Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Æ vintýri lífs míns hófst við komu norskra flóttamanna til Akureyr- ar. Þeir sigldu yfir hafið, á flótta undan Hitler, og voru óðara teknir í þjónustu breska hersins. Ég talaði norsku eins og innfæddur enda fæddur í Noregi. Pabbi, Jóhann Jentoft Beck Jacobsen, var norskur en mamma, Kristj- ana Guðmundsdóttir, átti hins vegar ættir að rekja norður í Eyjafjörð. Og þangað fluttust foreldrar mínir frá Noregi þegar ég var á þriðja ári en ég er fæddur í ágústbyrjun 1926. Pabbi fékk vinnu í síldarbræðslunni í Krossanesi sem var ágætt svo langt sem það náði. Vandinn var hins vegar sá að þetta var aðeins sumarvinna. Hann varð því alls- hugar feginn að fá tilboð um nætur- vinnu á Gefjun og þar vann hann í 40 ár eða lengur. Hann lærði þó aldrei íslensku en allir skildu hann samt. Ég hefði líklega getað gert eins og pabbi og farið að vinna á verksmiðjun- um. En það var eitthvað rótleysi í mér. Líklega var ég ekki komin yfir dauða mömmu. Hún dó svo ung. Það voru berklarnir sem tóku hana frá okkur. Þetta hafði allt lent í veseni. Þegar átti að flytja hana inn á berklahælið í Kristnesi rak einhver augun í að hún var ekki ís- lenskur ríkisborgari svo að henni var komið fyrir í sóttvarnarhúsinu á Akur- eyri. – Þú verður að sækja um ríkisborgara- rétt, sagði Jónas Rafnar læknir við pabba, svo að ég geti tekið hana frameftir. Ég held samt að Jónas hafi tekið við henni áður en pappírarnir komust í lag. Mamma dó skömmu síðar – í ágúst 1933 – hálfum mánuði eftir þrítugsafmæli sitt. Þetta setti mark á sjö ára guttann. Heimilið leystist upp að hluta, systrum mínum var komið í fóstur en ég fór í sveit á sumrin sem var reyndar alsiða þá og þótti góð lífsreynsla fyrir unga drengi. Ég minnist þess ekki að stúlkur hafi ver- ið sendar í sveit á þessum árum. Blikar á hníf Stríðið og Norðmennirnir opnuðu mér heiminn. Ég munstraði mig á Eldoy frá Álasundi og við tóku siglingar allt í kringum landið og jafnvel til Jan Mayen þar sem Bretarnir voru með varðstöð mannaða Norðmönnum. Við fluttum hermenn, búnað og vistir. Eitt sinn var báturinn hlaðinn sprengjum sem átti að hengja neðan í flugvélarvængi og á dekk- inu voru bensíntunnur reyrðar fastar innan á lunninguna. – Nú höfum við sprengikraftinn sem þarf til tunglreisu, sagði skipperinn þegar við sigldum svona hlaðnir af stað frá Ak- ureyri. Ferðinni var heitið suður. Það voru stundum læti í Norðmönn- unum. Þetta voru gamlir sjóarar og sel- fangarar, vanir að fá sér neðan í því og létu þá ósjaldan hendur skipta. Eitt sinn sem oftar lá Eldoy við bryggju í Reykja- vík. Ég hafði farið í land að útvega brennivín. Hermenn affermdu bátinn. Þegar ég kem aftur eru þeir búnir að hreinsa af þilfarinu en ennþá var eitthvað í lestinni sem átti að fara í land. Allt í einu koma hermennirnir þjótandi upp úr skipinu, hlaupa niður landganginn og hverfa fyrir næsta húshorn. Djúpsprengjurnar léku okkur verst – Jón Hjaltason spjallar við Guðmund St. Jacobsen um sjómannslífið á árum seinni heimsstyrjaldar Akureyri í stríðsbyrjun. SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.