Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
Austur-þýsku bílarnir
Eins og þegar hefur komið fram annaðist einka-
fyrirtækið Desa allan innflutning frá Austur-
Þýskalandi ekki bara hvað varðar skipakaupin
heldur og einnig önnur kaup eins og innflutning
á bílum. Í Þjóðviljanum frá 14. október 1956 er
frá því greint að Vagninn h.f. hafi tekið að sér
sölu bílana og af því tilefni var haldinn bílasýn-
ing sem opnuð var sama dag.
Þar var sýnd Wartburg 5 manna fólksbifreið.
Garant vörubíll og sendiferðabíll en aðalnúmerið
á sýningunni var P-70 plastbíll sem Þórður Run-
ólfsson, þáverandi öryggismálastjóri, hafði þýtt
bækling um. Þar kom m.a. fram að plastefnið
sem notað var í bílinn sé á engan hátt ótryggara
en stálið sem almennt er notað í bíla nema ef
eitthvað sé, þá sé það ívið sterkara.
Hér finnst mér rétt að geta þess að Þórður
kenndi mér bæði burðarþolsfræði og vatns-
vélafræði í Vélskólanum fyrir margt löngu og var
alveg afburða góður kennari.
Í wikipediu kemur fram að plastið í P-70 bíln-
um var unnið úr úrgangs trjákvoðu frá austur-
þýska litariðnaðinum og rússneskri úrgangs bóm-
ull en P-70 bíllinn var forveri Trabantsins. Hann
var framleiddur í Zwickau frá árinu 1954 til og
með ársins 1959 en eftir það tók Trabantinn al-
veg við, sem var framleiddur undir a.m.k 9
gerðareinkennum allt til í apríl árið 1991 en þá
nam heildarframleiðslan 3,7 miljónum bíla.
Vegna langs afgreiðslufrests á bílnum gat liðið allt
að því ár frá pöntun til afgreiðslu hans. Af þeim
sökum hækkaði endursöluverð notaðra bíla úr
hófi og voru um það dæmi að notaðir Trabantar
seldust á hærra verði en nýir.
Nafnið á bílnum ,,Trabant“ eða sputnik, gervi-
tungl, ber þess glöggt vitni hve Austur-Þjóðverjar
töldu þennan bíl mikið tækniundur þegar hann
kom fyrst fram. Flottasti Trabbinn var knúinn 26
hö tvígengisvél og vó aðeins 650 kg., en þrátt fyr-
ir bæði léttan bíl og lítið afl var eyðslan gefin upp
7-9 l á hundraðið sem segir okkur hvað tvígeng-
isvélin hefur verið skammt komin á þróunar-
brautinni.
Í eftirfarandi tilvitnun í viðtal við Ingvar
Helgason sem birtist í Morgunblaðinu 5. okt.
1996 í tilefni af 40 ára afmælis Ingvars Helgason h.f.
kemur fram hvernig það atvikaðist að hann varð um-
boðsaðili Trabant á Íslandi.
,,Árið 1963 hófst sá þáttur í rekstri Ingvars, sem hann átti
eftir að verða hvað þekktastur fyrir en það var bifreiðainn-
flutningur, eða nánar tiltekið innflutningur á Trabant bif-
reiðunum austurþýsku. Austur-Þjóðverjarnir höfðu íslensk-
an umboðsmann sem varð gjaldþrota. Þegar þarna var
komið sögu hafði ég átt farsæl viðskipti við austurþýsk
fyrirtæki í sjö ár og því vildu þeir fela mér umboðið. Mér
leist ekki á það í fyrstu en þá lækkuðu þeir bara verðið
þar til ég lét undan. Í fyrstu sendingunni var bíllinn á 375
dollara og með því sá ég möguleika á að bjóða bíl á verði,
sem flestir réðu við og það gekk eftir. 1964, fyrsta heila
árið, sem ég flutti inn Trabant, nam salan 250 bílum og
hún jókst mikið næstu árin á eftir. Ég seldi samtals átta
þúsund Trabanta fram til ársins 1987 en þá var innflutn-
ingnum hætt.“Skógey. Upphaflega Gullver.
Línuveiðarinn Sighvatur GK sem á 7. áratugnum, þegar hann kom til landsins, hét Bjartur
NK. Hér er hann orðinn allt annað skip, lengri, með nýja brú, yfirbyggingu og skut, að
ógleymdum vélbúnaðinum sem er heldur betur búið að uppfæra eins og reyndar flest ef
ekki allt annað um borð.
Bozenburgararnir frá skráningu til afskráningar
Skr.nr. Nafn Umd. nr. Skráður Afskr. Afdrif Lokanafn N/Eig Ár
968 Krossanes SU-320 des. ´64 Á skrá Glófaxi VE-300 8/8 50
Hilmir KE-7/7, Bjarni Ásmundar ÞH-197, Bergur ll VE-144, Bergur VE-44, Arnþór EA-16,
969 Halkion VE-205 des.´64 apr.´75 Seldur til Noregs Halkion VE-205 1/1 9
967 Keflvíkingur KE-100 jan. ´65 Á skrá Þórsnes SH-109 4/5 50
Bergur Vigfús GK-53, Marta Ágústsdóttir GK-31/14
970 Barði NK-120 feb. ´65 jún.´75 Seldur til Noregs Skinney SF-20 3/3 9
Barði ll NK-118
971 Guðrún Guðleifsdóttir ÍS-102 mars ´65 nóv. ´14 Brotajárn Fram ÍS-25 8/12 49
Guðrún Guðl. ÍS-364/25 Boði KE-123/23, Eldeyjarboði GK-24, Aðalvík KE-95, Sævík GK-257, Valur ÍS-82,
Guðrún Þorleifsdóttir ÍS-25, Fram ÍS-25/25
972 Þorsteinn RE-303 apr. ´65 Á skrá Kristín GK-457 11/15 50
Hafrún ÍS-400/BA-400, Pétur Ingi KE-32, Stjörnutindur KE-32/SU-159, Lýtingur NS-250, Vigdís BA-77,
Haraldur EA-62, Ásgeir Guðmundsson SF-112, Atlanúpur ÞH-270, Garðey SF-22, Kristín GK-157/ÞH-157
973 Dagfari ÞH-40 maí ´65 júl. ´08 Selt til Danm. Jón
Steingrímsson RE-7 9/11 43
Ljósfari ÞH-40/RE-102, Kári Sölmundarson RE-102, Galti ÞH-320, Björg Jónsdóttir ÞH-321/320,
Sigla SI-50, Sigurður Jakobsson ÞH-320, Straumnes RE-7
974 Gullver NS-12 maí ´65 maí ´96 Seldur úr landi Bergur Vigfús GK-53 4/4 31
Gullberg NS-11, Skógey SF-53
976 Ólafur Sigurðsson AK-370 Ólafur Sigurðsson
jún. ´65 okt. ´75 Seldur/Noregur AK-371 1/2 10
975 Bjartur NK-121 sept. ´65 Á skrá Sighvatur GK-57 4/6 50
Grímseyingur GK-605, Víkurberg GK-1, Bjartur GK-57/RE-57
1023 *Sléttanes ÍS-710 mars ‚67 okt. ´08 Selt til Panama Faxaborg SH-207 6/6 41
Sölvi Bjarnason BA-65, Eyjaver VE-7, Fylkir NK-102, Skarfur GK-666
1027 *Júlíus Geirmundsson ÍS-270 mars ‚67 júl. ´76 Seldur til Noregs Kristbjörg VE-70 4/4 9
Guðrún Jónsdóttir ÍS-276, Kristbjörg ll VE-71
1028 *Hrafn Sveinbjarnars. GK-255 apr. ´67 Á skrá Saxhamar SH-50 5/6 48
Sigurður Þorleifsson GK-10, Sæljón SU-104, Sjöfn ÞH-142/EA-142,
1035 *Náttfari ÞH-60 apr. ´67 mars ´07 Seldur til Danm. Heimaey VE-1 2/3 40
Náttfari RE-75
1037 *Dagfari ÞH-70 júní ´67 aug. ´05 Seldur til Danm. Stokksey ÁR-40 2/2 38
Dagfari GK-70
1039 *Magnús Ólafsson GK-49 4 jún. ´67 Á skrá Magnús HF-20 10/10 48
Njörfi SU-20, Víðir AK-63, Jóhann Gíslason ÁR-42, Gjafar VE-600, Oddgeir EA-600, Magnús Ágústsson ÞH-76,
Magnús Geir KE-5, Magnús HF-20
1036 *Guðbjörg ÍS- 47 júlí ´67 nov.´92 Úreltur Stakkavík ÁR-107 8/10 25
Lárus Sveinsson SH-136, Gunnar Jónsson VE-555, Brimnes SH-257, Gylfi BA-12, Happasæll GK-225,
Steinanes BA-399, Stakkanes ÍS-848/ HU-121
1038 *Gideon VE-7 okt. ´67 maí ´76 Selt til Noregs Álftafell SU-101 2/2 8