Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 Núna á því herrans ári 2015 eru enn 14 Trabantar á númerum hér á landi sá elsti árgerð 1962 fluttur til landsins á árinu 2005 en sá yngsti árgerð 1991 eða frá síðasta framleiðsluárinu. Einn hinna stoltu Trabant eigenda er Halldór Gíslason, vélfræðingur. Hann segist hafa keypt Trabantinn árið 1987 þá þriggja mánaða tjónabíl, gert hann upp og notað sem fjölskyldubíl allt til ársins 1990 en þá eftirlét hann syni sínum bílinn sem nýtti hann, öll skólaárin 10, að hætti ungra manna, eða út árið 2000. Þá var honum lagt en á árinu 2004 fór hann aftur í yfirhalningu hjá Halldóri og er núna í fínu standi vestur í Súðavík þar sem hann er nýttur af Halldóri og fjölskyldu þegar þar er dvalist. Þriðjungur enn á skrá Í töflunni koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar um skipin 18 sem afhent voru á tímabilinu des. 1964-okt. 1967, sem nemur um 34 mán., eða tæpa 2 mán. pr. skip. Fyrstu tvö skipin komu til landsins 18. des. 1964, þau Krossanes SU sem í dag ber nafnið Glófaxi VE og er elst þeirra. Hitt var Halkion VE sem seldur var úr landi í apríl 1975. Í dag eru 6 þessara skipa, eða þriðjungurinn, enn á skrá nú um 50 ára gömul sem hlýtur að teljast nokkuð góð ending, en 12 eru horfin af skrá, sum úreld en önnur seld úr landi til nýrra ver- kefna. Meðalaldur þeirra, hér á skrá, var um 26 ár eða ríflega hálfur aldur þeirra sem eftir eru á skrá. Skipin báru 92 nöfn eða góð 5 að meðaltali. Flest Þorsteinn RE eða 11. Eigendaskipti voru 120 , þ.e. hvert skip skipti að meðaltali tæplega 7 sinnum um eiganda. Þar hefur Þorsteinn RE líka vinninginn, alls 15 eigendur. Um var að ræða tvær megin gerðir skipanna. Fyrstu 12 skipin voru hefðbundin þ.e. með þilfarshús og tvo ganga sb-og bb- megin. Síðustu 8 skipin, stjörnumerkt í töflunni, sem afhent voru á árinu 1967 voru um 80 sm lengri með þilfarshúsið byggt út í síðu bb megin og skipstjóraklefann aftast í þilfarshúsinu í stað aftan við kortaklefann; jafnframt var sb-gangurinn breikkaður. Eftir sömu megin teikningu Hjálmars Bárðarsonar, HRB 54, voru á sama tíma smíðuð fimm skip, tvö í Noregi og þrjú í Hollandi. Töflunni hér að neðan eru hlið- stæðar upplýsingar um þau og austur- þýsku skipin Norsku skipin voru bæði sömu lengdar 32,40 m, knúin Lister Blacstone aðal- vélum, í Sveini 660 hö en í Verði 800 hö. Hollensku skipin voru sömu lengdar við afhendingu og fyrstu skráningu 31,7 m en strax á árinu 1967 var Óskar lengdur um 4,4 m. í 36,10 m. Öll voru þau knúin 625 hö aðalvél frá Kromhaut sem er hollenskur framleið- andi. Gjafar strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur á útleið 22 febrúar 1973 eftir að hafa landað þar loðnufarmi. Mannbjörg varð en skipinu varð ekki bjargað, það eyðilagðist á strandstað. Eina skipið, af þessum fimm, sem enn er hér á skrá er Sveinn Sveinbjörnsson, nú um 50 ára gamalt, sem nú heitir Sigurborg SH-12 og er í eigu Soffaníasar Cecilssonar h.f. Grundarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá skipstjóra skipsins, Ómari Þor- leifssyni er litið eftir af upphaflega skipinu annað en skrokkurinn og manna íbúðir. Allur vélbúnaður er nýr, brú og afturskip. Meðalaldur skipanna hér á skrá er tæp 33 ár og meðal nafna- fjöldinn, góð 4 nöfn pr. skip. Sigurborg SI bar flest nöfn eða 7. Eigendaskipti skipanna voru góð 5 að meðaltali þar hefur Sigur- borg líka vinninginn með 9 eigendur á sínum um 50 ára skrán- ingartíma. Samkvæmt upplýsingum í Þjóðviljanum 9. des. 1964 kostuðu austur-þýsku skipin 11,5 milljónir. Þau hollensku munu hafa verið um hálfri milljón dýrari og þau norsku voru á svipuðu róli. Línuveiðarinn Sighvatur GK sem á 7. áratugnum, þegar hann kom til landsins, hét Bjartur NK. Hér er hann orðinn allt annað skip, lengri, með nýja brú, yfirbyggingu og skut, að ógleymdum vélbúnaðinum sem er heldur betur búið að uppfæra eins og reyndar flest ef ekki allt annað um borð. Vertíðarbáturinn Saxhamar SH-50, áður Hrafn Sveinbjarnarson GK-255. Búið er að breyta bátnum mikið frá upphaflegri gerð og lengja, setja á hann nýja brú, yfirbyggingu og skut. Og þótt það sjáist ekki á myndinni þá er vélarrúmið einnig orðið allt annað. Noregur, Hommelvik Skr.nr. Nafn Umd. nr. Skráður Afskr. Afdrif Lokanafn N/Eig. Aldur 1019 Sveinn Sveinbjörnsson NK-55 nóv. ´66 á skrá Sigurborg SH-12 3/7 49,5 Freyja RE-38, Sigurborg AK-375/KE-375/HU-100/VE-121 1042 Vörður ÞH-4 maí ´67 nóv. ´07 Danm., brotajárn Vörður ÞH-4 1/1 39,5 Holland, Saandam og Scheven 240 Gjafar VE-300 maí ´64 feb. ´73 strandaði Gjafar VE-300 1/1 7,8 962 Óskar Halldórsson RE-157 okt. ´64 apr. ´15 afskráður Óskar RE-157 5/6 50,5 Gestur SU-160, Votaberg SU-10, Aldey ÞH-380, Óskar-ÞH-380 980 Sigurborg SI-275 mars ´65 nóv. ´04 Danm. Brotajárn Stafnes KE-130 7/9 39,7 Freydís AK-275, Hrönn VE-366, Andvari VE-100/ÁR-107, Friðrik Sigurðsson ÁR-107/ÓF-30, Sigurfari ÓF-30 Halldór Gíslason er stoltur Trabant-eigandi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.