannaeyjum er stórt þróun-
arverkefni í gangi sem tengist
námi og kennslu grunnskóla-
barna. Verkefnið kallast Kveikjum
neistann og er samstarfsverkefni
skólasamfélagsins í Vestmanna-
eyjum, Vestmanneyjabæjar, Há-
skóla Íslands, mennta- og barna-
málaráðuneytisins, Bókasafns
Vestmannaeyja og Samtaka at-
vinnulífsins. Rannsóknarsetur um
menntun og hugarfar hefur yfirum-
sjón með verkefninu fyrir hönd allra
þessara aðila og er ætlunin að nálg-
ast nám grunnskólabarna með nýj-
um leiðum. Verkefnið er mjög yfir-
gripsmikið og áætlanir gera ráð
fyrir að það verði í gangi í 10 ár.
Undirritaðir hafa ásamt fjölmörgum
aðilum undirbúið verkefnið og segja
má að það fari vel af stað og nem-
endur og foreldrar í Vestmanna-
eyjum hafa sýnt verkefninu mikinn
og jákvæðan áhuga.
Verkefnið byggist á hugmyndum
undirritaðs (Hermundar Sigmunds-
sonar) en hann byggir nálgun sína á
vísindalegum kenningum m.a. á sviði
lífeðlisfræðilegrar sálfræði en Her-
mundur er prófessor við Háskóla Ís-
lands sem og við Háskólann í Þránd-
heimi á því sviði. Þegar um svo stórt
verkefni er að ræða er mikilvægt að
kynna sem flestum grunnkenningar
sem byggt er á í Kveikjum neistann!
Áður hafa pistlar birst hér í Morg-
unblaðinu um kenningar Mihaly
Csikszentmihalyi og K.A. Ericsson
en sá fyrrnefndi kom fram með
kenningu um „flæði“ og sá síð-
arnefndi um mikilvægi markvissrar
þjálfunar (e. deliberate practice) í
færniþróun.
Formaukning byggð
á líkindum
Gilbert Gottlieb (1929-2006) er einn
þeirra vísindamanna sem leitað er til
í Kveikjum neistann-verkefninu.
Gottlieb var bandarískur sálfræði-
prófessor sem kom fram með sína
kenningu, „Formaukning byggð á
líkindum“ (e. probabilistic epigenes-
is). Kenninguna kom hann fram með
árið 1972 og eftir margra áratuga
rannsóknir skrifaði Gottlieb mikil-
væga grein árið 1998 í tímaritið
Psychological Review, en tímaritið
er eitt það virtasta í heimi sálfræð-
innar.
Kenning hans sýnir að í þróun
hvers einstaklings eru alltaf mjög
sterk tengsl á milli erfða, taugakerf-
is, atferlis og umhverfis. Esther
Thelen, ein af virtustu vísindamönn-
um á sviði þróunarsálfræði, notaði
bæði kenningu Gottliebs og Geralds
Edelmans um „Neural Darwinism“
til að sýna fram á að þróun ein-
staklinga er kröftugt samspil á milli
þroska, vaxtar, náms og reynslu.
Thelen gaf út bók um kenningu sína
árið 1996 sem ber heitið: „A Dyna-
mic systems approach to the deve-
lopment of cognition at action.“ Mið-
að við kenningu Gottliebs er
ómögulegt að segja að einstaklingar
búi yfir mikilli færni eða þekkingu
eingöngu vegna erfða því fleiri þætt-
ir verða að koma til þegar byggja á
upp færni eða þekkingu.
Góðar erfðir hjá Carlsen
Mörg dæmi eru til af einstaklingum
sem hafa skarað fram úr á tilteknum
sviðum og eitt slíkt dæmi er Magnus
Carlsen, margfaldur heimsmeistari í
skák. Ljóst er að Carlsen býr yfir
góðum erfðum sem tengjast þáttum
eins og einbeitingu, vinnsluminni,
hraða taugaboða og tenginga þeirra
en meira hefur þurft til, til að byggja
upp færni sem hann býr yfir sem
skákmaður. Hann hefur lagt á sig
mikla markvissa þjálfun (e. delibe-
rate practice) í fjölda ára og í samtali
undirritaðs (Hermundar Sigmunds-
sonar) við föður hans, Henrik Carl-
son, í tengslum við skrif bókar Her-
mundar, Ekspertise, kom fram að
við 13 ára aldur hafi Magnus Carl-
sen stundað markvissa þjálfun í
6.000 klukkustundir og þegar 16.
árinu var náð hafði hann þjálfað sig
markvisst í 10.000 klukkustundir en
þá var hann kominn í hóp fremstu
skákmanna heims og gat farið að
horfa til heimsmeistaratitils.
Ljóst er að Magnus Carlsen hefur
mikla þrautseigju (e. grit) en rann-
sóknir hafa sýnt að þrautseigja
tengist erfðum um 30%-40%. Áreiti
frá umhverfi, í gegnum nám og
reynslu, hefur svo einnig áhrif á
þrautseigjuna (60%-70%). Þá hefur
Magnus Carlsen mikla ástríðu (e.
passion) fyrir skák og þessi mikla
ástríða tengist jákvæðri styrkingu
til fjölda ára. Magnus Carlsen er
einstaklingur sem hefur þróað með
sér gróskuhugarfar en það þýðir að
hann sér stöðugt fyrir sér möguleika
á að bæta sig og vaxa í skákinni.
Einn af lykilþáttum í uppbyggingu
þessa skáksnillings er að hann hefur
ávallt haft mjög góða leiðbeinendur
og kennara á sínum ferli en þar má
nefna Simen Agdestein, einn af
fremstu skákmönnum Norðmanna
áður en Magnus kom fram á sjónar-
sviðið, og Garry Kasparov, fyrrver-
andi heimsmeistara og einn besta
skákmann sögunnar.
Réttar áskoranir
Góður leiðbeinandi/kennari er eitt
það mikilvægasta fyrir einstaklinga
sem verða framúrskarandi á ein-
hverju sviði. Góður leiðbeinandi/
kennari gefur einstaklingum réttar
áskoranir á hverjum tímapunkti í
vexti einstaklingins en réttar áskor-
anir eru einmitt mjög mikilvægar
fyrir velgengni einstaklinga á hvaða
sviði sem er. Þessar hugmyndir
kristallast einmitt í kenningu Mihaly
Csikszentmihalyi um flæði. Góður
leiðbeinandi/kennari gefur einnig já-
kvæða styrkingu sem eykur horm-
ónastarfsemi sem er mikilvæg fyrir
alla einstaklinga. Rannsóknir sýna
að þegar byggja á upp færni eða
þekkingu á aðaláherslan að vera á
jákvæða styrkingu, það þýðir að ein-
blína á þætti sem ganga vel og geta
eflt einstaklinginn á vegferð sinni.
Ef einblínt er á neikvæða hluti eykst
stresshormónið cortisol og of mikið
af stressi er ekki af hinu góða fyrir
einstaklinga. Til að ná árangri er
einnig mjög mikilvægt að hafa trú á
að ná tiltekinni færni/leikni (e. self-
efficacy) og mikilvægt er að trúa því
að maður geti náð alla leið á toppinn.
Rannsóknir hafa sýnt að til að ná
að blómstra á einhverju sviði þurfa
þessir þættir sem nefndir hafa verið
hér að vera til staðar, þ.e. ástríða,
þrautseigja, gróskuhugarfar, já-
kvæð styrking, flæði og að hafa trú á
að komast alla leið.
Ef við horfum aftur á Magnus
Carlsen þá er ljóst að samspil erfða
og umhverfis er lykilþáttur í hans
stórkostlega árangri í skák og það
eru ekki einungis erfðir sem gera
það að verkum að hann hefur náð
svo langt sem raun ber vitni heldur
eru það allir þessir þættir sem hafa
spilað saman sem skipta mestu máli.
Ágætt er að vitna í K.A. Ericsson í
þessu samhengi en hann sagði: „Ex-
perts are always made, not born.“
Gríðarlega mikil áhrif
Kenning Gottliebs hefur haft gríðar-
lega mikil áhrif á kenningar bæði
innan þróunarvísinda (e. develop-
mental science) sem og þróunarsál-
fræðinnar (e. developmental psycho-
logy) og ef kennarar og
leiðbeinendur tileinka sér þessar
hugmyndir í starfi sínu með börn og
unglinga er líklegt að árangur nem-
enda verði góður.
Í verkefninu Kveikjum neistann
er m.a notast við áðurnefndar kenn-
ingar og hugmyndir til að efla nem-
endur í námi sínu. Auðvitað er ekki
verið að gera ráð fyrir að allir nem-
endur verði snillingar á einhverjum
sviðum en með því að taka þessa
hugsun inn í skólastarfið þá er það
trú okkar að við náum að efla grunn-
færni allra nemenda og að auka vel-
líðan nemenda þegar þeir fá tæki-
færi til að finna sína ástríðu og efla
sig í henni með gróskuhugarfar í far-
teskinu.
Hermundur Sigmundsson, prófessor við
Norska tækni- og vísindaháskólann og Rann-
sóknarsetur um menntun og hugarfar, Há-
skóla Íslands.
Einar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri við
Grunnskólann í Vestmannaeyjum.
Gottlieb – mikilvæg kenning um þróun
AFP
Hermundur Sigmundsson
hermundur@hi.is
Einar Gunnarsson
Vísindi og samfélag Ljóst er að Magnus Carlsen
býr yfir góðum erfðum sem
tengjast þáttum eins og ein-
beitingu, vinnsluminni, hraða
taugaboða og tenginga þeirra
en meira hefur þurft til, til að
byggja upp færni sem hann býr
yfir sem skákmaður.