Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 6
Öskur og formælingar kveða við – á norsku. – Látið mig hafa skóinn minn aftur, helvítin ykkar, annars flæ ég ykkur lifandi. Það blikaði á hníf í hendi Norðmanns- ins sem froðufelldi af heift ofan í lest- inni. Það var engin furða að þeir yrðu hræddir, Bretarnir. Ekki man ég lengur hvernig okkur tókst að róa manninn en það man ég eins og gerst hafi í gær að skórinn kom í ljós þegar við tókum að eiga við akkerið næst. Einhver hafði hent honum inn undir akkeriskeðjuna. Í ágúst 1944 var ég búinn að fá nóg af þessu lífi og sagði upp. Ég vildi komast á stærra skip. Eldoy lá þá við bryggju í Reykjavík. Ég fékk rúmpláss í norskum kampi í Skerjafirði og þar var ég í 7 eða 8 daga. Þá fékk ég boð um að það vant- aði mann um borð í norskt olíuskip sem lá í Hvalfirðinum. Ég sagði já en fékk samt leyfi til að skreppa norður til að kveðja karlinn. Það var aldrei að vita hvenær maður kæmi aftur. Kannski aldrei Slægir Þjóðverjar Olíuskipið hét Orwell og flutti olíu frá Dartmouth, smáplássi rétt norðan Hali- fax í Kanada, til Englands og Norður- Írlands. Ekki hef ég hugmynd um hvað það var að gera í Hvalfirði. Þangað kom það aldrei aftur allan þann tíma sem ég var um borð. Fyrir stríðið hafði Orwell verið birgðaskip fyrir hvalveiðiflota Norð- manna í Suðurhöfum. Í honum rúm- uðust 10.000 tonn af olíu og á milli- dekkinu mátti koma fyrir öðrum 5.000 tonnum af farmi. Aftur á var sjúkrahús sem við notuðum aldrei. Þetta var helvíti stórt skip. Svo var siglt í einni halarófu yfir haf- ið. Eftir myrkur varð að byrgja öll ljós inni eða hafa slökkt að öðrum kosti, að- eins örlítil ljósglæta var höfð uppi aftast sem næsta skip í röðinni sigldi eftir. Við höfðum allir heyrt sögur um það hvernig þýskir kafbátar laumuðu sér inn í skipa- lestirnar, settu upp ljóstýru í skutnum og þóttust vera birgðaskip á meðan þeir mátu stöðuna og biðu lags. Við vorum því alltaf með vaktmann aftur á. Annar var ofan á brúnni en sá þriðji við stýrið. Sólarhringnum var skipt í þrjár vaktir en þrír stóðu hverja vakt. Þrjátíu karlar voru um borð en á hvalavertíðum eftir stríð hýsti skipið leikandi létt á annað hundrað manns. Enda voru messarnir þrír, minna mátti það nú ekki vera. Þögli maðurinn Sverir menn áttu erfitt með að komast að stýrinu. Það var búið að steypa um það búr og þegar björgunarvestið – en við fórum aldrei úr káetu án þess að setja það á okkur – bættist við aðra fyrirferð reyndist sumum erfitt að smeygja sér inn í þetta búr. Ég man eftir einum sem ég held að hafi bara alls ekki komist að stýrinu. Sjálfur átti ég í hinu mesta basli við að troða mér inn að því og hef þó aldrei talist þéttur maður á velli, hvað þá stór. En þarna stóð maður löngum stund- um og rýndi út um örlitla rifu á steypu- veggnum. Það var mikill þungi í þessum skotheldu klefum og sagðar voru sannar sögur, og kannski einhverjar lognar, af því hvernig stýrishús hefðu hreinlega brotnað af. Skip áttu að hafa lagst á hlið- ina og þegar þau réttu sig af aftur var stýrishúsið farið veg allrar veraldar. Hafði hreinlega brotnað af enda ekki hannað í upphafi fyrir steinsteypta klefa. Það reyndi á þetta hjá okkur. Við lentum í fellibyl og þunglestað olíuskipið varð eins og smátrilla í veðurhamnum. Ólag henti stýrimanninum flötum á telegrafið og þegar ég fór niður að vekja á næstu vakt hrundi allt úr skápunum í eldhús- inu yfir mig, diskar, sykur og hveiti og allt fór í eina klessu. – Þessi helvítis skúta getur aldrei verið kyrr, sagði stewartinn þegar hann sá hvernig komið var. En stýrishúsið hélst á sínum stað. Samt komu sögurnar stundum upp í hugann þegar siglt var í haugasjó og myrkri og ekki sást glóra út um rifuna á þröngum stjórnklefanum. Ekki einu sinni týran sem átti að loga aftast á næsta skipi fyrir framan. Þá skipti máli að vera vakandi. Sem sum- um tókst ekki. Eitt sinn kom um borð til okkar undarlegur náungi. Það togaðist varla upp úr honum orð sem kostaði okkur næstum því lífið. Þögli maðurinn var á vakt uppi á toppbrú. Það var vont í sjó- inn, myrkur og ógn í loftinu. Skyndilega kom þriðji stýrimaður á harða hlaupum upp í brú og öskraði: – Hart í stjór. Eruð þið sofandi helvítin ykkar? Hart í stjór undireins. Til allrar hamingju hafði þriðji átt leið fram á og séð hvar vélarvana skip kom rekandi á móti okkur. Ein bylgja í viðbót og það hefði lent á okkur. Það var ekki nokkur leið að sjá þetta út um rifuna á steinveggnum framan við stýrið enda var það hlutverk þess sem átti vaktina á toppbrúnni að koma auga á svona nokk- uð. Þögli maðurinn stóð hins vegar vel Hermaður á Jan Mayen. Norskir hermenn velta fyrir sér leiðinni. 6 – Sjómannablaðið Víkingur SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.