Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 2
Efnis-ÍKINGURV 3. tbl. 2015 · 77. árgangur · Verð í lausasölu kr. 1490 S J Ó M A N N A B L A Ð I Ð 70 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar Í ár eru liðin 70 ár frá lokum seinni heims- styrjaldar. Sjómannablaðið Víkingur ber þess merki. Stríðið er rauði þráður þessa tölublaðs. Lætin gríðarleg. Guðmundur St. Jacobsen um sjómannslífið á árum seinni heimsstyrjaldar. Hudsonvélin fór niður rétt hjá Norræna húsinu (sem seinna varð). Örnólfur Thorlacius segir frá. Eins og berjaskyr. Tundurduflin um allan sjó. Senditæki innsigluð og veðurfréttir bannaðar í útvarpi. Í ágúst 1941 heimsótti Winston Churchill Reykjavík. „Þýskir“ Íslendingar fluttir með Arandora. Nær þúsund manns fórust. Klúður. Í janúar 1940 glataði sjálfur leyndar- meistarinn, Adolf Hitler, ítarlegum gögnum um væntanlega árás Þjóðverja á Frakkland. Þegar Svalbakur fékk duflið. Engan sofandahátt hér! Ragnar Franzson rifjar upp kynni sín af tólf skipstjórum. Múlasninn og eigandi hans. Hvenær er sjómaður eins og kuntulaus hóra? Því svarar Jónas Haraldsson. Sjómenn: Munið ljósmyndakeppnina. Fimmtán ljósmyndir fyrir byrjun desember. Hilmar tekur á móti. Hann er kominn í land: Fór í klessu. Víkingur spjallar við Eini Einisson. Krossgátan. Íslendingar versluðu við kommúnista. Fiskurinn skyggði á hugsjónir. Fimmtíu skip fyrir fisk. Helgi Laxdal lýsir upp staðreyndir sögunnar. „Það skiptir ekki máli að gera frábæra hluti“, segir doktor Kristján Kristjánsson heimspeking- ur. En hvernig skyldi hann botna hugsunina? Hilmar fer út fyrir landsteina – en ekki hvað – í þættinum Utan úr heimi. Nýtt skip í flotanum. Venus NS 150. Vinna Tyrkjanna traust. Frívaktin. Lausn krossgátunnar. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings. Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagn- rýni eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjó- menn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum „Raddir af sjónum“. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndina tók Kristján Maack af Venusi NS að koma til hafnar. 4 12 23 26 26 31 28 33 34 Útgefandi: Völuspá útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 862 6515 / netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 862 6515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101b, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Katrín Laufey Rúnarsdóttir, sími 856 4250 / netfang: katalaufey@gmail.com Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. ISSN 1021-7231 20 18 36 39 40 46 44 48 50 Mikil vonbrigði Nú hefur verið ljóst um nokkurt skeið að núverandi ríkisstjórn telur ekki möguleika á að ná í gegn samkomulagi um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Það er óhætt að fullyrða að það hljóti að vera meira en lítið svekkjandi fyrir þá sem kusu núverandi stjórnarflokka gagngert vegna yfirlýstra áforma þeirra um að ljúka þessu máli með nýrri löggjöf sem byggði í grunninn á viðhorfi þorra þeirra sem á sínum tíma skipuðu svokallaða sáttanefnd. Við blasa því sömu happa og glappa vinnubrögðin út þetta kjörtímabil. Ekki er heldur upplífgandi, sé horft til atvinnuöryggis sjómanna, að leiða hugann að því sem við gæti tekið, verði hugmyndir stærsta stjórnmálaflokks landsins sam- kvæmt skoðanakönnunum, að veruleika. Hvað veldur? Ég trúi ekki að maður sé einn um það að vilja fá haldbærar skýringar á því hversvegna þetta mikilvæga mál er kengfast og að því er virðist óleysanlegt fyr- ir þjóðkjörna fulltrúa okkar. Getur verið að ástæða þess að hvorki gengur né rekur í að ljúka málum á Alþingi sé sú staðreynd að stjórnarandstaða á hverj- um tíma geti einfaldlega komið í veg fyrir mál fái þinglega meðferð ef henni sýnist svo og af þeim sökum sjái menn ekki tilgang í að bera upp mál sem fyr- irfram er ljóst að ekki nái fram að ganga. Í öllu falli hefur upplifun margra ver- ið á þessum nótum þar sem stærsta og tímafrekasta málefnið undanfarin þing snýst um fundarstjórn forseta. Hugsanlega er ástæðan nærtækari þ.e.a.s. að nú- verandi stjórnarflokkar nái einfaldlega ekki saman í málinu. Mikið væri gott ef einhver gæti útskýrt orsök þessarar pattstöðu í máli sem löngu er orðið tíma- bært að leysa. Glefsur úr stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar Grundvöllur fiskveiðistjórnunar verður aflamarkskerfi. Ríkisstjórnin vill efla sátt um framtíðarskipulag greinarinnar. Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun. Samningarnir feli í sér rétt til endurnýjunar að uppfylltum skilyrðum sem samningarnir kveði á um. Leitað verður leiða til að auka samráð og upplýsingaskipti Hafrannsóknastofn- unar, útgerðar og sjómanna. Óboðleg vinnubrögð Við blasir að ekkert af því sem hér að ofan er tíundað hefur gengið eftir. Ef ætl- unin er að ná almennri og víðtækri sátt um málefni sjávarútvegsins þá verður biðin ærið löng. Oft hefur verið rætt um framleiðni hinna ýmsu atvinnugreina á Íslandi og þar hefur sjávarútvegurinn skorað hærra en flest annað. Hætt er við að vinnustaðurinn Alþingi skoraði ekki hátt sé horft til þess hringlandaháttar sem viðgengist hefur á þeim bæ. Annarsvegar eru þeir sem vilja sem minnstu breyta og standa vörð um þá umgjörð sem við búum við í dag, hinumegin eru þeir sem vilja umbylta greininni. Þessi staða er hreinlega óásættanleg og hlýtur að vekja upp þá kröfu að stjórnmálamennirnir okkar snarist upp úr skotgröf- unum og finni sameiginlega lausn á málinu til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Árni Bjarnason.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.