Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 49
Sjómannablaðið Víkingur – 49
Og hver er ávinningurinn, vill Víking-
ur fá að vita.
„Þetta er miklu brasminna, já einfaldar
störfin, og fækkar þar af leiðandi körlum
um borð og gerir hlut hvers og eins
betri.“
Það væsir heldur ekki um skipverja;
einkaherbergi með sturtu og salerni, stór
matsalur og setustofa, fullkominn tækja-
salur og gufubað. Og kokkurinn er með
eldhús sem jafnast á við eldhúsið fræga
sem Orkuveita Reykjavíkur bjó að (og
gerir kannski enn) – nema hvað Vík-
ingurinn gleymdi að spyrja eftir brauð-
bökunar-vélinni.
Í fljótræði (kann betur við það orð en
fávisku) missir Víkingur út úr sér eitthvað
um keðjur en Guðlaugur skipstjóri er
fljótur að leiða hann frá villu síns vegar.
„Keðjur eru löngu horfnar af spilum.
Nú eru það togvír og togtaugar frá Hamp-
iðjunni sem við notum. Já, ég hef notað
togtaugarnar – Dynex taugar – síðastliðin
átta ár og vil ekki sjá annað. Þær eru svo
miklu meðfærilegri en togvírinn, sterkari
og endingarbetri.“
Að lokum má geta þess að þeir
Grandamenn ætla ekki að láta hér staðar
numið eða eins og þeir orða það sjálfir:
„Bygging Venusar markar upphaf stærsta
nýsmíðaverkefnis íslensks sjávarútvegsfyr-
irtækis í sögu lýðveldisins en fram til
ársins 2017 verður allur skipafloti félags-
ins endurnýjaður.“
Í brúnni. Ljósmynd: Kristján Maack
O p t i m a r - I c e l a n d | S t a n g a r h y l 6 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 8 7 1 3 0 0 | F a x 5 8 7 1 3 0 1 | o p t i m a r @ o p t i m a r . i s | w w w . o p t i m a r . i s
Mjög mikilvægt er að kæla aann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.
Notkun ísþykknis frá Optimar Ísland er góð aðferð til að ná fram hámarks kælihraða því otmikið og fínkristallað
ísþykknið umlykur allt hráefnið og orkuyrfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyrfærsla hamlar
bakteríu- og örveruvexti og hámarks gæði aans eru tryggð.
Hröð niðurkæling er það sem Optim-Ice® ísþykknið snýst um.
Tryggir gæðin alla leið!
16
14
12
10
8
6
4
2
0
-2
0 1 2 3 4 5 6
Tími (klst)
H
ita
st
ig
(°
C
)
Hefðbundinn ís
Ísþykkni
NIÐURKÆLING Á ÝSU
Heimild: Seash Scotland
Hvaleyrarbraut 27
220 Hafnarfirði
Sími: 564 3338