Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 31
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
HáþrýstidælurGufudælur
Öflugir vinnuþjarkar
Háþrýstistöðvar og dælur
HDC Classic
Háþrýstistöð fyrir 1-3
notendur
■ Vatnsflæði: 700-2000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HDC Standard
Háþrýstistöð fyrir 1-8
notendur
■ Vatnsflæði: 700-8000 l/klst
■ Þrýstingur: 80 eða 160 bör
■ Hámarks hitastig: 85 / 60°c
HD 9/18-4 ST
Háþrýstistöð fyrir
1 notanda
■ Vatnsflæði: 460-900 l/klst
■ Þrýstingur: 40-180 bör
■ Hámarks hitastig: 70°c
Múl a sni nn
Það var fyrir löngu, vestur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í
Ohio, að á litlu koti bjuggu gömul hjón, slitin af erfiði lífs-
baráttunnar. Þau ræktuðu sinn litla skika, hann plægði
jörðina með gömlum plógi dregnum af þreyttum múlasna.
Konan hafði þann leiða ávana, að hún nöldraði í bónda sín-
um daginn út og inn og hann plægði oftar og lengur í takti
við nöldrið í henni. Svo gerðist það dag einn, að hún færir
honum bita út á akurinn og meðan hann matast leggur hún
ekki aftur túlann. Nú vill svo til, að múlasninn stóð fyrir
aftan hana og hlustaði á. Verður honum það á, að slá frá sér
með afturfótunum og lenda þeir á höfði kerlingar og dettur
hún niður steindauð.
Útför hennar var gerð frá litlu, gömlu sveitakirkjunni og
var ekki fjölmenn. Prestur sá, er bóndi gekk úr kirkjunni,
að kona ein sneri sér að honum og tók í hendi hans og
kyssti og hann kinkaði kolli. Næst kom nágranni hans og
tók þéttingsfast í hendi hans en bóndi hristi höfuðið reiði-
lega. Þetta undraði prest og hann spurði bónda hverju þetta
sætti.
„Konan var að votta mér samúð sína.“
„Hvað var með bóndann“, spurði klerkur, „þú tókst hon-
um svo illa.“
„Hann vildi kaupa múlasnann!“ svaraði bóndi.