Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 10
hafði lengi dreymt Guðmund Hafliðason,
móðurafa minn, svo bert eða þangað til
hann sagði mér eitt sinn að hann myndi
ekki birtast mér framar en þó verða hjá
mér áfram. Og það gekk eftir.
Peningar í fötu
Minningarnar renna svolítið saman. Það
er svo langt síðan þetta gerðist og þrátt
fyrir allt voru dagarnir keimlíkir. Þetta
var barningur. Menn komu, taugarnar
biluðu, og þeir hurfu aftur. Einn gerðist
liðhlaupi og reyndi að komast yfir landa-
mærin til hins frjálsa Írlands en náðist.
Ætli þeir hafi skotið hann? Ég veit það
ekki. Árásir voru gerðar á okkur. Fyrir
utan Londonderry varð olíuskip í lest-
inni fyrir tundurskeyti. Það sökk þó ekki
en litlu mátti muna að Írarnir fengju þar
sannkallaða áramótabrennu. Kannski var
þetta í sama skiptið og okkur var haldið
um borð fram yfir áramótin. Þeir vildu
ekki fá áhöfnina í land. Hún hefði getað
spillt áramótagleði borgarbúa.
Við átum spæld egg og grænar baunir
og drukkum te og kaffi. Meira þó kaffi
því að áhöfnin var að mestu norsk. Lík-
lega hefur þó verið gert eitthvað betur
við okkur þessi jólin þegar við lágum í
höfninni í Londonderry og máttum ekki
fara í land. Sjálfsagt höfum við líka hent
lífbeltunum, gasgrímunum og hjálmun-
um fram á ganginn fyrir framan klefann
okkar. Þetta voru þriggja manna klefar
og býsna þröngt um okkur þegar allt
dótið var komið inn í þá. Við lágum
undir teppum, alltaf fullklæddir á sigl-
ingu en þessi jól í Londonderry sváfum
við fáklæddir og ekki alltaf algáðir.
Viðskiptalega sinnaðir heimamenn
komu upp að skipshliðinni, við létum
peninga síga niður í fötu og drógum upp
viskí í staðinn. Svo þvoðum við fötin
okkar í höndunum eins og venjulega,
lögðum bestu buxurnar og jakkann í
kojuna og lak yfir. Sváfum síðan á þeim
og vorum reiðubúnir daginn eftir að fara
í land í stífpressuðum sparifötunum.
Beislaðir við skotvopnin
Fyrir utan Nova Scotia söfnuðust skipin
saman sem komu frá austurströnd
Bandaríkjanna og Kanada. Við fengum
númer og röðuðum okkur upp áður en
haldið var yfir Atlantshafið. Björgunar-
bátarnir voru gerðir klárir en við áttum
allir ákveðinn stað í þeim, ákveðna
þóftu, sem var óumbreytanlegt. Ef eitt-
hvað kom fyrir þessa þóftu máttum við
ekki undir neinum kringumstæðum leita
björgunar í öðrum báti. Þannig voru
reglurnar.
Skipið var þrælvopnað, fannst okkur.
Fjögurra tomma fallbyssa var aftur á
hekki, tvær 24 millimetra loftvarnabyss-
ur á bátadekkinu og í brúnni voru líka
loftvarnabyssur í bæði borð. Við vorum
beislaðir við þessi skotvopn en á þeim
voru tvö handföng. Þriðja hver kúla
var ljós, sjálfsagt til að auðvelda okkur
miðið.
_ * _
Þegar stríðinu lauk vorum við í hafi
og áttum eftir eins dags siglingu til Dart-
mouth. Þegar við komum þangað ætluð-
um við ekki að trúa okkar eigin augum.
Bærinn var eins og eftir stórkostlegan
bardaga. Göturnar voru þaktar brotarusli
og tréhlerar höfðu verið negldir fyrir
glugga. En við vorum ánægðir. Stríðinu
var lokið.
Eyðilegging stríðsins var gríðarleg.
10 – Sjómannablaðið Víkingur
Hvaleyrarbraut 27
220 Hafnarfirði
Sími: 564 3338
SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar
tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja
á Íslandi upp á hníflausar Femto-LASIK laseraðgerðir.
Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun
og kannaðu þína möguleika.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is
Athugið að fjöldi stéttarfélaga tekur þátt í kostnaði vegna sjónlagsaðgerða - kynntu þér hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á styrki.
Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Sjónlag augnlæknastöð býður sjómönnum
upp á 40.000 kr. afslátt af hníflausum
sjónlagsaðgerðum.
Gleraugun
burt!
TransPRK
Sjónlag býður að sjálfsögðu einnig upp
á hefðbundna TransPRK laseraðgerð.
Fullt verð kr. 290.000
Tilboðsverð kr. 250.000
Femto -LASIK
Sjónlag augnlæknastöð býður sjómönnum
upp á 40.000 króna afslátt af Femto-LASIK
hníflausum sjónlagsaðgerðum (nýjasta tæknin).
Fullt verð kr. 350.000
Tilboðsverð kr. 310.000
10.416 kr. á mánuði í greiðsludreifingu
40.000 kr. afsláttartilboð!
Sérstakt tilboð til sjómanna
Við bjóðum;
Nýju tækin
Nýjustu tækni
Mikla reynslu
Gott verð
Frábæra þjónustu