Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41
árin eða þar til Austur-Þjóðverjar hættu vöruskiptum við Ísland.
Reksturinn gekk vel og átti fyrirtækið nokkrar milljónir í sjóði
sem var skipt upp á milli eigendanna að kröfu Gunnars, við slit
félagsins, sem ekki vildi halda rekstrinum áfram.
Alls var samið um smíði 50 skipa eftir teikningum Hjálmars
R. Bárðarsonar á árunum 1956 til 1967. Vegna reynslu Gunnars
Friðrikssonar á þessu sviði hvíldu viðskiptin að miklu leyti á
hans herðum og Vélasölunnar, sem voru ærin. Samskiptin við
Austur-Þjóðverja gengu að mestu leyti vel, en stjórnskipulagið og
strangt eftirlit, einkum á landamærunum við Vestur-Þýskaland,
olli stundum erfiðleikum. Skipin voru fjöldaframleidd að kröfu
Austur-Þjóðverja.
Fyrstu 5 skipin voru 75 brúttórúmlestir að stærð af gerðinni
HRB-39, smíðuð í Fürstenberg. Næstu 12 skipin, voru 249 brút-
tórúmlestir að stærð, af gerðinni HRB-42, smíðuð Stralsund (sjá
4. tbl. Víkingsins 2010). Þau voru sérhönnuð togskip og gengu
gjarnan undir nafninu tappatogarar. Þá komu 15 skip, af gerðinni
HRB-46, smíðuð í Brandenburg sem voru 88 til 101 brúttórúm-
lestir að stærð. Loks voru 18 skip smíðuð í skipasmíðastöðinni
Veb Elbewerft Boizburg og voru þau 264 eða 268 brúttórúm-
lestir að stærð.
Skipin voru ögn breytileg að gerð og fengu því gerðareinkenn-
in HRB-54A, 54B, 54C, 54D og 54F, þótt bolur þeirra væri byggð-
ur samkvæmt sömu línuteikningu.
Meginbreytingin á milli skipagerðanna var að öll skipin sem
afhent voru á árinu 1967, átta alls, voru um 80 sm lengri, bak-
borðsganginum var lokað og rými hans nýtt til þess að auka við
og bæta mannaíbúðirnar. Skipstjóraklefinn færður frá því að vera
aftan við kortaklefann aftast í þilfarshúsið, jafnframt var stjórn-
borðsgangurinn breikkaður. Öll skipin, báðar gerðir, voru með
íbúðir fyrir 15 manns. Fyrst skipanna af lengri gerðinni var
Sléttanes ÍS-710, afhent í mars ´67.
Í töflunni hér til hliðar koma fram helstu tæknilegu upplýs-
ingarnar um skipin,
styttri gerðina. Helsti
munurinn á milli gerð-
anna var að mesta lengd-
in fór úr 33,93 í 34,7 m.
Lengdi lestina um 0,8 m.
Brl. hækkaði úr 264 í 268
brl. Vélbúnaður var sá
sami í báðum gerðum
ásamt fyrirkomulagi og
stærð geyma í meginat-
riðum.
Upphaf skipasmíða-
stöðvarinnar VEB El-
bewerft Boizburg, en þar
voru skipin 18 smíðuð,
er rakið til þess þegar
Franz Jurgen stofnaði fyr-
irtæki í Boizburg árið
1793 til þess að smíða
báta. Fyrsti stálbáturinn
var smíðaður á árinu
1895. Fyrirtækið starfaði
til ársins 1917 en þá var
húsnæðið selt Nord-
deutsche Union Werke
sem smíðastöð Franz
Jurgen átti að hluta. Ýms-
ar nafna og eigna-
breytingar urðu á stöð-
inni allt til 1948 en þá
fékk hún nafnið VVW El-
bewerft Boizburg VEB
sem hefur fylgt henni
síðan.
Stöðin komst í gegn-
um stríðið án þess að
verða fyrir verulegum
áföllum, hvorki mann-
skaða eða skemmdum.
Stöðin gat því strax á ár-
inu 1945 hafið endurbæt-
ur eftir stríðið með smíði
15 fiskibáta. Í fram-
haldinu annaðist stöðin
smíði skipa af hinum
ýmsu gerðum og stærð-
um svo sem gámaskip,
strandferðaskip, fiskiskip,
flatbotna ferjubáta og fljót-
andi krana, svo eitthvað sé nefnt.
Á árunum 1983-1992 afhenti stöðin t.d. Rússum 49 fljótaskip
alls, 22 af gerðinni 301 Vladimir llyich og 27 af gerðinni 302
Dmitry Furman sem eru 4m lengri en 301 gerðin. Um er að ræða
rússneska hönnun þótt smíðin sé þýsk. Fljótaskipið RUSS sem
margir Íslendingar hafa siglt með m.a. frá Pétursborg til Moskvu
á vegum Bændaferða undir fararstjórn Péturs Óla Péturssonar
Skagfirðings er eitt þessara skipa af gerðinni 302. Á árunum
1964-1967 voru smíðuð í stöðinni 18 fiskiskip fyrir íslenska út-
gerðarmenn sem meginefni þessarar greinar fjallar um.
Á árinu 1997 urðu mörg þeirra fyrirtækja sem átt höfðu við-
skipti við stöðina gjaldþrota sem leiddi til gjaldþrots hennar. Í
heildina voru smíðuð í stöðinni um 150 þúsund skip samtals um
500 þúsund brúttótonn að viðbættum nokkrum costerum,
pontoons, fljótandi krönum og fljótandi copra.
Helstu mál og stærðir, styttri gerðin
Mesta lengd í m 33,93
Lengd milli lóðlína í m 29,60
Breidd mótuð í m 7,20
Dýpt að þilfari í m 3,80
Eiginþyngd tonn 288,00
Særými
(djúprista 3,71 m) t 323,00
Burðargeta
(djúprista 3,71 m) t 232
Lestarrými m³ 203,00
Brennsluolíugeymar m³ 30,60
Ferskvatn m³ 26,30
Sjókjölfestugeymir m³ 7,50
Brúttórúmlestatala Brl. 264
undir þilfari Þrl 183
Rúmtala m³ 809,9
Aðalvél
Framleiðandi Lister Blacksto-
ne
Gerð ERS 8M
Hestöfl 660
Sn/mín 750
Gír Liaaen CG 45
Brennsluolíunotkun
gr/ha.klst. 158
Skiptiskrúfa
Þvermál m. 1,8
Blaðafjöldi 3
Gírhlutfall 2:1
Snúningshraði/mín 375
Aflvísir 1760
Rafali við aðalvél 33 kW
Hjálparvélasamstæður
Lister JK 4 MA, 62 hö/
1500 sn/mín 33 kW
Lister JK 4 MA, 62 hö/
1500 sn/mín 33 kW
Skipsnet 220 v
jafnstraumur